Tíminn - 15.12.1965, Page 14

Tíminn - 15.12.1965, Page 14
14 TBMflNN MIÐVIKUDAGUR 15. desember 1965 SKOZK SLÁTURHÚS Framhald af bls. 2 af kjöti í verzlanir og veiting- árhús þá fimm daga vikunn- ar sem hann er opinn. Vinnu- brögðin eru frumstæð, allt unn ið af mannshöndum, en samt gengur þetta allt ákaflega fljótt fyrir sig. Hinir í hópnum fóru mecf Einari Þorkelssyni, for- stjóra Þórs h.f. að skoða Ford- Tracktor verksmiðjurnar, en þær eru mjög stórar og ein af þrem stærstu verksmiðjum Ford-Traktora í heiminum. Um kvöldið snæddum við sameig- inlegan kvöldverð á mjög göml um og skemmtilegum veitinga- stað frá gömlum tíma. Undir húsinu var kjallari sem útbú- KONI STILLANLEGU HÖGGDEYFARNIR Ábyrgð 30.000 km. akstui eða 1 ár. — 9 ára reynsla á Islenzkum /egum sannar gæðin. ERU I REYNDINNI ÓDÝR USTU HÖGGDEYFARNIR. SMYRILl Laugav 170, slmi 1-22-60 Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og vélar: * 1. Volkswagen fólksbifreið árg. 64 (ákeyröur) 2. Chevrolet pallbifreið árg. 54 3. Ford pall-bifreið árg. ‘52 4. Chevrolet sendiferðabifreið árg. ‘53 5. Skoda station árg. ‘57 6. Ford station árg. ‘55 7. Plymouth station árg. 55 8. Volvo scnrpbifreið árg. ‘48 9. Weatherhill ámÖkstursskófla 3/4 cub. yards- (sundurrifin) 10. 2 stk. Vibro þjöppusleðar 11. Ford major traktor árg. ‘58 Tækin verða til sýnis hjá Véiamiðstöð Reykja ví kurborgar, Skúlatúni 1, 16. og 17. desember n. k. frá kl. 8 árdegis. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonar stræti 8, föstudaginn 17. des. kl. 16.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ÞAKKARÁVÖRP Mitt innilegasta þakklæti færi ég öllum sem heiðr- uðu mig á sextugsafmæli mínu hinn 1. desember síðastlið inn með gjöfum, heimsóknum og vinarkveðjum. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól- Benedikt Guðlaugsson, Víðigerði. Eg þakka gjafir og árnaðaróskir á sexxtuxgsafmæli mínu þann 3. þ.m. Elías Kristjánsson. Innilegar þakkir til þeirra, nær og fjær, sem heiðruðu mig og glöddu með gjöfum og heillaóskum á sjötíu ára afmæli mínu 8- desember. Steinunn Guðmundsdóttir, Þorgeirsstaðahlíð. WBSSBaam Útför Guðrúnar Sesselju Jensdóttur hússtjórnarkennara, B fcr fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16 desember kl. 1,30 8} e. h. Þeim sem vlldu mlnnast hinnar látnu er bent á Slysavarna- 2 félag íslands eSa Hrafnistu, D.A.S. tó Vandamenn, inn var eins og hann var á 17. öld, og var það sérstak- lega fróðlegt að sjá hann. Eig- andi hússins sagði sögu húss- ins, það hafði lent í brunan- um mikla, sem geisaði í Lon- don 1666. Ýmsir merkir menn hafa borðað í veitingahúsi þessu, t. d. Ásgeir Ásgeirsscm, forseti íslands. — Fimmtud e ginum eyddum við með Baldri Tryggvasyni, forstjóra Dráttarvéla og skoð- uðnm við Poclain skurðgröfur, sem eru mjög fullkomnar, vökvaknúnar og útbúnar öllum nýtízbu græjum. Við fengum að sjá vinnubrögð með slíkri vél, kvikmynd af notkun þeirra og að því loknu var okkur boðið til kaffidrykkju. Um kvöldið var okkur boðið á æva- foman bar frá árinu 1106. f upphafi var hann í Windsor héraði en síðar var hann flutt- ur inn í höfuðborgina. Þetta er talið eitt enskasta hús sem hugsaist getur. Seinna um kvöldið fórum við svo með flugvél til Edinborgar. — Morguninn eftir var farið í sláturhús í Edinborg, þar sem 280 þús. gripum er slátrað ár- lega. Slátrun stendur yfir allt árið og nýtt kjöt er • ætíð á boðstólum. Það athyglisverð asta við sláturhúsið fannst mér vera hin góða nýting á úr- gangsefnunum. Mjöl er gert úr beinum og blóði og reksturs- stjóri sláturhússins sagði, að mjög mikill spamaður væri að nýtingu úrgangs og það væri ótrúlegt en satt að þessi nýt- ing bæri uppi sláturhúsið að miklu leyti. Yfirleitt var að- búnaður slæmur, slátrararnir illa klæddir en kjötið var virki- lega fallegt. Síðar um daginn fórum við