Tíminn - 31.12.1965, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. desember 1965
TliyilNN
7
ur á Þessi stefna ekki að leiða til
meiri hafta en við búum nú við,
nema síður sé, því hún á fyrst
og fremst að byggjast á forystu
stjórnarvaldanna og samstarfi
við önnur þjóðfélagsöfl, en ekki
á hðftlSDDL
Stjómarvöldum ber að taka
upp samstarf við einkaframtak-
ið, samvinnuhreyfinguna og
stéttarsamtökin um að koma því
í framkvæmd, sem mestu máli
skiptir, og um kjara- og fram-
káðslumálin.
Ég nefni sem dæmi samstarf
mn ítarlega endurskoðun for-
ystumanna úr öllum þessum her
búðum á tæknibúnaði og vinnu-
hagræðingu og möguleikum at-
vinnugreinanna hverrar af ann-
arri — og í kjölfar þess ráð-
stafanir til úrbóta, sem hefðu
forgang fyrir öðru. Á hliðstæð-
an hátt yrði leitað að nýjum
verkefnum í atvinnureksti ein-
staklinga og félaga.
Lánapólitíkin yrði samræmd
á þann hátt, að lánsfé væri lát-
ið í té hiklaust, til þess að
hrinda því áleiðis, sem ákveðið
væri að gera þyrfti — en ekki
eins og nú, að tækniframfarir
komast ekki í framkvæmd
vegna einstrengislegrar lána-
stefnu, sem byggð er á ósveigj-
anlegum frystingarformúlum.
Bankapólitíkina og lánapólitík
ina yrði að samræma fram-
kvæmdaáætluninni og rekstrar-
lánastefnuna yrði að byggja á
því, að heilbrigð fyrirtæki gætu
náð sem beztum árangri, en
væru ekki lömuð af rekstrar-
fjárskorti.
Fjárlagastefnan yrði að sam-
lagast heildaráætluninni og
auka þyrfti samvinnu við bæj-
ar- og sveitarfélög um Þeirra
verkefni og hlutskipti í þjóðar-
búskapnum.
Inn í heildina yrðu felldar
svæðaáætlanir, sem miðuðust
við aukið jafnvægi í byggð lands
ins og ekki sízt við að koma
upp þétthýlissvæðum til stuðn-
ings ortíilegu dreifbýli. En það
er eiun meginþáttur stefnunnar
að allt landið haldist í byggð.
Framkvæmd nýrrar kröftugr
ar stefnu í menntamálum og
rannsóknarmálum yrði sterkur
þáttur í þessari stefnu og þá
m.a. miðað við áætlanir um lík-
lega þörf þjóðarinnar fyrir
tæknimentnað fólk, og nauðsyn
þess að þýðingarmiklar rann-
sóknir vegna atvinnuveganna
komist í framkvæmd.
Allt yrði að miða við að nýta
framkvæmdaaflið til fulls, því
hér á ekki að koma til álita
að gjalda með atvinnuleysi fyr-
i,r jafnvægi í efnahagsmálum,
*ins og gert er í ýmsum lönd-
um, þar sem stórkapitalisminn
or í öndvegi, og einmitt þess
vegna verður að taka upp skyn-
samlegan áætlunarbúskap.
Fyrirfram verður ekki séð til
fullrar hlítar hvaða aðferðir
koma til greina, til að ná mark-
miðum þeim, sem sett verða,
því það veltur á árferði m.a.
Þannig yrðu að koma til
greina ráðstafanir til þess
að fresta þeim framkvæmd-
um, sem helzt mættu bíða, ef
ofþensla yrði ekki með öðru
móti kveðin niður. Aftur á
móti yrðu að koma til öflugar
ráðstafanir til þess að ýta und-
ir almennar framkvæmdir ef
uppgrip minnkuðu og sam-
dráttur gerði vart við sig.
