Alþýðublaðið - 22.08.1959, Side 11
iiiiiiiiiiitimiiiimiimiiummtiiiiiHniiiiiumtiiimii
2. dagur
iiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiii
SÁ kafli frarrilhaldssögunn-
ar, sem birtur var í Alþý3u-
blaðinu í gær, átti ekki að
koma fyrr en seinna. Sagan í
dag er því framhald taf því
sem birt var í fynradag. Les-
endur eru beðnir velvirðing-
ar á mistökunum.
■iiiuiiiiiiiiiiiimimmimiimiiiiimmmiiimmiiii,,,
Hún vildi ekki tala um
þetta við hann. Það var langt
síðan hún uppgötvaði, að með
því vannst fekkert á. Hún elsk-
aði föður sinn og vissi, að
hann var góðmennskan holdi
klædd. En hann var mjög á-
kveðinn í skoðunum sínum og
hún vissi, að bezt var að láta,
sem hún væri honum sam-
mála. En hún minntist aftur
orða forstjórans og hvort það
hefði verið ákvörðun hans að
aðvara hana.
Prófessorinn hafði skipt um
umtalsefni og talaði nú ákaft
um glasasafnið, sem hann ætl--
aði að líta á. Tómstundavinna
föður hennar, fornglasasöfn-
un, var ekki nein ný bóla fyr-
ir Lindu. Við og við hugsaði
hún biturt um það. hvað þau
hefðu haft það gott fjárhags-
lega, ef það hefði ekki verið
þessi tómstundaiðja. Hún
hafði hugsað um föður sinn
meðan hann lifði.
Það var ekki larigt til Pferd-
hofstrasse. Þau fóru frá aðal-
götunni inn á litla. hliðargötu
og þaðan yfir í gamla götu,
þar sem lágar steinbyggingar
höfðu losnað við eyðileggingu
stríðsins fyrir eitthvert krafta
verk.
Það var svalt og skuggalegt
á litlu flísalögðu götunni og'
herra Lehmann stóð við dyrn-
ar og bauð þau hjartanlega
velkomin til litlu búðarinnar
sinnar. Það var greinilegt, að
hann gladdist yfir að sli pró-
fessorinn, því að lítil augu
hans leiftruðu bak við þykk
glerin í gleraugum hans. Og
Linda braut heilann um, hve
oft faðir hennar hefði komið
hingað og hve mikið hann
hefði sent heim til Englands
án hennar vitrieskju.
„Hver fjái'inn," hugsaði hún
og reyndi að brosa. „Ég er
viss. um, að hann er búinn að
eyða peningunum, sem ég átti
að fá fyrir kápu og dragt!“
„Ó, Herr Professor, þér er-
uð velkominn — mjög vel-
kominn!“ Herra Lehmann
nuddaði saman feitum hönd-
um tíma, en ekki of snemma.
Ég hef þegar fengið mörg til-
boð í nýja safnið af fornum
glösum, sem mér tókst að næla
í á uppboðinu hjá Herr Wit-
ner. Það eru nokkur góð ein-
tök af Waterford glösum —
en ég þarf víst ekki að mæla
með þeim við yður, Herr Pro-
fessor! Þér vitið áreiðanlega
meira um Waterford glös en
ég!“ Hann néri höndunum
saman og hneigði sig um leið.
Prófessorinn brosti kulda-
lega og viðurkenndi, en Linda
sá. hve glaður hann varð. Hún
óskaði þess eins og svo óft
áður, að faðir hennar væri
ekki svona móttækilegur fyrir
smjaðri. Það var undarlegt,
að hann skyldi hafa þennan
veikleika, hann, sem var einn
þekktasti kjarneðlisfræðing-
ur, sem uppi var. Hún líktist
móður sinni, hún hvorki
treysti né kunni vel við fólk,
sem smiaðraði svona áberandi
og augljóst.
Prófessorinn gekk hratt
gegnum illa lýsta verzlunina,
unz hann kom að skáp með
silfrí og gimsteinum og það-
an að skáp, þar sem var út-
stilltur fagur gamall krystall
með svart flauel að þakgrunni.
Prófessorinn stóð og horfði á
það, svo andvarpaði hann eins
og barn, sem fær þá gjöf, sem
það héfði helzt óskað sér.
