Tíminn - 19.12.1965, Síða 9
SUNNUDAGUR 19. desember 1965
TÍMINN
21
ARABÍU LAWRENCE
ANTHONY
28
„Ágætt,“ sagði Wemyss, þegar hann hafði heyrt sögu
hans. „Ég sendi skipið Dufferin strax með vistir til Akaba,
og það getur tekið fanga yðar með til baka, það er óþarfi
að ráðgast við Allenby vegna þessa.“
„Hann tók við af Murray, sem er farinn heim.“
12.
Allénby og Lawrence hittast.
Lawrence þurfti ekki að bíða þess lengi að vera kvaddur
á fund hins nýja yfirhérshöfðingja. Honum var tekið sem
hetju í Kairó. Hann var hækkaður í tign innan hersins,
útnefndur major, mælt með þvi að hann fengi Bath orðuna
ög svo var hann sæmdur Franka Stríðskrossinum, sem var
kaldhæðnislegt. Clayton ofursti minnist ekki á óhlýðni hans,
né það að hann hafi ekki farið eftir fyrirmælum hans og
samþykkti þegar að senda gull og hvaðeina, sem þessi ungi
ævintýramaður óskaði eftir að yrði sent til Akaba. Hann
fræddi Lawrence einnig um framvindu hernaðaraðgerða á
Egyptalandi. Murray var sendur heim, eftir að önnur árás
hans á Gaza svæðið hafði mistekizt, mannfallið nálgaðist sex
þúsund. Vonir manna vöknuðu með komu Allenbys, því
«ð hann átti að fá mikinn liðsauka og fallbyssur. Allenby
var riddaraliðsmaður og hafði trú á hreyfanlegri aðgerðum
en fyrirrennari hans. Cleyton áleit að hann myndi átta sig
skýrar á ástandinu og reka slyðruorðið af aðalstöðvunum
í Kairó, auk þess bjóst hann við að hann væri skilningsbetri
um mál Araba en Murray og aðstoðarmenn hans.
Lawrence varð ekki fyrir vonbrigðum í fyrsta skipti, sem
hann hitti Allenby. Hann stormaði inn í herbergið, klædd-
ur arabísikmn klæðum og talaði við yfifhershöfðingjánn eins
og einhvem, sem hefði boðið honum heim upp á glas, hann
Mýtur að hafa verið einkennilegasti liðsforingi, sem Allenby
Mttinokkru sinni Frásögn Lawrence er opinská og sterk.
Þetta var einkennilegt viðtal, kátlegt, Allenby var styrkur
og gegnumheiðarlegur persónuleiki, hann átti erfitt með að
skilja það sem var veikbyggt og smátt. Hann sat og horfði
á mig, ekki beint eins og vandi hans var, heldur eins og
á Mfð og undrandi . . . hann hefur varla búizt við neinu
jafn furðulegu og vér var — lítill berfættur náungi í Araba-
búningi, sem bauðst til að sigra fjandmenn hans, ef ég
fengi vistir og herbúnað og tvö hundruð þúsund pund til
þess að múta með bandamönnum hans. Allenby gat ekki
^éð hvað var sannleikur og hvað var svik. Hann efaðist
og var í vafa, ég hjálpaði honum ekki til ákvörðunar . .
Að lokum leit hann upp og sagði ákveðið, „ég mun gera
það fyrir yður, sem ég get,“ og þar með var það ákveðið.
Lawrence bætir við, að hann komst að því hvað Allenby
gæti gert „og það var meira en nóg fyrir hinn gráðugasta
af þjónum hans.“
Þessi frásögn er ekki eingöngu eftirtektarverð fyrir það
að hún lýsir fyrsta móti þessara manna, sem áttu eftir að
eiga mestan þátt í ósigri Tyrkja, og ekki heldur vegna
þesp hve hún gefur góða mynd af einkennum Allenbys sem
stjórnanda, sem voru, skarpleiki og innsæi, heldur er hún
eftirtektarverð fyrir það hve Lawrence lýsir sjálfum sér
og afstöðu sinni vel með henni. „Hvarð var sannleikur og
hvað svik?“ Ef til vil hefur Lawrence ekki hjálpað Allenby
til að ákveða hvað var hvað, þar eð hann vissi ekki sjálfur
svarið. Hann hlýtur að hafa oft spurt sjálfan sig þessarar
spumingar, um þetta leyti. Samkvæmt eigin frásögn, bar
hann stöðugt plágaður af þeim ávæningi sem hann hafði
komizt að um Sykes-Picot samkomulagið.
Það furðulega er að það vottar aldrei fyrir því að hann
hafi um þetta leyti íhugað í alvöru að hverfa frá verki
sínu. Þvert á móti segir hann:
. . . þar eð ér var ekki fullkomið fífl, gat ég séð, að
ynnum við stríðið, væru öll loforðin, sem Aröbum höfðu
verið gefin jafn mikils virði og pappírinn, sem þau voru
skrifuð á. Hefði ég verið heiðarlegur ráðgjafi, myndi ég
hafa sent mcnn mína Jieim, og .jkkfe^Ét^lfi þeirra: jfyrir
slíkt plagg. Áhugi Araba var stérkasta voþn okkar til að
vinna með stríðið á þessu svæði. Ég fullvissaði þá um að
Englendingar héldu orð og eiða . . . en auðvitað . .. var
ég stöðugt bitur og fyrirvarð mig.