Unga fólkið hafi
forustuna
Þýðingarmikill liður í fram-
kvæmd þessarar stefnu væri sá
að bjóða út unga fólkinu í land-
inu, bæði í einkarekstri, félags-
rekstri og opinberri þjónustu,
til þess að glíma við ný verk-
efni eftir nýjum leiðum. Unga
fólkið er líklegra en aðrir til
þess að geta rifið sig út úr
þvarginu um nýjan skatt hér og
nýjan skatt þar, losað sig af
hringekju nýrra álaga og láns-
fjárhafta og gripið í þess stað
á kjarnanum. Losað sig við verð
bólgusvimann, sem heltekur allt
í stjórnarherbúðunum. Brotið í
blað og byggt frá grunni. Valið
heppileg verkefni og fylgt þeim
eftir, og séð um að þau verði
ekki úti, vegna þess að eitt reki
sig á annars horn í framkvæmd
inni.
Það yrði ennfremur einn þátt
ur hinnar nýju stefnu að kveða
niður vantrú þá á framtaki ís-
lendinga sjálfra, og oftrú á for-
sjá erlendra aðila, sem nú er
ástundað að rótfesta með þjóð-
inni. Hefja harða sókn gegn
úrtölumönnum okkar tíma, sem
halda þeirri kenningu að ungu
kynslóðinni, að fslendingar þurfi
að hlíta í vaxandi mæli forsjá
annarra í sínu eigin landi til
þess að vel fari. Kveðja ætti til
úrvalslið vísindamanna, tækni-
manna og framkvæmdamanna,
til þess að leggja með þekk-
ingu sinni á gæðum lands og
sjávar og nýtízku vinnuaðferð-
um, grundvöllinn að framfara-
sókn landsmanna sjálfra í sam-
vinnu við kjörna fulltrúa Þjóð-
arinnar.
Þannig mætti lengi telja ein-
staka þætti þeirra úrræða, sem
Framsóknarmenn benda á og
berjast fyrir, en meginstefnan
ætla ég að sé ljós orðin af því,
sem sagt hefur verið.
Breyta þyrfti á ýmsan hátt
stofnunum landsins, en út i það
skal ekki farið hér. Mun þó
mest mega byggja á því, sem
fyrir er, með lagfæringum.
Eina leiðin til að
'ækna verðbólguna
Verðbólgan verður ekki lækn
uð nema með nýjum, jákvæð-
um aðferðum, þar sem megin-
kjarninn er sá að taka hæfilega
mikið fyrir, en þá verður það
líka að sitja fyrir, sem mestu
skiptir, því annars grefst undan
afkomu þjóðarinnar.
Skynsamlegur áætlunarbú-
skapur, sem í framkvæmdinni
er reistur á samstarfi ríkisvalds
ins og annara þjóðfélagsafla, er
eina leiðin út úr því öngþveiti,
sem nú er komið í, og eina leið-
in til þess að stöðva verðbólg-
una. En með stöðvun verðbólg-
unnar leysast mörg vandamál,
sem nú virðast óleysanleg, svo
sem fjárhagur ríkissjóðs og vax
andi fjölda fyrirtækja, að ó-
gleymdu því, að þegar svo væri
komið myndi reynast auðveld-
ara en nú að tryggja almenn-
ingi eðlilegar kjarabætur með
vaxandi þjóðartekjum.
Alúmín-samning-
arnir og afstaða
Framsóknar-
flokksins
Skömmu fyrir jólin lét ríkis-
stjórnin þau boð út ganga, að
búið væri að ganga frá öllum
aðalatriðum í samningum við
svissneska alúmín-hringinn.
Lægi það mál allt Ijóslega fyrir
til ákvörðunar og ríkisstjórnin
ákveðin í að semja.
Framsóknarmenn sáu, að ekki
var eftir neinu að bíða lengur
þar sem allt lá orðið skýrt fyr-
ir og tóku afstöðu gegn samn-
ingnum að vandlega íhuguðu
ráði. Tilkynntu þeir það á Al-
þingi fyrir jólin, svo ekkert færi
á milli mála um viðhorf þeirra,
eftir að málavextir voru kunn-
ir orðnir.
