Alþýðublaðið - 21.06.1959, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 21.06.1959, Qupperneq 9
( ÍÞróttir -) í frjáls- a morgun og Á MANUDAG og þriðjudag næstkomandi fer fram 60 ára afmælismót KR í frjálsíþrótt- um hér á Melavellinum. KR- ingar hafa vandað mjög til þessa móts og boðið hingað 2 Svíum og 2 Dönum. Svíarnir eru Bertil Kalle- vágh, einn bezti langhlaupari Svía, hann hefur náð bezt 8: 09,8 mín. í 3000 m. hlaupi og 14:15,0 mín. í 5000 m. í fyrra hafði hann bezt 8:19,8 og 14: 27,0 mín. Hinn Svíinn er Stig Andersson, hástökkvari, hann á bezt 2,05 m., en í fyrra stökk hann 2,00 m. íslenzkir íþróttaunnendur þekkja Danina betur, en þeir eru Thyge Thögersen, lang- hlaupari og Poul Cederquist, báðir margfaldir meistarar og methafar. ■fy 3000 m. hlaupið verður skemmtilegasta grein mótsins. Á fyrra degi mótsins, á morg- un, verður keppt í 10 greinum. í 10Q m. hlaupi keppa m. a. Hilmar Þorbjörnsson, Á, Val- björn Þorláksson, ÍR og Guð- jón Guðmundsson, KR. Meðal keppenda í 400 m. eru Hörður Haraldsson. Á og Þórir Þor- steinsson, Á. Eins og fyrr segir Pressuleikurlnn: Urvalið sigrar pressuiiðið 2:1 í jöfnum leik verður 3000 m. hlaupið áreið- anlega mjög skemmtilegt og keppni jöfn. Þar keppa Thöger- sen og Kállevágh og auk þess Kristleifur, sem er ísl. methafi (8:23.0). Svavar Markússon reynir nú við 3000 m. í fyrsta sinn í alvöru og verður gaman að fylgjast með þeirri tilraun, auk þess keppir svo fyrrver- andi methafi, Kristján Jóhanns son. Björgyin Hólm, ÍR og Guð- jón Guðmundsson eru meðal keppenda í 110 m. grinda- hlaupi, Helgi Björnsson, ÍR og Einar Frímannsson, KR í lang- stökki, Stig Andersson, __ Jón Pétursson, KR og Jón Þ. Ólafs- son, ÍR í hástökki, Löve og Friðrik í kringlukasti og svo Cederquist, Þórður B. Sigurðs- son, KR og Friðrik Guðmunds- son í sleggjukasti. Þess má geta að Þórður hefur tvisvar sigrað 1 Danan í keppni. Einnig verður keppt í 4x100 m. boðhlaupi og 1500 m. hlaupi unglinga. PRESSULEIKURINN á föstudagskvöldið í Laugardaln- um fór svo, eins og reyndar við var að búast, að úrval lands- lisðnefndar sigraði — en naum ar þó en halda hefði mátt. Úr- valið var valið úr óskiptum hópi þeirra knattspyrnumanna er liðgengastir eru taldir, en pressuliðið úr þeim hópi, sem þá er eftir. Sigur úrvalsins, 2 mörg gegn 1, yfir þessum 11 ,,næstbeztu“ er því ekki sigur- stranglegur, ekki aðeins mið- að við mörkin, heldur miklu fremur að því er til leiksins tekur í heild. Þar var knatt- færni einstaklinga úrvalsins sízt meiri en pressuliðanna, né samleikur öruggari eða leik- skipulag betra. Leikurinn gat, eftir tækifærunum að dæma, alveg eins endað með jafntefli 4:4. GANGUR LEIKSINS I STUTTU MÁLI. í byrjun leiksins sótti úrval- ið nokkuð á. Ellert Schram komst í færi, en Gunnlaugur Hjálmarsson, sem nú lék í marki í fyrsta sinn í pressuliði og va’-ði yfirleitt mjög vel, snaraðist út gegn Ellert og bjargaði örugglega. Þórólfur Beck, væntanlegur miðfram- herji landsliðsins, er ekki sýndi nein sérstök tilþrif í þessum leik, komst litlu síðar í skot- færi, en Árni Njálsson, sem lék prýðisvel, fylgdi honum fast eftir og truflaði hann. Þórður Jónsson fær knöttinn en Gunn- laugur kemur fram gegn hon- um, skotið geigar. Pressuliðið sækir á og leikur þess er létt- ur og hraður en sóknin strand- ar hvað eftir annað á vörn úr- valsins, einkum þó Herði Felix- syni, sem átti sérlega góðan leik sem miðframvörður og var algjör ofjarl Ragnars Jónsson- ar miðframheria. Á 20. mínútu fær úrvalið eitt, sitt bezta tæki- færi í fyrri hálfleiknum, er Ríkharður er fyrir opnu marki en skýtur yfir. Skömmu síðar skallar Ragnar yfir, úr send- ingu Gunnars Guðmannssonar, en hann lék v.