Tíminn - 30.12.1965, Page 14
14_____________________________
BRÉFASKÓLI
Framhald af 16 síðu.
kvæmdanefnd, en hann er jafn-
framt skólastjórinn. Núverandi
framkvæmdanefnd skipa:
Erlendur Einarsson forstjórí
SÍS,
Hannibal Valdimarsson, forseti
ASÍ,
Guðmundur Sveinsson, skólastj.
Hafizt hefur verið handa um út
gáfu nýrra kennslubréfaflokka fyr
ir skólann og verður aukningin
fyrst og fremst fólgin í þrennu:
ar, framlagi samvinnuhreyfingar-
innar, og almennu fræðslu- og
námsefni, sem samið verður og
kennt í samstarfi við ýmsa aðila,
samtök og einstaklinga.
ASÍ mun fljótlega láta semja
kennslubréfaflokka í fjórum grein
um: Hagræðingu, bókina semur
og kennslu annast Kristmundur
Halldórsson hagræðingarráðunaut
ur ASÍ. Bókhaldi verkalýðsfélaga.
Höfundur bréfanna og kennari
verður Guðmundur Ágústsson hag
fræðingur og skrifstofustjóri ASÍ,
Vinnulöggjöfin, verður þriðji
kennslubréfaflokkurinn, og sá
fjórði Saga verkalýðshreyfingarinn
ar á íslandi, en þessir tveir síð
astnefndu flokkar, eru ekki endan
lega frágengnir, svo ekki er hægt
að nefna kennara né höfunda að
þeim.
Samband islenzkra samvinnufé-
laga undirbýr námskeið fyrir
starfsfólk samvinnusamtakanna í
ýmsum greinum, er snerta starf
FIMMTUDAGUR 30. desember 1965
semi þess. Ve 'ður bréfaskólinn lát
inn gefa út kennslubréfaflokka, er
hagnýta megi á þeim námskeiðum.
Þessír bréfaflokkar verða nokk-
urn tíma í mótun og því ósenni-
legt, að þeir verði tiltækir til al
mennra nota á þessu eða næsta
ári. Sumir munu líka það sérhæfð
ir og miðaðir við þarfir samvinnu
hreyfingarinnar, að útilokar al-
menna notkun. Eftirfarandi flokk
ar hafa verið áformaðir:
kjörbúðin, búðarstörf í samvinnu
verzlunum, deildarstjórn, vanda-
mál vörurýrnunar,' verkstjórn í
frystihúsum,
Samningu kennslubréfanna sem
og kennslu í Þessum flokkum
munu hafa með höndum starfs
menn þeir á vegum samvinnu-
hreyfingarinnar, er forstöðu veita
og kennslu á fyrrgreindum nám-
skeiðum.
Þá munu samvinnusamtökin láta
semja kennslubréfaflokka í þess-
um greinum: Sögu samvinnuhreyf
ingarinnar íslenzku, mannlegum
samskiptum (Public Relations).
Brotið hefur verið upp á ýmsum
nýmælum í starfi bréfaskólans,
öðrum en þeim, sem koma frá ASÍ
og SÍS, og má þar sérstaklega
nefna aðstoð víð fjölmenn heild
arsamtök, aðstoð við fræðslumála
stjórnina, aðstoð við starfshópa
og að gripið verði á þjóðfélags
vandamálum og boðinn fram stuðn
ingur til úrbóta. Sem daemi um
þessi nýmæli má nefna, að tveim
ur fjölmennum heildarsamtökum,
Tilkynning
um söluskattsskírteini
Ákveðið hefur verið, að heimildarskírteini
samkv. 11. gr. söluskattslaga nr. 10/1960, sem
skattstjórar hafa gefið út eða framlengd hafa ver-
ið til loka þessa árs, skuli einnig gilda á árinu
1966, án sérstakrar endurnýjunar af hálfu skatt-
stjóra. Þetta tekur þó ekki til þess, ef fyrirtæki
ber að tilkynna um breytingu á starfsháttum eða
heimilisfangi sbr. 11. gr. nefndra laga.
Fjármálaráðuneytið 29. desember 1965.
ÞAKKARÁVÖRP
Ykkur öllum færum við okkar innilegustu þakkir fyrir
gjafir þær, sem okkur hafa borizt, bæði í peningum, fatn
aði og öðru nytsamlegu svo og aðra hjálp.