Lawrence reyndi ekki aðeins að friða Araba, þegar þeim
barst til eyrna ávæningur um svikin, heldur fór hann beint
til Kairó til þess að gera áætlanir um næstu aðgerðir þeirra
Piccadilly og dregið sínar vafa-
sömu niðurstöður. Það var Sheila,
sem var vinur Peters og kom með
honum á dansleikina og drakk oft
kaffi með honum í matstofunni.
Og það var Peter, sem hafði sagt:
”Hvers vegna segirðu mér ekki
frá sjálfri þér Fíóna?“ Það var
Peter, sem hafði spurt, hvort hún
keypti öll fötin sín í París,
hvort hún ætti bílinn sjálf og
hvort demantarnir hennar væru
ósviknir. Hægt rann upp fyrir
ljós. Nú skildi hún allt í einu,
hvers vegna Peter hafði breytzt
í framkomu við hana, og hvers
vegna engin blíða hafði verið í
atlotum hans si'ðast. Og hún skildi
margt annað. Hún sat í þungum
þönkum við ritvélina. Skýrslunni
hafði hún alveg gleymt.
Peter kom inn.
— Ertu búin? spurði hann.
— Ó, Peter! sagði hún.
Hann leit snöggt á hana.
— Ó, Peter! endurtók hún.
— Hvað er að? spurði hann.
Líður þér ekki vel?
Hún reis upp og hann gekk í
áttina til hans. Hann horfði undr-
andi á hana, en skildi ekkert.
Hún rétti fram henduniar í átrt-
í LEIT AÐ
ELANOR
C The New American Librarv
48
hún vera sérstaklega elskuleg og
mikil fyrirtaks stúlka.
— Það fer eftir því, hvað þú
meinar elskuleg, sagði önnur. Ég
■ efast ekki um> að karlmönnunum
finnist það.
— Sérstaklega gamla gaurnum
hennar, sagði ný rödd. Þessu við-
haldi hennar.
— Um hverja er verið að
blaðra núna? spurði Freda stúlk-
una við hlið sér, en hún heyrði
ekki til hennar.
— Ef satt skal segja, sagði enn
ein — þá finnst mér þetta við-
bjóðslegt. Eg hefi aldrei farið
að halda við gamlan kall, þó svo
hann hefði gefið mér bæði sam-
kvæmiskj óla, bíl og skartgripi.
Þær héldu áfram að rökræða
þetta. þangað til Freda end-
urtók:
— Hver er það, sem þær rök
ræða svona?
Skyndilega datt þögn yfir stúlk-
urnar
— Ó, Freda, við sáum ekki, að
þú værir hér, sagði Sheila Pont.
— Og, hvað með það? sagði
Freda. Ég býst ekki við, að þið
séuð að tala um mig.
Hún leit í kring um sig. Nokkr-
ar sneru sér skömmustulega und-
an og allt í einu skildi hún, að
það var Fíóna, sem þær höfðu
verið að tala um.
— Voruð þið að tala um ung-
frú Chard? spurði hún strax.
— Og hvað með það? sagði
Sheila. Við vitum ‘allar, að þið
eruð vinkonur — og ég er viss
um, að það kemur sér ágætlega
fyrir þig — en Það gerir hana
ekki að neinum flekklausum dýrl-
inki.
— Kannski þið vilduð segja
mér, hvað þið áfellist hana fyrir.
Eða þorið þið ekki?
— Freda er orðin ansi merki-
leg með sig upp á síðkgstið. sagði
ein þeirra.
— Segðu henni bara, hvað þú
veizt um ungfrú Chard. Sheila.
Og Sheila sagði frá öllu, sagði að
Fíóna ætti roskinn elskhuga. All-
! ar stóðu forvitnar og hlustuðu á,
en engin hafði búizt við glaðleg-
um viðbrögðum Fredu. Hún
skellihló.
— Þvílík erkivitleysa, sagði
hún. Ég veit, að Fíónu verður
mjög skemmt. Ykkur hefur aldr-
ei á ævinni skjátlazt eins mikið.
— Jæja, hvaða skýringu hefur
þú fram að færa? spurði Sheila.
— Ég get ekki gefið ykkur
neina skýringu að svo stöddu.
Fíóna hefur trúað mér fyrir
leyndarmáli, sem ég ljóstra ekki
upp. En ég get sagt ykkur, að
ykkur skjátlast skammarlega, og
ef ég væri þú Sheila, myndi ég
vera dálítið gætnari í orðum eft-
irleiðis.
— Ég sagði líka, að mér hefði
alltaf fundizt hún elskuleg og
góð stúlka, sagði röddin. sem
i Freda hafði heyrt fyrst.
| — Og það er líka rétt, sagði
i Freda og tók handklæðið sitt.
Hún lauk ekki við að snyrta sig,
heldur þaut beint til Fíónu.
