Tíminn - 15.12.1965, Síða 16

Tíminn - 15.12.1965, Síða 16
Færeyingar smíða fiski- skip með tveimur þil- förum og þrem skrúfum Fyrir tiltftluega skömmum síðan tók til starfa í Skálafirði í Fær- eyjum skipasmíðastftð, er smíðar stálskip og nefnist hún Skála- skipasmiðja. Nýlega la>uk þar smíði á mjög merkilegu fiskiskipi af nýrri gerð sem hefur tvö þil- för og þriár skrúfur. Skipið er í eigu Færeyinga. Þetta nýstárlega fiskiskip nefn ist ,,Asur“ og er ætlað til línu veíða en einnig er unnt að koma fyrir hringnót og kraftblökk. Ólíkt því sem gerist á flestum öðrum fiskiskipum eru tvö þilför á ,Asur‘. Þetta er nýbreytni, sem á að auka nýtingu og skapa áhöfninni betra skjól. Á flestum línuveiðurum verð ur áhöfnin að vínna á opnu þil- fari, oft við hinar erfiðustu að- stæður. Á ,,Asur“ vinna sjómenn irnir aftur á móti undir hlífðar þilfari, og meira að segja er línan lögð og dregín inn um sérstakt op sem opnast og lokast sjálf- virkt. Skipið getur þannig verið að veiðum í verra veðri en ella, þar eð áhöfnin er varin fyrir síó- um. En það sem er líka athyglisverð ast við „Asur“ er, að skipið hefur þrjár skrúfur. Aðalvélin er 770 ha June Munktell dieselvél. Auk þess hefur skipið eina skrúfu á kinnungi og aðra á stýri. Framhald á 14. sfðu. Háteigskirk ja vígð á sunnudag KJ-Reykjavík, þriðjudag Á sunnudaginn verður Há- teigskirkja í Reykjavík vígð, og mun biskupinn yfir íslamdi herra Sigurbjörn Einarsson framkvæma vígsluna. Myndina hér til hliðar tók Ijósm. Timans KJ og sýnir hún tvo fremri turna hinnar reisulegu kirkju. Háteigskirkja stendur á hornlóð við Háteigsveg og Nóatún. og gnæfir þar hátt yfir með sínum fjórum turnum I-Ief ur kirkjan verið nokkuð mörg ár í smíðum. en Háteigssöfn uður var stofnaður fyrir 12 árum. Halldór Jónsson ark) , tekt teiknaði kirkjuna, en bygg ingameistari er Þórður Jasonar son. Allri meiriháttar vinnu við kirkjuna verður lokið á vígsludaginn, en stefnt hefur verið að því að hægt væri að messa í henni núna um jólin. Fram til þessa hafa messur hjá Háteigssöfnuði farið fram í Hátíðarsal Sjómannaskólans, og var messað þar í síðasta sinn á sunnudaginn. Prestar í Háteigssöfnuði eru þeir ' séra Jón Þorvarðarson, sem þjónað hefur þar frá upp hafi, og séra Arngrímur Jóns son. Vígsluathöfnin hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn - - - - - t , v. . Fulltrúaráðsfundur KJ-Reykjavík, þriðjudag. Fulltrúafundur Stéttasambands bænda hófst í morgun klukkan tíu og stóð fram tíl klukkan fimm, en Þá var málum vísað til nefnd ar sem ekki hafði lokið störfum í kvöld er blaðið síðast frétti, og voru því horfur á að þessi lokaði fundur Stéttasambandsins um landbúnaðarmálin héldi áfram á morgun, en gert hafði verið ráð fyrir að hann stæðí aðeins í dag. Togari tekinn und- an Látrabjargi KJ-Reykjavík, þriðjudag. Landhelgisgæzluflugvélin Sif staðsetti brezka togarann Ross Staker GY 527 5,3 sjómilur innan fiskveiðitakmarkanna út af Látra- bjargi í morgun. Var togarinn þá með ólöglegan umbúnað veiðar- færa og fisk á þilfari. Svaraði hann ekki stöðvunar- merkjum flugvélarinnar, og heldur ekki þegar reynt var að hafa sam- band við hann í gegn um talstöð, en hélt í þess stað til hafs. Flug- vélin fylgdi togaranum eftir, og kallaði jafnframt á varðskipið Óð- inn, sem kom að togaranum kl. 14.00, en hann hafði þá kastað í Víkurál. Varðskipið kemur með Framhald