Hnn greip lítið glas og velti
því fyrir sér með mestu nær-
gætni. „Ævintýralegt,“ kall-
aði hann. „Sérlega gott gam-
alt Waterford glas! Þetta
freistar mín mikið, Ég hef
aldrei séð betri grip,“
Linda hallaði sér nær til að
sjá gripinn, sem faðir hennar
hélt á, en hún sá ekki skýrt,
því tárin komu fram í augun
á henni. Hún hugsaði um allt,
sem þau vantaði heima í
Camwellýum kostnaðinn við
læknishjálpina, já, jafnvel
uppskurðinn, sem faðir henn-
ar yrði að gangast undir í
Berlín. Hún beit fast á vör
og barðist við tárin. Kannske
var bað vegna táranna, sem
hún sá ekki háan skugga falla
á skápinn framundan þeim.
Hún vissi ekki að neinn stæði
við hlið þeirra fyrr en mað-
urinn talaði.
„Sælir prófessor ...“ Rödd-
in var djúp og viðfelldin og
enskan fullkomin. Það eina,
sem var útlendingslegt við
þennan mann, var hvernig
hann hneigði sig fyrir Lindu.
Prófessorinn var greinilega
hrifinn yfir að sjá hann.
„Kæri herra Sell, en hvað
er gaman að hitta yður aftur.
Má ég kynna dóttur mína,
Lindu? Þér hafið víst heyrt
mig minnast á hana?“
„Auðvitað“, sagði ókunni
maðurinn elskulega. „Það gleð
ur mig að kynnast yður, ung-
frú Redfern“.
Linda horfði vandlega á
hann núna og hann var þess
virði að ung stúlka veitti hon-
um eftirtekt. Hárið var
dökkt, brún augun leiftrandi
og hár líkaminn grannur og
kraftalegur. Og það var eitt-
hvað strákslegt en þó jafn-
framt reynt við hann. Hana
langaði til að vita hvers vegna
faðirinn hefði ekki minnst á
hann og hvar hann hefðj hitt
hann.
„Ég var einmitt að líta á
safnið“, sagði prófessorinn á-
kafur. „En það safn af göml-
um Waterford-glösum! Ég var
sannarlega heppinn að ná í
þau“.
Merkilegt bros lék um var-
ir herra Sells, þegar hann tók
eitt glasanna upp. Svo hristi
hann hægt höfuðið og brosti
til Lindu. Henni fannst að þau
væru samsærismenn, sem
vildu hindra föðurinn í
heimskustriki.
„Mér finnst það leitt, pró-
fessor“, sagði hann loks lágt
og leit yfir öxlina á sér til að
gá að því hvort Herr Leh-
mann lieyrði til hans. „En
eins og einn safnari við ann-
an leyfist mér víst aS segja,
að Waterford glös eru sér-
grein mín. Þessi eru ekki
ekta. Margir reyndir safnar-
ar hafa látið blekkjast, ég ef-
ast ekki um að Herr Lehmann
sé í góðri trú“. Hann hló lítið
eitt, svo bætti hann við: „í
, guðanna bænum segið ekki að
ég hafi aðvarað yður!!“
Eldri maðurinn hristi höf-
uðið hægt og kvartandi. „Ég
er steinhissa. Ég verð að við-
urkenna að ég lét blekkjast,
en ég hef heldur aldrei séð
svona góðar eftirlíkingar“.
Herra Sell hló. Það var
glaðlegur, frískandi hlátur.
„En hve oft hef ég ekki látið
gabbast, prófessor? Við safn-
arar höldum að við vitum allt
— en það gerum við ekki“.
Hann lækkaði röddina og
bætti við: „Ég hefði keypt
þessi, ef vinur minn hefði
ekki aðvarað mig“. Hann stóð
upp. „Afsakið, að ég verð að
fara, en ég þarf að hitta mann.
Ég kom aðeins hingað til að
sækja pakka. Ég hlakka mik-
ið til að sjá yður heima hjá
mér á morgun, prófessor.
Sjáumst aftur. Sælar, ungfrú
Redfern“. Hann hneigði sig,
lyfti hattinum og fór. Þau
sáu að Herr Lehmann rétti
honum pakka áður en hann
fór út.
Prófessorinn horfði á eftir
honum. Augu hans ljómuðu
bak við gleraugun. „Virki-
lega elskulegur maður“, sagði
hann hrifinn. „Og duglegur
safnari! Þú heyrðir hvað
hann sagði um morgundag-
inn? Hann bauð mér heim til
að sjá safn af feneyskum
glösum — mér skilst að það
sé bezta safn Þýzkalands“.
„Ætlarðu að fara?“ spurði
Linda. Hún vissi ekki hvers
vegna hún var svona hrædd.
