Alþýðublaðið - 22.08.1959, Qupperneq 2
VEÐRIÐ: N-NA gola — létt-
skýjaS.
☆
USTASAFN Einars Jónsson
ar, að Hnitbjörgum, er opið
daglega kl. 1.30—3.30.
☆
MINJASAFN bæjarins. Safn
deildin Skúlatúni 2 er opin
daglega kl. 2—4. Árbæjar-
safn opið daglega frá kl. 2
—6. Báðar safndeildir eru
lokaðar á mánudögum.
★
TJTVARPIÐ í DAG: — 13.00
Óskalög sjúklinga. 14.15
Laugardagslögin. 19.30 Tón
leikar: Lög frá Týrol. 20.00
Fréttir. 20.30 Erindi: 150
ára afmæli Hundadaga-
stjórnar. (Vilhjálmur Þ.
iGíslason, útvarpsstj.) .20.55
Tvær frægar söngkonur: —
Claudia Muzio og Conchita
Supervia. — Guðmundur
Jónsson kynnir. 21.30 Leik-
rít: „Næturævintýr'1 eftir
. Sean O’Casey í þýðingu
. Hjartar Halldórssonar, —
menntaskólakennara. Leik-
stjóri: Lárus Pálsson. 22.00
. Fréttir. 22.10 Danslög. —
24.00 Dagskrárlok.
★
Messor
Dómkirkjan: Messa kl. 11
árd. Séra Jón Auðuns.
Hallgrímskirkja: Messa kl.
11 f. h. Séra Sigurjón Þ.
Árnason.
Laugarneskirkja: Messa kl.
11 f. h. Sf:ra Garðar Svavars-
son.
Kirkja Óháða safnaðarins:
Messa kl. 11 árdegis. Safnað-
arprestur.
Kaþólska kirkjan: Lág-
messa kl. 8.30 árdegis. Há-
messa og prédikun kl. 10 ár-
degis.
Hafnarfjarðarkirkja: Messa
M. 10 árdegis. — Bessastaðir:
Messa kl. 2. Séra Garðar Þor
eteinsson.
Elliheimilið: Guðsþjónusta
M. 10. tleimilispresturinn.
Macmillan
Framhald af 10. síðu.
eru ánægðir með starf Macmill
ans sem forsætisráðherra, að-
eins 23 voru óánægðir með
hann. Hin batnandi fjárhagur
Breta á líka sinn þátt í að efla
íhaldsstjórnina.
News Chronicle skrifar í for-
ustugrein í gær, að næstu kosn
ingar verði sennilega áfall fyr-
ir Verkamannaflokkinn, for-
xistumenn hans hafa um of ver-
lð neikvæðir í pólitík sinni,
treyst meir á mistök íhalds-
manna en mótun framtíðar-
stefnu sinnar.
Alþýðublaðinu barst í gær
eftirfarandi frá póst- og síma-
málstjórninni:
Herra ritstjóri.
í blaði yðar í gær er vikið að
Landssím,a íslands í sambandi
við myndasendingar milli ís-
lands og annarra landa.
Eins og yður mun kunnugt
var opnuð myndskeytaþjónusta
við útlönd fyrsí í sambandi við
komu Svíakonungs til íslands
og mjÖg skömmu síð'ar við Eng-
land. Um leið og blöðum í
Eeykjavík var gaj;i þetta kunn
I ugt á blaðaman'nafundi hjá
I þóst- og símamálstjóra, var
greint frá því, að þá litlu síðar
v-æru væntanleg fullkomin
tæki, sem bæði gætu sent og
tekið á móti símsendum mynd-
um. Frá því að myndaþjónust-
an var hafin, hafa fyrirspurnir
borizt frá fleiri en einu Reykja
víkurfclaðanna um möguleika á
að fá myndir sendar erlendis
frá. Kostnaður viS myndsend-
ingar er nálægt fjórfalt símtala
gjald (3 mín.) við hlutaðeigandi
land. Má ætla að þeir, sem
spurt hafa, hafi horfið frá því
að fá mynd senda, m. a. kostn-
aðarins vegna og svo hins, að
skilyrði til myndsendinga eru
oft á tíðum þess eðíis, að erfitt
er að ná góðri mynd. Landssím
inn keypti myndsendingatækið
fyrst og fremst vegna þess, að
myndsendingar eru einn þáttur
í almennri símaþjónustu landa
yfirleitt, svo og vegna Þess, að
öðru hvoru hefur verið spurzt
fyrir um þá þjónustu, og talið
ótækt annað en að Landssím-
inn gæfi viðskiptavinum sínum
kost á henni.
