Alþýðublaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 3
"iiiiiiiiiiiiiiiHiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiimiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiuuiuiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii \ HVERS VEGNA ERU KONUR LANGLÍFARIEN KARLMENN? VÍNARBORG — Austurrísk ur uppfinningamaður segist hafa fundið upp tónlistar- óma framtíðarinnar með raf magni. Uppfinningamaðurinn er Bruno Herberger og var hann fyrrum píanóleikari. Hljóðfærið, sem hann hefur smíðað, nefnir hann helió- fón. Kveður hann það búa yfir áður allsendis óþekktum tónum. Hljóðfærið er líkt og orgel að útliti, en það gengur al- gerlega fyrir rafmagni. Raf- magn framleiðir nóturnar, en síðan er þeim breitt í tón með gjallarhorni. „Ég hef unnið að þessum heliófón í 31 ár, segir upp- finningamaðurinn. Hann er nú 75 ára. — Og ég trúi því, að þetta sé hljóðfæri fram- tíðarinnar. Rafmagnshljóð- færi eru til þegar, bæði Ha- vaii gítar og Hammondorgel, en þau ganga ekki að öllu leyti fyrir rafínagni.“ Helberger á heima í skemmtilegu timburhúsi í skógum norður af borginni. Hann segir, að mjög erfitt sé að lýsa hljómum hins nýja hljóðfæris. Það sé engan samanburð hægt að gera við óma þeirra hljóðfæra, sem enn eru þlkkt. Vegna þess hve hljómar hljóðfærisins eru óvenjuleg- ir, hafa lög leikin á heliófón verið reynd við geðlækning- ar á sjúkrahúsum í Vín. Þá segir Helberger að hljómar þess geti vel komið í staðinn fyrir svefntöflur. Heliófónninn hefur verið nú þegar notaður við kvik- myndatöku, en Helberger langar til að koma því til framleiðslu fyrir heimsmark aðinn. Árið 1937 fór Helberger til Bandarílcjanna til að koma málinu áleiðis hjá bandarískum fyrirtækjum, en þeim Ieizt ekki á málið. Nú eru Rússar á liöttunum eftir framleiðsluleyfi. Þeir hófu viðræður við Helberg- er 1956 og síðan hefur þeim verið haldið áfram. aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111n111111111111n 1111111111111111111111111111117 WASHINGTON. — Rannsókn ir á áhrifum geislavirkni í sambandi við ellina hafa orð- ið tilefni til furðulegra kenn- inga um það, hvers vegna og hvernig fólk verður gamalt og hvers vegna konur lifa lengur en karlar. ElN ÞESSARA kenninga er einungis byggð á útreikning- um, og er höfundur hennar dr. Leo Szilard, sem starfar við kjarnarannsóknir við Chi- cagoháskóla, en hann vann á- samt fleirum að því að búa til vetnissprengjuna. Hann hyggur, að konur lifi almennt lengur beinlínis af því, að í frumum konulíkam- ans sé meira af genum, og fyr- ir þær sakir séu meiri líkur til, að þær standist geislun og önnur eyðandi áhrif. Önnur kenning á þessu sviði kemur með þá tilgátu, að ef maður gæti sloppið við eðlilega geislun, sem stafað hefur frá jörðinni frá því í árdögun, væri ef til vill mögu legt að lengja mannsævina um 25 hundraðshluta. • KeNNING dr. Szilards er upp fundin til að leitast við að svara þeirri spurningu, hvers vegna konur ná 73,6 ára meðalaldri, en meðalaldur karla er aðeins 67,3 ár. Allar algengar kenningar um þetta efni hafa fallið um sjálfa sig. Það hefur nú verið safnað tryggum upplýsingum um það við rannsóknir á ævilengd músa, að meðalaldur karldýr- anna er jafnvel hlutfallslega enn