Alþýðublaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ast- þórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálm- arsson. Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiöslusími: 14900. — Aðsetur: Alþýðu- húsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. Samtök jafnaðarmanna ÞESSA DAGANA er háð í Hamborg þing alþjóðaþambands jafnaðarmanna, en það sækja fulltrúar 38 Alþýðuflokka, sem telja meira en tíu milljónir félagsmanna. Hafa samtök jafniaðar- manna aldrei verið alþjóðlegri en nú, þó að stefnu- mál Alþýðuflokkanna Varðandi ýmis atriði mið- ist að sjálfsögðu við staðhætti hlutaðeigandi landa og menningu og sögu þjóðanna. Jafnaðar- stefnan er hálýðræðisleg og leggur þess vegna ekki fjötur bókstafstrúar eða persónudýrkunar á einn eða neinn. Grundvöllur hennar er trúin á manninn. En hún vill lyfta einstaklingsframtak- inu í æðra veldi samhjálparinnar, svo að úr verði lífræn og starfshæf heild. Þessi sjónarmið eru sam- ræmd á þingum alþjóðasambands jafnaðar- manna auk þess sem forustumenn Alþýðuflokk- 'anna kynnast þar og bera saman ráð sín um skipulag og vinnubrögð. Þing alþjóðasambands jafnaðarmanna valda aldrei úlfaþyti á vettvangi heimsfrétt- anna. Samtökin, sem þar eru að verki, hafa löngu sannað, að þau leggja megináherzlu á frið og frelsi, félagslega samhjálp og framfarir. Þau vænir enginn um annarlegan tilgang eða hættulegar baráttuaðferðir. Reynslan hefur sem sé orðið sú, að jafnaðarmenn hafa stjórnað lönd- um og þjóðum til að sanna í verki stefnu sína og vinnuhrögð. Og ýmsir af leiðtogum þeirra, sem nú sitja ráðstefnuna í Hamhorg, hafa reynzt áhrifamiklir og farsælir foringjar á sviði alþjóðamála. Mannkynið þekkir þá af góðri raun. Jafnaðarstefnan hefur aldrei mátt sín meira í heiminum en á okk'ar dögum. Fordæmi Norður- landanna þykir til dæmis eftirsóknarvert víðs vegar. Þar er ekki um að ræða sigur stór- þjóða, sem skari fram úr vegna mannafla, tækni eða náttúruauðlinda. Orðstír þeirra er fólginn í þeirri heillavænlegu þróun, sem er jafnaðar- stefnunni að þakka. Fólkið, sem þau ríki byggir, hefur borið gæfu til að gera drauminn um sani- hjálpina, frelsið og framfarirnar að fögrum veru- leika. Þetta er styrkur jafnaðarstefnunnar, Og þess vegna fer hún friðsamlega sigurför um löndin. Dansleikitr í kvöld Haukur Morthens og Hljómsveit Árna Elfars. Sólveig Danielsen og Jackie Limie skemmta. Ath. Kvöldverðargestir fá ákeypis aðgang að dansleiknum. ----Ssmi 35936—--------------S U J____ 4 18. júlí 1959 — Alþýðublaðið G< HUGH GAITSKELL, for- maður brezka Verkamanna- flokksins og foringi stjórnar- andstöðunnar í Bretlandi, hefur látið hart mæta hörðu í viðskiptum flokksforystunn- ar og foringja stærstu verka- lýðssambandanna í landinu og ráðist opinberlega á Frank Cousins formann sambands flutningaverkamanna en hann fékk sambykkta á þingi þá tillögu sem gengur £ bág við yfirlýsta stefnu Verka- mannaflokksins í kjarnorku- og vetnismálum. Gaitskell hélt ræðu um helgina á flokksfundi í Wor- kington og aðvaraði þá flokks menn sína, sem andvígir eru vetnissprengjunni og kvað þá vera „nærsýna uppgjafa- hermenn og hættulega heims- friðnum“. Hann sagði að þeir yrðu að gera sér ljóst, að