Það er ekki á valdi starfs-
manna Landssímans að ákveða
hvort viðskiptavinur notfærir
sér símaþjónustu eða ekki, en
hitt er á valdi starfsmanna, að
greiða fyrir þröfum viðskipta-
vina, þegar þess er óskað.
Þess skal getið, að Landssími
íslands sér ekki um útvegun
hvorki á myndum frá útlöndum
né myndum til erlendra aðila.
Landssíminn sér aðeins um að
senda myndir ojJ taka á móti
þeim eins og venjulegu sím-
skeyti.Landssíminn hefur ekki
talið ákjósanlegt að auglýsa
myndaþjónustuna umfram.það,
sem tilkynnt var um hana í
fyrstu m. a. vegna þess, að með
an talsambandið við útlönd fer
um radíóstöðvar, eru skilyrði
til myndsendinga óábyggileg,
og Því tæpast rétt að gera meira
úr þjónustunni en efni standa
til.
Á það atriði 'skal minnzt, sem
virðist hafa valdið öðru fremur
misskilningi í þessu máli. Allir
starfsmenn Landssímans, sem
fást við símaviðkiptin, eru
bundnir þagnarheiti. Það hefði
verið alvarlegt brot á því heiti
Byggingaféiag alþýSu, Heykjavík
2ja herbergja íbúð til sö!lu í 1. byggingaflokki. Um-
sóknum sé skilað í skrifstófu félagsins Bræðraborgar-
stíg 47 fyrir kl. 12 á hádegi laugard. 5. sept.
Stjórnin.
að skýra einhverjum frá því,
að viðskiptavinur Landssímans
ætti von á, eða Jiefði fengið
mynd senda frá einhverjum að-
ila erlendis.
Að lokum er því hér með mót
mælt, að Landssíminn hafi sýnt
lilutdrægni í þessu máli, og gef
ið einum fremur en öðrum kost
á ;að notfæra sér urmrædda þjon
ustu. Komi erlendis frá mynd-
skeyti, mun Ivandssíminn reyna
að taka á móti því og .koma því
á ákvörðunar’stað og greina
ekki óviðkomandi aðila frá því.
Landssíminn er að sjálfsögðu
nú sem endranær reiðubúinn að
gegna hlutverki sínu, þ. e. að
annast hvers kyns símaþjón-
ustu fyrir almenning, og gæta
| þagmælsku um viðskiptln.
Virðingarfyllst..
Skrifstofustjóii Landssímans.
svarer
í hinni loðnu afsökunargrein
| Póst- og símamálstjórnarinnar
koma þessar staðreyndir m. a.
fram:
1) Skömmu eftir komu Svía-
konungs í júnímáunði 1957
var gert kunnugt á blaða-
mannafundi hjá póst- og
símamálastjói'a, að „litlu síð
ar væru væntanleg fullkomin
tæki“, er gætu tekið á móti
símsendum myndum.
2) í afsökunargreininni er forð
azt að segj;a, hvenær þessi
tæki raunverulega komu.
Morgunblaðið hefur hins veg
ar skýrt frá, að það hafi ver-
(Frá Menntamálaráði Islands.)
ið „í vor“, rúmlega tveim ár-
um eftir blaðafund póst- og
símamálastj óra.
