Alþýðublaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.08.1959, Blaðsíða 9
( ÍÞróftir 3 STUTTU fyrir Islandsmeist- j aramótið fór fram keppni milii drengja í ÍR og FH. Varð hún m'jög spennandi og jöfn, eins og úrslitin hera með sér, en keppnin endaði með tveggja stiga mun fyrir ÍR. Keppt var í tíu greinum og voru þær valdar þannig, að sem jöfnust keppni yrði. ÍR-ingar áttu fyrsta mann j í G greinum, en FH í 4. Nú verð ur skýrt frá árangri í einstök- um greinum í þeirri röð, sem þær fóru fram, og er sýnd stað an í stigakeppninni eftir hverja grein. 100 m. hlaup: Kristján Stefánsson, FH, 11,9 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 11,9 Steindór Guðjónsson, ÍR, 11,9 Egill Friðleifsson, FH, 12,1 ÍR 5 stig — FH 6 stig. Eins og tölurnar bera með sér var keppnin afar hörð um fyrsta sætið, eni Kristán Stef- ánsson sigraði fyrst og fremst vegna mjög góðs starts. Jón Ólafsson, ÍR. SÍÐASTLIÐINN laugardag bætti Þórður B. Sigurðsson, KR, íslandsmiet sitt í sleggju- kasti og kastaði nú 53,20 m., sem er rúmum metri lengra en eldra met hans. Þessum árangri náði hann á innanfélagsmóti, — sem haldið var á Melavellinum, Helstu úrslit urðu þessi. Síeggjukast: Þórður B. Sigurðss., KR, 53,20 Friðrik Guðmundss., KR, 49,48 Birgir Guðjónsson, ÍR, 39,23 Einnig var keppt í kringlu- kasti og varð árangur fremur góður. Kringlukast: Hallgrímur Jónsson, Á, 49,33 Friðrik Guðmundss., KR, 48,87 Þorsteinn Löve, ÍR, 48,27 Kúluvarp: Jón Ólafsson, ÍR, Kristján Stefánsson, FH, Karl Vídalín, FH, Kristján Eyjólfsson, ÍR, ÍR 11 stig — FH 11 stig. Þrístökk: Kristján Eyjólfsson, ÍR, 13,08 , Kristján Stefánsson, FH, 12,52 ; Helgi Hólm, ÍR, 12,32 Egill Friðleifsson, FH, 12,08 j ÍR 18 stig — F'H 15 stig. Spjótkast: Kristján Stefánsson, FH, 48,22 Sigm. Hermundrsson. ÍR, 44,88 Örn Hallsteinsson, FH, 42,34 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 40,40 ÍR 22 stig. — FH 22 stig. í spjótkastinu var keppt með karlaspjóti, og skilyrði til keppni mjög slæm, og miðað við það er árangur Kristjáns athyglisverður. I þessum fjór- um greinum, sem nú hefur ver- ið skýrt frá, var keppt í Hafn- arfirði, en keppni seinni dags- ins fór fram á Melavellinum í Reykjavík. Stangiarstökk: Páll Eiríksson, FH, 3,15 Gunnar Karlsson, FH, 3,15 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 2,85 ÍR 24 stig. — FH 30 stig. Sigur Hafnfirðinganna í stangarstökkinu var mjög verðskuldaður, og var það eini tvöfaldi sigur þeirra í keppn- inni. Steindór Guðjónsson, ÍR, var óheppinn og felldi byrjun- arhæðina. 200 grindahlaup: Steindór Guðjónsson, ÍR, 28,5 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 29,4 Örn Hallsteinsson, FH, 30,4 Páll Eiríksson, FH, 31,8 ÍR 32 stig. — FH 33 stig. Hér fengu ÍR-ÍAgar sinn eina tvöfalda sigur, og er tími Stein dórs góður. Kringlukast: Kristián Stefánsson, FH, 40.18 Jón Ólafsson, ÍR, 38.38 Helgi Hólm, ÍR. 31.61 Páll Eiríksson, FH, 31.38 ÍR 37 stig — FH 39 stig. Langstökk: Kristján Eyjólfsson, ÍR, 6-08 Egill Friðleifsson, FH. 5.81 Kristján Stefánsson, FH, 5.77 Steindór Guðjónsson, ÍR, 5.69 ÍR 43 stig FH 44 stig. 4X100 m boðhlaup: 1. Sveit ÍR 48.5. 