Kom þessi ákvörðun Fram-
sóknarmanna í beinu framhaldi
af ályktun miðstjórnar flokks-
ins í fyrra, því að þau skilyrði,
sem þar voru sett fyrir því, að
Framsóknarflokkurinn gæti
fylgt málinu voru ekki uppfyllt.
Hefur komið betur og betur í
ljós, að í stórum dráttum hafði
málið verið fest í farvegi strax
í fyrrahaust, áður en það var
sýnt Alþingismönnum, og fékkst
ekki úr honum þokað.
Erfitt er að skilja hvers vegna
stjórnarflokkamir sækja þetta
alúmínmál með þvílíku ofur-
kappi svo sem ástatt er í land-
inu, og liggur ekki í augum uppi
hver ástæðan eir, en sést þó, ef
nánar er skoðað.
Vegna raforkumálanna þarf
ekki á þessu að halda, því að
Búrfellsvirkjun er mjög hag-
kvæm og vel viðráðanleg án
alúmínvers, og raunar vandséð,
hvernig þau viðskipti rejmast,
svo að ekki sé meira sagt, að
gera nú samning um fast raf-
orkuverð til 25 ára frá orku-
veri, sem á að vera fullbúið eft-
ir 7 ár.
Ekki fékkst reynt i alvöru að
koma því fram, að verksmiðj-
an gæti stuðlað að lausn bvggða
vandamálsins. eins og Norðmenn
hafa gert að grundvallarstefnu
við slíkar framkvæmdir hjá
sér, en hér á með staðsetning-
unni að magna þennan vanda
með erlendri fjárfestingu.
Óðaverðbólga, dýrtíðarflóð, of
þensla og vinnuaflsskortur eru
aðaleinkenni efnahagslífsins, og
eitt höfuðvandámál þjóðarinnar
að koma í framkvæmd nauðsyn
legustu þjónustuframkvæmdum
en skortur á vinnuafli háir ís-
lenzkri framleiðslu og takmark-
ar uppbyggingar íslenzks at-
vinnulífs. Ofan í þetta eiga stór-
framkvæmdir hinna erlendu að-
ila að koma þar, sem orrustan
er hörðust og verður eitthvað
að víkja, og það verða nauð-
synlegustu framkvæmdir ís-
lendinga sjálfra.
Farið er að ráðgera fullum
fetum innflutning erlends verka
fólks á vegum hins erlenda fyr-
irtækis. Er þá upp tekin alveg
ný stefna, þar sem erlendu
einkafjármagni á að fylgja er-
lent verkafólk. Er vandséð hvar
ætti að enda, þegar inn á þá
braut væri komið, og fylgja þá
með stórfelldari vandamál en
svo, að séð verði glöggt í sjón-
hendingu.
Framsóknarflokkurinn hef-
ur jafnan fylgt fast fram þeirri
meginstefnu, að atvinnurekstur
í landinu ætti að vera í hönd-
um íslendinga sjálfra, en ætíð
gert ráð fyrir að undantekning-
ar gætu komið til greina með
sérlögum og sérsamningum, ef
með því væri hægt að leysa
veigamikil verkefni í þágu al-
þjóðar, verkefni, sem á annan
hátt væri ekki unnt að koma
í framkvæmd með viðunandi
móti.
Af þessum ástæðum vildi
Framsóknarflokkurinn, að alú-
mínmálið væri gaumgæfilega at
hugað, og að allir málavextir
lægju Ijóst fyrir, áður en hann
tæki endanlega afstöðu. Þannig
hefur því verið á málinu hald-
ið af flokksins hálfu, en ákvörð
un á hinn bóginn tekin jafn-
skjótt og öll kurl voru til graf-
ar komin.
Hversvegna?
