Alþýðublaðið - 01.05.1959, Side 1

Alþýðublaðið - 01.05.1959, Side 1
Fyrsta maí ávarp AIþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga F TjÞJÓÐASAMBAND frjálsra verkalýðsfélaga sendir verkalýð allra landa innilegar bróður- kveðjur og árnaðaróskir nú, þegar senn eru liðin tíu ár frá stofnun þess. Við gerunn það í þeirri föstu trú; að eining verkamanna og verkalýðsstarfsemá á alþjóðavettvangi sé jafn þróttmikil nu og þegar Alþjóðasamibandinu var fyrst komið uipp til þess að fuilnægja þörfinni fyrir sterka og sjálfstæða al- þjóðamiðstöð frjálsrar verkalýðsstarfsemi. Ásamt verkamönnum um a'llam heim höfum við gilda ástæðu til þess að hafa áhyggur, vegna þess hvernig málin> horfa við nú. í mörgum löndum> hefur atvinnuleysi geisað, vegna þess að ríkisstjórnir brugðust þeirri skyldu sinni að vðhalda fullri at- vinnu og stuðia að fjáúhagslegum og þjóðfélagsleg- um framförum. Um leið og raðir atvinnuleysisstyrbþega hafa stækkað í iðnaðarlöndunum hafa verkamenn í lönd- um, sem framleiða helztu nauðsynjavörur, orðið fyr ir þungu áfalli vegna lækkandii vöruverðs og miinnk- andi eftirspurnar, og var þó afkoma þeirra hörmu- leg fyrir. Mestar áhyggjur höfum við af hinni hægfara þróun í þeirn löndum, sem skamjmt eru á veg kom- in efnahagslega, og hve efnaleg afkoma íbúanna Og húsnæðis- og skólamál eru á skelfilega lágu stigi. Þessum ógnunum við daglegt brauð verka- manna hafa frjáls verkalýðsfélög svarað með því að benda mönnum á hættuna og marka leiðina fram undan á nýafstaðinni allþjóðlegri efnalhagsráðstefnu Alþ j óðasambandsins. Verkamenn ófrjálsra landa! í baráttunni fyrir rétti allra þjóða að ráða eigin örlögum hefur AlV- þjóðasambandið enn sem fyrr forystu. Sáðastliðið ár hafa ebki fáir sigrar unnizt í baráttunni fyiir frelsi: Kýpur hefur öðlazt sjálfstæði; einræðisherra Kúbu hefur verið rekinn frá völdum; í Afríku mið- ar mörgum' þjóðum óðfluga áfram á brautinni til sjátfstjórnar. Þó er þett'a aðeins upphafið. Um gervalla Afr- íku heyrast háværar raddir, sem krefjast sjálf- stjórnarréttar. Dagur nýlendustjórnar og kynþátta- kúgunar eru angsýnilega taldir. Hve lengi verður þessu gagnslausa blóðbaði haldið áfram? Prá önd- verðu vöruðum við gegn Þeirri fásinnu að þvinga Afríkuþjóðir til að ganga í Rhódesíu- og Nyasa- landsbandalagið gegn vilja þeirra. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur mjeð þeirri trú, að aldrei geti framar glatazt frelsi, sem einu sinni hefur unnizt: bitur reynsla hefur kennt ófáum þjóðum í Asíu, Mið-Austurlöndum og annars staðar að skilja þennan sannleika. En við skulum heldur ekki gleyma því, að fátækt og efnalegt öngþveiti eru frjósöm gróðrarstía fyrir andspyrnu rétt eins og fyrir styrjöld; að eldri lýðræðisþjóðum er skylt að hjálpa þjóðum', sem nýlega hafa öðlast sjálfstæði, að komast yfir efnahagsörðugleikana, ella gætu þær hrapað niður í fen stjórnmálalegs vonleysis. Jafnframt því sem úrelt nýlendustefna er alls staðar á undanhaldi, ríghalda of margjr óverðugir einræðisfherrar í valdið, sem þeir hafa tekið sér með ofbeldi. Þjóðir hins frjálsa heimis bera litla eða enga álbyrgð á bommúnistaeinvöldunum, sem þálf Evrópa og mikill hluti Asíu lýtur. En hvað um Franco? Hive mikið lengur munu lýðræðisstjómir heims h-alda áfram að styðja hina völtu stjórn hans? Við skulum lyfta Þessari byrði af samvizku okkar: þessum ósvífna harðstjóra hefu-r of lengi leyfzt að drottna yfir spænsku þjóðinni. Verkamenn hins frjálsa heims! Verið á verði! Afturhaldsöflin leynast alls staðar, reiðubúin að ræna verkalýðsréttindum ykkar, sem þið hafið lagt hart að ybkur við að fá viðurkennd. Ekkert land, sem n-eitar verkamönnum sínurn um fullt verka- lýðsfélagsfrelsi, getur með rétti kallast lýðræði. Hlvenær sem frelsi þetta er í hættu, verður Al- þjóðasambandið reiðubúið eins og það hefur æ ver- ið til þess að boma til varnar verkamönnunum, sem ógnað er. Við verðum jafnframt að sýna hina ýtrustu árvekni til þess að viðhalda friðinum í heiminium. Samkomulag um' virka afvopnun, þar með talið bann gegn kjarnavopnum, virðist vera jafnlangt undan og fyrr. Berlínardeilan skyggir ennþá á sjóndéildarhringinn, og skipting Þýzkailands er enn sem fyrr gróðrarstía fyrir svik Sovétrákjanna og ögrun. Alþjóðasambandið skorar á