Fíóna sat enn við vinnu og
hreinritaði skýrslu, sem Peter
' þurfti að láta ljúka fyrir kvöldið
— Hæ, hvað er nú að? spurði
hún Fredu, þegar hún sá svipinn
á henrii.
— Fíóna, það ganga hræðileg-
ustu kjaftasögur um þig meðal
starfsfólksins
— Mig langar tíl að fá að segja
þeim sannleikann. Ég gat ekki
JF
gert það án þess að spyrja þig
fyrst. Má ég segja þeim hver þú
ert?
— Því það? spurði Fíóna. Hvað
er það, sem þær segja um mig?
Þegar Freda hafði sagt henni
það, hallaði hún sér aftur á bak.
— Ó, nei, sagði hún.
— Já, allt byrjaði með því, að
Sheila Pont sá þig í verzlun á
Piccadilly í fylgd með miðaldra
'manni.
— Þetta er hiægilegt. Það var
auðvitað pabbi.
— Ég bjóst við því.
— Hver í ósköpunum gæti lát-
ið sér detta í hug að hugsa svona?
— Þetta er reglulega kvikindis-
legt. Þú verður að leyfa mér að
segja þeim sannleikann, Fíóna.
Fíóna horfði hugsi á ‘ hana.
Henni hafði brugðið að heyra, að
einhverjir gátu trúað svona á
hana og meira að segja borið
slíkar kjaftasögur áfram, en nú
slcipti ekki höfuðmáli fyrir henni,
þótt þær vissu. hver hún var Hún
taldi sig hafa sýnt bæði Peter og
öllum öðrum, að hún gat rækt
ábyrgðarmikið starf á eigin spýt-
ur. Og Peter hafði sjálfur grun
um, hver hún var. Hún yppti
öxlum ns sagði:
_ r->, - Ttt segja þeim ná-
kvæm ^að sem þig langar til
Freda
— Svei mér, hvða ég hlakka
til. Þær eru víst farnar núna, en
það verður skemmtilegt að sjá
fésin á þeim í fyrramálið Sér-
staklega Sheilu.
— Sérstaklega á Sheilu, hugs-
aði Fíóna þegar Freda hafði boð-
ið góða nótt og var horfin. Það
var Sheila, sem hafði séð hana á
ÚTVARPIÐ
Sunnudasur 19. desember
8.30 Létt morgunlög: 8.55 Fréttlr
9.10 Veðurfregnir. 9.25 Morgun
tónleikar 12.15 Hádegisútvarp 13.
10 Erinda
flokkur
útvarpsins.
Afreksmenn og aldarfar í sögu
fsiands Jón Guðnason sagnfræð
ingur talar um mann 18. aldar.
Eggert Ólafsson. 14.00 Vígsluhá
tíð Háteiggkirkju í Reykjavík. 15.
30 Á bókamaritaðinum — (16.00
Veðurfregnir). 17.00 Tónar í góðu
tómi: Sígaunahljómsveit Josefs
Gabors Kozáks leikur. 17.15
Barnatími: Skeggi Ásbjarnarson
stj. a. Lestur úr nýjum barna
bókum. b. vísur um Grýlu, snjó
inn, álfana og jólin. t. ,,Árni í
Hraunkoti“, framhaldsleikrit eft
ir Ármann Kr. Einarsson. Níundi
þáttur: Hvað var í kassanum?
18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tilkynn
ingar. 19.30 Fréttir 2000 Æskan
og vandamál hennar Séra Eiríkur
J. Eiríksson þjóðgarðsvörður flyt
ur erindi; — fyrri hluta. 20.25
Tónleikar í útvarpssal. 20.45
Sýslurnar svara. Árnessýsla og
Gulibringu- og Kjósarsýsla keppa
sín á milli. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir 22.10 Danslög. 23.30
Dagskrárlok,
Mánudagur 20. desember
7.00 Morgunútvarp 12,00 Hádeg
isútvarp 13.15 Búnaðarþáttur:
hn,,rt fvrir vcstan. Ólaf
| ur E. Stefáns-
| son ráðu-
I aautur flytur
jnnað erindi. 13.30 Við vinnuna:
Tónleikar. 14.40 Við, sem heima
dtjum Sigrún Guðjónsdóttir les
ikáldsöguna ,.Svört voru seglin"
iftir Ragnheiði Jónsdóttur (8).
15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð-
degisútvarp. 18.00 Síðdegisútvarp
18.00 Tilkynningar. 18.20 Veður
fregnir 1830 Tónleikar. 19.30
Fréttir 20.00 Um daginn og veg
inn Rakel Sigurðardóttir flytur
þátt eftir Sigurð Egilsson á Húsa
vík 20.20 Spurt og sp.iallað
útvarpssal. 21.20 „Hvert örstutt
spor“ Gömlu lögin sungin og
léikin. 21.35 Útvarpssagan: „Para
dísarheimt" eftir Halldór Laxness
Höf. flytur (17) 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 Hljóimplötu
safnið í umsjá Gunnars Guð-
mundssonar. 23.00 Að tafli Guð
mundur Amlaugsson flytur skák
þátt. 23.35 Dagskrárlok.