Tíminn - 30.12.1965, Page 5

Tíminn - 30.12.1965, Page 5
5 FIMMTUDAGUR 30. desember 1965 TÍMINN Utgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedtktsson Kitstjórar ÞórannD Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson Jón Helaason oa IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingilmur Gislason Ritstj.skrifstofui i iíddu húsinu, símai 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiSslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur slmi 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 elnt — Prentsmiðjan EDDa b.t Vesturlandsvegur Jón Skaftason hefur lagt fram í sameinuðu þingi til- lögu þess efnis, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að nota lántökuheimild 1 III. kafla vegaáætlunar fyrir árin 1965—1968 vegna Vesturlandsvegar, til þess að endurbygging vegarins geti hafizt á næsta sumri. Vesturlandsvegur er annar af tveim fjölförnustu þjóð- vegum landsins. í vegaáætlun er hann talinn frá Reykja- vík við Elliðaár um Mosfellssveit og Kjalarnes, kring- um Hvalfjörð, að sýslumörkum Borgarfjarðarsýslu í Hvalfjarðarbotni öll umferð frá höfuðborginni til Vestur-, Norður- og Austurlands, svo og til Þingvalla er um þennan veg. Auk þess er mestallt byggingarefni, möl og sandur, sem Reykjavík og nálæg sveitarfélög þarfnast, flutt eftir hon- um á stórum og þungum bifreiðum. Álagið á veginn er því allt of mikið, og ástand hans á votviðristímum er slíkt, að nær ómögulegt er að aka hann með skaplegum hætti. Ákvörðun um sjálft vegarstæðið frá Reykjavík og í gegnum Mosfellssveit hefur nú verið, tekin, jpg áætlun þeirri fyrir árin 1965—68, sem samþykkt ,yar. á síðasta þingi, eru ríkisstjórninni veittar eftirtaldar lán- tökuheimildir vegna lagningu vegarins: Árið 1966 26.8 míllj. kr., árið 1967 24,3 millj. kr. og árið 1968 12,4 millj. kr. Engan veginn verður talið, að endurbygging þessa kafla vegarins sé eingöngu sérmál þeirra, sem í Kjósar- sýslu búa, því að umferðin frá höfuðborginni til nálega allra hluta landsins liggur um þennan veg, eins og fyrr er bent á. íslendingar hornreka Næstum hvarvetna verður vart vaxandi andspyrnu gegn þeirri fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að ætla að leyfa erlendu fyrirtæki að hefjast hér handa um bygg- ingu alumínverksmiðju undir þeim kringumstæðum, að ýmsar nauðsynlegustu framkvæmdir íslendinga sjálfra verða látnar víkja, eins og bygging menntastofnana, efling fiskiðnaðarins, efling ýmiss annars iðnaðar, að. kallandi hafnar- og vegabætur o. s. frv Mönnum finnst það í senn bæði óheilbrigt og óþjóðhollt, að íslendingar skuli þannig verða gerðir hornreka í sínu eigin landi- Einkum nýtur sú afstaða Framsóknarflokksins ein- dregins stuðnings unga fólksins. að aðkallandi íslenzkar framkvæmdir, eins og bygging mennta- og vísindastofn- ana og efling fiskiðnaðarins, eigi að hafa ótvírætt for- gangsrétt, því ,að þannig sé lagður beztur grundvöllur þeirrar atvinnubyltingar, sem mikilvægust er. Ef hér á að blómgast íslenzkt pjóðfélag í framtíðinni, verður það að vera grundvallarregla. að tslendingar séu ekki gerðir hornreka í sínu eigin landi á þann veg. að nauðsynlegustu framkvæmdir þeirra verða að víkja fyrir fjárfestingu erlendra gróðafélaga Að bessu stefnir ríkis- stjórnin eins og hún heldur á aiúmínmálinu. Það er ánægjulegt, að andstaða gegn þessu skuli alveg sérstak lega koma frá þeirri kynslóð, sem á að erfa landið. t ERLENT YFIRLIT Kínverjar einir hirða ávinninginn Allir aðrir tapa á styrjöldirmi í Vietnam GEORGE