alla verkamenn nú, þegar við stöndum andspænis öllurn þessum al- varlegu ógnunum við velmegun, frelsi og frið í heiminum, að fyilkja sér um hin frjálsu verkalýðsfé- lög í baráttunni fyrir: — útrýmingu atvinnuleysis og hinni sorglegu sóun á mannlegum og efnalegum auðlindum heims- ins, —■ nýting nútímiavísinda og -tækni í samræmi við þarfir allra, en ekki sérhagsmuni hinna fáu, — nægilegri efnahagsaðstoð til ungra landa á framabraut, auk sanngjams vöruverðs og markaða fyrir helztu afurðir þeirra, — sjélfsögðum étti verkamanna að láta frá sér heyra í öllum málum, er snerta efnahags- og þjóðfélagsframfarir í landi þeirra, — framvindu þess réttar allra ófrjálsra þjóða að ráða eigin örlögum og einkum og sér í lagi að binda endi á nýlendupólitík í Afríku, — andstöðu gegn öllu einræði og umfraim allt binda endi á einræði Francos, sem helzt áfram í valdastólnum að miklu leyti vegna yfirhilminga hinna leiðandi lýðræðisríkja, — S'amkomulagi um bann við f jöldsmiorðvopn. um innan tabmarka almennrar og skipulagðrar al- þjóðaafvopnunar til þess að létta martröð kjarna- styrjaldar af öllum mönnum í eitt skipti fyrir öll. Til þess að fá öllu þessu áorkað verða verka- menn alls staðar að styrkja og sameinna öfl hinna frjálsu verkalýðsfélaga. „Einn fyrir alla og allir fyrir einn“, voru einkunnarorðin, sem fánar margra vekalýðsfélaga báru á upphafsdögum verkalýðs- hreyfingarinnar. Við endurtökumi þetta heróp verka lýðsins nú í dag í þágu ánauðugra bræðra okkar í ihnum fátækari löndumi heims. Hjálpið okkur til þess að varpa öllum þunga hinnar alþjóðlegu frjá-lsu verkalýðshreyfingar í baráttuna gegn fátækt og ofbeldi hvaðauæva. Gerið Sameiningarsjóð Alþjóðasambandsins öflugt vopn í baráttunni fyrir málstað réttlætisins! Verkamenn allra landa! Eflið hin frjálsu verkalýðsfélög ykkar! Fylkið ykkur um Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga! Þetta tíunda starfsár okkar: gerið það að af* reksári í annálum verkalýðshreyfingarinnar! Sækið áfram með Aíþjóðasambandinu í bar- áttunni fyrir brauði, friði og frelsi! JWWWWWM WWWWWWWWWWMMWWWmWWMWMWWIWWWWI»WWWMWWWWWWIWWWWIMWWWIW*WW*WMW»WW*WMl'iWWMlMy m u n MESTA hagsmunamál vinnandi stétta á íslandi í dag er að halda dýrtíðinni niðri. Þróun síðasta árs —■ hinar stöðugu hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi á víxl, stofnaði afkomu al- þýðuheimilanna í hættu. í slíku kapphlaupi verður launamaðurinn alltaf aft- urúr, kaup fylgist aldrei með verðhækkun. Stöðvun verðbólgunnar og stöðugt verðlag er tvímælalaust það ,sem bezt kemur öllu launafólki. Um mánaðamótin nóv- ember—desember í fyrra sagði þáverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónas- son, að ný dýrtíðaralda væri skollin yfir. Hagfræð- ingar staðfestu þennan dóm hans. Þeir sögðu, að þessi alda væri meiri en nokkur, sem skollið hefur á þjóðinni í áratugi. Ef hún væri ekki stöðvuð, spáðu þeir að vísitalan mundi hækka stöðugt allt þetta ár um 5 stig að með- altali á mánuði, og verða 260—270 stig á komandi hausti. Ef svo hefði farið, hefðu launamenn ekki fengið dýrtíðaruppbætur nema þriðja hvern mánuð að vanda. Þeir hefðu þá alltaf verið sem svarar 10 stigum, ef ekki meiru, á eftir verðlagshækkuninni. Ríkisstjórninni tókst með skjótum aðgerðum að stöðva ölduna. Gripið var til niðurgreiðslna á nauð- synjum, og fólkið gaf eftir vísitölustig. Árangurinn er ljós hverju mannsbarni. Umræðuefni dagsins er nú ekki lengur verðhækkan- ir eða dýrtíðarflóð. Það er lítið talað um verðbólgu- vandamálið. Það hefur ver ið stöðvað um sinn. Með hyggilegum ráðstöfunum getur þjóðin til frambúðar forðazt þá alvarlegu hættu, sem nú hefur verið bægt frá henni. í raun réttri er óvitur- legt að tala um „varanleg- ar ráðstafanir“ í efnahags- málum. Það er ekkert pennastrik til, engin ein lausn, sem í skyndi getur leyst allan vanda. Það þarf margvíslegar og skynsam- legar ráðstafanir á mörg- um sviðum, sem verða að samfeildri vágnarbaráttu á breiðri víglínu gegn dýr- tíðarhernum. Á bann hátt einan getur æskilegt jafn- vægi fengizt. Slíkt jafn- vægi er bezta trygging verkalýðsins fyrir trygg- um kjörum og eini grund- völlurinn, sem hægt er að byggja á varanlegar kjara- bætur. tfðar- intiar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.