Tíminn - 30.12.1965, Side 6

Tíminn - 30.12.1965, Side 6
6 GÖMUL Framhaic ai bls 2 íslenzkar húsfreyjur ófu það eða saumuðu í teppi og dúka. Fremst i bókinni eru nokkur inngangsorð, þar sem Elsa E. Guðjónsson skýrir frá handavinnu hér lendi-s fyrr á árum, og einn ig eru sýnimyndir, sem ■nota má til þess að læra af einstaka sauma, eins og til dæmis drottningarspor, fléttuspor og ýmislegt ann- að. í bókinni eru 36 munst ursíður, og á sumu.ni eru mörg munstur, en auk þess eru í bókinni nokkrar mynd i!r af verkum þeim úr Þjóð minjasafninu, sem Elsa hef ur tekið munstrin upp af. OFSAVE»UR Framhald af bls. 1. óveður í ailla nótt og dag og ekki ihafði mjólkurbíllinn komizt til Skóga um miðjan dag í dag. Var búizt við, að bílstjórinn legði ekki f að halda lengra en að Markar- fljóti en þangað var hann kom- inn, þar sem mikil ísing var á veg inum, og búast mátti við, að bíll inn fyki jafnvel út af í hálkunni- Vfkurbúar sátu í myrkri annað slagið í dag, þar sem rafmagnið var alltaf að fara. Það hafði líka farið um tíma í nótt. Ófært er á vegum frá Vík, og hafði meira að segja tíu hjóla trukkur orðið að halda kyrru fyrir, þar sem hann var kominn um 4 kílómetra frá Vík, og hafði orðið að sækja bíl- SKOLAVORÐtrSTtG 45 TOkum vetzluT og tundi — Útvegum Islenzkan oq ktn- verslean veizlvmat Ktn- versku vettingasalirnlr nw tr aUa daaa trd XI. 11. pant anir trd 10—2 oq eftir kl. 6. Simi 21360 Framreiðslu- nemi óskast (ungþjónn), sem fyrst. Aðeins ábyggilegur og reglusamur piltur kem- ur til greina. Upplýsingar í síma 21361 Hábær Skólavörðustíg 45. Rauður foli ; tvævetur, markaður lögg a. j v. hefur ekki komið fram j eftir sumargöngu frá Keldnaholti í Stokkseyrar- hreppi- Þeir, sem kynnu að verða folans varir, eru góð : fúslega beðnir að hafa sam band við bóndann í Keldna koti, eða Þröst Bjarkar Snorrason, Stokkseyri. TÍMINN stj.órann þangjað á snjóbíl og flytja hann aftur til Víkur. Ekki náðist samband við Kirkju bæjarklaus’tur þar sem ísing hafði hlaðizt á línuna, að því er talið var. Hægt var þó að ná í Fagur- hólsmýri í gegn um Höfn í Homa firði, og fréttaritarinn á Fagur- hólsmýri sagði að þar væri hvasst líklega 7—10 vindstig, úrkoma væri lítil, og lítið hefði snjóað, nema á Breiðamerkursandi þar væri snjór. Tveggja stiga frost var á Fagurhólsmýri, en þar hefur verið allt upp í 12 stig að unda-n förnu. í Homafirði var mun hægara engin snjókoma síðdegis í dag og frostlaust. Norðanlands er mun hægara og þar hefur lítið snjóað, en frost er 2 til 5 stig._________________ HÚSNÆÐISMÁL ennfremur ákvæði um það, að hér eftir á 1—2 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 70 ferm., 3—5 manna fjölskylda rétt á láni til bygging ar íbúðar, sem er allt að 120 ferm., 6—8 manna fjölskylda rétt á láni til byggingar íbúðar, sem er allt að 135 ferm. Ekki má veita lán til byggingar stærri íbúða en 150 ferm. — Allt er þetta þó jafn framt háð öðrum atríðum útlána reglugerðarinnar og eru væntan legir umsækjendur því beðnir að kynna sér hana rækilega. UMFERÐARSLYS Framhald af bls. 1. tuttugu og fimm af hundraði um- ferðarslysa stöfuðu af því að rétt- ur í umferðinni er ekki virtur. Þá verður há hundraðstala árekstra vegna þess, að menn aka of nærri hver á eftir öðrum. Fram til ársins 1965 hafði metið verið fimm bílar í einum árekstri af þessum ástæðum. en í ár hefði þetta met verið aukið, því að nú hefðu sjö bílar lent í einum og sama árekstri. Skýrt var frá því, að mest væri um umferðarslys í Reykjavík á tímabilinu milli klukkan 1 og 2 á daginn og einnig að