Séra Ágústi Sigurðssyni þökkum við alveg sérstaklega
umhyggju og hjálp alla vega.
Heill og hamingja fylgi ykkur öllum
Farsælt nýtt ár. Fyrir mína hönd og t'jölskyldu minnar.
Ólafur Baldvinsson frá Gilsbakka.
Innilegustu þakkir til þelrra fjölmörgu fjaer og nær, sem sýndu
okkur samúð og vináttu við fráfall sonar okkar, bróður og mágs,
Steinars Guðmundssonar
Hamraendum, Dalasýslu.
Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár.
Gróa Slgvaldadóttir, Guðm. Baldvlnsson,
Halldóra Guðmundsd., Lúðvík Þórðarson,
Sonja Guðmundsson, Sigvaldl Guðmundsson,
Baldvin Guðmundsson.
Ungmennasambandi íslands og
Kvenfélagasabandi íslands hefur
verið gefinn kostu á að fá gefna
út kennslubréfaflokka, er orðið
gætu þeim til ávinnings. Yrði hér
um að ræða fræðslu um ýmsa
þætti æskulýðsmála annars veg
ar, en aðild konunnar og breyttar
aðstæður í nútíma samfélagi hins
vegar. Gæti Þetta samstarf bréfa
skólans og hinna fjölmennu heild
arsamtaka orðið upphaf heilla-
ríkrar þróunar í íslenzku þjóðfé
lagi með aðild fleiri hliðstæðra
heildarsamtaka.
Þá hefur fræðslumálastjóra,
Helga Elíassyni, verið greint frá
vilja forráðamanna bréfaskólans,
að hann tæki að sér í einhverju
formí hliðstætt hlutverk og bréfa
skólar hafa með höndum sums
staðar erlendis, t. d- í Svíþjóð.
í umræddum löndum eru bréfa
skólarnir felldir að nokkru inn
í hið almenna fræðslukerfi til
uppfyllings og aðstoðar. Er þetta
einkum gert, þegar um kennara
skort er að ræða eða erfitt að
tryggja sérmenntaða kennslukrafta
í ákveðnum námsgreinum. Hefur
samstarf bréfaskólanna og fræðslu
málastjórnarinnar gefið góða raun
í dreifbýlí sumra landa. Niður-
staða umræðna, sem átt hafa sér
stað, er sú, að gaumgæfilega skuli
athugað fyrirkomulag allt og
samstarf fræðslumálastjórnar og
bréfaskóla í þeim löndum, þar
sem reynsla er fengin af slíku.
Varðandi aðstoð við starfshópa
hafa forráðamenn skólans tekið
vel beiðnum sem borizt hafa um
aðstoð við ákveðna starfshópa,
meðal slíkra má nefna bankamenn
sem komið hafa á framfærí beiðni
um hugsanlega fyrirgreiðslu. Um
þjóðfélagsvandamál og skoðun að-
stöðu til úrbóta, hafa forráðamenn
litið á Það sem mikilvægan þátt
í starfsemi skólans, að ljálið, til
laúsnar "/aðkaHandi þjóðfélass-
' vánaarhálurn'. Beinist þá'fyrst ög
fremst athyglín að tveimur verk-
efnum. Áformað er að gefa út
svo fljótt sem unnt er bréfa
flokka í tveimur þýðingarmiklum
málum; annar nefnist Bifreiðin
og samskipti manna við hana, og
hinn Öryggis- og tryggingamál.
í sambandi víð útgáfu þessara
síðastnefndu bréfaflokka verður
haft náið samstarf við aðila, er
láta sig þessi mál og lausn þeirra
varða sérstaklega. Hefur þegar
verið tryggð aðstoð og umsjón
Véladeildar SÍS og Samvinnutrygg
inga.
Guðmundur Sveinsson skóla-
stjóri bréfaskólans skýrði frá upp
hafi bréfaskólakennslu í heimin
um, en hún kom fyrst fram í Ber
lín 1856, þegar tveir kennarar tóku
upp tungumálakennslu með bréf-
um. Bréfaskólar risu upp í Bret |
landi nokkrum árum seinna eða
1868 og fyrsti skóli Þessarar teg
undar í Bandaríkjunum hóf starf
semi sína 1873. Á Norðurlöndun
um urðu Svíar fyrstir til, að taka
upp bréfaskólaformið í byrjun
þessarar aldar, og þar hafði sam-
vinnuhreyfingin forgöngu um
skólastofnunína. Þegar fram liðu
stundir gerðust aðrir aðilar að
skólarekstrinum, verkalýðssam-
bönd, bindindissamtök og fleiri, á
sama hátt og nú er að verða hér
á landi. Hefur Bréfaskólinn ís-
lenzki mikið verið sniðinn eftir
sænska skólanum, en að sjálf-
sögðu hafa margir aðrir bréfa-
skólar haft áhrif á myndun hans.
