Alþýðublaðið - 17.07.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1959, Blaðsíða 5
1 GUÐM'UNDUR í. GUÐ- MUiNiDS’SON -utanríkis- og fjármálaráðherra er fimmtu« ur í dag. Föreldrar hans eru Margrét Guðmundsdóttir frá Brunnastöðum á Vatnsleysu- strönd og Guðmundur Magn- ússon skipstjóri, ættaður úr Hafnarfirði. Guðmundur Magnússon gerðist sjómaður fjórtán ára gamall og varð formaður um tvítugt og stjórn aði síðan alls konar skipum, skútum, vélbátum og gufu- skipum’ um laiigan aldur. Var hann einn af kunnustu ski.p- stjórum: á Suðurlandi, og við Faxaflóa á fyrri tíð. Þau Guðmundur og Margrét bjuggu ijlafnarfirði til ársins 1928 þegar þau fluttu hingað til Reykjavíkur. Hér hafa þau átt heima síðan — og eru nú bæði. orðin háöldruð. .Guðmundur I. Guðmundss. fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann fylgdi snemma föður sínum á sjóinn, fór að- eins níu ára gamall norður á síld og síðan stundaðf- hann sjó á sumrum og ýms störf á Siglufirði í sambandi við síld arútveginn allt til ársins 1936. Guðmundur fór í Flens- borgarskólann að afloknu barnaskólanámi og síðan í Menntaskólann. Hann tók stúdentspróf árið 1930, las lögfræði og tók embættispróf árið 1934 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir hæsta rétti fjófum. árum síðar,- eða árið 1938. Að afloknu emb- ættisprófi starfaði hann með Stefáni Jóhanni Stefánssyni í lögfræðiskrifstofu Stefáns og Ásgeirs Guðmundssonar frá Nesi, en varð meðeigandi að skrifstofunni eftir fráfall Ás- geirs 1936. Árin 1935—‘1936 rak hann lögfræðiskrifstofu á sumrin jí Siglufirði, en áður hsfði hann verið þar, eftir að hann hætti sjómennsku, síld- armatsmaður og haft á hendi afgreiðslu Og umboð fyrir skip. Guðmundur í. Guðmunds- son kynntist náið kjörum al- Þýðu og verkafólks á unglings árum sínum bæði heima í Hafnarfirði og við störf á sjó og landi, Þá var verkalýðsf hreyfingin í uppsiglingu og átök oft hörð í Hafnaríirði og heimili Guðmundar fylgdist með í þeirri baráttu af lífi og sál. Guðmundur gerðist því einn af stofendum Félags ungra jafnaðarmanna í Hafn- arfirði sama árið og hann fluttist þaðan, var áfram í fé- laginu eftir flutninginn, en gekk líka í Félag ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Man ég vel þegar þeir gengu báðir í félagið á sama fundi, vin- irnir og skólabræðurnir, Guð- mundur og Friðjón Skarphéð- insson. Þótti okkur mikill fengur að þeim báðum. Einn af gömlu félögunum: úr FUJ minnti miff nýlega á ummæli, er ég hafði haft við hann á þessum fundi um þá Guð- mund og Friðjón. Ég hefði s'agt: „Það er gott að fá þessa Menntaskólastráka. Annar er foringjaefni, hann er hauk- fránn, hinn er skáld.“ En Friðjón orkti þá mjög. Guðmundur var þegar á skólaárum: sínum mikill á- hugamáður um flokksmál. Sumir menn eru þannig gerð- ir, að þeir lenda í fremstu röð ósjálfrátt. Hann mætti á flestum fundum og hann starfaði síðar daglega með Stefáni Jóhanni, þeim ódrep- A f m œliskveðja FRÁ FORMANNI ALÞÝÐUFLOKKSINS, EMIL JÓNSSYNI FORSÆTISRÁÐHERRA Á þessum merkisdegi Guðmundar í. Guð- mundssonar utanríkis- og f jármálaráðherra, vildi ég mega flytja honum hugheilar ámaðaróskir og þakkir, bæði frá mér persónulega og frá Alþýðu- flokknum. Guðmundur hefur nú um áratuga skeið staðið í fylkingarbrjósti Alþýðuflokksmanna og barist ótrauður til beggja handa fyrir stefnu og áhugamálum flokksins og umbjóðenda hans, íslenzkrar alþýðu, og orðið vel ágengt. Guðmundur er hvort tveggja í senn, harður bardagamaður og hugkvæmur. og laginn samn- ingamaður, og hafa báðir þessir góðu eiginleikar hans oftlega komið Alþýðuflokknum að ómetan- legu gagni. Okkur, samherjum sínum, hefur Guðmund- ur jafnan verið hinn ágætasti félagi, vitur, ráð- hollur og duglegur, sem okkur hefur þótt gott að vinna með og