Alþýðublaðið - 17.07.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.07.1959, Blaðsíða 3
Genf, 16. júlí (Reuter). SELWYN LLOYD utanríkis- ráðherra Breta og Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- Ljmuiden, 16. júlí (Reuter). ÓTTAST er að taugaveiki ihafi brotist út í sumarbúðum kanadiskra drengja í Hollandi. Drengirnir eru synir kanadisk- ra hermanna í Evrópu og dvelj- ast í sumarbúðum í Ljmuiden. Hafa þær verið settar í sóttkví. Hefur verið skorað á íbúanna í nærliggjandi borgum að sjóða vandlega mat sinn famvegis, þar sem hætta sé á taugaveiki. Dublin. í NÆSTU VIKU verður gef- xð út frímerki í írlandi til að' minnast þess að þá verða 200 ár liðin frá því, að Arthur Guiinnes hóf bruggiun hins heimsþekkta bjórs, sem enn ber nafn hans. anna, snæddu saman hádcgis- verð í dag- og ræddust síðan við einslega í tvær klukkustundir. Þetta er fyrsti einkafundur ráð herranna síðan Genfarráðstefn an hófst að nýju. Tilkynnt var að Herter ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna muni snæða með Gromyko á laugardag í villu þeirri, sem rússneski fulltrúinn hefur til umráða. Þessir einkafundir ráð herranna koma í stað hinna lokuðu funda, sem Þeir héldu áður, en nú strönduðu þeir á þeirri kröfu Rússa að fulltrúar beggja hluta Þýzkalands yrðu viðstaddir þá leynifundi ráð- herranna. Opinn fundur ráðherranna var haldinn síðar í dag. Herter var aðalræðumaðurinn. Selwyn Lloyd neitaði að veita nokkrar upplýsingar til blaðamanna varðandi samræður hans og Gromykos í morgun. Fyrr um daginn gekk Dag Hammar- skjöld á fund Gromykos og ræddi við hann um hríð. ir i sam i : A VEGUM sænska út- ■ jj varpsins voru fyrir !“ skömmu valdar 10 beztu ástarsögur heimsbók- menntanna. Gunnlaugs- saga Ormstungu var með- al þeirra, sem flest at- ]; kvæði hlutu og var hún nr. 3, en í fyrsta sæti var ijj sagan af Tristan og ísoldc ij — Verðlaunasögurnar « hafa að undanförnu verið * lesnar í sænska útvarpið ■ og meðal þeirra að sjálf- sögðu Gunnlaugssaga, en í þar segir frá óstum Gunn- Iaugs Ormstungu og * Helgu hinnar fögru. p ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Genf, 16. júlí (Reuter). FULLTRÚI Sovétríkjanna á ráðstefnunni um bann við kjarn orkuvopnum Iagði í dag fram skilyrðisbundna yfirlýsingu varðandi afstöðu Rússa til fast- ra efíirl.itsstöðva, sem fylgjast e,iga með því að banni við kjarn orkutilraunum verði framfylgt. Sagðr Sovétfu'Strúinn, að stjórn sín væri tilleiðanleg til þess að falla frá þeirri afstöðu að stórveldin hafi neitunarvald í þessum málum ef tryggt verði fyrirfram samkomíflag eftirlits- nefndanna og viðkomandi ríkis stjórna. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði að í tillögum vesturveldanna væru ákvæði, sem tryggðu þetta atriði. Öruggar heimildir í Genf telja, að vænlega horfi með ár- angur af ráðstefnu þessari og búast mætti við samkomulagi um fastar eftirlitsstöðvar og rannsóknarflug á næstunni. Ríkin eru ekki lenpr ríki einnar Á FUNDI Alþjóðasambands jafnaðarmanna í Hamborg í gær ræddi Oskar Pollak rit- Stjóri í Vínarborg um þróun og Stöðu verkalýðsstéttarinnar í þjóðfélaginu í dag. Það, sem hefur gerzt frá fyrstu áratug- um aldarinnar er það, sagði hann, að ríkið er ekki lengur ríki borgarastéttarinnar einnar, að verkalýðsstéttin er ekki eins og áður fyrir utan ríkið og þjóðfélagið, en hefur í ríkum mæli yfirtekið völdin í ríkinu Og forustu í þjóðfélaginu. Þetta hefur leitt til þess, að Alþýðu- flokkarnir í hinum einstöku löndum hafa orðið stei’kari en Alþjóðasambandið ekki að sama skapi. Það er vert að veita því at- hygli, sagði Pollak, að jafnað- armannaflokkarnir eru sterk- astir í löndum, þar sem áhrif verkalýðsins á þjóðlífið eru mest, þar sem flokkarnir 1 stjórnaraðstöðu hafa haldið fast sínum sérkennum sem full trúar fyrir hinar vinnandi síéttir, eða þar sem flokkarnir í stjórnarandstöðu koma fram sem umbótasinnaðir flokkar. Pollak nefndi sem dæmi brezka flokkinn og Alþýðuflokkana á Norðurlöndum og jafnaðar- mannaflokkinn í Austurríki. Fyrsfa bréfið vegna ráðhúsfréftar Aíþýðublaðsins var aldrei ætlað Ritstjóri: f blaði þínu í morgun (16. jiilí) gat að líta á for- síðu niynd af ráðhúsi Stokkhólmsborgar með yfirskriftinni: Ráðhús við tjörn, en neðar á sömu síðu var spurt: Hvað ger- ir Reykjavík? Mér virð- ist, að með þessari yfir- skrift sé verið að læða því að ófróðum lesendum, að sú ráðstöfun bæjaryfir- valdanna í Stokkhólmi á sínum tíma að staðsetja meistaraverk Reynars Östbergs við Löginn sé eitthvað hliðstætt því glapræði bæjarfulltrúa Reykjayíkur að vilja troða ráðhiísi niður í Tjörnina. Það er nú alveg ný merking orðsins tjörn, að nota það um stöðuvatn sem er tíu sinnunx stærra en Þingvallavatn. Jafn viturlegt og það var að staðsetja ráðhús við Lög- inn, jafn misráðið er að tryggð má þó ofbjóða og demba ráðhúsi í Tjörnina. „Þegar þessu var lokið var lítið eftir af lýðnurn í borginni Tela“, minnir mig að standi í fornri á- letrun. Það tekur mörg ár, jafnvel áratugi, að byggja ráðhús, ekki sízt ef byggt er þar sem jafn óradjúpt er á öruggan botn og í Tjörninní. Hvernig held- ur þú að verði umhorfs á Tjörninni á meðan á þeim andskotagangi stend ur? Ég bý við Miklubraut ina og veit mínu viti. Hvað heldurðu að verði þá um þá íbúa Reykja- víkur, sem hér bjuggu á undan Ingólfi og enn halda tryggð við þessa borg þvert ofan í öll nátt- úrulögmál? Ég á auðvitað við kríurnai’, þessa kvik- látu, vængfimu vorboða. Þetta er eina borgin í heimi sem þær heiðra með nærveru sinni, en þeirri henni verður ofboðið. Og þá má opinberum bygg- ingum í Reykjavík fara mikið fram um fegurð, ef ráðhúsið í Tjörninni vei-ð ur Reykjavík meiri yndis- auki en kríurnar í Tjarn- arhólmanum. Ég trúi því ekki fyrr exx ég tek á, að Reykvíkingar séu svo hundflatir fyrir yfirborðslegu tildri og prjáli og svo blindir fyrir raunverulegum fegurðar- verðmætum, að 'þeir Iáti eyðileggja Tjörnina full- komlega að ástæðulausu. Þessari tjörn var ætlað að spegla í skyggðum fleti sínum á kyrrum kvöldum örlítið af ósnortnum náít- úruunaði. En aldrei var henni ætlað að spegla bæjarfulltrúa Keykjavík- Vinsamlegast Sigurður Þórarinsson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiliiii iiiii|iiiiiiujiiiiiiitiiiiiiiiiii!iiiiimiifiititiiiimimiuiiiiiiiuiiimiiiitimiiiiimit!iim»o?.i rúar ffu ÞING Alþjóðasamibands jafn aðarmanna stendur yfir í Ham- borg. Þar eru sanxan komnir fulltrúa frá 38 Alþýðuflokkum, sem telja rneira en tíu milljónir félagsmanna. Mejðal þingfull- trúa má nefna Ollenhauer og Carlo Schmid frá Þýzkalandi, Guy Mollet og Jules Moch frá Frakklandi, Gaitskel og Bevan fi’á Englandi og Önnu Ketly frá Ungverjalandi, og fjölmennar nefndir eru konmar frá Japan og Möltu, kvennasendinefndir frá Asíuþjóðum og Burma, — Vietnam og Argentína eiga full trúa á fundinum. Á fyrsta, fundi þingsins var Alsing Andersen frá Danmörku endurkosinn forseti sarntak- anna og Gaitskell, Ollenhauer og Mollet varaforsetar. Borgarstjórinn í Hamborg,— Max Braue, sem er jafnaðai’- maður, bauð þingfulitúa vel- komna til borgarinnar og Oll- enhauer formaður þýzkji Al- 'þýðuflokksips ræddi um innan- landsmál Þýzkalands og sagði Alsing Andersen — endurkos- inn forseti Alþjóðasambands jafnaðarmanna. að unga fólkið hneigðist ákveð- ið að frelsi og lýðræði. Alsing Andersen, formaður — sagði í ávarpsorðum sínum. að samtök jafnaðarmanna væru nú alþjóðlegri í eðli sínu heldur en nokkurn tíma áður og benti á, að Alþýðuflokkurinn hafi nú hreinan meiri hluta í Nepal, að jafnaSarmannaflokkur hafi ver ið stofnað í Kongo, að for- maður Alþýðuflokksins á Mad- agaskar hafi verið kosinn for- seti landsins og að flokkurinrt hafi nýlega unnið meirihluta á eyjunni Mauritius í Indlands- hafi austan við Afríku. Eidflaugin tæftlst Cape Canaveral, 16. júlí. ELDFLAUG, sem flytja átt. gervitungl út í geiminn ,sprakl<;. í dag skömmu eftir að henní, var skotið upp. Gervitunglið' var þegar skýrt Könnuður 6 og' vóg 41 kíló og hafði. inni aS halda nákvæmustu og fullkomn. ust rannsóknartæki, sem senc. hafa verið út í geiminn. (NTB-Reuter). Eldflaugin sprakk er hún var komin örfá fet frá jörðu og féll niður skammt frá húsj því, semm vísindamenn þeir, sem fylgjast Alþýðublaðið — 17. júl£ 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.