rösklega helmingur allra slasaðra væri tuttugu ára og yngri. Hér lendi þriðji hver bíll í árekstri árlega og er það mikið hærri tala en þekkist annars staðar. Hvert tjón kostar tryggingafélögin að meðal- tali 10—20 þús. krónur. Tjónabæt- ur eru áætlaðar 120—130 milljón- ir í ár. Alltaf lendir mikið af skað anum á bifreiðaeigendum sjálfum og þeir, sem gerst þekkja álíta, að heildarverðmætið, sem fer for- görðum í ár verði ekki undir tvö hundruð og fimmtfu milljónum. Þessi áætlaða tala gefur nokkra hugmynd um, hvers konar baggi umferðarslysin eru fjárhagslega. Skýrt var frá því að þeim færi fækkandi, sem væru teknir ölvað- ir við akstur. 1. nóvember 1964 og fram til áramóta voru 194 menn teknir úr umferð, en á sama tíma í ár aðeins 74. Að vísu er árið ekki alveg liðið, en þetta virð- ist þokast í rétta átt. í fyrra voru alls 674 teknir ölvaðir við akstur en í dag eru þeir orðnir 527. Um slys á fólki af völdum um- ferðar í Reykjavík er það að segja að svo virðist sem slysatalan ætli að verða hærri í ár en í fyrra. Árið 1964 slösuðust 447 í umferð- inni, en af þeim biðu níu manns bana. Til þessa hafa átta látið lífið í ár, en reiknað er með að slysin verði fleiri. Tryggingamenn nefna þrjú at- riði, sem geti haft áhrif í þá átt að fækka umferðarslysum. í fyrsta lagi að hækka sektir, í öðru lagi að svipta menn ökuleyfi við ítrek- uð brot og í þriðja lagi að breyta almenningsálitinu. Sú ráðstefna, sem þegar hefur verið boðuð í janúar getur látið margt gott af sér leiða. Þar eru kvaddir til aðilar. sem gerst þekkja við hvað er að stríða, og vonandi tekst þeim að mynda eitt voldugt landssamband gegn um- ferðarslysunum, svo að þessu ægi- lega og blóðuga stríði, sem íslend ingar heyja í umferðinni, megi linna. EIGA AÐ BÚA Framhald af bls. 1. hækkað um 50—60%, hafi laun opinberra starfsmanna einungis hækkað um 28%. Eins og kunnugt er hefur Póst- og símamálastjórnin í sinni þjón- ustu marga menn, sem taka laun samkvæmt kjarasamningum verka lýðs- og iðnaðarmannafélaga, og er því úrskurður þessarar stofn- unar um launahækkanirnar vafa- laust réttur. f fréttatilkynningunni frá 28. desember segir: — „Frá því síðasta gjaldskrá var gefin út 1. október 1963 hafa orðið miklar launa- og verðlagshækkanir, 50— 60% á kaupi verkamanna og iðn- aðarmanna og nærri 28% á laun um opinberra starfsmanna“. Er hér frá opinberri hálfu lýst yfir, að opinberir starfsmenn hafi síðan 1963 engan veginn fylgzt með öðrum launþegum, hvað launa hækkanir snertir. Þessu hafa líka fulltrúar opinberra starfsmanna haldið fram hvað eftir annað fyrir Kjaradómi, án þess að sýnilegur sé mikill árangur. Eins og áður segir eru laun bæj arstarfsmanna ofangreindra fimm kaupstaða úrskurður á grundvelli Kjaradómsúrskurðarins frá 30. nóvember s. 1. Nokkrar tilfærslur munu hafa átt sér stað milli flokka, en í meg inatriðum munu kjör bæjarstarfs manna svipuð og íkisstarfsmanna eftir þennan úrskurð. SÍLDARAFLINN Framnald af bls. 1. rækju, og er það lítið eitt meira en í fyrra. Af heildarþorskaflanum öfluðu togararnir 75 þúsund lesta, og er það 10 þúsund lestum meira en á árinu 1964. STÓRT ÁTAK Framhald af bls. 1. fullyrðir, að loftárásirnar á N- Vietnam muni aldrei fá Viet- nama til þess að fallast á upp gjafarskilyrði, sem bandarískir heimsvaldasinnar setji. — Bandaríska utanríkisrúðuneytið neitaði að segja álit sitt á boð skap forsetans. Bandaríska stórblaðið The New York Times skýrði frá því í dag, að Bandaríkin hafi látið það berazt til eyrna stjórn ar N-Víetnam, að stöðvun loft árásanna á