á 14. siðu. 40 háskóimenntaSir kennarar hafa sagt sig úr aðiítiarfélagi B. S. R. B. MB—Reykjavík, þriðjudag. Á fundi í Félagi gagnfræðaskóla kennara í Reykjavík í gær gerð ust þau tíðindi að 40 háskóla- menntaðir kennarar sögðu sig úr félaginu. Félagið er aðili að Landssambandi framhaldsskól.a- kennara, sem aftur er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Með úrsögn sinini hafa hinir háskólamenntuðu kennarar því sagt sig úr B. S. R. B., en mjög mikil óánægja hefur undanfarið ríkt í röðum þeirra yfir þvi að kjaradómur hefur ekki tekið tillit til menntunar þeirra, að þeirra dómi, svo og því að þeir telja Landssamband framhaldsskóla- kennara hafi haldið slælega á þeirra hlut í kiarabaráttunni. Er búizt við að nær allir háskóla- menntaðir kennarar við gagnfræða stigið muni á næstunni ganga úr B.S.R.B. Mikil óánægja hefur ríkt meðal hháskólmenntaðra kennara und- anfarið vegna launakjaranna, en þeir telja að mjög lítið tillit sé tekið til menntunar þeirra við ákvörðun launa og niðurröðun í launaflokka. Þessir menn hafa var ið mörgum árum í háskólanám, en eru samt ekki se'ttir nema einum eða tveimur flokkum ofar en menn, sem enga háskólamenntun hafa. Háskólamenntaðir kennarar telja, að Landssamb. framhalds- skólakennara hafi gengið mjög slæ lega fram í því að fá kjör Þeirra lagfærð, enda munu menn, er ekki hafa háskólamenntun, hafa tögl og hagldir í því bandalagi. enda miklu fjölmennari. Á fundi í Félagi gagnfræðaskóla kennara í Reykjavík í gær mættu nokkrir fullteúar háskólamennt- aðra kennara í félaginu og lögðu fram úrsagnir rúmlega 40 þeirra í Félagi háskólamenntaðra kenn- ara eru nú milli 70 og 80 kennar ar, en það er obbinn af háskóla- Framhald á 14. síðu. í gær var annar bíllinn í Happdrætti Framsóknarflokks ins afhentur, en það var ung frú frá Ólafsfirði, Sóley Stefáns dóttir sem hlaut þennan glæsi lega bíl af gerðínni Vauxhall Victor 101. Faðir hennar Stef án Ólafsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hafði gef ið henni miðann sem bíllínn kom upp á, en hún býr ásamt manni sínum Guðmundi Odds syni að Digranesvegi 72 í Kópa vogi. Myndin var tekin í gær við afhendinguna, og startda þau þarna við bílinn Stefán Guðmundsson framkvæmda- stjóri happdrættisins (t. v.) þá Guðmundur, Sóley, Stefán og Stefanía litla Guðmundsdóttir sem á áreiðanlega eftir að fara t margar skemmtilegar öku- ferðir með foreldrum sínum í nýja bílnum. (Tímamynd KJ). Fundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélag- ^nna I Revkiavík Fundur verður haldinn í Full trúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjavík að Tjarnargötu 26 fimmtudaginn 16 desember n. k- og hefst klukkan 20.30 Fundarefni: Lagabreyting. Stjórnin. lólatrésfagnaður Hinn árlegi jólatrésfagnaður Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Framsóknarhús inu við Fríkirkjuveg þriðjudag- inn 28. desember n. k. og hefst kl. 15. stundvíslega. Mjög verður til fagnaðarins vandað, eins og ávallt áður. Tekið er á móti miða pöntunum á, skrifstofu Framsókn arflokksins, Tjamargötu 26, símar: 16066 og 15564 en sala þeirra hefst seinnipart vikunnar. Verð miðans er kr. 100,— og eru ágæt ar veitingar og sælgæti innifalið í verði hans. Stjómandi skemmtun arinnar verður hinn kunni skemmtikraftur Jón B. Gunnlaugs son. DAGAR TIL JÓLA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.