útherja pressu- liðsins í fyrri hálfleiknum, en hætti þá sökum gamalla meiðsla er tóku sig upp, en inn kom Grétar Sigurðsson í hans stað. Loks rétt fyrir leikhléið skorar Þórður Jónsson fyrir úr- valið þetta eina mark, sem gert var í fyrri hálfleiknum. Kom það úr þvögu, sem myndaðist á vítateig og var heldur Íaust en nægði þó til þess, að knött- urinn hafnaði í netinu. í byrj- un síðari hálfleiksins fékk úr- valið hornspyrnu, Sem að vísu var varin en úr því myndaðist þó skotstaða fyrir Ríkharð, sem hann nýtti og skoraði úr, eftir að Gunnlaugur hafði slegið frá en of lauslega með flötum lóf- um og niður í staðinn fyrir með knýttum hnefum upp og út. Skömmu síðar á Ríkharður fast skot af vítateig, sem Gunn- iaugur varði örugglega. Pressu liðið sækir nú á af auknum þunga. Guðjón á fast skot en rétt yfir slá. Hornspyrna er tekin á úrvalið, Sveinn Jóns- son skallar framhjá. Sókn úr- valsins lýkur með því að Rík- harður kemst frír innfyrir vörn ina, virðist eiga allskostar við mark mótherjanna, enn Gunn- laugur hleypur út gegn honum og bjargar snilldarlega. Sókn pressuliðsins endar á skoti yf- ir frá Grétari. Rétt á eftir er hornspyrna á úrvalið, Sveinn Jónsson skallar mjög vel úr henni en í þverslána. Knöttur- inn hrekkur inná völlinn en er spyrnt frá. Rétt fyrir leikslok- skorar svo pressuliðið og Mótinu lýkur á þriðjudag. A þriðjudaginn lýkur mótinu og þá verður keppt í 200 m., 800 m., 5000 m., 400 m. grind, 400 m. drengja, 1000 m. boð- hlaupi, kúluvarpi, hástökki, stangarstökki, þrístökki og sleggjukasti. Þann dag getur keppnin einnig orðið tvísýn og skemmtileg. Úrtökumót fyrir bæjarkeppnina. Þess má geta að lokum, að betta verður síðasta opinbera frjálsíþróttakeppnin fyrir bæj- arkeppni Reykjavíkur og Malmö, sem fer fram 3.—5 júlí n. k. Þetta verður því nokk urs konar úrtökumót. Formað- ur frjálsíþróttadeildar KR er Sigurður Björnsson. Leikstjóri verður Sveinn Björnsson og yfirdómari Brynjólfur Ingólfs- son. m jafnar metin í síðari hálfleikn- um, en honum lýkur 1:1. Það var Gunnar Gunnarsson sem skoraði, Hreiðari Ársælssyni fataðist vörnin og Gunnar sendi knöttinn með góðu skoti í markið. Þessi pressuleikur var eins- konar ,,general-pröva“ fyrir landsleikinn við Dani n. k. föstudagskvöld. Mun landslið vort sennilega verða að mestu skipað líkt og úrvalsliðið var í leik þessum. EB. MELAVÖLLUR Íslandsmótið meistaraflokkur. í kvöld kl. 8.30 leika Fram — Þrófiur Dómari: Ingi Eyvinds. Línuverðir: Örn Ingólfsson og Sveinn Halfdánarson, Mótanefndin. KST 1. deild. ■BEi í dag kl. 4 leika á grasvellimmi £ Njarðvík KR — Keflavík Dómari: Magnús Pétursson. Línuverðir: Daniel Benjamínsson og Valur Benediktsson. K. R. K. Þlurrkað timbur 1x4 2x4 2x5 2x6 Piasfplötur á borð 4x4 fet Gult — Grænt — Blátt Verð pr. plötu kr. 243.— Trésmiðan Silfurtún Sími: 50900. INGÓLF5 Opnar daglega kl. 8,30 árd. Almennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. IHGÓLFS-CAFÉ. I s ! s s * \ 1 I £g0tp0’ WÁLkFOT BEZT Alþýðublaðið — 21. júní 1959

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.