stefna þeirra, ef hún yrði of- an á, mundi leiða til þess að Bretar yrðu að segja sig úr NATO og taka upp hlutleys- isstefnu. Gaitskell gaf einnig merkilegar upplýsingar um skipulag Verkamannaflokks- ins. Hann sagði að enginn ráð- herra flokksins væri bundinn af ályktunum flokksfunda ef flokkurinn tæki við stjórn landsins. Gaitskell hefur hlotið mik- ið hrós fyrir hina skeleggu af- stöðu sína til aðgerða Cousins og þeirra manna annarra, sem reyna að binda hendur vænt- anlegrar stjórnar Verka- mannaflokksins fyrirfram. Þessar deilur flokksforust- unnar og verkalýðssamband- anna hafa mikla pólitíska þýð ingu. Ástæðan er sú, að sá helmingur brezku þjóðarinn- ar, sem kýs Verkamannaflokk inn trúði því, að hann væri Hugh Gaitskell. fHannes á h o r n i n u ★ ★ Eins Og í afríkÖnsknmætlaði að fara framhjá honum á hægri ferð, en þá kom leigu- bíll og ók framhjá mér á 50—60 km hraða, en ég gat hemlað í «m tíma og komizt hjá árekstri. smábæjum. Bifreiðarstjóri umferðarmálin. ★ Stórir fólksflutninga- bílar — og sendibílar verstir. PÁLL skrifar: „Þú hefur mörgu góffu til leiffar komiff meff pistlum þínum. Nýlega las ég pistil frá atvinnubílstjóra þar sem hann ræffir umferffarmálin í Reykjavík og átelur sérstak- lega hraffan akstur. Segir þessi bílstjóri réttilega, aff fólki liggi yfirleitt ekki svo mikiff á, aff ástæffa sé aff brjóta allar öku- reglur. ÞETTA ER ORÐ í tíma talað. Ég hef ekið bíl lengst af í 30 ár og því fylgzt vel með þróun þessara mála hér í bænum. — Ekki finnst mér hægt að saka neina sérstaka „stétt“ um rudda mennsku í akstri, en varla fer það framhjá neinum, að stræt- isvagnar og langferðabílar virð- ast oft líta svo á, að þeir einir eigi rétt á vegunum. Þá vil ég einnig fullyrða, að fjöldi ieigu- bílstjóra virðist líta svo á, að þeirra sé „mátturinn og dýrðin“. ÉG EK MIKIÐ eftir Hring- braut og Snorrabraut. Oftast brýt ég umferðarreglur með því að aka á 40 km í stað 35 km. En því nær ætíð skeður það, að leigubílstjórar aka fram fyrir mig á 60—70 km hraða og í dag var ég rétt á eftir strætisvagni, sem var í kyrrst/<5u á stæði. Ég ANNARS ER ERFITT að skella skuld af asnalegum akstri á sérstaka ,,stétt“ eða einstak- linga, en margir unglingar og nýgræðingar í akstri virðast líta á það eitt, að þeir hafi „réttinn" og þjösnast áfram hvernig sem á stendur. Er það og augljóst, að því fleiri sem öðlast ökuleyfi, því fleiri klaufar bætast í flokk ökumanna. ÞÁ ER FRAMFERÐI fót- göngumanna kapítuli út af fyrir sig. Útlendingur, sem var með I mér í bíl nýlega og var nýkom- inn frá Afríku, sagði að fót- göngufólk hér hagaði sér líkt og blámenn í smábæjum Afríku. Og í öll þau ár, sem ég hef ekið bíl hér í bænum, hef ég aldrei, í eitt einasta skipti, séð lögteglu- menn skipta sér af fótgöngu- fólki. MEÐAL ANNARRA ORÐA: Eftir því, sem ég bezt veit, eiga, ökumenn, sem aka fram fyrir annað ökutæki að „gefa merki“. En hvers konar merki? Er um nokkuð annað að gera en þeyta bílhornið? Þetta er þó rnjög sjaldan gert, jafnvel ekkf á þröngum vegum utanb\?ja. Ég hef ekið í bílum í mörgum lönd- um Evrópu og í Ameríku. Þar er það yfirleitt venja að bílflaut an er notuð, þegar ástæða þykir til, jáfnvsaLþó „hljóðlaus“ akstur sé