Tíminn - 30.12.1965, Side 11

Tíminn - 30.12.1965, Side 11
FTMMTUDAGUR 30. desember 1965 TÍJVIINN 11 ARAI m LAWRENC 1 E ANTHONY NUTTING Abd el Kaber var lítið hrifinn af þessum fagnaðarlátum, fyrst reyndi hann að vekja á sér athygli eins og barn sem ekki er sinnt um vegna annars, þar sem það tókst ekki sat hann stúrinn í veizlunni sem haldin var um kvöldið í tjaldi höfðingjans. Því betur sem heyrðist í fallbyssum Allenbys, því súrari varð karl. Ekki var skapið betra um morgun- inn þegar lagt var á stað til Azrak, ásamt Mifleh sheik Beni Sakhr, gestgjafa þeirra frá kvöldinu áður, með tuttugu beztu hermenn sína. Það var augsýnillegt að Alsírmaðurinn hugð’i á svik og Lawrence og Ali voru áhyggjufullir á svip þar sem liðið hélt í halarófu norður á bóginn. Siðurinn rafiq kom í veg fyrir árekstur milli Ali og Abd el Kader. Þótt Ali tortryggði nú og hefði hina mestu andstyggð á samferða- manni sínum, hafði hann heitið honum fóstbræðralagi í orr ustu og það varð að halda, samkvæmt hefð Bedúína, þar til orrustu var lokið, en þá var hann laus allra mála. Það var ekki einu sinni hægt að afsaka árás á Alsírmanninn með rök studdum grun um svik sem hann var nú að undirbúa. 15. Misheppnuð árás við Yarmuk. Næstu fjóra daga leiðarinnar til Azrak, breyttust mál- efni heldur til hins lakara. Þó varð þeim það til nokkurrar uppörvunar, að tveir sheikar Zebn Sukhur ættflokks- ins gengu í lið með þeim. Þeir voru bræður og frægir kapp- ar, Fahad og Abhub. Fahad var þunglyndislegur og jafnan þögull, slétt farinn í andliti og vandaði mjög klæðnað sinn. Adhub var andstæða hans, hávaðasamur með karröfluref og hirti lítt klæðnað sinn. Þegar liðið var að nálgast Azrak, mættu þeir stórum hóp Serahina, sem voru á leiðinni til Feísals. Þetta var mjög heppilegt, þar eð Lawrénce hafði haft augastað á þeim, sem fylgdarmönnum og varðliði frá Azrak til brúarinnar á Yarmuk. En gleði hans varð skammæ. Eftir kvöldverðinn lýstu þeir áætlunum sínum fyrir ríkjandi sheik, sem var gamall maður, tannlaus Mteir að nafni. Hann þverneitaði að eiga þátt að þessu. Hann hélt pví fram að það væri ekki hægt að sprenga brúna. Auk þess úði þarna og grúði af Tyrkjum og svo tortryggði hann þorpsbúana þarna í nágrenninu, sem voru útlagar Abd el Kaders. Lawrence var hér kominn í slæma klípu. Ef Serahinar kæmu ekki, yrði hann að svíkja Allen by, en það gat haft hinar afdrifaríkustu afleiðingar á aðstoð Breta við Feisal i framtíðinni. Hann lét sækja Ali, Fahad, Mifleh og Adhub sér til aðstoðar við að fá Mteir og Serahin sheikana á sitt mál. Við sýndum þeim fram á (skrifar hann) með hlutlægum dæmum að fullu lífi verður aðeina lifað í tengslum við aðra, ást og líf væri sameign. Það var ekki hægt að fresta byltingu um stundarsakir, þegar hún væri hafin, ágóðahlutur byltingar greiddist að henni lokinni. Útþenslan væri eðli byltingarinnar, það sem ynnist væri notað til frekan út þenslu, hver sigur krefðist nýs sigurs, meiri áreynslu og fórna, meiri kvala. Tilfinningin væri fyrirbrigði andartaks- ins, vituð tilfinning væri, ekk það algleymi, sem hún hefði verið, heldur liðin reynsla, sem væri grafin með því að útlista hana. Að lokum fengust Serahinar til þess að taka þátt i aðgerð um. Lawrence ákvað að eyða ekki meiri tíma þarna og hélt áleiðis, eftir einnar nætur hvíld í rústum krossriddarakastal- ans, leifunum af Azrak. Árás Allenbys hafði nú staðið í fimm daga og hann varð að hafa hraðann á, ef hann ætti að hefjast handa í tíma. Nokkrum klukkustundum fynr brottförina uppgötvaði hann að Abd el Kader var horfinn. Það var augljóst, bæði af aðvörunum og hegðun hans á leið inni, að hann væri nú farinn á fund Tyrkja til þess að aðvara þá um árásina á Yarmuk. Lawrence ráðgaðist þegar i stað við Ali og Fahad. Hvorugur þeirra var af þeirri manngerð, sem gæfist upp þótt á móti blési og þeir samþykktu að hætta á árásina með tilliti til líklegs seinlætis Tyrkja. Law- rence