Tíminn - 31.12.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1965, Blaðsíða 5
FIMMTTjTDAGUlt 30. desember 1965 Otgefandl: FRAMS0KNARFLOKKURINN Pramkvæmdastj órl: Krlstján Benedfktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSl G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug. lýsmgastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húslnn, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusiml 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hX Árið er liðið Áríð 1965 er að hverfa í aldanna skaut. Með því er gengið gott og gjöfult ár. ísland hefur verið börnum sínum milt og örlátt. Miðin hafa gefið dugmiMum fiski- mönnum fimmtungi meiri sjávarafla en nokferu sinni fyrr, og veðurfar og grózka verið slíkt, að hver gripur á landi gaf þann arð, sem mest mátti. Þannig er heildar myndin af atvinnu og afrakstri þjóðarinnar, þó að í ein- stökum sveitum hafi út af borið. í bæjum og kaupstöð um hefur hver hönd haft meira en nóg að vinna og unnið meira en góðu hófi gegndi. Þetta mundi vera það, sem kallað er góðæri-. Samt er margt að- Miklar þjóðartekjur nýtast mönnum ekki til nægilegra hagsbóta og framsóknar, hvorki í einkalífi né samfélaginu. Hinn mikh aflafengur góðærisins af landi og sjó rýrnar og rotnar í höndum þjóðarinnar og breytist ekki í þær lcjarabætur eða varanleg verðmæti, sem nauðsynlegt er. Þrátt fyrir góðærið amar margt að. Það er óáran sú, sem Konungsskuggsjá nefnir versta, „árgalli, sem kemur í siðu þeirra og mannvit og með- ferðir, er gæta skulu stjórnar landsins“ og ,,standa þar imMu stærstir skaðar af“, segir í þeirri fjölfróðu bók. Sá vfedómur mun gildi halda jafnt á nýju ári sem gömlu. Frægur brezkur rithöfnndur hefur sagt dæmisögu af bónda einum, sem bjó við góð kjör á góðri jörð, naut árgæzku, jók bústofn sinn og safnaði auði og velsæld. En alt í einu bar að garði illan gest. Tröll lagðist að basnum, drap búsmala bónda, spillti gróðri og uppskeru, og hafði í frammi ýmsar skráveifur, svo að ódrýgði önn hans og afrakstur og flest tók að ganga úrskeiðis 1 bú- sfcapnum. Bóndi réðst gegn tröllinu og hugðist vinna á því og veitti því eftirför. En þegar hann náði því og sá framan í það, sá hann, að það bar andlit hans sjálfs. Þá dró úr honum allan mátt, og honum féllust hendur. Þannig fer gjarnan fyrir okkur. Við erum deigust í aðför gegn því óláni, sem stafar af vangetu og löstum okkar sjálfra. Þannig fer ekki ósjaldan fyrir stjórnarvöldum og ráða- mönnum. Þegar þeir uppgötva að verstu annmarkarnir stafa af gerðum þeirra sjálfra, brestur þá úrræðin. Þá brestur jafnvel manndóm til þess að víkja úr sæti og láta aðra freista viðnáms og gera með því illt verra. Þann ig er því varið um þá ríkisstjórn, sem nú situr. í miðju einstæðu góðæri guðs og lands hefur tröll verðbólgu og óstjórnar spillt ávöxtum árgæzkunnar fyrir þjóðinni, og kjörnum stjómendum landsins hafa fallizt hendur í við. brögðunum við tröllið, af því að þeir sjá, að það ber andlit þeirra sjálfra. Eyðingaraflið er frá þeim sjálfum. Þess vegna horfir þjóðin á eftir of miMum hluta góð- ærisuppskerunnar í súginn. Þess vegna situr hún um þessi áramót með enn lélegri Haraldssláttu í höndum- en í fyrra, alveg eins og Halldór Snorrason forðum. En nú heilsar nýtt ár. Það ber í skauti sínu bæði gaml an ugg og nýjar vonir Menn vona, að góðæriS haldist en um leið að betur megi takast að nýta það þjóðinni til blessunar. Til