3) Þannig telur póst- og síma-
málastjórnin blaða'manna-
fund fyrir tveim árum nægi-
lega tilkynningu til hugsan-
legra viðskiptavina um þjón-
. ustu, sem byrjað var á' nú
fyrir nokkrum dögum. Þetta
er svo léleg yfirhilmun, að
varla er orðum að eyðandi.
Skyldi ekki hafa verið hald-
inn blaðafundur eða send út
auglýsing af minna tilefni en
tilkynna, að hin nýju mót-
tökutæki væru tilbúin til
notkunar? Vill ekki síma-
stjói'nin tilkynna þjóðinni í
dag, hvaða Þjónustu hún
muni bóða eftir tvö ár, svo
menn geti skrifað hjá sér?
Eftir þetta afsökunarbréf frá
póst- og símamálastjórninni er
það augljósara en nokkru sinni,
að hún hefur gei't óafsakanles-
:ar skyssur í rpeðferð þessa
máls.
Alþýðublaðið ásakar Morg-
unblaðið ekki í þessu máli, þótt
það sé óþarfi af- því volduga
blaði að skrifa eftir á eins og
póst- og símamálastjórnin sé
deild af blaðinu sjálfu.
Úr því að póst- og símamála-
stórnin var allt í einu orðin svo
hlédræg .að vilja ekki segja frá
því, er byltingakennd ný tækni
er tekin í notkun hér á landi,
þá er þessari spurningu einni
ósvarað: Var það tilviljun ein,
að Morgunblaðið vissi um þetta
eitt alli'a blaða og gat haft næg
an undirbuning að notkun tækj
anna á mikilvægu augnabliki?
Hver trúir því?
lUaðJafri
EINS OG skýrt hefur verifS
frá hcr í blaðinu verður 2. mót
íslenzkra ungtemplara að Jaðri
um þessa helgi. Mótið hefst í
dag. Tjaidað verður síðari hluta
dags og verður mótið sett kl. 5«
í kvöld verður almenn skemmt
un í hinuin vistlega samkomu-
sal að Jaðri. i
Fyrri hluta sunnudags verð-
ur frjáls tími til gönguferðá
um Heiðmörk, en kl. 2 e.h. hefst
frjálsíþróttakeppni og munu
m.a. taka þátt í henni nokkrir
meistarar frá Drengjameistara-
mótinu. sem háð var í Reykja-
vík fyrir skömmu. Guðsþjón-
usta verður kl. 3, en að henni
lokinni hefst dagskrá með
skemmtiatriðum, m.a. munu
Noregsfarar ÍUT segja ferða-
sögu og taka lagið. Hljómsveit
mun leika létt lög milli atriða.
Þá verður handknattleiks-
keppni. Lið úr Stúkunni Sóley,
sem nýkomið er frá Færeyjum,
mun keppa við meistaraflokk
Ármanns. Þá mun verða knatt-
spyrnukeppni og fieira.
Á sunnudagskvöld verður
kvöldvaka og dans. 5 manna
hljómsveit ungra manna mun
leika fyrir dansi og Þór Nielsen,
ungur og afarefnilegur söngv-<
ari. syngja öll nýjustu lögin.
Það skal tekið fram, að þátf-
taka í mótinu er öllum heimil.
Ferðir munu verða að Jaðri frá
Góðtemplarahúsinu báða móts-
dagana, kl. 2, 3 og 8 og sömu-
leiðis verða ferðir frá Jaðri á
laugardagskvöld eftir að lýkur
skemmtuninni og sama máli
gegnir á'sunnudag.
f’ramhaíd af 12.sí@tJ.
„High Scool Diploma“, sem
veitir fullan .rétt til náms við
bandaríska háskóla. Fékk hann
leyfi Menntaskólans í Reykja-
vík til að fresta prófum milli
fimmta og sjötta bekkjar til
haustsins 1958, las námsefni
fimmta bekkjar þá um sumarið
og gekk síðan undir stúdents-
próf með jafnöldrum sínum nú
í vor.
