Tíminn - 19.12.1965, Blaðsíða 3
í t ' V \
Sögur úr sveitinni
Þá hefur skotið upp nýjum höf-
undi barnabóka — Halldóri Pét
urssyni — líklega þeim inum
sama og lét sig ekki muna um
að rita ævisögu draugs um árið
— og Halldór Pétursson, listmál-
ari, teiknar myndir í bókina. Hún
heitir: Viltu segja mér. Þetta eru
stuttar sögur af ýmsum svaðilför-
um og mannraunum Dóra litla, er
er aðeins fimm ára sveitamaður,
þegar sögur hefjast. En þetta er
skemmtilegur stúfur, mikill fyrir
sér og fær í flestan sjó, enda
verður lífshlaupið eftir því. Sög-
urnar eru hver annarri skemmti-
legri, en það er eins og þær séu
engu síður — eða jafnvel öllu
fremur — skrifaðar fullorðnum til
skemmtunar og skilninsg á börn-
um — og því ekki það?
Ævintýri
Hversdagsins
Ég veit ekki, hvort nokkur ís-
lenzkur höfundur, sem að stað-
aldri skrifar bækur handa börn-
um þessi árin, kann betur að segja
ævintýri en Kári Tryggvason. Og
hann kann einnig betur en aðrir
að leiða börn í ævintýraheim, sam-
ræma ævintýri og nútíðarhugsunar
hátt barna og láta leiðir ævintýra
og hversdagslegs lífs og leiks
liggja saman. Hann ritar einnig
kjarngott og hreint mál og kann
flestum betur að lýsa íslenzku
sveitalífi og íslenzkri náttúru.
Síðustu árin hefur hann ritað
sögur af Dísu á Grænalæk. Þetta
eru hinar skemmtilegustu og ákjós
anlegustu barnabækur, þroskandi
að máli og mörgum fróðleik. Þótt
rakin sé hversdagsleg saga, hafa
ævintýrin alítaf skotið upp koll-
inum áður en nokkum varir og
orðið ívaf og upplyft-
ing sögunnar. Nú er komin út
bók, sem heitir Dísa og ævintýrin.
Þar segja afi og Anna frænka Dísu
ævintýri. Þau eru um svani, refi
og kiðlinga og sitthvað fleira. Sum
þessara ævintýra hefur Dísa heyrt
áður í fyrri bókum, en þarna eru
þau sett saman í eina bók og eitt-
Kári Trygvason
hvað aukin. Æskileg barnabók fyr-
ir sjö til tíu ára börn. Björn
Björnsson á fallegar teikningar í
bókinni, sem ísafoldarprentsmiðja
gefur út.
Strákar eru alltaf
strákar
Ingibjörg Jónsdóttir er tiltölu-
lega nýr barnabókahöfundur, er
all mikils má af vænta. Stykur
hennar er sá, að hún er enn á
sæmilega ungum aldri og i ná-
inni, persónulegri snertingu við
börn tæknialdar og skilur hugar-
heim þeirra vel. Barnaleikrit henn
ar hafa hlotið viðurkenningu. Þrír
pörupiltar heitir nýútkomin bók
eftir hana, frásagnir af fyrirtækj-
um tápmikilla drengja, sem ekki
eiga ætíð samelið með hefðbund-
inni siðmenningu. Brestirnir eru
þó aldrei illkynjaðir, og nafn bók-
arinnar nokkuð sterkyrt og varla
gott sölunafn. Þetta eru liprar og
Framhald á bls. 22.
\ 0 v, «
Gðmul Reykjavíkurbréf
\ , -
Út er komiS safn Reykjavíkurbréfa frá 19. öld. Finnur Sig-
mundsson hefur tekið bókina saman og skrifað skemmtilegar
skýringar við þau um menn og málefni liðinnar aldar.
Þessi bréf eru kapítuli úr óskráðri sögu bæjarbúa. Þau draga
tjöld frá liðinni öld. Þátttakendur og sjónarvottar lýsa Þjóð-
fundinum, Þjóðháíðinni 1874, ,,pereatinu” og fleiri stórvið-
burðum. En jafnframt greina bréfin frá dansiböllum, spille-
part^um, púnsdrykkju'og pólitísku þrasi borgaranna Við lestur
„Gamalla Reykjavíkurbréfa” lifa menn upp liðna öld, og það
mun engum leiðast við þann lestur.
Þetta er stórfróðleg og alveg bráðskemmtileg bók.