þess þarf ný úrræði, nýja stefnu og landsstjórn, sem ekki ber sjálf andlit þeirra vandamála, sem verst eru viðsMptis og mestur eldur í þjóðarbúinu. GLEÐILEGT NÝTT ÁR TIMINN ERLENT YFIRLIT Vietnam setti svipinn á liðna árið Friðarsókn katólsku kirkjunnar var gleðilegasti atburðurinn ÞÓTT margt hafi gerzt sögu legt á árimi 1965, hefur styrj- öldin í Víetnam sett meiri svip á árið en nokkuð annað. Hún hefur haft margvísleg áhrif á þróun alþjóðacnála og er lík- legri til að hafa enn meiri á hrif í þeim efnram í framtíðinni ef hún heldur áfram. TJm Þessar mundir virðist fara fram tilraun til að koma á sættum en mjög virðist hæp ið, ag það takist. Ekkert væri þó æskilegra en að árið 1966 verði ár nýrra og varanlegra friðarsamninga í Víetnam. Það, secn stendur í vegi sam komulags í Víetnam, er ólíkur tilgangur styrjaldaraðila. Viet Cong og stjómin í Norður-Viet nam stefna að því að sameina Norður-Vietnam og Suður-Viet- nam í eitt rfld, eins og friðar samningamir frá 1954 gerðu ráð fyrir, en Bandaríkjamenn og stjómin í Suður-Víetnam stefna að því að viðhalda Suður Víetnam sem sérstöku ríki með borgaralegri ríkisstjórn. Samkvæmt friðarsamningun um 1954 skyldu fara fram í Suður-Víetnam kosningar inn- an tveggja ára og síðan á grund vefli þeirra unnið að samein ingu landanna. Þessu ábvæði samninganna fullnægði stjóm in í Saigon ekki, enda er það dómur kunnugra, að hún mundi hafa beðið mikinn ósig ur í slífcum koisningum. Fljót- lega eftir þetta hóf Víet Cong skæruhemað gegn stjóminni sem hefur verið að magnast stöðugt. Það virðist ljóst, að Viet Cong hafi á þeim tíma, sem Frakkar fóra frá Víet- nam, haft allt frá 50 — 75% landsins á valdi sínu, en ekki látið mikið á því bera fyrr en ríkisstjórnin vanefndi að fram kvæma kosningaraar. í fyrstu fóru skæraliðar þó heldur vægt af stað og stjórnin í Saigon taldi sig geta haft í fullu tré við þá, þa^ sem hún réði yfir öllum aðalborgunum, ef hún fengi erlenda fjárhagsaðstoð. Stjórn Eisenhowers féflst ó að veita henni þessa aðstoð. Hins vegar gaf Eisenhower henni ekki átveðið fyrírheit um hern aðarlega aðstoð. Kennedy jók þessa aðstoð verulega og hóf að senda hemaðarlega sérfræð inga til landsins tfl að þjálfa her Suður-Víetnam og veita honum ýmsilega tæknilega að stoð. Kennedy tók það fram að öll væri þessi aðstoð byggð á því að Suður-Víetnamar verðu sjálfir hendur sínar, því að vonlaust væri að hjálpa þjóð, sem ekki vildi hjálpa sér sjálf. UM ÞAÐ LEYTI, sem John son kom til valda. var það orð ið ljóst. að stjórnin í Saigon hafði ekki þann stuðning þjóð arinnar, að líklegt væri að hún sigraðist á Viet Cong með eigin liðsafla, heldur var fullur ó- sigur hennar fyrirsjáanlegur að óbreyttum aðstæðum, því að hún hafði bersýnilega ekki fólkið með sér, heldur var ein öngruð klíka. slitin úr öflum tengslum við þjóðina. Fyrír Bandaríkjamenn var um það að Páll páfi velja að hætta að styðja haua eða að taka styrj aldarreksturinn í vaxandl mæli í sínar hendur. Síðari kotsturinn var tekinn. Framha'ldið hefur verið það að Bandaríkin hafa nú orðið um 170 þús. manna her í Suður- Vietnam. Þetta hefur borið þann árangur, að framsókn Víet Cong hefur stöðvazt, en engan veginn er hins vegar hægt að tala um, að vörn hafi snúizt í sókn. Hanson W. Bald- win. hemaðarsérfræðingur , New York Times“, telur ný lega, að Bandaríkin muni þurfa að auka her sinn í Suður-Viet nam í 350—500 þús. manns, ef sigrast