D. AIKEN, öld- ungadeildarþingmaður frá Ver- mont, var í hópi þeirra öldunga deildarþingmanna, sem fóru ný lega til Austur-Evrópu og Suð austur-Asíu undir forustu Mans field formanns demokrata í deildinni. Aðalerindi þeirra var að kynnast ástandinu í Víet nam og möguleikunum til frið arsamninga þar. M. a. átti Mans field alllangar viðræður við for ustumenn Rússa. Aiken var annar af fulltrúum republikana í nefndinni. Nefndin hef- ur samið ítarlega skýrslu um för sína og sent hana Johnson forseta. Nefndarmenn hafa á- kveðið að sinni að skýra ekki opinberlega frá skýrslu sinni. Þó lét Aiken blaðamenn hafa það nýlega eftir sér, að það hefði verið álit hans, þegar bann hóf þessa ferð, ag fram að þessu hefðu Kínverjar ver- ið að sigra í Víetnamstyrjöld inni, og sú skoðun hans væri óbreytt. Síðar skýrði hann þessa skoðun sína á þann veg, að Vietnamar hefðu frá alda öðli verið andstæðingar Kín- verja og átt í höggi við þá um árþúsunda skeið til þess að hindra yfirráð þeirra í Suðaust ur-Asíu. Kínverjum hefði nú tekifet að kon^.jjýí svo,JagJéga , fy-ir, að nú ættu Bandaríkin í styifjöld við þlfflá’ iömlu2fjMd- menn Kínverja með þeim af- leiðingum, að Víetnamar yrðu ekki eins færir um það og áður að bindra yfirráð Kín verja í Suðaustur-Asíu. Banda- ríkin eyddu þannig til þess miklum fjármunum og orku að eyðileggja helzta andstæðing Kínverja í Suðaustur-Asíu, en Kínverjar þyrftu hins vegar engu að fórna. Því væri ótví- rætt, að það væru Kínverjar sem hefðu allan hag af styrjöld inni. Þótt Aiken segði ekki meira, er augljóst. hvert hann er að fara, enda hefur hann oft hvatt til friðarsamninga í Víetnam. Aiken telur bersýnilega að eina vonin til að stöðva yfir- drottnun Kínverja í Suðaustur Asíu sé að semja við stjómina í Norður-Víetnam og uppreisn armenn í Suður-Víetnam og koma fótum undir stjórn í Víet nam, sem ef til vill kallaði sig kommúnistastjórn, en yrði þó ekki háð Kínverjum eða mö. o. stjóm, sem hefði svipaða af stöðu til Kínverja og stjóm Júgóslavíu til Rússa. Þetta er raunverulega hið sama og vak ir fyrir Rússum. og því gætu Sovétríkin og Bandaríkin vel mætzt hér á miðri leið. Því lengur sem styrjöldin helzt, því fjarlægari verður þessi lausn Stjórnin í Norður-Víetnam verður þá alltaf háðarj og háð ari Kínverjum og minnj mögu- leiki fyrir eins konar Títóisma í Víetnam ÞEIR. sen, hafa ráðin í Was 1 hington eða Johnson forseti McNamara js Rusk hafa hins vegar verið annarrar skoðunar. Þeir hafa háð styrjöldina í þvi augnamiði, að Suður-Víet- na,m néldi áfram að vera séi stakt ríki. alveg óháð kommún. Aiken istum. Þeir hafa trúað því að þetta væri mögulegt, og þvi dregizt alltaf meira og meira inn í styrjöldina. Það sem þeir hafa ekki gert sér nægilega ljóst er, aö stefna þeirra er í andstöðu við meginþorTa íbú- anna jafnt i Norður-Víetnam og Suður-Víetnam. Þeir vilja sameina landið, enda var það takm«t$L;.se£t í friðarsaqining ana, seni gerðir voru 1954. Sú áðstoð, ' sém:'Bandaríkin hafa veitt SuðurVíetnam, er senni- lega allt að hundraðfalt meiri en sú aðstoð, sem Norður-Víet nem hefur veitt skæruliðum í Suður-Víetnam, en samt standa Bandaríkjamenn enn höUum fæti í Suður-Víetnam og telja sig ekki hafa möguleika á að sigra, nema þeir auki stórlega liðskost sinn þar. Ástæðan er fyrst og fremst sú. að megin- þorri íbúanna í Suður-Víetnam er mótsnúinn þeim og styður Víet Cong. Núverandi stjómendum Bandaríkjanna hefur hér orð ið á sú mikla skyssa að meta stjórnmálaástandið í Víetnam alveg rangt. Þeir hafa látið yfir stéttina í Saigon blekkja