N-Víetnam sé gerð í þeim tilgangi, að veita stjórn inni þar tækifæri til þess að sýna, að hún hafi áhuga á friðarviðræðum. Þessu hefur ekki verið mótmælt af hálfu Bandaríkjastjómar. Loftárásunum á NorðurViet nam var hætt á aðfangadag í samræmi við vopnahléð um jól in, og hafa ekki enn verið tekn ar upp að nýju. Sagt var í kvöld, að engin merki væri þess enn sem komið er, að Hanoi-stjórnin hafi sýnt áhuga á þessari friðarumleít- an. Ekkert hefur verið sagt opin berlega í Washington um, hvers vegna loftárásirnar hafi ekki verið hafnar að nýju. Averell Harriman, sérlegur sendiherra Bandaríkjanna, kom i dag með flugvél til Varsjá, þar sem hann mun hitta pólska stjómarfulltrúa. Heimsókn Harrimans t.il Varsjá kom mjög á óvart, en talið er, að hún sé í nánu sambandi við hinar nýju friðartilraunir 1 opinberri til kynningu segir að Harriman eigi að skýra pólsku stjóminni. sem er í alþjóðlegu eftirlits- nefndinni fyrir Víetnam. frá sjónarmiöum Bandaríkjanna á FIMMTUDAGUR 30. desemberW® Víetnammálinu. 17 bandarískir sérfræðingar eru með í för- inni, þar á meðal David Dean, helzti Kína-sérfræðingur banda ríska utanríkisráðuneytisins. Orðrómur er á kreiki um, að Harriman muni einnig hitta sendiherra Kína í Póllandi, en fultrúar þessara ríkja hafa oft hitzt í Póllandí. Þá bámst fregnir af Því, að Sovétríkin muni senda sendi nefnd, sem í eiga sæti 12 leið andi stjórnmálamenn og emb- ættismenn undir forystu Aleks ander Sjelepin, til Hanoi í ná- ínni framtíð. Er talið hugsan- legt, að sendintfndin muni ræða hugsanlegar friðaviðræð- ur við stjórnina í Norður-Víet nam, og leita fyrir sér um af stöðu Hanoistjórnarinnar til slíkra viðræðna. Sovétríkin hafa til þessa haldið því fram, að einungis Víetnamþjóðin geti tekið ákvörðun um, hvort setj ast skuli að samningaborðinu eða ekki. Vitað er, að flest Austur- Evrópuríkí eru orðin óþolin- móð vegna hins langa stríðs í Vietnam og þeirra erfiðleika, sem það skapar í sambúð Þeirra við Kína. Er því talið, að Sovétríkin hafi af þessum ástæðum áhuga á að koma á friðarviðræðum. Þá hafa borizt fregnir af því, að Páfagarður reyni nú og að koma á friðarviðræð- um, og hafi í því sambandi sam starf við sendimenn Ungverja- lands í Hanoi. Þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega. Talið er líklegt, að Nýárs- vopnahlé komizt á í Víetnam. f Víetnam er nýárshelgin í lok janúar, og hefur Viet Cong lagt til að þá verði haldíð fjögurra daga vopnahlé, þ. e. frá mið- nætti 19. janúar til 23. janúar. Miklir og harðir bardagar voru í dag í Víetnam, og voru bandarískar og suður-víetnam ískar flugvélar notaðar í bar- dögunum í Suður-Víetnam. Frá New York berazt þær fregnir, að prófessor við Yale háskólann í Bandaríkjunum, Staughton Lynd, sé nú i Han oi og reyni á eigin spítur að athuga möguleíkana á friðsam legri lausn Víetnamálsins. Lynd er talinn vera leiðtogi hinna „nýju vinstrimanna“, sem svo eru nefndir í Banda- ríkjunum. Lynd er í engum stjórnmálasamtökum, en er kvekari og friðarsinni, 36 ára gamall. LANDSSAMTÖK Framhald af 16 síðu. verði fljótlega um þetta mál, ef nægileg þátttaka og jákvæðar und irtektir fást. Auk fulltrúa undirritaðra fé- laga, höfum vér gert ráð fyrir, að ráðstefnuna sitji fulltrúar fyrir eftirtöld félög og stofnanir: Ans var Intemational Ltd. (Ábyrgð h. f.) Bifreiðarstjórafélagig Frama, Bindindisfélag ökumanna, Félag ísl. bífreiðaeigenda, Félag sendi bílstjóra, Félag sérleyfishafa, Hag tryggingu h. f., Klúbbinn ..