Tíminn - 31.12.1965, Blaðsíða 8
8
TIMINN
FÖSTUDAGUR 31. desember 1965
HUGLEIÐINGAR VID ARAMOTIN
gagnsemi fyrir þjóðarbúið. Er
lend fyrirtæki flytja gróðann úr
landi, og afskriftaféð fer sömu
leiðina. Á þeirra vegum mynd-
ast því ekkert uppbyggingarfé í
landinu. Þau borga aðeins kaup,
orkn og skatta og aldrei meira
en inmlend fyrirtæki, en vilja
oftast fá sérstök hlunnindi.
Þær þjóðir sem byggja um
of á atvinnurekstri erlendra
manna eru hreinlega á flæði-
sfeeri staddar, sem dæmi sanna
átakanlega um stærri þjóðir en
ÍSlendinga. Fer það að vonum,
þvf það er einmitt gróðinn og
endumýjunarféð, (afskiftarféð)
innlendu fyrirtækjanna sem
mynda sterkastan grunn að nýj-
um atvinnureksti fyrir framtíð-
ina. Það má því nærri geta,
hvemig fer, ef slíkur rekstur er
gerður að verulegum þætti í
þjóðarbúskapnum. Hér verður
þvi að fara varlega og efla fyrst
og fremst atvinnurekstur lands-
manna sjálfra.
Það er hrein fásinna, eða eitt-
hvað enn verra, að leggja fyrir-
tæki erlendra manna í landinu
til jafns við atvinnurekstur ís-
lendinga sjálfra og stefna að því
að látá slíkan atvinnurekstur
sitja í fyrirrúmi.
Tekur alveg steininn úr, þeg-
ar slíku er haldið að dvergþjóð
eins og okkur, en hvar væri
komið framfaramálum ’ íslend-
inga og atvinnulífi þeirra, ef at-
vinnureksturinn hér hefði verið
á vegum erlendra fyrirtækja í
verulegum mæli síðan endur-
reisn hófst?
Á að bæla stórhug
og áræði unga
fólksins?
Það er hægt að komast langt,
ef ekki skortir stórhug og
áræði, og íslendingum hefur
aldrei orðið hált á því að taka
erlend lán til að ráðast í skyn-
samlegar framkvæmdir og
þeirri meginstefnu ætti að fylgja
framvegis sem hingað til, og það
vil ég ráðleggja því unga, mynd-
arlega og vel menntaða fólki,
sem nú er að alast upp og taka
við.
Það er manndómslegra og
nýtist betur fyrir þjóðina að ráð-
ast í eigin atvinnurekstur, þó
með lánsfé sé, en að vera um-
boðsmenn fyrir útlendinga og
þeirra þjónar, þótt vel kunni að
teljast borgað. Það er hægt að
komast langt, ef viljinn er fyrir
hendi og þess gætt að afla góðr-
ar þekkingar, sem með réttu má
teljast undirstaða allra sannra
framfara og velmegunar. Og
þetta gildir víst bæði um ein-
staklinga og þjóðir.
Unga fólkið ætti ekki að láta
telja sig á þá stefnu að láta
atvinnureksturinn í landinu
ganga yfir í hendur erlendra
manna.
Ég nefni hér eitt dæmi um
gildi erlendra fyrirtækja og inn
lendra fyrir þjóðarbúið:
Framsóknarflokkurinn gekk í
það með hörku að fá verktaka-
félagið Hamilton á brott úr varn
arliðsframkvæmdum á íslandi
og setja íslenzka aðalverktaka í
staðinn. Á vegum íslenzka fyr-
irtækisins hefur stórfelld ný
tækni verið flutt inn í landið,
og fjármagn, sem út flaut áð-
ur, verið fest í landinu. Var
með þessu t.d. lögð undirstaða
að miklum vegagerðum á veg-
um íslendinga sjálfra, og einnig
öðrum framkvæmdum. Og hin
miklu tæki, sem með þessu móti
koma inn í landið geta orðið
grundvöllur að stórátaki í vega-
gerð landsins á næstu árum, ef
ráðamenn hafa þrek til að nota
þau, en láta þau ekki liggja
aðgerðalaus. En hvers virði
var starfsemi hins erl. verk-
takafélags hér fyrir íslenzkan
þjóðarbúskap, samanborið við
starfsemi íslenzkra aðalverk-
taka?