Herra Sell var ekki aðeins
töfrandi og aðlaðandi, henni
fannst líka að hún gæti treyst
honum ótakmarkað. Hann
var fallegur og því sem næst
ögrandi, bros hans var opin-
skátt og augu hans virtust
sjá í gegnum mann.
En umhugsunin um augu
hans gerði hana órólega. Hún
reyndi að telja sér trú um að
hún væri æst og óstyrk eftir
því sem skeð hafði fyrr um
daginn og hún leiðrétti sjálfa
sig. Það sem að var, var að
hún hafði of fjörugt ímynd-
unarafl. Eftir nokkra daga
yrði faðir hennar lagður inn
á sjúkrahús og kannske skor-
inn upp og strax og hann
kæmist á fætur flygju þau til
Englands. Það var ekkert að
óttast •— alls ekkert, sagði
hún við sjálfa sig.
2.
Það var eftir kvöldmatinn
sama dag að Linda sat í horn-
inu á veitingasalnum og beið
eftir kaffi. Faðir hennar, sem
aldrei drakk kaffi eftir mat-
inn, hafði farið upp til að
skrifa bréf.
Linda var ákveðin í að hátta
eftir að hún væri búin að
drekka kaffið. Venjulega var
hún full orku og lífskrafti, en
í kvöld var hún furðulega
þreytt. Kannske var hún far-
in að finna fyrir hinum mikla
mun á litla syfjulega bænum
Camwell og þessari heims-
borg, sem hún var stödd í.
Salurinn var fullur gesta,
glæsilegra kvenna og heims-
borgara. Það var greinilegt
að Berlín var farin að líkjast
sjálfri sér fyrir stríð. En
Linda gat ekki annað en hugs- 1
að um það, að Austur-Berlín g
var aðeins steinsnar frá og |
hún vissi svo lítið um þann
hluta borgarinnar og hafði
svo fátt heyrt um hann tal-
að. Það var eins og drauga-
bær, leyndardómsfullur, fjar-
lægur og ógnvekjandi. Það
rann kalt vatn milli skinns og
hörunds á henni án þess að
hún vissi hvers vegna. Ég er
of íilfinninganæm, sagði hún
við sjálfa sig. Það er bezt að
ég fari að hátta og reyni að
sofna.
Hún fékk kaffið og hellti
utan við sig í bolla. Þegar
hún ætlaði að leggja könn-
una frá sér, sá hún saman-
brotinn pappírsmiða, sem leg-
ið hafði undir henni. Hún-
setti könnuna frá sér, greip
miðann og fletti honum
sundur.
Það stóð eitthvað á miðan-
um skrifað með prentstöfum:
„Haldið föður yðar frá
Pferdstrasse og beim mönn-
um, sem hann kynnist þar“.
Hún starði á miðann; fallegt
andlit hennar var undrandi á
svip. Var einhver að leika sér
að henni? En það gat ekki
verið. hún þekkti svo fáa hér
í Berlín.
En örðin, sem á svo undar-
legan hátt voru í samræmi vi&'
tilfinningar hennar, skelfdu
hana. Hún sá skyndilega fyr-
ir sér atburðinn, sem skeð
hafði fyrir utan hótelið og
henni fannst að það hefði
eitthvað samband við þennan
miða. Hún svipaðist um eftir
þjóninum sem bar henni kaff-
ið, en hann var hvergi að sjá.
Hún hafði ekki veitt honum
sérstaka eftirtekt, en haldið
að hann væri einn af hótel-
þjónunum. Hafði hann aðvar-
að hana? Eða hafði einhver
annar laumað miðanum und-
ir kaffikönnuna? Aftur leið
henni illa af ótta og vondum
grun um framtíðina. Hún
varð að sannfæra sig um að
Flugfélag fslands h.f.:
Millilandaflug: Gullfaxi
fer til Glasgow og Kaupm.h.
kl. 08.00 x dag. Væntanlegur
aftur til Rvk kl.ö 22.40 í
kvöld. Flugvélin fer til Glas-
gow og Kaupm.h. kl. 08.00 £
fyrramálið. Sólfaxi fer til
Oslo, Kaupm.h. og Hamb. kl.
08.30 í dag. Væntanleg aftur
til Rvk á morgun kl. 18.45. —■
Innanlandsflug: í dag er á-
ætlað að fljúga til Akureyrar
(2 ferðir), Blönduóss, Egils-
staða, Húsavíkur, ísafjarðar,
Sauðárkróks, Skógasands og
Vestmannaeyja (2 ferðir). