Alþýðublaðið - 03.07.1959, Page 4
herraefni forsefans h
tjtg-efandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Öröndal, Gísli J. Ast-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm-
arsson. Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og
14902. Auglýsingasimi: 14906. Afgreiðslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu-
húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10.
Landhelgismálið
LANDHELGISMÁLIÐ varð því miður þrætu-
epli í kosningunum um síðustu helgi. Alþýðu-
bandalagið reyndi mjög að nota það sér til fram-
dráttar, og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn gripu til gagnráðstafana eftir að sá á-
róður kommúnista var kominn til sögunnar. Al-
þýðuflokkurinn gerði sér hins vegar allt far um
að halda landhelgismálinu ofan við flokkabarátt-
una og dægurríginn. Tilgangur hans var að varð-
veita þjóðareiningu íslendinga í þessu viðkvæma
stórmáli. í því efni skipti samþykkt síðasta alþing-
is einnig miklu máli. Hún var heiminum sönnun
þess, að íslendingar láta ekki Breta kúga sig til
neins undanhalds. Þeir standa fast á þeim rétti
sínum, sem er lífshagsmunamál þjóðarinnar nú
og í framtíðinni.
Alþýðublaðið vill að kosningum loknum
undirstrika, að þjóðareiningin er órofin þrátt
fyrir fljótfærni og hvatvísi sumra aðila í kosn-
ingunum. Núverandi ríkisstjórn mun, og hvaða
önnur stjóm sem væri, fylgja mótaðri stefnu
íslendinga í landhelgismálinu. Aðalatriðið, sem
er stækkun landhelginnar úr fjórum sjómílum
í tólf, hefur ekki verið og verður aldrei ágrein-
ingsefni. Afleiðing þess er sú, að íslendingar Ijá
ekki máls á neinu undanhaldi gagnvart ofríkinu.
Það er í senn lærdómsríkt og ánægjulegt,
að Norðurlandablöðin gera sér þetta ljóst. Þau
benda á þessa dagana, að þrátt fyrir gagnstæðan
áróður kommúnista, beri ekki að skoða ósigur
þeirra sem undanhald í landhelgismálinu. Sú á-
lyktun þeirra ber annars vegar vitni um þekk-
ingu á viðhorfum landhelgismálsins og hins veg-
ar um drenglyndi í garð íslehdinga). ÍEn þessi
tímabæri og sanngjami málflutningur Norður-
landablaðanna ætti að verða íslenzku blöðunum
StYRKUR bandarísks lýð-
ræðis hefur sjaldan komið
betur í ljós en þegar öldunga-
deildin neitaði að samþykkja
útnefningu Lewis L. Strauss
í embætti viðskiptamálaráð-
herra í stjórn Eisenhowers.
Það er ekki svo að skilja að
Strauss sé óhæfur í hið mik-
ilsverða embætti, en hann hef
ur sýnt sig að vera tillitslaus
um of. Hann hefur verið
dugmikill og samvizkusamur
embættismaður í stjórnartíð
fjögurra forseta úr flokki
demókrata og republikana og
hann hefúr ætíð gert það, —
sem hann taldi Bandaríkjun-
um fyrir beztu — en hann hef
ur sjálfur viljað ákveða hvað
bezt væri.
StRAUSS hefur komið fram
af fullkominni hörku gegn
hverjum þeim, sem hann taldi
standa í végi fyrir sér og sín-
um stefnumálum. Robert Opp
enheimer, eðlisfræðingurinn
frægi, er þekktastur þeirra
manna, sem Strauss hefur
lagt í einelti. Oppenheimer
var á móti framleiðslu vetn-
issprengjunnar, en Strauss
var formaður kjarnorkunefnd
ar þingsins og barði málið í
gegn. En honum'var ekki nóg
að kúga Oppenheimer til und
anhalds, heldur reyndi hann
að eyðileggja hann algerlega,
stimplaði hann sem þjóð-
hættulegan mann og jafnvel
svikara.
Ýmsir aðrir samstarfsmenn
Strauss í kjarnorkunefndinni
hlutu svipaða meðferð vegna
þess eins að þeir leyfðu sér
að vera á annarri skoðun en
Strauss í einstökum atriðum.