Hannibal Valdimarsson forseti
ASf sagði að lokum, að ASÍ hefði
borizt tilboð um aðild að bréfa
skólanum fyxst á þessu ári og
eftir að málið hefði verið athugað
hefði verið gengið að tilboðinu.
Sagði hann, að þrátt fyrir það að
eitt aðalmarkmið fjöldasamtaka
eins og ASÍ vaerí að berjast fyrir
bættum lífskjörum, væri það
engu síður markmið þeirra að
auka menntun og menningu og
stuðla að bví að sem flostir gætu
fært sér slíkt nyt. Sagði hann,
að miklar >.'oni:' væru bur.dnai við
Þetta samstarf, og hann tryði ekki
öðru en margir ættu eftir að not
færa sér þetta gulina tækifæri til
þess að öðlast frekari þekkingu.
Ætlunin væri að ASÍ kæmi upp
menntastofnun í sambandi við or
lofsheimilið í Ölfusborgum, á svip
aðan hátt og verkalýðssamböndin
á Norðurlöndum hafa gert. en
það þýddi Þó ekki. að samstarfinu
um bréfaskólann væri þar með lok
ið. Því yrði haldið áfram. Sagði
hann að lokum að öllum aðildar
félögum ASÍ hefði verið skýrt frá
aðild ASÍ að bréfaskólanum bréf-
lega nú að undanförnu.
IÞROTTIR
Framhalu af 12 síðu
gegn Skotum og tvo gegn Pólverj
um.
Af þessari upptalningu má sjá,
að gífurlegt álag er á íþróttahöll
inni, jafnvel þótt engir mótaleikir
færu fram. Yrði mjög erfitt að
koma mótaleikjunum fyrir og má
geta þess, að íþróttabandalag
Reykjavíkur hefur kannað alla
möguleika í því sambandi og kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að ef
mótaleikir færu fram í íþróttahöll
inni næstu fjóra mánuði yrði í-
þróttahöllin í notkun að .meðaltali
annan hvern dag!
Myndi tefja lokaverkið.
Þótt bæði handknattleiksmenn
og körfuknattleiksmenn verði nú
að bíta í það súra epli að leika
einn vetur til viðbótar að Háloga
landi, verður ekki gengið fram
hjá þeirri staðreynd, ag leikir í
húsinu — að meðaltali annan
hvern dag — mundu tefja veru
lega lo'kaverkið í húsinu, þar sem
smiðir og aðrir þeir, sem að því
vinna, þyrftu að loknu dagsverki
að fjárlægjá öll verkfæri og út
búnað í hvert einasta skipti. Og
að vissu marki geta forustumenn
viðkomandi íþróttagreina sjálfum
sér um kennt, að ekki er hægt að
halda mótaleiki í íþróttahöllinni
í vetur þar sem þeir hafa lagt
ofurkapp á milliríkjaleiki og hafa
með því reist sér hurðarás um
öxl.
’bróttir
Framhald if 12. síðu
og leikmennirnir þá fengið frí
úr vinnu til að geta komizt á æf-
ingar. Sem sé. 100% mætingar
það lofar vissulega góðu.
Leikdómur
Framhald af bls. 3
svo kemur þessi dæmalausa mynd
hans af rindilslegu karlafstyrmi
skrautbúnum sem jólatré, auðvitað
nokkuð ýkt, sem við á í Brecht-
leikriti. Og annar sá, sem líkast
til skilur og tekur hlutverk sitt
réttum tökum, í anda leikskálds-
ins, það er Jón í hluverki her-
prestsins. Leikurinn er ekki ýkt-
ur um of en fylgir honuni svo
ósvikinn hráleiki og grófgerð, sem
er öldungis ómissandi í sýningu
á verki þessa sérstæða meistara.