Ég held því hiklaust fram,
að hin varfærnislega stefna
Framsóknarflokksins varðandi
atvinnurekstur erlendra manna
á íslandi sé farsælli en sú ofsa-
trúarstefna á erlenda forsjá sem
orðin er ofan á í stjórnarflokk-
unum og þó fyrst og fremst í
Sjálfstæðisflokknum, þótt sum-
um finnist einkennilegt, því
hann hefur þó fram að þessu
viljað láta á sig líta sem höfuð-
vígi íslenzkra atvinnurekenda.
Þeim fer vafalaust fjölgandi,
sem treysta Framsóknarflokkn-
um bezt til þess að halda hóf-
lega og skynsamlega á þessum
málum og án alls ofstækis, en
vantreysta jafnframt stjórnar-
flokkunum í þessu tilUti. Og bað
er ástæða til, því framundan er
vandrötuð leið í samskiptum við
erlenda aðila um viðskipti og
efnahagsmál landsins.
Við þessi atvik gegnumlýsist
Sj álfstæðisflokkurinn nokkuð
öðruvísi og betur en oft áður.
ést nú betur en fyrr að þar ráða
mestu ofsatrúarmenn á atvinnu-
rekstur erlendra en framleiðslu
öflin í flokknum mega sín
minna. En þeim er þó víst ætl-
að að styðja flokkinn áfram.
Verður þeim liklega sagt, að
Sjálfstæðisflokkinn verði þeir
að styðja enn, þótt þeim líki
ekki þessi stefna, þvi flokkur-
inn sé svo duglegur að vinna
gegn samvinnufélögunum, en
það sé höfuðnauðsyn að halda
þeim í skefjum. En þetta er
gamalt húsráð á þessu heimili,
sem reynt er að nota, þegar
vanda ber að höndum. En ólík-
lega dugir þetta vel til lengdar,
því smátt og smátt hefur komið
í Ijós, að fátt er nauðsynlegra at-
vinnurekendum í framleiðslu-
stétt en öflug samvinnuhreyf-
ing, sem hefur með höndum við
skipti og þjónustu, keppir við
einkaverzlun og einkaþjónustu
og heldur með því þjónustu- og
framleiðslukostnaði í skefjum.
Hið sanna er einnig, að hér
á landi er nálega engin önnur
samkeppni í þessum efnum en
sú, sem þannig verður til. En
hún er líka ákaflega þýðingar-
mikil fyrir almenning í landinu,
og ekkert síður fyrir framleið-
endur í atvinnurekstrarstétt. Og
án þessarar samkeppni mundi
vafalaust verða þröngt fyrir dyr
um almennings og í íslenzkum
atvinnurekstri.
Það verður því sennilega ekki
lengi úr þessu hægt að styðj-
ast að nokkru gagni við þetta
gamla húsráð í Sjálfstæðisflokkn
um. f öðrum löndum víðast hvar
eru hliðstæðir flokkar við Sjálf-
stæðisflokkinn komnir niður í
eðlilega stærð.
ÓSKUM STARFSFÓLKI, FÉLAGSMÖNNUM, SVO OG
LANDSMÖNNUM ÖLLUM
'v
FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI
ÞÖKKUM GOTT SAMSTARF OG VIÐSKIPTI Á LIÐNU ÁRI
KAUPFÉLAG VOPNAFJARÐAR
VOPNAFIRÐI
KAUPFELAG STRANDAMANNA
NORDURFIRÐI
ÓSKAR ÖLLUM FÉLAGSMÖNNUM OG STARFSFÓLKI
SÍNU
GLEÐILEGS NÝÁRS
ÞAKKAR GOTT SAMSTARF OG VIÐSKIPTI
Á LIÐNUM ÁRUM.