BÓKFELLSÚTGÁFAN
SUNNUDAGUR 19. desember 1965
TÍMINN
Nokkrar íslenzkar barnabækur
Ég hef verið að líta yfir nokkr-
ar barnabækur, sem út koma fyr-
ir þessi jól — íslenzkar bækur
eftir íslenzka höfunda af íslenzk-
um vettvangi. Það er ekkert hé-
gómamál, hver sú uppsker er, og
oft hefur hún virzt í rýrasta lagi.
Ég gæti bezt trúað því, að hún
væri með bezta móti í ár. Ég hef
hlaupið yfir einar sjö eða átta
þessara bóka síðustu daga, og þær
eru allar boðlegar barnabækur og
sumar mjög góðar.
Karlmannleg
ævintýri
Ég nefni hér fyrst bók Armanns
Kr. Einarssonar, Óli og Maggi á
ísjaka. Ármann er líklega búinn
að tryggja sér þanM sess að vera
vinsælasti barnabókahöfundur hér
á landi þessi árin. Hann hefur
þegar ritað rúma tvo tugi barna-
og unglingabóka, og vinsældir
hans virðast hafa vaxið með hverri
bók. Hann hefur lagt rækt og álúð
víð þessi ritstörf og farið batn-
Ármann Kr. Einarsson
andi með hverri bók. Hann hefur
reynt að skilja hugarheim barna
og velja sér spguefni, sem í senn
er bömutm hugleikið og leiðir til
nokkurs þroska og skilnings. Bæk-
ur hans hafa nú nokkrar verið
þýddar á Norðurlandamál og átt
gengi að fagna. Ástæða er til þess
að nefna sögu þá, sem nú er flutt
í leikritsformi eftir hann í barna
tíma útvarpsins og mun njóta
óvenjulegra vinsælda, jafnvel
einnig meðal fullorðins fólks.
Óli og Maggi á ísjaka mun vera
sjötta bókin í flokki um þessar
söguhetjur, og hafa þeir elzt um
eitt ár með hverri bók og eru
því orðnir færir í ýmsan sjó, enda
geriast ævintýri þeirra á ísjaka
norður í hafi og á hvalveiðiskipi
við töluverð stórræði og karl-
mennsku. Sagan er atburðarík og
í hana er ofið töluverðri
fræðslu um líf á ís og hvalveiðar.
Þetta er holl og hressileg drengja-
saga, með teikningum eftur Hall-
dór Pétursson, og þær svíkja eng-
an. Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur bókina smekklega út.
Könnun heimsins
Ung skáldkona, Vilborg
Dagbjartsdóttir sendir frá sér
stutta barnabók, Sögur af Alla
Nalla með ágætum myndum eftir
Friðriku geirsdóttur. Þar segir
frá því, hvernig greindur og rök-
vís snáði kannar heiminn. Sögurn-
ar eru allar með þeim brag að sam
an fer kímni og dýpri rökhyggja
þessi infalda terka rökhyggja
barnsins, sem klýfur svo oftlega
sjálfbyrgingsskjöld hinna full-
orðnu, sem þykjast búa yfir allri
vizku heimsins. En þessar sögur
eru þó fremur af því tagi, sem
fqllorðið fólk, feður eða mæður,
segja öðru fullorðnu fólki af börn-
um sínum í gamni og hreykni, og
taka varla nógu mikið tillit til
barnsins, og raunar held ég, að
fullorðnir muni hafa meira gam-
an af þeim en börn^ en þær eru
vel sagðar og af næmum skilningi.
Jólasögur
Ragnheiðar
Hvít jól heitir barnabók, sem
Ragnheiður Jónsdóttir sendir frá
sér fyrir þessi jól. Hefur hún að
geyma einar fjórtán jólasögur með
myndum eftir Sigrúnu Guðjóns-
Ragnheiður Jónsdóttir
dóttur. Ragnheiður er einn bezti
og vandaðasti höfundur, sem skrif
að hefur barnabækur síðustu árin,
og bækur hennar hafa notið óskor-
aðra vinsælda einkum meðal
telpna um og innan við fermingu.
Hún ritar ágætt mál og frásagn-
arháttur hennar er mjög aðlaðandi.
Efni þessara sagna er bæði -sótt
til liðins tíma og líðandi stund-
ar. Þær hvetja til samanburðar á
gömium og nýjum lífsháttum.
Þetta eru yfirleitt ekki stórvið-
burðasögur. Þær fjalla flestar um
smáleg atvi'k, sem endurspegla
miklar lifsgátur ungum hug, vekja
til umhugsunar og samúðar og
veita svör og leiðbeiningar í
mörgum sambúðarvanda kynslóð-
anna. Það er ávinningur hverju
barni að lesa þessar sögur. ísa-
foldarprentsmiðja gefur bókina út
af vandvirkni>