2. Sveit FH 48.8. ÍR 48 stig — FH 47 stig. Eftir boðhlaupið var staðan þannig, að ÍR drengirnir höfðu einu stigi meira. Þá var aðeins eftir 1500 metra hlaupið og var augljóst, að það félag, sem fengi fyrsta mann í því hlaupi, myndi ganga með sigur af hólmi í Helgi Hólm, ÍR, sigraði í 1500 m. Annar varð Steinar Erlends- son, FH. keppninni. Var því mikill spenn ingur um það hlaup. Vitað var fyrirfram, að keppnin yrði afar hörð milli Helga Hólm ÍR og Steinars Erlendssonar FH. því að báðir hafa getið sér gott or(ð á hlaupaibrautinni. Úrslit hlaupsins urðu þau, að Helgi Hólm sigraði eftir góðan enda- sprett og eftir að hafa leitt mest allt hlaupið með Steinar alltaf á hælum sér. 1500 m hlaup: Helgi Hólm, ÍR, 4:34.7 Steinar Erlendsson, FH, 4:35.2 Páll Eiríksson, FH. 5:01.3 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 5.08.9 ÍR 54 stig — FH 52 stig. Steindór Guðjónsson, ÍR. Landsleikurínn LANDSLEIKURINN milli ís lands og Danmierkur fetr fram í kvöld í Idrætsparken í Kaup- mannahöfn. Alþýðublaðið mun skýra ýt- arlega frá leiknum á mprgun. Þá má geta þess, að Sigurður Sigurðsson, íþróttafiréttamaður Ríkisútvarpsins, segir frá leikn um í útvarpinu í kvöld kl. 21.10 eða 10 mín. yfir níu. FYRIR nokkru síðan kom flokkur glímumanna og þjóð- dansara frá Glímufélaginu Ár- manni heim úr ferð sinni til Bretagne-skaga í Frakklandi, en þangað var þeimi boðið á ár- lega þjóðhátíð Kelta þar í landi. Var ferðin í alla staði hin á- nægjulegasta og móttökur mjög ■alúðlegar. Eins og frá hefur verið skýrt í dagblöðunum, er upphaf þess- arar ferðar það, að fyrir 2 árum síðan kom hér franskur forn- leifafræðingur og blaöateiknari af nafni R. U. Creston. Hann eb mikill áhugamaður um fang brögð ýmiskonar, og kom hér m. a. til þess að hafa kynni af íslenzku glímunni, sem harfn telur líkj ast að ýmsu leyti kelt- neskum fangabrögðum, er iðk- uð eru tölúvert á Bretagne- skaga. ’Herra Creston kom því til leiðar að flokki glímumanna og þjóðdansara var boðið á þjóð hátíð Kelta, sem haldin var í bænum Quimper á Bretagne- skaga dagana 23.—26. júlí s. 1. Slíkar hátíðir hafa verið haldn- ar um all-mörg ár, og leggur i fólk af Keltneskum, uppruna sig mjög fram um að fjölmenna og j þá sem allra flest í þjóðbúning- j um síns héraðs. Quimper er ekki stór foorg, aðeins með um j 40.000 íbúa. En talið er, að á ! þessum hátíðisdögum komi | þangað um 200.000 gestir úr hinum ýmsu héröðum Bretagne skagans, sem hvert hefur sinn sérstaka þjóðbúning og sér- stöku þjóðdansa. Markmið há- tíðahalda þessara er að við- halda fornum keltneskum venj um, búningum, fangbrögðum, dönsum, söngvum, hljóðfæra- slætti og fleiru. Var mjög skemmtilegt að sjá hina ólík- ustu Þjóðbúninga, marga mjög skrautlega, og þjóðdansa af ýmsu tagi, sem sýnVir voru frá hverju héraði. Einnig sýndu sameiginlegir flokkar skagans, um 1000 manns, og um 1200 manna hljómsveif lék undir og gekk um götur borgarinnar, að sjálfsögðu í þjóðbúningum, og léku á sekkjapípur sínar. Útlendir gestir á hátíðinni voru að þessu sinni þjóðdansa- flokkar fr:á Spáni (nánar tiltek- ið Baskar frá