Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 3
"’WI WWWWWmWWWWWWWWtWMWMWMMWWWIK Efst á 2. síðu sjáið þið Helgu Magnúsdóttur, sem verður fyrst kvenna til að fá íslenzkt sveinsbréf í málaraiðn. Þar er líka mynd af Ellert Eiríkssyni, matsveini á m. b. Rán frá Hnífsdal. Hann var að flýta sér í næstu matvörubúð og það var rétt með herkium að við fengum bann til að hinkra augnablik og „sitja fyrir“. ^ Neðst sjáið þið mynd af Asgeiri Torfasyni við spil ið á Tröllafossi. Hann vinnur hvern dag, og er hinn ernastí, ]>ótt hann sé orðinn 71 áj-s. — og kom in yfir hámarksaldur embættismanna. *^r Efst á 3. síðu er svo mynd af Ástu Gunnarsdóttur, rakara- og hárskeranema. Hún komst ekki að við nám í hárgreiðslu kvenna svo að hún sneri sér að hárskurði karla og rakstri. Neðst á sömu síðu er svo mynd af þeim Ásu Petu og Þóreyju, „hraðfrystidömum“ í ísbirninum á Seltjarnarnesi. Það er staðurinn isem verður svo oft afdrifaríkur fyrir unga menn — og konur. Myndir: Oddur Ólafsson. 37exti: Sig. Guðmundsson. i m Asta: Þeir voru dálílið skrýtnir fyrsi WMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWW ÞEGAR við ljósmyndari Alþýðublaðsins litum inn á rakarastofu Orla Nielsen við Snorrabraut á þriðjudaginn, var Ásta Gunnarsdóttir önn- um kafin við klippingu á ung- um manni, er virtist una sér hið bezta í stólnum hjá henni. Við fengum okkur sæti og HAFI lesandinn ekki reynt það, þá getur blaðamaðurinn skýrt honum frá því, að það er ekkert gaman fyrir tvo feimna karlmenn að ganga þar þvert um sal, sem sextíu, sjötíu teprulausar og galsa- fengnar stúlkur standa við vinnuiborð fjatlandi fisk, pískrandi um myndavél og skrýtna skeggið ljósmyndar- ans og skítuga rykfrakkann, sem blaðamaðurinn er í. En þetta urðum við þó að láta okkur hafa hér á dögunum, þegar við skruppum vestur í frystihúsið ísbjörninn á Sel- tjarnarnesi til að hitta þar tvær ungar „hraðfrystidöm- ur“ að máli, Petu Ásu Þor- björnsdóttur og Þórey Stef- ánsdóttur. — Þegar píslar- gangan var á enda tók þó betra við, því að þær Peta Ása 'Og Þórey leystu greið- lega úr spurningum okkar fáfróðra. Þær stöllur kváðu frysti- húsið vinna úr togarafiski og báta. Þrettán bátar leggja ein göngu þar upp fisk á þessari vertíð og þrír togarar. Nú er unnið hvað mest úr þorski og karfa og þegar mest berst að er unnið til klukkan sjö og stundum fram að miðnætti. Suma daga berst hins vegar minna að og bá missir fólkið daga úr. Velflestir vinna tímavinnu og fremur fáir hafa fasta vinnu. Þegar mest er um að vera vinna níutíu til hundrað stúlk ur í frystihúsinu. Ef mjög mikið er að gera geta þær haft um eða yfir tvö þúsund krónur í vikukaup, eins og þær búast við að fá fyrir síð- ustu viku, Við spurðum þær stöllur hvort óalgengt værj að unga fólkið í frystihúsinu tæki sig til og setti upp einbauga. Þær tókust allar á loft og kváðu þó nokkur brögð að slíku. Við fengum stærðar lista, sem þær romsuðu upp úr sér, en hentum ekki önnur nöfn á lofti en Diddu og Guðmund- ASA PETA og ÞOREY: ar. Þær kváðu þær trúlofan- ir og hjónabönd sem hafa átt upphaf sitt í ísbiminum hafa reynzt vel yfirleitt og orðið langæ. Og þeim lesendum okkar, sem enn eru ókvænt- ir, en lízt vel á þær á mynd- inni, getum við sagt, að báð- ar eru þær ólofaðar. Að lokum spurðum við þær Asu Petu Og Þórey vhað ungar stúlkur nú til dags hugsuðu um 1. maí en þær svöruðu því til að