leita til og sæmd að eiga að félaga. Fyrir allt þetta vil ég í dag færa Guðmundi í. Guðmundssyni þakkir og láta í ljós þá ósk eina, að hann eigi enn langt og farsælt líf fvrir höndum, því að þá er ég sannfærður um, að mörgum góðum málum verði þokað í rétta átt. EMIL JÓNSSON MMMMMMMMMMMMMMWMMHWMMMMMMmMMMMHi í DAG er Guðmundur í. Guðmundsson fimmtugur. Við sþk tímamót viljum við gjarnan staldra við og minn- ast liðins tíma. Margar mynd- ir gripa hugann, en eðlilega verða þeir atburðir ljósastir, er á einhverp. hátt hafa snert okkur sjálf eða stuðlað að framgangi þeirra hugsjóna, er við vildum leggja lið. Guðmundur er sonur Guð- mundar Magnússonar, hins kunna skipstjóra frá Hafnar- firði og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. Hann er sjó mannssnnur og í fylgd með föður sínum kynntist hann ungur lífi og starfi sjómann- anna og tók virkan þátt í því á sumrum á skólaárum sín- um. Hann hlaut uppeldi sitt í Hafnarfirði á þeim árum, þeg- ar verkalýðshréyfingin og jafnaðarstefnan voru að ná þar fótfestu. Það er því eng- in tilviljun, að Guðmundur í. Guðmundsson hefur helgað sig málefnum alþýðunnar og ekki sízt látið til sín taka mál- efni verkamanna og sjó- manna. Fékk hann snemma tæki- færi til þess sem lögfræðing- ur Alþýðusambandsins, en bví starfi gegndi hann um árabil. í því starfi féll það í hans hlut að undirbúa hina fyrstu vinnulöggjöf á íslandi, og átti þar sterkan þátt í að móta hana til styrktar verkalýðs- hreyfingunni. Löggjöf þessi var mjög umdeild á sínum tíma og lögðust ýmsir þar :andi áhugamanni, sem alltaf hugsaði meira um flokksstarf ið en sín eigin mál. Guðmund ur var kosinn á flokksþino og lét þar mjög fljótlega að sér kveða. Margir garpar höfðu sótt fram í Gullbringu- og Kjósarsýslu gegn Ólafi Thors, en orðið lítið ágengt. Árið 1942 var Guðmundi falið frani boð þar og jók hann mjög at- kvæðatölu flokksins. Náði hann kosningu sem landkjör- inn þingmaður og hefur hann haldið þingsætinu síðan að. undanteknu einu kjörtímabíli. Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógéti í Hafnarfirði var hann' skip- aður 1945. Um líkt leyti var hann kjörinn í miðstjórn Al- þýðuflokksins og gegndi hann þá störfum gjaldkera. Varafor maður flokksins var hann kjörinn árið 1954 og hefur gegnt því starfi síðan. Hann varð utanríkismálaráðherra í stjórn Hermanns Jónassönar árið 1956, og er Emil Jónsson myndaði stjórn sína um síð- astliðin áramót og Aliþýðu- flokkurinn fækkaði ráðherr- úm úr sex í fjóra, tók Guð- mundur einnig við embætti fjármálaráðherra. Guðmundur í. Guðmunds- son hefur setið marga fundi og ráðstefnur erlendis fyrst og fremst síðan hann gerðist utanríkisráðherra. Hann hef- ur setið þing Sameinuðu þjóðanna tvisvar, fundi At- lantshafsbandalagsins fjórum sinnum, einnig ráðherrafundi Evrópuráðsins í Strasbourg og alþjóðafundi jafnaðar- manna. Hann var stofnandi Bygg- ingafélags verkamanna í Rvík og formaður þess í tíu ár og jafnlangan tíma var hann for- maður Sjúkrasamlags Reykja víkur. Hann var aðalhöfund- . ur vinnulöggjafar þeirrar, sem við búum nú við. Var hún hið mesta afrek því að erfitt var að semja löggjöf og sætta menn við hana á sama tíma sem barátta milli verkalýðsfélaga og atvinnu- rekénda stóð sem hæst. Vant- aði heldur ekki að hún væri gagnrýnd, en þær raddír eru nú þagnaðar — og helzt talað um, nauðsyn þess að herða enn á ákvæðum, sem þá voru talin viðsjárverðust. Þetta eru helztu störfin, sem Guðmundur hefur haft með höndum á liðnum ár- um, og aðeins Þau helzlu. Gúðmundur er ákaflega mik- ill starfsmaður, mjúklátur samningamaður, en þó barðixr í deilum þegar til átaka kem- ur. Hann hefur til að bera mjög sterka og fastmótaða skapgerð. Hanb er frábær lögfræðingur og mikili mála- fylgjumaður. Það er eftirtekt- arvert