San Sebastian), Póllandi, Belgíu og Rúmeníu auk íslenzka flokksiras. Þessir flokkar voru fjölmennir og sýndu mjög vel samæfða þjóð- dansa hver frá sínu landi. íslenzki flokkurinn hafði 2 sýningar á hiinu feiknamikla úti leiksviði, sem reist hafði verið á auðu torgi í miðri borginni. Þar komust fyrir milli 20 og 30 þúsund manns í'sæti, og var hvert rúm skipað. Enn fremur gengu allir flokkarnir í skrúð- göngu um götur borgarinnar, sem voru troðfuli/ir af fólki og fagnaðarlæti mikil. Þá var einn ig sýnt fyrir sjúklinga á þrem sjúknahúsum í borginni, en þarna virðist vera miðstöð læknavísindamna á Skaganum, eftir stærð sjúkrahúsanna og fjölda sjúklinga að dæma. Flokkurinn sýnir íslenzka þjóð dansa og 7 glímumenn sýndu glímu. Enn fremur voru sungin nokkur íslenzk þjóðlög. Var mjög góður rómur gerður að sýningum Þessum, eins og eft- irfarandi blaðaummæli bera með sér; OUEST-FRANCE 25/7. „Hinir íslenzku vinir okkar* komu á- horfendum Cornouaille-hátíða- haldanna skemmtilega á óvart með hinum ágætu sýningum sínum í gær. Með íslenzka fán- ann í fararbroddi gekk hópur- inn fram á sýningarpallinm og hóf síðan skemmtan sína með fögrum íslenzkum söngvum, sem túlkuðu vel hújn norræna anda. Söngvarnir voru ýmist angurværir, þýðir og þó kraft- miklir, — eða léttir og fjörugir með skemmtilegri hrynjandi. 1 heild var kórinn afbragðs góð- ur. Því næst sýndu íslending- arnir fagra þjóðlega dansa og sungu undir, eins og algengt er meðal Skandinava. Að lokum gegnu biáklæddir, gjörfulegir glímumenn fíam á sviðið og sýndu okkur „GLÍMU“, hin ís- lenzku fangbrögð, sem að ýmsu ! leyti minnir á okkar bretonsku fangbrögð (Toal bez Troad). Sýning þessara íslenzku vina okkar tókst í alla staði framúr- skarandi vel.“ Á öðrum stað i sama blaði stendur: íslenzku glímumennirnir sýndu ekki að eins mjög falleg brögð, heldur stigu þeir einnig tígulega eins konar dansskref, sem voru und- anfari hverrar atlögu. Einum á- horfendanna, sterkum Bretona, sem vanur er bretonskpm fang- brögðum, varð þá að orði: „Skemmtileg íþrótt þetta, en vei'st að maður verður að læra að dansa vals áður en maður getur farið að glíma.“ OUEST-FRANCE 28/7 (skrif að eftir seinni sýninguna): Þá var röðin komin að íslending- unum og unnu þeir strax hylli áhorfenda með frjálsmannlegii framkomu sinni, æskutöfrum og fögrum þjóðbúningum stúlknanna. Þetta er í fyrsta sinni, sem íslenzkur flokkur heimsækir Frakkland1 með (Framhald á 10. síðu.) í kúluvarpi JARMO Kuinnias, finnskur kúluvarpari kastaði fyrstur allra Norðurlandabúa lengra en 17 metra, er hann 26. júlí í Tampera varpaði kúlunni 17,06 metra. Hið viðurkennda Norður landamet í kúluvarpi átti hann einnig, 16,96 m., en sænski kúlu varparinn Roland Nilson vaxp- aði fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum 17,00 m., en það var aldrei viðurkennt sem sænskt eða Norðurlandamet, þar sem hann keppti fyrir bandarískan háskóla, en ekki sænskt íþróttafélag. Annar í þessari keppni varð Alpo Nisula* er varpaði 16,69, sem er per- sónulegt met hans. Alþýðublaðið — 18. ágúst 1959 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.