Hlutur klerka er ekki gerður sér-
lega stór og dýrlegur í þessu verki,
(þó minnist ég hliðstæðu þessar-
ar persónu úr Sögum herlæknis-
ins) en við megum hrósa happi
fyrir að Jón varð ekki mosavax-
inn í því Konunglega í Stokk-
hólmi. Þessi 4 hlutverk gnæfa
mikið upp úr á þessari sýningu,
þótt margt hafi verið vel gert hjá
öðrum leikurum. í þýðingu Ólafs
Stefánssonar eru góðir kaflar, en
undarlega víða kássast þar saman
rígbundið bókmál og gott íslenzkt
talmál. Flutningurinn á hinni vel
viðeigandi tónlist eftir Paul Dess-
au fór nokkuð í handaskolum, eitt
hvað bogið við gjallarhornið. Og
fremst í salnum var engu líkara
en hafðar væru um hönd tilraun-
ir með gerviveður, var ekki að-
eins að hitastig dalaði talsvert,
heldur næddu þar vindar og mátti
búast við fannkomu þá og þegar.
Tilraunaleikhús eru góð, en rétt
væri að láta gesti vita um það
fyrirfram. hvort hentar betur að
setjast i salinn í samkvæmisklæð-
um eða heimskautafeldum, a. m.
k. voru þeir, sem höfðu hið síðar-
nefnda fljótir að kasta yfir sig
feldinum í hléinu, áður en þeir
króknuðu úr kulda.
G.B.
Friðarsamningar.
Framhald af 9. síðu.
ir breyskir, var ég hræddur um,
að við mundum gleyma samn-
ingnum, einmitt þegar mest
lægi á að muna eftir honum.
Ég gerði því þessa athuga-
semd: „Það er hægara fyrir
okkur að muna tvö orð, en
heilan samning. Ef ég fer að
stríða þér, þá átt þú að minna
mig á samninginn, með því að
segja: Ertu vinur? Og ef þú ætl
ar að berja mig, þá á ég að
segja: Ertu vinur? Það væri
samt, ef til vill betra, að tala
undir rós, og segja bara: „Ertu
v?“
Þetta þótti Tryggva ágætt.
Þessi orð áttu ætíð að minna
okkur á friðarsamninginn og
sætta okkur, hvernig sem á
stóð.
Nú liðu svo nokkrir dagar,
að ekkert bar til tíðinda. Þá
kom það fyrir einn dag, þegar
við Tryggvi vorum að dreifa
heyi út á túni, að ég kastaði
votum stráum framan í hanij
Tryggvi reiðist og æðir að mér
með krepptan hnefa. „Ertu
v?" hrópaði ég, því nú mundi
ég allt í einu eftir samningn-
um. „Já,“ svaraði Tryggvi, og
varð svo ósköp niðurlútur. Svo
litum við brosandi hvor fram-
an í annan og vorum sáttir.
Skömmu síðar fór ég að erta
Tryggva á ný því ég mundi
þá ekkert eftir samningnum, í
svipinn. Ég bjóst nú við, að
Tryggvi mundi lumbra á mér,
en það var öðru nær. „Ertu
v?“ sagði hann, um leið og
hann leit vingjarnlega til mín.
„Já,“ svaraði ég, og varð niður-
lútur. Svo litum við hvor fram-
an í annan — og vorum hjart-
anlega sáttir.
(Úr Unga íslandi.)
Refurinn og fiskarnir.
Framhald af 9. síðu.
settu pott á hlóðir. Fullur er
sleðinn af fiski!“ „Hver ósköp
eru að tarna?" „Já og svo hef
ég vænan ref, sem ég fann
dauðann á leiðinni!" Kerling
' gekk út að sleðanum. „Ég sé
að þú kannt að gjöra að gamni
þínu. Hér er enginn fiskur og
því síður sé ég refinn!" Karli
varð æði bilt við. „Ég sé nú
kelli mín, að tófan lævísa hef-
ur illa leikið á mig.“
, (Úr Unga íslandi).
Kiðlingageitin og lilfurinn. -
Framhald af 8. síðu.
að brunninum til þess að fá
sér að drekka, en er hann gekk
slógust hnullungarnir saman
innan í honum, þá sagði hann:
Hvað bröltir
hvað skröltir
í maganum á mér?
Það glamrar inni steinn við
stein
í staðinn fyrir geitabein.
Og er úlfurinn kom að brunn
inum og ætlaði að drekka,
drógu hnullungarnir hann þar
niður í og hann drukknaði og
gamla geitin dansaði með
kiðlingana sina um brunninn
af gleði.
(Úr Unga íslandi 1907).
I