styttri miðað við aldur kvendýranna heldur en með- al manna. Munurinn hjá mönnum er um 8 hundraðs- hlutar, en 15—20 hundraðs- hlutar nagdýra. Þar eð karl-nagdýrið hefur ekkert tækifæri til þess að hella í sig brennivíni og spila póker fram á nætur, þykir varla koma til greina, að lifn- aðarhættir karldýranna al- mennt valdi skemmra ævi- skeiði. Það þykir tryggt, að ævi- skeið karldýrsins sé yfirleitt skemmra. Dr. SZILARD tekur málið' til meðferðar á þann hátt, sem vænta mátti af vísindamanni, sem vanur er að fást við smæstu eindir efnisins. Fyrst bendir hann á það, að hver fruma í manninum hafi a.m.k. 44 litninga, sem mynda eins konar framkvæmdastjórn með allt að 15 000 gen, sem eru undir þeirra stjórn. En aðeins kvenveran getur haft fullkomlega 15 000 gen. Þetta gildir ekki einasta um kynsellur, heldur allar frum- ur líkamans. Munurinn liggur í því, að kvenveran hefur auka X litninga, en karlinn óvirka Y-litninga. Niðurstaðan er nokkrum hundruðum færri gen í hverri karlfrumu. Szillard gizkar á, að frum- an deyi af því að genin verði fyrir skemmdum. Og maður- inn deyi „eðlilegum“ dauða, þegar starfandi frumum hefur fækkað um tvo þriðju eða meira. Allt getur litið fallega út á pappírnum. Raunvísinda- menn kalla allt slíkt hugsun í hægindastólum. En vert er að minnast þess að sjálfur Al- bert Einstein stundaði engar vísindalegar tilraunir. ElN AF kenningum dr. Szilards er sú, að fjórði eða fimmti hluti af frumskemmd- um stafi af geislun. Þá er auð- velt að reikna út, að lífið leng ist í sama hlutfalli, ef unnt sé að útiloka geislunina. Slík lenging ævinnar er annars eðlis en sú, sem ýmsar þjóðir hafa getað gumað af á síðustu tímum. Maður, sem náð hefur 65 ára aldri gæti búizt við að verða 100 ára. En nú er það 35. aðalfundur Barnavina- féfagsins „Sumargiafar" BARNAVINAFÉLAGIÐ Sum- argjöf hélt 35. aðalfund sinn sunnudaginn 26. apríl. Formað- ur félagsins, Páll S. Pálsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. Minntist hann - m. a. á nýjan leikskóla, sem stofnaður hafði verið á árinu, og væri til húsa í félagsheimili Óháða safnað- arins í Reykjavík. Hann gat um hina nýju byggingu, sem væri að rísa við Fornhaga, og vonir stæðu til að lvki snemma á árinu 1960, ef ekki stæði á fjárfestingar- leyfum. Bogi Sigurðsson las og skýrði reikninga félagsins. Nokkrar umræður urðu um reikninga og skýrslu formanns. Eftirfarandi tillögur voru lagð- ar fram á fundinum, bornar undir atkvæði og allar sam- þykktar í einu hljóði: I. „Aðalfundur Barnavina- félagsins Sumargjafar 1959 í- trekar áskoranir félagsins til ríkisstjórnar og alþingis um að framlag ríklssjóðs til félagsins vegna rekstur barnaheimila og fóstruskóla verði hækkað í krónutölu og hlutfallslega lát- ið halda í horfinu við framlag Reykjavíkurbæjar til þessarar starfsemi“. II. „Aðalfundur Sumargjaf ar 1959 beinir eindreginni á- skorun til Reykjavíkurbæjar um aðstoð til þess að endur- reisa hús barnaheimilisins Vest urborgar, svo að unnt verði að halda áfram rekstri barnaheim ilis þar, við húsnæðisskilyrði, er viðunandi megi teljast.