viðurkenndi að þessi ákvörðun væri meir en lítið vafasöm en tók þó áhættuna. Þeir gátu með herkjum náð ákvörðunarstaðnum fyrir sólarupprás daginn eftir urðu að fara áttatíu mílur á þrettán tímum. Lawrence skipaði mönnum niður til lokaátakanna, hann var óstyrkur sökum svika Abd el Kaders og það var aðeins styrkur og dæmi Alis sem veitti honum kraft til þessa. Hann C The New Ameriean Librarv í LEIT AÐ ÁST ELANORFARNES 55 höfðu hitzt tvisvar þrisvar síðan Peter kom frá Spáni og nú var Peter kominn til að heyra hvaða tilboð Chard hefði fram að færa. Þegar hann kom aftur úr frí- inu og fékk að vita, að Fíóna væri hætt, þá hafði hann ákveðið að hafa ekkert saman við fjöl- skylduna að sælda meira. Og láta sem ekkert hefði ískorizt milli hans og Fíónu. Hann brosti ang- urvært, er hann hugsaði um, hversu vonlaus aðstaða hans var. En stuttu eftir að hann kom, hafði Chard hringt og Peter fannst óviðfelldið ab nafna boði hans um viðtal. Síðan leiddi það af sjálfu sér, að þeir hittust oftar til að tala um hluti, sem þeir höfðu sameiginlegan áhuga á. Ef til vill var það á einhvern hátt tengt Fíónu og það varð hann að komast að raun um, áður en hann tæki nokkru bindandi til- boði af hendi Chards. Loks hafði faðir Fíónu lokið þessu símtali og lagði tólið á. — Fyrirgefið, sagði hann, nú, hvað vorum við að tala um? — Þér voruð einmitt að skýra mér frá starfstilhöguninni. — Já, og þetta gap, sem ég hef reynt að fylla — ja, árum saman. Ég hafði ekki í hyggju að ráða mann, sem ég hefði minnsta \ grun um, að væri ekki starfi sínu vaxinn. Því miður hef ég beðið svo lengi eftir þeim rétta. Eins og ég hef sagt yður eru flestir lykilmennirnir í fyrirtæki mínu1 ekki lengur á bezta skeiði. Flest- ir hafa verið hjá mér frá upp- hafi og allt gengið að óskum. En nú hefur einn þeirra dregið sig í hlé og næstu árin hætta flestir hinna, svo að mig vantar tilfinn- anlega ungan mann, sem hefur | reynslu í stáliðnaði og getur létt j mér byrðina smám saman, ég hef ekki ætlað mér að hætta á næst- unni, en draga mig í hlé smám saman. i Hann lýsti nákvæmlega í hverju I starfið væri fólgið og sagði síðan ! að hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu eftir miklar v'angavelt- ur, að Peter væri rétti maðurinn til þessara hluta. Peter hlustaði gaumgæfilega og datt í hug að gamli maðurinn væri að leita að erfðaprinsi, sem gæti tekið við krúnunni, þegar fram í sækti. Þetta var einstakt tækifæri, sem ekki byðist oftar á ævinni, starf, sem væri öfundsvert. En fyrst varð hann að fá úr einu skorið. — Þetta er mikill heiður, herra j minn, sagði hann, þegar Chard sat og beið eftir svari. Þetta er! staða, sem mig langar svo sannar-1 lega í. En leyfist mér að spyrja yður einnar spurningar, áður en ég ákveð nokkuð? — Spyrjið eins og yður lystir. — Er þetta freistandi tilboð í nokkrum tengslum við dóttur yð- ar? | — Dóttur mína? spurði Chard í forundran. Hann var með allan hugann við viðskipti þessa stund- ina og dæturnar höfðu ekki hvarfl að að honum. — Hverja dótturina I eigið þér við? — Fíónu. — Því skyldi þetta koma Fíónu j nokkuð við? Haldið þér að ég taki tillit til dætra minna i svo mikilvægu máli? Og þó — ef ég j á að vera alveg hreinskilinn — Já. sagði Peter og varð all- ur að eyrum. — Já, ég geri ráð fyrir að áhugi1 minn á yður í upphafi sé sprott- inn vegna Fíónu. Hún bar undir mig ýmis vandamál í starfi sínu því hún var hrædd um að gera einhver glappaskot, hún sagði mér gjörla frá starfsháttum yðar og þess vegna fékk ég áhuga á yður. — Er það allt og sumt? — Það er allt. Þér þurfið ekk- ert að óttast ungi maður, Fíóna hefði aldrei beðið slíkrar bónar sem þér hafið í huga og jafnvel þótt svo væri, þá hefði ég ekki tekið neitt tUlit til þess. Þetta er algerlega upp á mínar eigin spýtur. — Þá tek ég með gleði á móti tilboði yðar og skal gera mitt bezta til að þér verðið ekki fyrir vonbrigðum. Þeir töluðu um málið fram