Alþýðublaðið - 03.07.1959, Page 10

Alþýðublaðið - 03.07.1959, Page 10
Félagsdómur um vöruflufn ingana á Keflavíkurvöll Mesla sjóáveifa í heimi er á eynni Aruba._ l|\I.ASHI, ARUBA. — Aruba er hollenzk eyja í KariSkháfiliu. Hún er ófrjósöm mjög, enda þurrkasamt á þessum sióðum. Nú hefur bandarískt fyrirtæki tekið að sér að leysa vanda eyjaskeggja með því að veita sjó á eyna. Þetta er mesta sjóveita í heimi og framleiðri raf- magn um leið. HINN 1. maí s.l. var í Fé- lagsdómi kveðinn upp dómur í máli Vinnuveitendasam- bands íslands f.h. Eimskipa- félags íslands gegn Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti út af fundarsamþykkt, sem Þróttur hafði gert varðandi flutninga suður á Keflavíkurflugvöll. Fundarsamþykkt þessi var á þá leið, að hámarkshlass- þungi á vörum, sem ekið væri til Keflavíkurflugvallar af meðlimum Þróttar skyldi vera 6—7 tonn á bifreið og að hver bifreið færi aðeins eina ferð á dag. Eimskipafélagið, sem hefur séð um þessa flutninga fyrir varnarliðið, vildi ein- hverra orsaka vegna ekki hlíta þessari samþykkt og fór því í mál við Þrótt fyrir Félags- dómi. Féll dómur á þá leið, að fundarsamþykktin var dæmd ógild gagnvart meðlim- um Vinnuveitendasambands- ins, þar sem gildandi samn- ingsákvæði um valfrelsi vinnu veitenda um það hvaða með- limi Þróttar þeir tækju til vinnu, væri alveg fortakslaust og án undantekninga. Eimskipafélag íslands h/f hefur nú í fjölda ár annazt fyrir varnarliðið alla land- flutninga á vörum milli Reykjavíkur og Keflavíkur- flugvallar, og notað til þeirra flutninga eingöngu leigubif- reiðar frá Þrótti, svo sem fé- lagið er skuldbundið til sam- kvæmt samningum. Það er því eigi um það deilt, að það eru Þróttarbílstjórar, sem eiga að flytia bessar vörur, heldur er það hitt, á hvern hátt Eimskipafélagið notar valfrelsi sitt, sem megnri og sívaxandi óánægju hefur vald ið’hjá meðlimum Þróttar. Eimskipafélagið hefur sem sé framkvæmt flutningana þannig, að 8 bifreiðastjórar hafa algerlega verið látnir sitja fyrir þessum flutningum og þeim þar með tryggðar hver jum um sig 2—3 hundrað þúsund króna árstekjur. Svo langt hefur verið geng- ið af hálfu Eimskipáfélagsins í að hlynna að þessum forrétt- indabílum, að nær óskiljan- legt verður að teljast. Til dæm is hafa vörur oft verið látnar bíða þar til þessir áttmenn- ingar gætu komið bví við að flýtja- þær, brátt fyrir það, þótt fjöldi félaga þeirra biði á- vinnustað í von um að fá. þó ekki væri nema eina ferð suður. Á þessar útvöldu bif- reiðar hafa svo iðulega verið látin 10—13 tonna hlöss, enda þótt þær séu allar skráðar fyr- ir allmiklu lægra burðar- magn. Þyrfti svo að taka bif- reiðar { flutningana umfram hinar 8, hefur verið segin saga að þær hafa ávallt fengið létt- ustu og lélegustu hlössin. 