Örugg an akstur“ Landssamband ísl. barnakennara, Landssamband vöru bifreiðastjóra, Rauða Kross fs- larids, Reykjavíkurborg, Samband ísl. sveitarfélaga, Slysavamafélag íslands, Tryggingamiðstöðina h. f„ Vörubílstjórafélagið Þrótt, Æsku lýðssamband íslands og Ökukenn arafélag Reykjavíkur. Auk bess mun ýmsum opínber um aðilum, svo sem lögreglu- stjóra, bifreiðaeftirlitinu, fræðslu málastjóra. dómsmálaráðuneytinu o. fl. boðið að senda áheyrnarfull trúa á ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir að hægt verði að halda ráðstefnuna i Reykja vík 22.—23. janúar n. k. Fyrirhugað er, að ráðstefmnrrd verði skipt niður í umræðunefnd ir, sem skili tillögum og áRti, sem ráðstefnan í heild takí siðan tíl afgreiðslu. Er gert ráð fyrir eftirtöldum nefndum: Skipulagsnefnd. Verkefni: Stofn un og skipulag samtaka gegn unw ferðarslysum. Framkvæmdanefnd. Verkefnfc Ráðstafanir, sem að gagni mega verða í baráttunni gegn um- ferðarslysunum. Fjárhagsnefnd. Verkefni: Öflnn nauðsynlegs fjármagns til rekstnrs samtakanna. Undirrituð félög hafa allan vanda af undírbúningi ráðstefnunn ar, og hafa þau kosið sérstaka und irbúningsnefnd, en hana skipa Egill Gestsson (Vátryggingaféiag inu h. f.), Jón Rafn Guðmundsson (Samvinnutryggingum) og Ólafur B. Thors (Almennum Tryggingum h. f.). Ef fulltrúar þeir, sem ráðstefn una sækja, bera gæfu til að standa saman um að leggja grund völl að raunhæfum, víðtækum og vel skipulögðum aðgerðum gegn umferðarslysunum, teljum vér, að með því verði stigið stórt skref f átt til þjóðfélagslegra umbóta. Þeir sem skrifa undir þessa til- kynningu eru: Almennar Trygging ar h. f„ Brunabótafélag fslands, Samvinnutryggingar, Sjóvátrygg- ingafélag íslands h. f., Trygging h. f., Tryggingafélagið Heimir h. f., Vátryggingafélagið h. f. Verzl anatryggingar h. f. ÁLFADANS Framhald af 16. síðu. og reyndi hún eftir megni að fylgjast með, hverjir hefðu kín- yerja í fórum sínum. Sagði Erlingur, að líklega hefði tals- verðu magni af kínverjum ver ið smyglað inn í landið af milli- landaskipum, og enn fremur væru búnir til smáskoteldar í nágrenni borgarinnar og mjög erfitt væri að stemma stigu fyr ir að þeir kæmust til borgarinn ar. Eina ráðið til að losna við þennan ófögnuð væri að banna þá stranglega um allt land. Erlingur sagði, að ekki hefði komið til tals að halda álfadans leiki, hvorki um áramótin né á þrettándanum. SJÚKRASNJÓBÍLL Framhald ai 16. síðu. verið sex tíma að fara Ieiðina, en nú tók það hann aðeins 32 mínútur. Að vísu er hægt að fara aðra leið á miili þessara staða, en það er um það bil 50 kílómetra leið á móti rúm- um tíu kílómetrum. Snjóbíll- inn fer með um 28 kílómetra hraða á klukkustund, og sagði Þóroddur, að enn sem komið er stæði hann við öll loforð og aðeins væri eftir að reyna hann í djúpri lausamjöll, sem ekki hefur komið síðan bíllinn var tekinn í notkun. í þessi skipti sem snjóbíllinn hefur verið not aður undanfama daga, hefur verið um nokkuð alvar- leg sjúkdómstilfelli að ræða, enda sagði Þóroddur, að fólk kallaði ekki á lækni á þessum tíma árs og í þessari færð, nema brýna nauðsyn bæri til. Nú væri færð þannig, að mikill snjór væri á Mývatnsheiði, en aftur á móti fært öllucn bílum innan sveitarinnar, þá er nokk ur þæfingur í Reykjadal, og varð olíubíll, trukkur, að snúa þar við í dag, eftir að hafa brot izt þar um lengi. Áf framansögðu má sjá, að þessi sjúkrasnjóbíll sem Þór- oddur læknir á Breiðumýri hef ur undir höndum, hefur komið í góðar þarfir, og sýnir það sig, að læknar úti á landi þurfa að ráða yfir beztu og fullkomn ustu samgöngutækjum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.