og aftur. Peter gat ekki hafið störf fyrr en um áramótin en fram að þeim tíma skyldu þeir hittast eins oft og mögulegt var, svo Peter gæti sett sig inn í starfið. Síðan mundi hann taka sæti í stjórn- inni og hann mundi neyðast til að flytja til London. Fíóna leit í kringum sig eftir nýrri vinnu, hún var ekki vitund spennt í Guy lengur og nún eirði ekki heldur heima hjá sér eftir að hafa unnið í stálfyrirtækinu, þó mamma hennar vildi helzt hún héldi kyrru fyrir. Hún var mjög óhamingjusöm, lífið var grátt og tilveran leiðinleg. Hún var næst- um farin að sjá eftir að hafa hætt á skrifstofunni. Það hefði þó verið illskárra en eyða dögunum í tóm- læti hans. Hafði hún kannski von- ast til að hann sækti hana heim eftir hann kæmi frá Spáni? Hún hélt ekki — en hún hafði bara ekki viljað vinna á stað þar sem iærveru hennar var ekki óskað. Hún var nauðbeygð til að grennslast fyrir um Peter, varð að tala um hann við einhvem, svo hún ók til Fredu og ungfrú Healey og hlýnaði um hjartaræt- ur þegar hún fann hve innilega henni var fagnað. Eitt af þvi fyrsta sem hún tók eftir var að Freda hafði hring á fingri. — Freda, ertu trúlofuð? — Já, sagði Freda glaðlega. Ég var að hugsa um að segja þér frá því, það gerðist í gærkvöldi. — Julian auðvitað! Ég er svo glöð þin vegna! — Ég vissi þér mundi líka það vel. Ég fór að heimsækja fjöl- skylduna hans um þessa helgi og það var virkilega öðru visi en ég var vön þó það væri ekkert i lík- ingu við þitt heimili. Ég var voða hrædd en það voru allir svo góð- ir við mig óg það var þó gott. Meðan þær þvoðu upp í litlu íbúðinni sasði Freda frá framtíð- ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 30. desember. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp 13 00 Á frivaktinni. Eydís | Eyþórsdóttir I dag stjórnar óskalaga. þætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum. Margrét Bjarnason talar um Anno Domini 1. 15.00 Miðdeg isútvarp, 16.00 Siðdegisútvarp. 18.00 Segðu mér sögu Sigríður Gunnlaugsdóttir stjómar þætti fyrir yngstu hlusenduma 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30 Frétir 20.00 Tvísöngur í útvarpssal: Anna Johansen og Jón Hj. Jónsson syngja andleg tvisöngslög. Við píanóið: Sólveig Jónsson 20.20 Okkar á milli: Krumminn á skjánum. Jökull Jak obsson og Sveinn Einarsson taka saman dagskrá 21 00 Lög unga fólksins Bergur Guðnason kynn- tr og fær hljómsveitina Loga frá Vestmannaeyjum til að skemmta. 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.10 Atta ár í Hvíta hús inu Sigurður Guðmundsson skrif stofustióri flytur kafla úr minn ingum Trumans fyrrverandi Bandaríkjaforseta (5). 22.30 Djass þáttur: Woody Herman i Frakk- tandi. Ólafur Stephensen kynnir 23.00 Bridgeþáttur Hallur Símon arson flytur. 23.25 Dagskrárlok Föstudagur 31. desember Gamlársdagur 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.30 Músikstund eft ir hádegið. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigrún Guðjónsdóttir les skáldsöguna „Svört voru seglin“ eftir Ragnheiði Jónsdóttur (12). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Ára mótadagskráin og fyrsta vika hins nýja árs. Jónas Jónasson ræðir við Guðmund Jónsson og Baldur Pálmason. 15.30 Nýárs- kveðjur. 18.00 Aftansöngur í Háteigskirkju. 19.00 Alþýðulög og álfalög. 19.30 Fréttir. 20.00 Ávarp forsætisráðherra. dr. jama Benediktssonar. 20.30 Lúðrasveit ársins: Gamanmál á gamlárskvöldi ,,FugIafræðingar“ í gæsalöppum blanda súrbeiskt hanastél undir eftirliti Stefáns Jónssonar. Magnús Pétursson og músíkmenn hans aðstoða. 23.30 Annáll ársins Vilhjálmur Þ. Gfslason útvarpsstjóri talar. 23. 55 Sálmur. — Klukknahringing. Áramótakveðja — Þjóðsöngur- inn, — (Hlé). 00.10 Danslög í byrjun leikur hljómsveit Magn úsar Ingimarssonar. Söngvarar: Anna Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson. 02.00 Dagskrárlok. Á morgun

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.