Þessir menn sögðu frá
reynzlu sinni á dögunum þeg-
ar útnefnnig Strauss var til
umræðu í öldungadeildinni.
r'ESSIR atburðir hefðu þó
ekki nægt til þess að fella
Strauss. Öldungadeildin gef-
ur forsetanum venjulega
frjálsar hendur í vali ráð-
herra sinna, — þeir eru per-
sónulegir ráðgjafar hans. —
Það, sem felldi Strauss var
hroki hans og sex mánaða
þrotlaus barátta og áróður
fyrir að hljóta útnefningu
öldungadeildarinnar.
Þegar umræðurnar um út-
nefningu Strauss hófust í vet
ur voru aðeins örfáir öldunga
deildarmenn, sem voru and-
vígir Strauss, eða þeir einir,
sem orðið höfðu fyrir barð-
inu á honum. Það var fram-
koma Strauss við umræðurn-
ar sem ollu því að svo marg-
ir snerust gegn honum sem
raun bar vitni. Hvað eftir
annað neitaði hann að svara
spurningum þingmanna á
þeirri forsendu að samkvæmt
þinglagavenju mætti hann
ekki gefa þær upplýsingar,
sem farið var fram á.
Hannes
á h o r n i n u
fyrirmynd. Þeim ber skylda til að varðveita
heima fyrir þá þjóðareiningu íslendinga í land-
helgismálinu, sem Norðurlandablölðin túlka svo
ágætlega út á við.
Sundurþykkja íslendinga í landhelgismálinu
er eina vopnið, sem Bretum getur bitið í barátt-
unni við okkur. Til þess skal aldrei koma. Sam-
þykkt síðasta alþingis er stefna íslendinga í mál-
inu. En þess vegna ríður á því, að almennings-
álitið uni ekki óheppilegum blaðaskrifum um
landhelgismálið og krefjist af stjórnmálaflokkun-
um ábyrgðartilfinningar og raunsæis í þessari
þolraun þjóðarinnar. Þá er íslendingum vís sigur
í baráttunni fyrr en síðar. Alþýðuflokkurinn ætl-
ast til þess, að stjórnmálaflokkarnir og málgögn
þeirra leggi vopnin frá sér og taki drengilega
hc-ndum saman til að þjóðareiningin í landhelgis-
rnálinu sé tryggð heima fyrir og út á við eins og
allir Islendingar sannarlega vilja og óska.
SCiiipiii blý
Netaverksiæði Jóns Gísiasonar
Hafnarfirði — Sími 50-165
★ Heimsókn ungra
Framsóknarmanna.
★ Við límdum ekki —
heldur heftum.
★ Við hyrjuðum ekki -
heldur Heimdelling-
ar.
'A' Við fókum allt niður
í nóít.
AF TILEFNI pistils míns um
hina svokölluðu klíningsstyrj-
öld Heimdeliinga og igigra
Framsóknarmanna nóttina fyrir
kosningadaginn, fékk ég virðu-
iega og kærkomna heimsókn í
gær. Þrír ungir og íturvaxnir
piltar börðu að dyrum hjá mér
og settust umhverfis mig eftir
að ég hafði boðið þeim inn.
„VIÐ KIíUI IJNGIR Fram-
sóknarmenn,“ sögðu þeir „Við
óskum eftir leiðréttingu út af
því, sem þú skrifaðir í dag.
Þetta var ekki neinn klíningur.
Við límdum ekki miðana upp.
Við heftum þá á staurana, ein-
mitt til þess að eiga augveldara
mcð að ná þeim niður. Við er-
um búnir að taka alla okkar
miða niður. Við gerðum það í
nótt
VI® BYRJUÐUM EKKI. Það
voru Heimdellingar, sem byrj-
uðu. Við hefðum ekki hengt
neitt upp ef Heimdellingarnir
hefðu ekki byrjað. Heimdelling
ar eru enn ekki búnir að rífa
sína miða niður. Við vitum ekk-
ert hvort þeir taka þá niður.