Sigfús Jóhann Johnsen, stúd
ent úr Menntaskólunum. á Ak-
ureyri, til náms í eðlisfræði við
háskólann í Kaupmannahöfn.
Sigfús hlaut einkunnina 8,82 úi'
stærðfræðideild. Prófseinkunn
ir hans í stærðfræðilegum.
greinum voru frábærar: stærð-
fræði munnleg 10, stærðfræði
skrifleg 10, eðlisfræði og efna-
fræði munnleg 10, eðlisfræði og
efnafræði verkleg 9,6, stjörnu-
fræði 10.
Halldór Ingimar Elíasson,
stúdent úr Menntaskólanum á
Akureyri, til náms í eðlisfræði
og stærðfræði við háskólann í
Göttingen í Þýzkalandi. Hann
hlaut einkunnina 8J7 úr tstærð
fræðideild. — Prófseinkunnir
hans í stærðfræðilegum grein-
um voru afburða góðar. Hlaut
hann einkunnina 10 í fjórum og
9,6 í hinni fimmtu.
í ritgerðasamkeppni um
kjarnorkufræði, sem Kjarn-
fræðinefnd íslands efndi til síð
astliðnnn vetur meðal íslenzkra
menntaskólanema, varð Hal-
dór hlutskarpastur, hlaut
fyrstu verðlaun.
TALSVERT er af krækiberj-^
um í sumar, en bláber sjást
varla. Eftir þeim upplýsingum,
sem blaðið hefur getað aflað
sér víðs vegar af landinu, er
þetta allt á sömu bókina lært
alls staðar.
Frá Dalvík berast fcó þær
fréttir, að í Svarfaðardal sé all-
mikið um aðalbláber eins og
jafnan að undanförnu.
í Heiðmörk finnst lítið af
bláberjum, en fcar hefur alla-
jafna verið gott berjaland. —
Krækiberin eru aftur á móti
orðin nokkuð stór og safarík.
Fyrir ofan Seyðisfjörð er oft
nokkuð af berjum. í sumar ber
lítið á bláberjum, en krækiber-
in eru orðin fullþroskuð. Hefur
þó vöxtur þeirra oft verið meiri
en nú.
Þórður Þorsteinsson á Sæþóli
gerir venjulega út leiðangur á
haustin til þess að tína ber, og
hann selur allajafna mikið af
berjum.
Þórður hefur farið í smáferð-
ir út úr bænum til þess að at-
huga berjavöxt í ár. Sagði hann,
þegar blaðið átti tal við hann,
að krækiber væru smá enn, og
bláber sjaldséð, þangað sem
hann hafi farið, en um helgina
mun hann fara alla leið vestur
í Djúp og Dali til þess að at-
huga betur með berjasprettu.
Oft hafa verið ber í nánd við
Vífilsstaði, en í ár er þar sama
og ekkert að finna.
NÝLEGA var fyrirtæki eitt
hér í bæ sektað um 1000 krón-
ur fyrir sölu á amerísku tyggi-
gúmi. Það er allalgengt, a@
amerískt tyggigúm fáist hér í
verzlunum, en innflutningur
þess hefur verið bannaður um
margra ára skeið.
Þær fréttir fengust hjá lög-
reglunni í gær, að það væri al-
títt, að krakkar keyptu ame-
rískt tyggigúm í verzlunum,
en hlypu síðan beint til lögregl-
unnar og kærðu fyrir smygl-
verzlun.
í
ÓKURTEISI Á INNFLUTN- !
INGSSKRIFSTOFUNNI.
Blaðið hringdi á Innflutningg
skrifstofuna kl. 5 í gær og innti
eftir því, hvenær síðasf hefði
verið leyfður innflutningur á
varningi þessum til íslenzkra
verzlana. Fengust þar heldux?
ógreið svör, var því svarað til,
að það vissi viðkomandi ekk-
ert um, hann hefði engan tíma1
til þess að athuga það, auk þess
væri búið að loka, og takk fyr-
ir samtalið!!! j
2 22. ágúst 1959 — Alþýðublaðið