'S'em glöggt dæmi um þetta má benda á. að fyrir skömmu, er miklir flutningar áttu sér stað suðuréftir, fengu hinir 8 út- völdu alls 63 tonn á sína bíla, en aðrir 8, sem sendir voru samdægurs, fengu aðeins 23 tonn. Yfirleitt hefur flutning- unum verið hagað bannig. að sem allra minnst bvrfti út fyr ir þennan átta' manna hóp að sækja, en væri það óhjákvæi- legt, hafa þeir samt verið látn ir hafa forréttindaaðstöðu á öllum sviðum. Þrálátur orðrómur hefur lengi gengið um það, að hér ætti sér stað taxtabrot, þannig að hinir átta útvöldu gæfu 10% afslátt af umsömdum taxta, og bentu sterkar líkur til, að sá orðrómur ætti við rök að styðjast. Því var Eim- skipafélaginu bent á, að ein- faldasta leiðin til að kveða þennan orðróm niður, væri sú, að Þróttur innheimti akst- urslaunin fyrir þessa aðila, en því var ekki sinnt. Misferli það og misrétti, sem- viðgekkst af hálfu Eim,- skipafélagsins í sambandi við flutninga á Keflavíkurflug- völl, varð Þróttur að láta til sín taka og tók á s.l. vetri upp viðræður við Eimskipafélagið um þessi mál og setti þá fram eftirfarandi kröfur: 1. Að hlassþungi við flutn- inga á völlinn yrði 6—7 tonn og að hver bifreið færi aðeins eina ferð á dag. 2. Að bifreiðum við flutning- ana á völlinn yrði fjölgað upp í a.m.k. 13, og að þeir sem aksturinn stunduðu, yrðu látnir flytja sem jafn- ast magn hverju sinni. 3. Að Þróttur fengi ráðstöf- unarrétt á 20% af flutn- ingunum. 4. Að Þróttur innheimti akst- urslaunin. Öllum þessum sanngjörnu kröfum hafnaði Eimskipafé- lagið umsvifalaust með Vinnu veitendasambandið að bak- hjarli. Varð því að leita ann- ara ráða, ef takast átti að ráða hér á einhverja bót. Leiddi þetta til þess að framangreind fundarsamþykkt var gerð á fundi í félaginu hinn 15. febr- úar s.l. Með samþykkt þessari var á lögvísan hátt reynt að sporna við gegndarlausri mis- notkun Eimskipafélagsins á valrétti vinnuveitenda. Samþykkt þessari og fram- kvæmd hennar var að sjálf- sögðu mjög illa tekið af hin- um átta forréttindabílstjórum og gekk andspyrna þeirra svo langt, að suma þeirra varð að svipta vinnuréttindum um stundarsakir, þar sem þeir höfðu margsinnis gerzt brot- legir gegn samþykktinni. Fjór ir af þessum mönnum fóru svo í skaðabótarmál við sitt eigið stéttarfélag út af þesSum við- skiptum og mun það einsdæmi- að slíkt sé gert, en hér var um einhverja tekjuhæstu meðlimi félagsins að ræða. Það mál hefur þó verið dregið til baka. Með framangreindum dómi Félagsdóms hefur Vinnuveit- endasambandið unnið stundar sigur og Eimskipafélaginu ver ið tryggt að geta viðhaldið mis réttinu enn um sinn. En bar- áttunni fyrir afnámi misrétt- isins verður haldið áfram, og þess er að vænta að Þróttur njóti aðstoðar annarra verka- lýðsfélaga við að lagfæra þessi sem og önnur hagsmunamál sín. SIDNEY, Ástralíu. Boeing 707 flugvéí frá ástralska flugfé- laginu Quantas sétti í dag nýtt met á flugleiðinni milli San Fransisco og Sidney. Flaug hún í einum áfanga þessa leið á 16 klukkutím- um og 10 mín. Fyrra metið var 30 klukkustundir. Töskur Skinnhanzkar Slæður Sumarkjólar Blússur Orlon-peysur Mikið úrval. — Hattabúð Reykjavíkur Laugaveg 10. Mtðstöðvarofnar Miðstöðvarofnar, — margar stærðir, nýkomnir. Vald. Poulsen hf, Klapparstíg 29. Sími 13024. ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■a Baldursgölu 8. Höfum til sölu flestar gerðir bíla og landbúnaðar- véla, bæði notað ög nýtt. — Unnt að-fá góð tæki níeð mjög hagstæðum kjörum. Reynið viðskiptin. Sími: 2 31-36 Opnar dagléga kl. 8,30 árd. Abnennar veitingar allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. INGÓLFS-CAFÉ. 10 3. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.