þær vildu hafa sinn frídag og engar refjar. Og svo kvöddu þær okkur með þeirri frómu og eðlilegu ósk að við skrifuðum nú ekki neina „bölvaða vit- leysu“ eftir þeim.' biðum eftir að hún lyki verk- inu, en að því loknu tókum við hana tali og röbbuðum um þetta starf, sem svo ó- venjulegt er að ungar stúlk- ur velji sér. Ásta er ættuð austan frá Selfossi og kom hingað fyrir rúmu ári síðan til að læra hárgreiðslu. Að því var þó ekki jafnhlaupið og hún hélt, því að árangurslaust gekk hún á milli hárgreiðslustof- anna í bænum — enga vant- aði nema. Þá var það að Orla Nielsen auglýsti eftir nema í rakara- og hárskeraiðn, eins og iðngreinin mun heita fullu nafni. Ekki er hárhirðing karla óskyld hárgreiðslu kvenna, og Ásta hafði ekki gleymt draumi sínum og er- indi, svo að hún brá sér á fund Nielsen rakara- og hár- skerameistara og falaðist eft- ir námsvist hjá honum. Hann tók því vel og þau gerðu námssamning. Nú hefur Ásta verið við nám sitt nokkuð á annað ár og kveðst una sér mjög vel við það. Hún kveður þrjár eða fjórar stúlkur vera vi'ð nám í þessari iðngrein um þessar mundir hér í bænum. Ný vopn... FramhaW af 2. síðu. sem ekki breytzt. Verkföll sagði Ásgeir að væru orðin, eða ættu að minnsta kosti að vera orðin úrelt og óþörf. Þeirra hefði verið brýn þörf forðum daga, en í dag ætti aðstaða verkalýðsins og áhrif að vera orðin svo traust að hún þyrfti ekki að grípa til þeirra neyðarráðstafana sem verkföll eru. Það væri, eða ætti að vera, vegna breyttra tíma og breyttra viðhorfa, tími til kominn að skipta um vopn. Verkalýðshreyfingin berst enn með sömu vopnum og forðum, þegar hún á'tti erf- iðast uppdráttar, þótt barizt sé fyrir öðrum málum. En eru þá áhrif hennar og að- staða ekki enn svo traust að hún þurfi ekki að berjast fyr- ir hverju máli? Við spurðum um 1. maí, og hann sagði að verkalýðurinn ætti og þyrfti að vera miklu samstilltari á þesT>um hátíðis- degi en verið hefur árum sam- an. — Með það fórum við. Kjörin kveður hún góð, hún fær sömu laun og piltar sem stundar þetta nám og þau munu vera allt að því helm- ingi hærri en laun þeirra stúlkna sem hárgreiðslu nema. Hún stendur í hvíta sloppnum sínum (sem fer henni svo ljómandi vel) við stólinn daginn út og daginn inn og sápar karlmenn, rakar, klippir og greiðir, Hún segir að þeir hafi verið dálítið feimnir og skrýtnir fyrst í stað, en það sé af, enda yfir- leitt sömu mennirnir sem þessa stofu sækja eins og aðr- ar. Og um það leyti sem við kveðjum snýr Ásta sér að söfn uðinum sem bíður og nefnir töfraorðið „næsti“. Skýzt þá ungur maður úr horni upp í stólinn hennar en hún spyr hvar hann skipti. Á baksvipn- um sýndist okkur það ein- mitt vera sá sendillinn okkar á ritstjórninni, sem yfirleitt er manna lengst í hverri sendiferð... Láfið okkur aðstoða yður við kaup og sölu bifreiðarinnar. Úrvalið er hjá okkur. AÐSTOD við Kalkofnsveg og Laugaveg 92. Sími 15812 og 10650. Minningarspjöld D. A. S. iást hjá Happdrætti DAS, Vest- uveri, sfmi 17757 — Veiðarfæra rerzl. VerSanda, sími 13786 — íjómannafélagi Reykjavíkur, ihni 11015 — Guðm. Andrés- tyni gullsmið, Laugavegi 50, ifmi 13760. — f Hafnarfirði í Dósthúsinu, sími 50267. Sigurður Ölason hæstaréttarlögmaður, og Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Austurstræti 14. Simi 1 55 35. Alþýðublaðið 1. maí 1959 J #»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.