“ III. „Aðal’fundur Sumar- gjafar 1959 samþykkir að fela stjórn félagsins að vinna að því að koma á fót fleiri barna- heimilum en nú eru fyrir 2—6 ára börn, og einnig, ef unnt reynist, að setja á stofn og reka nýjar dagvöggustofur. Einnig telur fundurinn rétt, að félagsstjórn láti fara fram athugun á fyrirgreiðslu til dag legs athvarft fyrir 6—8 ára börn, sem eiga við erfiðar heim ilisástæður að búa“. Félag byggingar- iðnaðarmanna í r Arnessýslu FÉLAG byggingariðnaðar- manna Árnessýslu var stofnað á Selfossi mánud. 20. apríl. —■ í stjórn voru kosnir: Jón Krist insson, formaður. Sigurður Guðmundsson, ritari. Friðrik Sæmundsson, gjaldkeri, Guð- mundur Guðnason, varaform. Sæmundur Bæringsson, með- stjórnandi. — Varastjórn: Sig- urður Ingimundarson, Harald- ur Diðriksson og Guðmundur Helgason. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiD 10 dvalarflokkar í Vatnaskógi í sumar SUMARÁÆTLUN Skógar- manna K.F.U.M. um sumar- starfið í Vatnaskógi er komin út. Margir drengir og ungling- ar hafa eflaust beðið hennar með óþreyju, því að liún er ó- venju síðbúin að þessu sinni. Þeir eru orðnir margir piltarn- ir, sem dvalizt hafa í sumar- búðunum í Lindarrjóðri þau 36 ár, sem liðin eru síðan fyrsti flokkur pilta fór í Vatnaskóg. Síðustu árin hafa dvalizt þar milli 400—500 drengir á sumri hverju, eina eða fleiri vikur hver. í sumar munu verða í Vatna- skógi 10 dvalarflokkar, hver flokkur eina viku nema flokk- ur fullorðinna, 5 daga. Þrír fyrstu flokkarnir eru fyrir drengi 10—12 ára á tímabil- inu 12. júní til 3; júlí. Flokka- skipti verða á föstudögum, eins og undanfarin sumur. Næstu tveir flokkar verða fyrir pilta ♦------------------------------ svo, að maður sem náð hefur 65 ára aldri, hefur aðeins þremur árum meiri lífslíkur en um síðustu aldamót. En þrátt fyrir allt hefur enginn gert tillögur um það, hvernig fara ætti að því að gera öllum jarðarbúum fært að losa sig við öll geislunar- áhrif. Sennilega yrðu þeir að finna sér einhverja aðra plán etu ellegar gera sér blýhús á hafsbotni og líta aldrei út fyr- ir hússins dyr. á aldrinum 12—17 ára, og 6. flokkur fyrir unglinga 14—18 ára. Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli unglinga og ungra manna á þessum flokki, sem fer 17. júlí og verður til 24. júlí. Unglingar á þeim aldri eiga að jafnaði ekki sam- leið með þeim yngstu í hinum flokkunum. Tímabilið frá 24. júlí til 7. ágúst er ætlað drengjum og piltum á ýmsum aldri frá 9 ára. Flokkur fullorðinna verður 12. ágúst til 16. ágúst, að Ioknum móti og kristniboðsþingi. sem áformað er að verði í Vatna- skógi 8. til 11. ágúst. Síðasti flokkurinn, frá 16. ágúst til 23. ágúst, er ætlaður drengjum og piltum frá 9 ára. Umsóknir eru þegar farnar að berast, og bend ir margt til mikillar þátttöku, eins og endranær. INNRITUN. Innritun fer fram í húsi K.F.U.M., Amtmannsstíg 2 B, kl. 5,15 til 7 e. h. alla virka daga nema laugardaga. Innrit- unargjald er kr. 20,00. Sumar- áætlunin er fáanleg á skrif- stofunni á ofangreindum tíma og auk þess allar upplýsingar viðvíkjandi starfinu. Þátttökugjald verður ekki hærra en í fyrra, nema veru- legar verðhækkanir verði á starfstímanum. Vikudvöl með ferðum kostar fyrir drengi 9— 11 ára kr. 325,00 og kr. 366,00 fyrir pilta eldri en 12 ára. Alþýðublaðið — 10. maí 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.