í gegnum náskóla- tilraunabú þar sem holdanaut og sauðfé var ræktað. Gripirn-, ir vom fallegir og nota þeir svipaðar aðferðir við að fóðra þá eins og við heima á íslandi. — Á laugardaginn fórum við í heimsókn á annað til- raunabú í fylgd Sigursteins Magnússonar, sem veitir skrif- stofu SÍS í Edinborg forstöðu. Hann gerði mikið fyrir okkur í Skotlandi og um kvöldið bauð hann okkur heim til sín. Á sunnudaginn var haldið heimleiðis með flugvél. — Borguðuð þið kostnaðinn úr eigin vasá? — Já, ferðiii var farin á veg um ferðaskrifstofunnar Sunnu og lækkaði ferðakostnaðurinn mikið við það. allar ferðir, herbergi og morgunmatur kost aðir um 8700 krónur, og auk þess fengum við hina föstu gjaldeyrisyfirfærslu, sem kom sér vel. Við hefðum vel getað notað 1—2 daga í viðbót, því lítill tími var aflögu fyrir okk- ur, sem flestir voru stirðir eða lítt kunnugir í tungumálinu. — Ferðin var mjög lærdóms rík og með afbrigðum skemmti leg, við þátttakendurnir vorum sammála um að fleiri slíkar ferðir að hausti til væru æski- legar. Það er heppilegasti tím- inn fyrir bændur að fara á þeim tíma vegna anna heima fyrir á öðrum árstímum. — Sérstakar þakkir kunn- um við þeim sem að ferða- laginu stóðu, íyrst og fremst Hjalta Pálssyni og Halldóri Pálssyni búnaðarmálastjóra fyr ir góðan undirbúning og gott skipulag farariúnar og svo öll- um þeim, sem veittu okkur liðsinni úti í Bretlandi og Skot landi. Víðsýni og skilningur okkar hefur aukizt á landbún- aðarmálum við þessa stuttu utanför okkar. FJÖNLIR Framhald af bls. 1. Olafsson og Roland Högni sen. Blaðið er að sjálfsögðu á færeysku og kemur út einu sinni á ári. í formála fyrsta tölublaðs segja rit- stjórar, að tilgangur blaðs- ins sé að vekja áhuga fær- eyskra ungmenna á málefn um þjóðarinnar og vekja áhuga fólks heima fyrir á námi stúdentanna, það eigi að flytja Þjóðfélagsmál, vera málgagn færeyskra stúdenta og málsvari út á víð. f ritinu eru og greinar um félagsmál, listir, vísindi og önnur menn ingarleg málefni, svo og vík ingafundinn og sögu Fær- eyja. Nafnið Fjölnir bendir greinílega í þá átt, að ritið eigi að vera svipaðs eðlis og Fjölnir þeirra Jónasar og Konráðs, þótt eigi sé þess getið í formála fyrsta tölu- blaðs. BJÖRGUARFÉLAGIÐ Framhald af bls. 1. ið fé, því í langflestum tilfellum hefðu skipin verið aðstoðuð útí á miðunum með því að skera nætur úr skrúfum þeirra og lagfæra ým- islegt smávegis, og mundu þessi tilfelli vera um 80% allra að- stoðartilfella. í 20% tilfella hefði hins vegar orðið að draga skipin til hafnar. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7 raunar átt sér stað á fleiri svið- um. Með þetta í huga sýnist mér það eðlilegt fyrirkomulag þessara mála, og í samræmi við það, sem nú gerist í vegamálum, að Alþingi afgreiði ár hvert sérstaka hafna- áætlun þ. e. s. heildaráætlun um hafnarframkvæmdir á fjárlagaár- inu, þar sem ákveðin séu ríkis- framlög og ríkisábyrgðir á hverj- um stað á því ári, sem um er að ræða. Enda verði þá ekki út af því brugðið, en hafnarsjóðir aðstoðaðir við útvegun lána sam- kvæmt áætlun. Samtímis verður þá á einhvern hátt að gera ráðstaf- anir til þess, að ríkið greiði á sérstakan hátt, með framlagi, eða yfirtöku þær 60 millj. ríkisfram- laga, sem sennilega verða ógreidd- ar I lok næsta árs. Núverandi rík- isstjórn hefur ekki haft þá for- ystu, sem henni bar að hafa með setningu nýrra hafnarlaö... Ég hygg, að Alþingi geti ekki hjá því komizt lengur að láta vanþróun þessara mála til sin taka og koma á þau viðunandi skipan til fram- búðar. FÆREYINGAR Framhald af 16. síðu. Þessar skrúfur eiga að auka stýrihæfni skípsins, einkum þegar veitt er með hringnót. Aukaskrúf urnar sem eru af þýzkri Pleuger- gerð, hafa 75 ha vél hvor. „Asur" getur blátt áfram snúið sér á lengd sinni og á auðvelt með að halda sér frá nótinni, jafnvel