fyrirskiugður. Hvað á að gera hér? Ég vona að þú, Hannes minn, haldir áfram að ræða um ferðarmálin af röggsemi og að því leyti ólíku rlhalds- flokknum, að flokksþing og verkalýðsfélög réðu mestu um stefnu hans. En nú hefur Gaitskell játað það, sem reyndar var vitað, að ef hann verður forsætisráðherra þá telur hann sig ekki bundinn af flokksályktunum. Hann sagði í Workington, að það væri rétt að stjórn Verka- mannaflokksins væri bundin ályktunum, aðstæður og þró- un mála væri síbreytileg og engin leið að ákveða löngu fyrirfram hvað gera skuli þar eð enginn vegur sé að sjá fyrir hvað gerast muni. Gaitskell sagði ennfremur, að þetta hefði lengst af verið viðtekin venja -í Verkamanna flokknum. Én það er stað- reynd, að ár eftir ár halda fulltrúar á flokksþingum að þeir séu að móta stefnu flokk- anna. Undanfarin ár hefur líka oftast verið hægt að láta líta svo út, þar eð meirihluti þingfulltrúa hefur verið sam- mála forustunni í öllum mik- ilsverðum málum. Ár eftir ár hafa bevanitar og aðrir „upp- reisnarmenn“ innan flokksins virzt vera að ná flokknum á sitt vald en þegar á átti að herða, átti forustan alltaf nægan stuðning meðal þing- fulltrúa til þess að koma sínu fram. En nú hefur Frank Cou- sin, formaður stærsta verka- lýðssambandsins, opinberlega sagt flokksforustunni stríð á hendur og búast má við, að Gaitskell og aðrir forustu- menn flokksins verði að taka á öllu sem þeir eiga, til að jafna þessar deilur. fullri einurð, eins og þín er venja.“ UM KARTÖFLUR skrifar Pétur mér eftirfarandi: „Ég las í blöðum nýlega að búið væri að festa kaup á nokkur hundruð tonnum af útlendum (fóður)- kartöflum fyrir okurverð, og var talið mikið happ. O-jæja. Fyrir fáum árum voru framleidd ar hér í landi um það bil 1 tunna af kartöflum á hvern landsmann. Þessu gátum við þó ekki torgað, svo nokkur þúsund tunnum var fleygt, — ekki einu sinni hægt að láta kýr éta þær. MÉR ER SAGT að framleið- endur hér á landi fái kr. 3,60 fyrir 1 kg af kartöflum. Nýlega keypti ég nokkur kg af góðum íslenzkum kartöflum á kr. 1,20 kg. Ríkissjóður borgar verð- muninn. Er nú nokkurt vit í þessu? Þegar kartöflur eru seld- ar fyrir svona lágt verð, er hætt við að allir hætti að rækta þær. Að vísu er mikið ra=ktað af kart öflum í hjáverkum. Og vissu- lega gæti kaupstaðafólk ræktað í hjáverkum sínum ekki einasta nægilegt handa sér, heldur lík- lega nægilegt handa öllum lands mönnum. En „niðurgreiðslurn- ar“ vinna á móti þessu, því fólk leggur ekki á sig að rækta sjálft kortöflur, þegar hægt er að kaupa þær fyrir kr. 1,20 kg. — En menn ættu að athuga, að hver framleiðandi á þess kost að selja alla sína framleiðslu á kr. 3,60 og kaupa aftur fyrir kr. 1,20 kg. Þetta er nú svyna einfalt. EN HVERNIG væri að banna með öllu innflutning á útlend- um kartöflum? Þetta er því nær eina ætijurtin, sem við getum ræktað í öllum árum í nægilega stórum stíl til að fullnægja þörf um landsmanna, og mætti reynd ar auka kartöfluneyzluna að mun og spara með því kaup á erlendum kornmat, sem oft og tíðum er allt annað en góð vara. En íslenzkar kartöflur eru betri en nokkrar aðrar kartöflur, sem hér hafa verið á boðstól- um.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.