hvernig hann byggir upp ræður sínar og flytur þær: búningur, gerð og flutn- ingur hvað í samræmi við ann að. Röksemdafærsla hans er ekki margorð, en hún er sterk og eldsnögg, og þegar hann flytur hinar stuttu og gagn- orðu setningar í ræðum sín- um, er eins og fylgi ákveðið og þungt högg. Hygg ég áð Guðmundur hafi, hvað ræðu- mennsku snertir, algera sér- stöðu meðal íslenzkra stjórn- málamanna, enda hafa ræður hans, ekki sízt nú í landhelg ismálinu orðið mörgum minn isstæðar. Á því máli, sem er eitt hið vandasamasta, sem nokkrum íslenzkum stjórn- málamanni hefur verið falið að hafa með höndum, hefur hann haldið af mikilli festu og þó víðsýni og mýkt svo að hvergi hafa orðið mistök —• og hefur þó verið sótt að hon- um bæði á innlendum og er- lendum vettvangi. Hef ég les- Framhald á 9. síðu. fast á móti og töldu að með löggjöfinni væri verið að hefta eðlilega þróun verka- lýðshreyfingarinnar. En reynslan hefur sýnt hið gagnstæða. Löggjöfin hefur verið verkalýðshreyfingunni, ómetanleg vörn og styrkur., Og svp vel hefur hún svaraö kröfum tímans, að enn stend,- ur hún óhögguð. Þá vil ég hér geta afskipta Guðmundar af annarri lög- gjöf, sem með hans aðstoð hafði veruleg áhrif á kjör sjó- manna hér í Keflavík á sín- um tima. Það var 1939, að þjóðst.jórn hafði verið mynduð til þess að leysa efnahagsvandamál- in, eins og það er nú kallaö. Þá voru lög sett um gengis- skráningu o.g gengið lækkaþ’. Guðmundur í. Guðmundsson. var þá Iögfræðingur Alþýðu- flokksins og Alþýðusam- bandsins, sem þá var eitt og hið sama. Fyrir hans tilstiöi komst inn í lög þessi ákvæði, sem heimilaði sjómönnum að taka hlut úr afla, ef þeir ósk- uðu og samningar um hluta- skipti væru fyrir hendi. Þetta ákvæði varð mjög tengt sögu og starfi verka- iýðssamtakanna í Kef lavík, því vetrarvertíðina næstu á eftir, 1940, samþykkti Verka- lýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur í krafti þessara laga, að allir félagar þess skyldu taka hlut úr afla, er ráðnir yrðu á vélbáta frá Keflavík og Njarð- víkum. Útgerðarmenn höfðu nú síður áhuga fyrir að láta hlut úr afla eftir gengisbreyt- inguna, og reyndu því að sniðganga lögin og samþykkt félagsins með því að semja sérstaklega við háseta sína. um sölu á aflanum upp úr sjó. Reis nú upp deila miih verkalýðsfélagsins og útgerð- armanna og kom til málshöfð- unar. Guðmundur tók að sér mál sjómannanna og vann bað með stuðningi áðurnefnds ákvæðis í gengislögunum og vinnulöggjafarinnar, sem þá hafði verið sett þrátt fyrir harða andstöðu kommúnista. Þessi fyrstu afskipti Guð- mundar í. Guðmundssonar af málefnum verkamanna og sjómanna á Suðurnesjum færði þeim kjarabætur, sem. námu nær 80 þúsundum króna ,og var mikið fé í þá daga. Mundi nálgast 1,2 millj. með núverandi gildi peninga. Annag vannst einnig, sem ekki var síður mikils vert, réttur sjómannanna til hluta- skiptanna ,var tryggður. Síðan þetta gerðist eru nú liðin nær 20 ár. En áreiðan- lega eru þeir margir, sem enn muna þessa tíma. Þá var . Guðmundur ungur lögfræðingur, sem að vísu hafði þegar orð á sér sem eft- irsóttur málflutningsmaður. En þessi stórsigur hans vakti mjög athygli Suðurnesja- manna á framsýni hans og dugnaði. Og þegar velja skyldi frambjóðanda Alþýðuflokks- ins til Alþingis vorið 1942 var Guðmundur einróma valinn af þeim Suðurnesjabúum, sem til voru kvaddir. Síðan hefúr Guðmundur verið í kjöri fyr- ir Aíþýðuflokkinn í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og áit sæti á Alþingi síðan að und- anteknum árunum 1949—’53. Á þessum árum hefur, eins og að líkum lætur, oft verið leitað aðstoðar Guðmundar um lausn og fyrirgreiðslu margra hagsmuna og menn- (Framhald á 10. síðtl)v Alþýðublaði®— 17. júlí 1959 JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.