móti stormi og straumi. Að því er bezt er vitað, er að- eins eitt annað fiskiskip í Evrópu með slíkan útbúnað, en það er ís- lenzki báturinn „Höfrungur", og hefur hann reynzt mjög vel. „Asur“ er 425 lestir að stærð og í reynsluför gekk hann 12V2 mílu. Skipið er búið öllum nýtízku sigl ingar- og fiskileitartækjum, auk þess sem það hefur sjálfstýringu. Þar er líka vél, sem vinnur eina lest af fersku vatni úr sjó á sólar hring. í ,,Asur“ eru tvær frystigeymsl ur, sem taka 60 rúmmetra og fiski lestir eru kældar. Frystívélarnar geta fryst 15 lestir af lúðu eða hákarli á sólarhring og unnt er að framleðia 5 lestir af flökum á sama tíma. „Asur“ hefur tvær stórar fiski geymslur, 13000 ferfeta, og á síld veiðum er unnt að frysta um 150 lestir og salta í 1000 tunnur jafn framt. Þó að skipið eigi aðallega "ð stunda síldveiðar eða línuveiðar, er ætlunin að nota það einnig stöku sinnum til að veiða hámeri, en góður markaður er fyrir hana í sumum Evrópulöndum. TOGARI TEKINN Framhald af 16. síðu. togarann til Reykjavíkur snemma í fyrramálið og munu réttarhöld í máli skipstjórans hefjast fyrir Sakadómi Reykjavíkur klubkan tíu í fyrramálið. Skipstjórinn á Ross Staker er gamall kunningi Land- helgisgæzlunnar, var tekinn að veiðum árið 1964. HÁSKÓLAMENNTAÐIR Framhald af 16. síðu. menntuðum kennurum við gagn- fræðaskólana um land allt. Er nú talið viðhúið að allir háskóla- menntaðir kennarar gagnfræða- stigsins mun,- segja sig úr Lands sambandi framhaldsskólafeennara og þar með úr B.S.R.B. Með því hafa hinir háskólamenntuðu kenn arar raunverulega engan samnings rétt gagnvart rikinu, en þeir telja ekki mikils í misst, þar eð Lands samband framhaldssfeólakennara hafi mjög litið gert til þess að rétta hlut þeirra. Háskólamenntað ir kennarar vilja leggja á það höf uðáherzlu, að Bandalag hásfeóla menntaðra manna fái fullan samn ingsrétt fyrir hönd meðlima sinna sem fyrst. Félag háskólameimt- aðra kennara er aðili að Bandalagi háskólamenntaðra manna og ef svo fer að háskólamenntaðir kenn arar segi sig almennt úr BSRB er ekkert félag háskólamenntaðra manna lengur aðil; að bandalag- inu, nema Prestafélag íslands. Á fundi í Félagi háskólamennt aðra kennara. sem haldinri var í háskólanum 5. des. síðastliðinn, var samþykkt eftirfarandi ályktun með atkvæðum allra félagsmaima: Fundur í Félagi háskólamennt aðra kennara haldinn í Háskóla fslands 5. desember 1965 mótmæl ir harðlega úrskurði kjaradóms fÞá 30. nóv.\ síðastliðnum og telur hann algerlega ófullnægjandi að því er varðar launahækkanir . og færslu milli launaflokka. Telur fundurinn, að með þessum dóms úrskurði sé verið að grafa undan nýskipan náms í heimspekideild Háskóla íslands, þar sem hertar eru allmjög kröfur til B.A. prófs, en auðsætt virðist. að þeir sem á kennarastarf hyggja. muni ekki sjá sér hag i að búa sig undir lífs starf sitt með því að afla sér menntunarv sem lítils er metin. Augljóst er, að afleiðing þess verð ur, að sífellt reynist erfiðara að fá hæfa menn til kennarastarfs, en þar með er vegiff að menntun og uppeldi í landinu. Félagsmenn F.H.K. halda fast við fyrri kröfur sínar um laun eftir menntun, en efcki skólastigum og skora á ríkisstjóm að veita há- skólamenntuðum kennurum þegar í stag viðun-andi úrlausn í kjara málum sínum. Þar sem í ljós hefur komið, að háskólamenntaðir menn njóta lít ils skilnings innan- B.S.R.B., er það krafa félagsmanna, að ríkis stjórnin hlutist til um, að Banda lag háskólamanna fái fulla samn- ingsrétt. BÓKMENNTIR Framhald af 9. síðu. framhaldið verður sem upphafið, getur þetta orðið hið nýtilegasta þjóðfræðasafn, og einmitt vegna þess hve víða er leitað fanga, get- ur þar geymzt sitthvað, sem á milli verður í þeim söfnum, sem bundin eru við ákveðin svið hins þjóðlega fróðleiks. AK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.