Alþýðublaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 1
40. árg. — Sunnudagur 10. maí 1959 — 102. tbl. . segjum frá því á bak- síðu. Þar eru líka nöfn 1 keppenda. TÍU TOGARAR lönduðu afla sínum í Reykjavík í síðustu viku, samt. 2736 lestum. Þar af voru 118 lestir saltfiskur. Var þetta með beztu aflavikum nú að undanförnu. Tveir togar- ar voru á Nýfundnalandsmið- «m, einn á heimamiðum, en hin ir við Austur-Grænland. Egill Skallagrímsson landaði á sunnudaginn 282 lestum. Þor- kell máni á mánudaginn 50 lestum af saltfiski og 203 lest- um af ísvörðum fiski. Sama Hannibal hólar banni á Kefla- víkurflugvöll HANNIBAL VALDIMARS- SON kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær, fullyrti að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefði hrak- ið trúnaðarmenn Aljþýðúsam- bandsins á staðnum úr starfi og hótaði að aðflutningar til flug- vallarins yrðu stöðvaðir, ef breyting yrði ekki á þessu á- standi. Hannibal nefndi tvö dæmi um það, hvernig trúnaðarmönnum hefði verið vikið úr vinnu, kvað allar tilraunir Alþýðusambands ins til að rétta hlut þeirra hafa verið árangurslausr og lýsti yf- ir, að svo væri komið, að raenn fengjust ekki til að taka að sér trúnaðarstörf á flugvellinum fyrir samibandið. :Hann skoraði á utanríkisráð- herra að taka inálið upp við ambasador Bandaríkj anna hér, Emil Jónsson forsætisráð- herr varð fyrir svörum’ í veik- indaforföllum ráðherrans. Hann (Framhald á 10. síðu) daglandaði Úranus 296 lestum. Á þriðjudaginn landaði Pétur Hailildórsson 50 lestum af salt- fiski og 235 lestum af nýjum fiski og sama dag Ingólfur Arn arson 1>8 lestum af saltfiski og 231 lest af nýjum fiski. Hall- veig Fróðadóttir landaði á mið vikudaginn 251 lest og Karls- efni sama dag 145 lestum. Á fimmtudaginn landaði Askur 323 lestum og sarna dag Nept- únus 315 lestum. Loks landaði Marz á föstudaginn 337 lestum-. Enginn landaði í gær Á NÝFUNDNALANDSMIÐ. Eins og fyrr segir veiddu 2 þessara togara, Marz og Askur, á Nýfundnalandsmiðum', en einn þeirra, Karlsefni, á heima- miðum. Hinir togararnir voru við Austur-Grænland. Aflinn við Nýfundnaland var einungis karfi, en blandaður, þorskur og karfi, hjá hinum. Þrír togarar eru nú a. m. k. á heimleið frá Niýfundnalandi, en margir eru á leiðinni þangað. ★ ★ ★ ★ ★ „ ^ þeim ágæta félags- skap er sagt á 9. síðu. — hvað vill hún á forsíðunni okkar? Þar höfum við tvö falda afsökun. I fyrsta lagi er hún í fótbolta, eins og allir mega sjá, og í öðru lagi — Bardot er allt af Bardot. ★ ★★★★★ * * * * * * * ★ * * * * * * * * * * * * FUNDI FRESIáÐ UTANRÍKISRAOHERRA- FUNDI Norðurlanda, sem halda átti hér í Reykjavík 25. og 26. maí, verður sennilega frestað, eftir því sem blaðið frétti í gær. Eins og er, er talið líklegast að fundurinn verði haldinn í ágúst lok í sumar. Utanríkisráðherra fundur Norðurlanda er hald- inn til skiptis í höfuðborgum landanna. Krúsfjov vlð sama heygarðshornið London, 9. maí. (Reuter). KRÚSTJOV, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna er herskár þegar hann vill það við hafa. — Hann átti í vikunni taj við rit- stjóra þýzkra hlaða, sem um þessar mund- ir eru á ferðalagi um Sovétríkin. Sagði hann þá m. a- að þau lönd, sem harðast færu lit úr styrjöld væru þau, sem leyfðu Bandaríkjamönnum herstöðvar í landi sínu. „Við munum að vísu bíða nokkurt tjón í styrjöld“, sagði Krústjov. „En Vest- urveldin verða bókstaflega þurrkuð út. Þar mun ekki standa steinn yfir steini.“ Samþykkt með 11 atkvœðum gegn 6 EFRI deild alþingis sam þykkti kjördæmafrum- varpið við þriðju umræðu í gær með 11 atkvæðum gegn 6, og frumvarpið þar með orðið að lögum, sem þá þarf að samþykkja á öðru þingi, áður en þau taka gildi. Sanikvæmt á kvæðum stjórnarskrárinn ar ber nú að rjúfa þing, eins og ríkisstjórniri hafði raunar tilkynnt að hún mundi gera. Má búast við, að það verði gert þegar eft ir helgina og efnt til kosn inga, sem sennilega verða haldnar 28. júní. Þriðja umræða um kjördæma frumvarpið hófst eftir hádegi í efri deild. Voru Þá nokkrir þingmenn á mælendaskrá, en sumir þeirra reiðubúnir að falla frá orðinu til að afgreiðsla málsins drægist ekki enn. Við aðr.a umræðu málsins voru allar breytingartillögur Framsóknarmanna felldar með 10 atkvæðum gegn 5. Nokliur mál eru enn óaf- greidid á alþingi og verða senni- lega afgreidd á mánudag og þriðjudag. Má þar nefna frum- varp um útflutninssjóð, sem á efri deild eftir og skattafrá- drátt sjómanna. Keflvíkingar og keppa ísundi I DAG kl. 3,30 fer fram í Sundhöþ Keflavíkur fyrsta bæj arkeppnin í sundi milli Kefl- víkinga og Hafnfirðinga. Er í ráði, að slík keppni verði hér eftir áriega sitt á hvorum stöð- um til skiptis. Búizt er við mjög jafnri og spennandi keppni. Olíusamlag Keflavikur hefur gefið' fagran bikar, sem keppt verður um í þessari bæjar- keppni. nimwtimuitmiiifiimiiiniHiHiuiuniiuuuummuiM Dúfnasfeik í Parísl 1 BORGARSTJÓRNIN í | | París ræðir úm þcssar | | mundir leiðir til þess að | 1 losna við dúfur borgarinn-1 , | ar, sem því miður seija 1 1 sinn svip á hin frægu minn | | ismerki hennar. | | ,Frú Alexandre Dehray | | bæjarfulltrúi, hefur borið 3 1 fram tillögu um að banna | | mönnum að géfá dúfunum, 1 , | nema í görðum. Þetta 1 | mundi lokka þær frá minn- s | ismerkjunúm," Ségir flutn- | | ingsmaður. | Annar bæjarfulltrúi | 1 krafðist róttækari ráðstaf- 1 | ana. Vandamálið nnindi | | leysast á fáeinum vikum, | I fullyrðir hann, ef dúfurn- | 1 ar yrðu handsamaðar hvar | | sem þær næðust og færðar | | í sjúkrahús borgarinnar — 1 | þar sem sjúklingarnir yrðu | 1 látnir éta þær. 3 § iiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimii

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.