eigi í skæruliðum og það muni taka minnst 18 mán uði, en geti alveg eins tekið 5 ár Meginskýringin á viðnámi skæruliðanna er sú, að þeir hafa bersýnilega meginhluta þjóðarinnar á bandj sínu. Þeir hafa að vísu fengið mifcla að- stoð frá Norður-Vietnam, en þó ekki nema brot af þeirri aðstoð, sem Bandaríkin hafa veitt stjóminni í Suður-Viet- nam. T. d. er talið að herinn frá Norður-Víetnam, sem nú er í Suður-Víetnam, sé í mesta lagi 20—30 þús. manns. Á árinu hófu Bandaríkja- menn milda loftsókn gegn Norður-Vietnam, sem mjög hef ur verið umdeild, og ekki þykir líkleg til að greiða fyrir sam- komulagi. STYRJÖLDIN í Vietnam hef ur hafa mikil áhrif á gang al- þjóðlegra mála. Hún hefur orð ið til þess að draga úr batn- andi sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjnna. Vegna deilunnar við Kína, eru Sovétriicin neydd til að fordæma þátttöku Banda ríkjanna í styrjöldinni og að veita stjórn Norður-Víetnam vaxandi stuðning. Af sömu á- stæðum telja þau sig tilneydd til að gerast ósáttfúsari í Þýzka landsmálinu. f Vestur-Evrópu hefur styrjaldarþátttaka Banda ríkjanna í Víetnm veikt tiltrú til þeirra. Þar er þessi styrjald arþátttaka Bandaríkjamanna yf- irleitt fordæmd og veldur því, að margir Vestur-Evrópumenn vilja ekki hafa of náið sam- band við Bandaríkin af ótta við að geta dregizt inn í styrj aldir með þeim gegn vilja sín um. Þessi ótti birtist ekki sízt í því, að Vestur-Evrópumenn treysta ekki eins mikið á Bandaríkjamenn og áður og vilja því fá aukna hlutdeild í kjamorkuivömum Atlantshaf bandalagsins. Sá aðili sem hagnast ótví rætt á styrjöldinni í Vietnam eru Kínverjar. Víetnamar hafa löngum verið Kínverium and stæðir og spyrnt gegn yfirráð um þeirra í Suðaustur-Asíu. Styrjöldin gerir Vietnama hins vegar meira og meira háða Kínverjum, án þess að þeir þurfi að leggja á sig teljandi fómir í því sambandi. Jafn- framt veitir styrjöldin KLn- verjum tilvalið tækifæri til að halda uppi þeim áróðri, að hvíti kynþátturinn hafi síður en svo fallið frá þeim áforaium að heita yfírgangi í Asíu. STYRJÖLDIN í Vietnam hef ur verið hinn dimmi skuggi, sem hefur hvílt yfir árinu 1965. En árið 1965 hefur líka haft sínar björtu hliðar. Unnizt hafa margir mjög mikilvægir vísindalegir sigrar. Þótt deila megi um styrjaldarrekstur Bandaríkjamanna í Víetnam, fagna frjálslyndir menn um heim allan þeirri umbótastefnu sem Johnson forseti beitir sér fyrir innanlands og einkennd- ist af setningu fleiri umbóts laga á þessu ári en átt nefur sér stað um langt skeið. f So vétríkjunum og öðmm komm únistaríkjum Austur-Evrópu hefur haldizt áfram þróunin í átt til frjálslegri stjórnarhátta. Seinast en ekki sízt ber svo að nefna breytingar þær, sem em að verða á störfum kat- ólsku kirkjunnar. Katólska kirkjan hefur efeki aðeins á ný- loknu þingi sínu markað frjáls lyndari afstöðu til ýmissa mála en áður, heldur hefur hún und ir forystu Páls páfa hafið mark vissari friðarsókn en nokkru sinni áður. För páfa á þing Sameinuðu Þjóðanna og friðar boðskapur hans fyrir jólin mark ar athyglisverð spor í þessari nýju friðarsókn kirkjunnar manna. Vinni kirkjan að frið armálunum af réttsýni og frjálslyndi, getur hún áreiðan lega haft heillarík áhrif á þeim vettvangi, jafnframt því, sem þetta vekur að nýju trú á kristnina, en sjaldan hefur verí? eneiri þörf fyrir slíkt and legt leiðarljós í lífi manna. Þ Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.