sig og látið hana telja sér trú um að Víet Cong væri tiltöluiega fámenn hreyfing undir forustu kommúnista. Staðreyndin er sú, að Víet Cong nýtur stuðn- ings meirihluta þjóðarinnar, sem lítur á hana sem samtök gegn erlendum yfirráðum og innlendri yfirstétt. Annars væru Bandaríkin löngu búin að vinna sigur í Suður-Víetnam Það er fyrst nú, sem stjórn- endum Bandaríkjanna er að verða þetta ljóst. Hinir áreiðan legu blaðamenn Rowland Ev ans og Robert Novak skýra ny lega frá því í New York Herald Tribune, að þótt Johnson og ráðgjafar hans bjóði að hefja friðarsamninga án skilmála sé þeiir ljóst. að Bandaríkin geti ekki samið t'rið, eins og sakv standa Ástæðan sé sú. að •'ærj saminn friður nú, myndi Víet Cong óðara na vfirráðum * Suð ur-Víetnam, þar sem ekki sé um nein skipuleg samtök and- kommúnista að ræða, er gætu t.dþ nokkuð hamlað gegn Víet Cone i kosningum eða á annar hátt. Af þessum ástæðum sé það áætlun bandarískra her- foringja í Víetnam að herða enn styrjöldina og reyna jafn framt að nota tímann til að byggja upp samtök andkomm- únista í Suður-Víetnam, er verði fær um að bjóða komm- únistum byrginn. Flestir kunn- ugir virðast þó álíta að lítil von sé til þess að slíkum samtökum verði komið á laggirnar. Þess vegna hefur James Reston fyr- ir nokkru orðað þetta á þann veg að Bandaríkjamenn myndu geta með ærnum fórnum unn ið styrjöldina í Víetnam, en þeir myndu hins vegar tapa friðnum, því að andstæðmgar þeirra myndu strax taka völd í Víetnam eftir að friður kæm ist á. BERSÝNILEGT er, að miklar deilur eru framundan í Banda- ríkjunum um það hvernig halda eigi á þessum málum í framtíð inni Hægri sinnaðir republik anar hafa tekið þá afstöðu, að ekki eigi að senda meiri land- her til Víetnam, því að það er að verða óvinsælt í Bandaríkj- unum, heldur eigi að herða loftárásirnar á Norður-Víetnam. Herfræðingar virðast þó álíta, að þetta nægi ekki. heldur þurfi aukinn landher einnig að koma til sögu. Þá er óítazt. að auknar loftárásir á Norður-Víet. nam neyði Rússa til meiri c beinnar íhlutunar. Johnson for seti og ráðgjafar hans virðast helzt hallast að því að auka verði landher Bandaríkjamanna í Suður-Víetnam. Það mun hins vegar valda óvinsældum Jg kosta stórauknar fjárveitingar Loks eru svo hinir frjálslynd ari menn í báðum flokkunum, sem vilja reyna samningaleið- ina í alvöru. Þar eru menn eins og Fulbright, formaður utanríkisnefndar öldungadeild- arinnar, Kennedybræður, Aik- en og fleiri. Þetta veldur þeg- ar orðið alvarlegum árekstrum hjá demokrötum, eins og t. d. sést á því, að Truman veittist nýlega að þeim Kennedybræðr- um fyrir afstöðu þeirra, og að Johnson er hættur að bjóða Fulbright í veizlur, sem hann heldur erlendum þjóðarleiðtog um, eins og Wilson og Erhard, en föst venja hefur verið að bjóða formanni utanríkisnefnd- arinnar í slík samkvæmi. Afstaða Johnsons er orðin þannig í þessum málum, að hann mun sæta harðri gagn- rýni. hvað sem hann gerir. Ef hann herðir styrjöldina og eyk ur liðflutninga til Vietnam, mun það sæta gagnrýni. Hefji hann samningaviðræður, verð- ur hann ásakaður fyrir undan- látssemi. Líklegt er, að það muni reynast rétt, sem Nixon hefur spáð, að Vietnammálið verði aðalmál þingkosninganna, sem eiga að fara fram í Banda ríkjunum næsta haust. Eins og nú standa sakir, virð ist niðurstaða Aikens tvímæla- laust vera rétt: Meðan styrjöld in helst, tapa bæði Vietnam og Bandaríkin, en Kína vinnur á. ,Þetta hefur a. m. k. verið ótvírætt fram að þessu. Þ. Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.