Alþýðublaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 2
ímigardagur V e ð r i ð : JÞykknar upp með A.-átí. ★ BENZÍNAFGREIÐSLUR í Reykjavík eru opnar í júlí- mánuði sem hér segir: virka daga kl. 7.30—23. Sunnu- daga kl. 9.30—11.30 og 13 —23. ☆ LISTASAFN Einars Jónsson ar, að Hnitbjörgum, er opið daglega kl. 1.30—3.30. ☆ BÆJARBÓKASAFN; Lokað vegna sumarleyfa il þriðju- dagsins 4. ágúst. ★ ÚTVARPIÐ í DAG: — 13,00 . Óskalög sjúklinga. 14.00 Laugardagslögin. 19.30 Tón leikar (plötur). 20.30 Upp- lestur: „Spillt líf“, smásaga eftir Guy Maupassans, — í þýðingu Þorsteins Gíslason- . ar (Margrét Jónsdóttir). — 20.50 Tónleikar (plötur).— ! 21.25 Leikrit: „Geimfarinn" .. gamanleikur eftir Hreiðar . Eiríksson (Áður útv. 9. júlí . 1955). 22.10 Danslög (plöt- ur 24.00 Dagskrárlok. ☆ 3PRÁ Æskulýðsráði Rvíkur: Dansa.ð í Skátaheimilinu í kvöld frá kl. 8,30 til 11,30 Aðgangur 10 krónur. Messor Háteigsprestakall: Messað í ihátíðasai Siómannaskólans | kl. 11 f.h. Séra Jón Þor- varðarson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messað kl. 10.30 (ath. breyttan messutíma). —• Séra Kristinn Stefánsson. Dómkirkjan: Messað kl. 11 f h. Séra Óskar J. Þor- láksson. JEríkirkjan: Séra Þorsteinn Björnsson verður í sumar- frí þar til 1. sept. n. k. Hallgrírhiskirkja: Mesað kl. 11 f.h. Ræðuefni: Opið- fbréf frá Prestafélagi ís- lands til enskra presta — Séra Jakob Jónsson. ÍElliheimilið: Guðsþjónusta kl. 2. Biskupinn séra Sig- urbjörn Einarsson prédik- ,ar, altarisguðsþjónustu annast Séra Jón Guðnason og biskupinn. Fólk er beðið j að muna að kirkja elliheim ilisins rúmar miklu fleira fólk en Það heimilisfólk, Bem á fótum er. Humarveiin gengur irel Frétt ti lAlþýðublaðsins. Eyrarbakka í gær. FJÓRIR bátar héðan eru á Suimarveiðum og hafa þeir ver- íð að síðan um miðjan júní, — i*egar veður hefur leyfL Hafa |*eir haft allsæmilegan afla. Mikil vinna er í frystihúsinu hér við það aðjvinna að hum- arnum. Þrír bátar frá Stokks- •iyri eru eihnig á humarveiðum, og þar leggja þeir einnig upp láfla sinn. Tveir bátar eru enn- íremur á humarveðum frá Þor- jákshöfn, en annar þeirra legg- rur upp á Stokkseyri hinn í Vest mannaeyjum. — V.J. Lítið gaman að þramma langtímum saman eft ir þrömgu ffdi og s.já ekhi nema himininn... Andvari >■ > amnald af 12. *1Sb. arka heftum á þessu ári og | stærra broti en hann áður var,. Ábeodiog til Ferða ..félags Islaods frá ferðalangi PERÐALANGUR kom að | máli við fréttamann Alþýðu- blaðsins í gær og sagði sínar farir' ekki sléttar. Hann hafði j verið inni í Landmannalaug- | um um helgina og kvaðst hafa : orðið fyrir miklum vonbrigð- um með þá þjónustu, sem Ferðafélagið veitir Því fólki, sem ferðast á vegum þess. Áð ur en hann hóf frásögn sína, vildi hann taka skýrt fram og leggja á það áherzlu, að hann væri í Ferðafélaginu og áliti .að félagið ynni mikið og þarft verk á sviði menningarmála okkar. En hann leyfði okkur að koma á framfæri umkvört unum sínum og leiðbeiningum til að forráðamenn félagsins gætu kippt þessu í lag, og sagði eitthvað á þessa leið: Ég fór inn í Landmanna- laugar í ágætu veðri á laug- ardaginn var og bjóst við því að Ferðafélagfjbílarnir færu beina leið á ákvörðunarstað inn í Laugar.. Ég hélt þeir færu alla leið inn að skála, sagði hann, og var ekki við því búinn, nð þurfa að bera farangur minn eða yfirleitt að lenda í neinum mannraun um. Var ég þess vegna undr- andi á því, að þegar komið var að Jökulgilskvísl við Námshraun voru farþegarnir látnir fara úr bílunum og taka föggur sínar á bakið og bera þær eftir ógreiðum og að mínu viti stórhættulegum vegi inn að skála. Ég gat ekki séð neina skyn- samlega ástæðu til þess að bílarnir skyldu ekki aka yfir Jökulgilskvíslina. Hún var ekki venjufremur mikil, og bílarnir, sem notaðir voru, eru háir og stórir og einn þeirra með drif á öllum hjól- um. I förinni munu haf> verið 60—70 manns, Þar á meða1. margt fólk, sem ætlaði að Tollmúrar Framhald af 1. síðn. ísland, og hin ríkin, sem standa utan við tollabandalög in tvö. „Þau geta af efnahags- legum ástæðum í hvorugu bandalaginu orðið þátttakend ur, en viðskiptaleg aðstaða þeirra hlýtur að versna stór- lega vegna tilkomu banda- laganna". Um afstöðu íslendinga sagði Jóhannes ennfremur: „Það virð ist ekki vera um annað að ræða að sinni en bíða átekta og sjá, hverju fram vindur í samvinnu sjö ríkjanna. Eins og nú er ástatt geta íslendingar í hvorugt bandalagið gengið. Þeir verða því að treysta á það, að Efnahagssamvinnustofnun Evrópu takist að koma á heild- arsamningum, er nái til allra þátttökuríkjanna, og þeir verða a ðbeita áhrjfum sínum, éftir því sem þeir megna, til þess að slíkt samkomulag geti tekizt. ,Ég tel engan vafa á því, að þátttaka í frjálsu viðskipta- kerfj Evrópu verður eitt af mestu hagsmunamálum ís- lenzku þjóðarinnar í framtíð- inni“. dveljast í Laugunum á milli ferða til næstu helgar og í þeim liópi konur og ekki mjög vanir áburðarklárar. Þetta fólk hafði með sér nokkuð mikinn farangur og reyndist því erfitt áð koma honum eftir mjög ógreiðum vegi. Leiðin frá Námshrauni inn að skálanum liggur að miklu leyti allhátt uppi í hlíðum Suðurnámsins og í kafla af hlíðinni eru lausar skriður og í þeim gangstígur illa mark- aður. Verði manni fótaskortur þar, virðist ekkert taka við annað en að kútveltast alla leið niður í Jökulgilskvíslina og bíða þar bana eða stórslas- ast ell‘á. Þetta virðist mér ástæðu- laus glannaskapur, að ætlast til þess að fólk alla vega á sig komið. og á öllum aldri leggi í þessa.göngu, þegar auð- velt er að, aka fólkinu alveg á leiðarenda. Jökulgilskvislin er ekki mikið vatnsfall, þegar veður- far er venjulegt, og þá vel fær bílum méð drifi á öllum hjólum, en í bessari för var einmitt slíkur bíll. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar við vorum komin til náða í skálanum og kl. 6 að morgni var hópurinn vakinn til að halda af stað í fjallgöngu og kl. 2 þann dag, sunnudaginn, áttu allir að vera komnir aftur út að Námshrauni -og hver þá að bera sinar föggur. Mér finnst ferðalag sem slíkt ekki geta orðið skemmtilegt fyrir aðra en þaulvana púlhesta og fjallagarpa. En ið sjálfsögðu eru margir aðrir, sem vilja skoða landið og ujóta öræfa- tignarin.nar og veðurblíðunn- ,ar inni í landinu og finnst mér, að Ferðafélagið þurfi líka að taka tillit til þess. Mér finnst einsætt, að þeg- ar farnár ei"V. hópferðir \ Landmannalaugar, þá Þurfi alltaf að hafa einn tveggja drifa bíl í förinni, og láta hann selfly.tja fólk og farang- ur frá Námshraunl inn að skála, ef aðrir bílar ekki treystast þangað. Þessi tveggja drifa bílj þarf svo að vera til staðar inn við skál- ann og aka þeim áleiðis, sem ganga vilja inn Jökulgiiið í Hattver og víðar. Ég veit, að það er auðvelt að aka á tveggja drifa bíl alla Frétt til Alþýðublaðsins. Neskaupstað í gær. ENGIN síld hefur borizt hing- að þessa viku. — Er nú verið að enda við að bræða afla þann, sem hingað barst í fyrri viku. Verður bá búið að bræða hér um 10 bús. mál í sumar. Kom fyrsta síldin fyrr nú en oft áð- ur. í fyrra um betta leyti hafði t. d. lítil sem engin síld komið hingað. Allt er tilbúið, ef komið yrði hér að með síld til söltunar, en hér er eitt síldarsöltunarplan. Færabátarnir héðan hafa fiskað vel. — O.S. leið suður að Þrenaslum og þetta myndi auðvelda ferða- fólkinu ferðalagið og veita því meiri tækifæri til að skoða sig um suður á Hattveri og á nærliggjandi fjöllum, því fá- ir hafa yndi af að þramma mikið af tímanum eftir Jökul gilinu vaðandi þverár og læki og sjá ekki nema upp í heið- an himininn. Okkar ágæta Ferðafélag barf að sýna farþegum cínum meiri nærgætni en þarna var gert. Og umfram allt þarf að auðvelda sem flestum ungum, örvasa og heilsulitlu fólki að komast inn í hin undur- fögru öræfi og njóta fegurð- arinnar, kyrrðarinnar og blíð- unnar, sem þar ríkir þessa fögru sumardaga. Alþýðublaðið tekur undir orð ferðalangsins og væntir þess að hér verði sYiótlega úr bætt. Maður missir framan af fingri í GÆR vildi það slys til í Dósayerksmiðjunni Borgartúni 1, að Jóhannes Halldórsson fór með hendi í vél og missti fram- an af fingri. Var Jóhannes fluttur hið skjótasta á Slysavarðstofuna og þar gert að sárum hans. uiiiiiiiiimiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMMiiiiuiiiiiiiuiii ( Friðrik hafði I betri siöðu f GÆRKVÖLDI, þegar ! | blaðið leitaði fregna af = 1 skákeinvígi Friðriks og § | Inga R. höfðu þeir leikið i 1 20 leiki. Átti þá Friðrik | | betri tíma og betri stöðu. | Áttu þeir þá eftir 20 = = leiki á rúml. 40 mín. § ~ Friðrik hafði svart. TXillIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimMllllllllllllUi íjsréifir Framhald af 9. síðu- Einar Ingimundars., iBK, 48,15 Þorsteinn Löwe, ÍR, . 44,00 1000 m. boðhlaup: Ármann, 2:05,0 ÍR, 2:08,3 KR, 2:08,7 Þrístökk: Ingvar Þorvaldsson, KR, 13,96 Ólafur Unnsteinsson, KR, 13,1.9 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 13,14 Á Þjóðverjar sigra Framhald af 9. síðu. Seidler, 21,5, Björn Nilsen 21, 8 sek. í stangarstökki sigraði Jeitn- er, A-Þ., 4,52 m., annar varð Rudiger, A-Þ., 4,32 m.. Hovik, N., 4,20 m., Larsen stökk 3,80 m. Grodotsky sigraði í 10 km. hlaupi á nýju þýzku meti 29: 08,8 mín., þriðji varð Norðmað urinn Torgersen á nýju norsku meti 29:30,8 mín. Millitími á 55 kb., var 14:18,0 mín.! Gulbrand sen sigraði í 400 m. grind á metjöfnun 52,2 sek. Berthelsen sigraði í lapgstökki, 7,22 m. Úrslit urðu þau, að Austur Þjóðverjar sigruðu Norðmenn 129:83, en Noregur (B) sigraði Dani 131:78. Áhorfendur voru um 10 þúsund seinni daginn og veður sérstaklega gott, logn og rúmlega 20 stiga hiti. Næsta ár er svo búizt við, a?5 hann komj út í þremur álíkai stórum Y/iftum. Verður hann þá orðinn eitt af stærstu tíma ritum okkar. Breyting þessi á Andvara hefur lengi verið ráðgerð, en nú er hún sem sagt k,omin til framkvæmda. Mun fyrstai lieftið væntanlegt á markað- inn um eða fyrir næstu mánaða mót. HesiamanDamót við Heflu ' Frétt til Alþýðublaðsins. Hvolsvelli í gær. UM aðra helgi verður Iialdið mikið kappreiðainót hér í Rang árvallasýslu á Gnddastaðaflöt- mn við Hellu. Ekki er enn ákveðið, hvaS margir hestar taka þátt í mót- inu, en undanfarin ár hefur verið gífurleg þátttaka, og all- ir beztu hestar í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið leiddir þarna fram. Þor- geir í Gufunesi hefur einnig hleypt hér sínum landsfrægui hestum. Mannfjöldi hefur jafnan ver ið á mótinu og um kvöldið eft- ir kappreiðarnar, er haldinn dansleikur á Hellu, sem jafn- an hefur verið t fjölsóttur og mikil gleði hefur ríkt. Hér er eilíf ótíð, hefur ekki sést til sólar í heila viku. Gras ið er vfð það að spretta úr sér, en bændur skirrast við að slá niður í óþurrkinn. — Þ. S'. Buncbe neiiar að ganga í iennis- klúhb NEW YORK, 17. júlí, (NTB- Reuter). — Fimnitán ára gam* all sonur Ralph Bunche, að- stoðarframkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna og handhafa friðarv.erðlauna Nóbels, neit- aði í dag boði West Sode-tenn- isklúbhsins um að gerast heið- ursfélagi hans. í þess stað greiddi hann 500 dollara ævi- gjald í Samtök til viðurkenning ar á hinum lituðu í Bandaríkj- unum. Það vakti mikla athygli fyrir skömmu, er Ralph Bunche og syni hans var neitað um inn- göngu í West Side-tennisklúbb inn á þeim forsendum að þeir væru negrar. Vakti þetta mót- mælaöldu í Bandaríkjunum og varð formaður klúbbsins að segja af sér. ÁLF ASKEIÐ SSKEMMTUN Hrunamanna verður á morgun og er vel til hennar vandað eins og einatt áður. Séra Emil Björnsson prédikar, dr. Broddi Jóhannesson, flytur ræðu, Bessi Bjarnason og félagar hans flytja leikþátt, Ævar Kvaran leikari skemmtir og Guðmundur Guðjónsson syng- ur einsöng. Einleikaflokkur karla sýnir leikfimi. Lúðrasveit Selfoss leikur og hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi. í góðu veðri er oft margt um manninn á Álfa- skeiði. i £ 18. júlí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.