Um það er ekki að efast, að
margir undrast að berja skuli
eiga fram alúmínsamninga við
þau skilyrði, sem fyrir hendi
eru í landinu, og mörgum fellur
vel hin varfærnislega afstaða
Framsóknarflokksins til þessara
mála.
En þeir, sem eru forviða, ættu
að íhuga ýmislegt af því, sem
fram hefur komið úr herbúð-
um stjórnarflokkanna undanfar
in misseri varðandi atvinnurekst
ur útlendinga á íslandi, því þá
kemur skýringin.
Segja má að tæpast hafi ver-
ið ráðgerðar nokkrar meirihátt-
ar framkvæmdir í atvinnumál-
um íslendinga í þessum her-
búðum. án þess að útlendingum
væri ætlað að hafa þær með
höndum að öllu eða miklu leyti.
Hamrað hefur verið á því, að
alúmínverksmiðja ætti að vera
upphaf að öðrum hliðstæðum
framkvæmdum á vegum útlend-
inga, ráðgerð olíuhreinsunar-
stöð útlendinga hér,.en alls kon
ar brennsluolíur eru um helm-
ingur alls þess vörumagns, sem
flutt er til landsins, og bolla-
lagt við og við um hlutafjár-
þátttöku útlendinga í fiskiðnaði
landsmanna, svo aðeins dæmi
séu nefnd.
Hverjir ráða þessu?
Þetta getur tæpast hafa farið
fram hjá mönnum, og skýring-
in á þessu er sú, að völdin í
Sjálfstæðisflokknum færast nú
óðfluga yfir á hendur þeirra
manna, sem haldnir eru ofsa-
trú á nauðsyn þess, að útlend-
ingar hafi með höndum atvinnu
rekstur á íslandi, og bera jafn-
framt í brjósti þá minnimáttar-
kennd, að íslendingum sé sjálf-
um um megn að koma upp nógu
stórbrotnum atvinnurekstri.
Jafnframt er íslenzkum at-
vinnurekendum, sem byggt hafa
upp í landinu svo þróttmikið
atvinnulíf, að aðalvandamálið er
skortur á vinnuafli og rekstrar-
fé, ætlað að styðja þennan flokk
með vinnu og fjárframlögum til
þess að framfylgja þessari nýju
stefnu, sem byggð er á van-
trausti á íslenzku framtaki og
vanmati á því, sem íslendingar
hafa sjálfir byggt upp.
Hér er þó blómlegt atvinnu-
líf og í öllum áttum framtaks-
samir menn með fullar hendur
fyrirætlana um nýjar fram-
kvæmdir, og nú er lifað hér
eingöngu á fyrirtækjum og at-
vinnurekstri íslenzkra manna og
þeirra framtaki, því hér eru eng
in erlend fyrirtæki til. En haldi
menn, að vantrúarmenn á
mátt Islendinga sjálfra til stærri
átaka og ofsatrúarmenn á nauð
syn þess, að útlendingar hafi
hér á sínum vegum hinar stærri
framkvæmdir, séu ný bóla á ís-
landi, þá fara menn villir vegar.
í því sambandi er hollt að
minnast þess t.d. að einu sinni
valt það á einum manni á Al-
þingi íslendinga, að Landsbank-
inn var ekki lagður niður og
íslandsbankinn gamli gerður að
aðalbanka landsins, en hann var
hlutafélag og eign erlendra
manna. Sá banki átti því að
vera nógu sterkur, en íslenzki
bankinn var sagður of veikur.
Sjálfsagt hafa þeir verið kall-
aðir afturhaldsmenn, sem björg
uðu Landsbankanum og vildu
ekki láta hann rýma fyrir banka
hinna erlendu manna.
Innlend fyrirtæki
«fia erlend.
Hin gætilega stefna Fram-
sóknarflokksins varðandi at-
vinnurekstur útlendinga á ís-
landi er byggð á þeirri stað-
reynd. að atvinnufyrirtæki er-
lendra manna geta aldrei jafn-
azt á vííð innlend fyrirtæki að
IMUi1