Tíminn - 19.12.1965, Síða 1

Tíminn - 19.12.1965, Síða 1
ERLENDAR FRÉTTIR Múrínn opnaður um jólin NTB-Berlín, laugardag. í dag hófust heimsóknir Vestur-Berlínarbúa til ætt- ingja í A-Berlín, og fyrstu fjórar klukkustundirnar í morgun fóru 30.000 manns og rúmlega 3000 bílar gegn- um múrinn, sem liggur milli borgarhlutanna. Er búizt við, að samtals muni um 2.6 milljónir Vestur-Berlín- arbúa heimsækja ættingja sína fyrir austan. Þeir, sem fóru í dag, voru hlaðnir alls konar gjöfum — einn hafði til og með baðkar með sér! Nokkrir V-Berlínarbú- anna stilltu sér upp i bið- röð kl. 5 í morgun við þá fimm staði, þar sem gest-' unum var hleypt í gegnum múrinn, klukkustundum áð- ur en heimsóknartíminn hófst. A-þýzku landamæra- verðirnir létu fólkið ekki bíða svo lengi, heldur hófu þeir að hleypa tólkinu í gegn klukkustund fyrr en áætlað var. Margir ókh í bílum sinum inn í A-Berlín, og voru full- hlaðnir. Um 3000 bílar fóru yfir landamærin fyrstu fjóra tímana í morgun. flestir fóru þó fótgangandi með Framhald á bls. 22. Myndin hér til hliðar sýnir vírhlið múrsins opnuð fyrir V-Berlínarbúum. SMITH STÖDVAR ALLA 0LÍUSÖLU TIL ZAMBÍU SÚDAN SLÍTUR STJÓRNMÁLASAMBANDI VIÐ BRETLAND NTB-Salisbury, London og Kafró, laugardag. Smith-stjómin í Rhodesíu bann aði í dag alla sölu á benzíni til nágrannaríkisins Zambíu, og er hér um að ræða mótaðgerðir vegna olíubannsins, sem Bretar Iýstu yfir í gær. Jafnframt segja góðar hcimildir að ákvörðunin um að setja Rodes íu í olíubann hafi verið tekin af þeim Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, og Lyndon B. John- son, forseta Bandaríkjanna, í sam einingu, og Bandaríkin hafa lýst yfir stuðningi sínum við Breta í því máli. Frá Kaíró berast þær fréttir, að Súdan hafi í dag slitið stjóm málasambandi við Breta í sam- ræmi við samþykkt Einingar bandalags Afríkuríkja um það máL Hafa því 8 Afríkuríki slitið stjóm málasambandi við Breta vegna af stöðu þeirra í Rhodesíumálinu. Góðar heimildir í London segja að sigrast þurfi á tveim erfið- leikum í sambandi við olíubannið, ef það á að ná tilgangi sínum. í fyrsta lagi verði að halda uppi olíuflutningum til Zambíu án þess að nota járnbrautarlínuna í gegnum Rhodesíu sero er eina samband Zambíu Við umheiminn á landi. Til þess að þetta megi verða, hafa Bretar og Bandaríkin að því er talið er, ákveðið að koma á fót stórkostlegri loftbrú milli Lusaka og Dar es-Salaam. Brezk- ar flugvélar eru þegar reiðubúnar til þessa mikla 'flutningastarfs, og bandarískar flugvélar munu bæt- ast í hópinn. Hins vegar verður olíubannið að verða algert. Heimildim- ar segja, að flest lönd, sem fram- leiða olíu, þar á meðal Frakkland Italía og Holland, hafi þegar lýst því yfir að þau muni fylgja Bret um og Bandaríkjamönnum í máli þessu Nokkur óvissa ríkir um af- stöðu nokkurra minm einkafyrir- tækja, sem hafa olíustöðvar í ýms um löndum. Auk þess er mjög þýð ingarmikið að stöðva alla olíu- flutninga fra Mozambique, sem er á valdi Portúgals, til Rhodesíu. Portúgal hefur lögfræðilegan rétt yfir olíuleiðslum þeim, sem hér um ræðir. Þótt brezkir borgarar eigi þær að hluta til. Framhald á bls. 22. De Gaulle 55% NTB-París, laugaraag. De Gaulle mun fá 55% atkvæð- anna við síðari fors.etakosningarn- ar I Frakklandi á morgun, sunnu- dag, og hinn frambjóðandinn, Francois Mitterand, 45%, sam- kvæmt skoðanakönnun, sem fram- kvæmt var af óháðri skoðanakön unarstofnun í París. Skoðanakann anir þessar stofnunar hafa reynzt mjög nákvæmar. Við fyrri forseta kosningarnar spáði hún de Gaulle 43% atkvæðanna, og hann fékk 44.6%. í FYRSTA SKIPTI í 14 SÓLARHRINGA EJ-Reykjavík, laugardag. Geimfarið Gemini-VII lenti eins og áætlað var kl. 13.05 í dag í Atlantshafi, einungis um 15 sjómílur frá þeim stað sem upphaflega var ætlað. Geimfaramir Frank Borman og James Lovell, sem verið hafa á lofti í 14 sólarhringa, voru teknir upp í þyrlu og flogið með þá til flugvélamóðurskips- ins Wasp, þar sem tekið var á móti þeim með viðhöfn. Þeir voru mjög ánægðir á svip, bros andi og „yfir sig glaðir,“ eins og flugmaður þyrlunnar orð- aði það, og gátu staðið á eig- in fótum, þótt þeir hefðu ekki stigið í fætumar í 14 sólar- hringa. Þeir voru þegar fluttir í sjúkrahús Wasp, þar sem þeir voru teknir til læknisrann,-; sókna. Geimferð Gemini-VIl er sú iengsta, sem farin hefur verið til þessa, og að mörgu leyti merkilegasta geimferð sögunn ar, ekki sízt vegna þess að í fyrsta sinn mættust tvö geim- för úti í geimnum. Því má bæta við, að þetta er, lengsta ferð sem farin hefur verið í sögu mannkynsins, því að þeir Borman og Lovell hafa lagt að baki um 5.5 milljón mílur. Þeir hafa séð 330 sólaruppkom- ur og sólsetur' Hemla-eldflaugar Gemini- VII voru settar stað á réttu augnabliki eða 12.28 að íslenzkum tíma, og gekk ferð geimfarsins inn í gufuhvolfi jarðar saœkvæmt áætlun. en sá hluti geimferðar- innar er einna hættumestur. Menn voru mjög ákafir að vita, hvernig geimförunum myndi reiða af er þeir kæmu inn í andrúmsloftið og fyndu til þyngdaraflsins a' nýju, þar sem þeir höfðu verið svo lengi Framhald á bls. 22. Bormann og Lovell luku í gær lengstu geimferö sögunnar STIGU í FÆTURNA /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.