Að knýja fram
stefnubreytingu
Alda óðaverðbólgunnar hér,
rís hærra nú við áramótin en
nokkru sinni fyrr og hækkar í
sífellu. Það vottar ekki fyrir
því að stjórnarvöldin viður-
kenni orsakir verðbólgunnar
hvað þá gripi til heppilegri úr-
ræða en þrástagazt er þess í
stað á því að orsakanna sé að
leita í óeðlilegum launakröfum
almennings í launþega- og
bændastétt, þótt staðreyndir af->
sanni þessar fullyrðingar.
Ríkissjóður er kominn í þrot,
að því er ríkisstjórnin segir, því
verðbólgan étur jafnóðum það,
sem í hann er mokað, og dugar
ekki þótt opinberum fram-
kvæmdum sé fórnað í þokka-
bót. Dýrtíðaflóðið svelgir allar
kauphækkanir tafarlaust, þótt
ríkisstjórnin lýsti yfir í sumar,
að svo skyldi ekki fara. Veru-
legur hluti sjávarútvegsins verð-
ur nú að fá beinan stuðning til
þess að geta haldið áfram. Vegna
lánsfjárhaftanna á fjöldi góðra
fyrirtækja í vök að verjast sök-
um rekstrarfjárskorts.
Ríkisstjórnin er á hinn bóginn
við sama heygarðshornið: Nýjar
og nýjar álögur, strangari láns-
fjárhöft, meiri niðurskurður
verklegra framkvæmda, auk-
inn samdráttur iðnaðar og leitað
nýrra úrræða af sama tagi, til
þess að draga úr athöfnum
þeirra, sem fyrirgreiðslu þurfa
að fá vegna áhugamála sinna.
Liggur nú meira við en nokkru
sinni fyrr að framkvæma þenn-
an þátt „frelsisstefnunnar,“ því
nú bætist stóriðjan ofan á, og
fyrir henni þarf að rýma til svo
um munar.
Auðvitað hefur ríkisstjórnin
glatað öllum siðferðislegum rétti
til þess að sitja og halda svona
áfram, enda hefur hún einnig
mjög tapað trausti almennings,
sem nærri má geta, og hefði því
ekki tök á að rétta við, þótt
hún vildi taka aðra stefnu.
Ég veit fyrir víst, að þeim
hefur fjölgað verulega á þessu
ári, sem gera sér grein fyrir
því, að hætta er á ferðum og
knýja verður fram stefnubreyt-
ingu, og ég vænti, að þeim
fjölgi mjög á því ári, sem nú
gengur í garð.
Ég tel, að flestir þeirra, sem
þannig líta á, geri sér það fylli-
lega Ijóst, að stefnubreytingu
verður ekki komið á með öðru
móti en því að styðja Framsókn
arflokkinn og efla hann með ráð
um og dáð.
Ailir þeir, sem þetta vilja,
verða á hinn bóginn að vinna
ósleitlega að því að svo megi
verða svo um muni og úr skeri.
Því má ekki gleyma að peninga-
valdið er sterkt sem dæmin
sanna víðs vegar í löndum lýð-
ræðisins einmitt nú um þessar
mundir, og því að ýmsu leyti
ójafn leikurinn á öld hinnar
nýju áróðurstækni, sem kostar
n^ninga og aftur peninga.
Því ríður meira á en nokkru
sinni fyrr, að menn leggi fram
það starf, sem þarf til þess að
knvja fram stefnubreytinguna.
Écr 6ska öllum fslendingum árs
os friðar.
^ijáteinn J
onááon