Það var ekki Félag ungra Fram-
sóknarmanna sem slíkt, sem
stóð að þessu, heldur við sjálfir.11
•
„EN AF HVERJU voruð þið
að þessu?“ spurði ég „Þetta er
alveg þýðingarlaus áróður.“ —
„Við gerðum það eiginlega ein-
göngu til þess að sýna það og
sanna, að í kosningabaráttunni
voru Heimdellingar ekki einráð
ir. Þeir fengu líka að reyna
það.“
ÞETTA SÖGÐU Framsóknar-
piltarnir og engin ástæða er til
að ætla annað en að þeir fari
með rétt mál. Heimdellingar
gengu á undan með illu for-
dæmi. Þeir bera því sökina. Þeir
eiga nú eftir að hreinsa tiLeftir
sóðaskap sinn. Við skulum sjá
iivað það dregst lengi.
EN MEÐAL ANNARRA örða:
Er ekki bannað í lögreglusam-
þykktinni að hengja slíkt upp á
almannafæri hvort sem það er
límt, heft, hengt eða neglt? —
Einu sinni var það bannað —
og þess vegna hættu fiokkarnir
að gera það,
AF ÞESSU TILEFNI langar
mig til að spyrja: Er stjórnmála-
barátta ungra Sjálfstæðis-
manna og ungra Framsóknar-
manna byggð á samkeppni milli
kaupsýslufyrirtækja: stórkaup-
Hann minnti . á að George
Washington sló því á sínum
tíma föstu, að forsetinn og
embættismenn hans hefðu
rétt til þess að neita að gefa
þinginu upplýsingar, ef þeir
álitu að það væri í þágu þjóð-
arinnar að vitneskja um það
bærist ekki út. En þingmönn-
um þótti sem Strauss notaði
þennan rétt meir en venju-
legt er og ef hann fengi sínu
framgengt gæti það þýtt að
valdið safnaðist um of á hend
ur forsetans og ráðgjafa hans.
Aðferðir Strauss til að
vinna öíldungadeaidarþing-
mennina á sitt band sköðuðu
hann frekar en hitt. Með að-
stoð vina sinna í fjármála-
hringum Wall Street hefur
hann reynt að vinna fylgi ým
issa öldungadeildarþing-
manna. Þá sneri hann sér til
John H. Lewise hins almátt-
uga formanns kolanámuverka
manna og lofaði að beita sér
fyrir takmörkunum á olíuinn
flutningi ef hann styddi sig
í baráttunni, og fengi þing-
menn kolanámufylkjanna til
þess að greiða sér atkvæði á
þingi. Lewis gerði hvað hann
gat en árangurslaust. Er það
líklega í fyrsta sinn í sögunni
— að báðir þingmenn hins
mikla kolanámufylkis Vest-
ur-Virginíu ganga í berhögg
við Lewis.
Það er alltaf eitthvað trag-
iskt þegar manni er steypt af
hátindi valds.ns. En í þetta
sinn bætir það úr skák að
bandaríska þjóðin þolir ekki
valdníðslu né valdabrask, -—
jafnyel þótt viðkomandi beri
fyrir sig „hagsmuni þjóðar-
innar“.
manna og SÍS? Er hún keppni
um innflutningsleyfi, gjaldeyris
leyfi, fjárfestingarleyfi og við-
skiptamenn? Margt bendir til
þess, m. a. klíningsstyrjöldin
aðfaranótt kosningadagsins. Ef
svo er, þá er sannarlega orðið
ömurlegt hlutskipti íslenzks
æskufólks.
Hannes á horninu.
SkíðaHienn
KNEiSSL
skíði eru væntanleg í haust.
Þeir, sem hafa í hyggju að
fá þessi heimsþekktu skíði,
eru beðnir að panta þau liið
fyrsta hjá okkur, tip þess að
tryggt verði að þeir fái rétta
gerð og stærð.
Sími 13508.
Kafnarfjörður
TIL SÍLU
4ra herb. nýlegt múrhúðað
timburhús í Miðbænum.
Árni Gunnlaugsson, hdl.
Austurgötu 10, Hafnarfirði.
Sími 50764, 10—12 og 5—7.
4 3. júlí 1959 — Alþýðublaðið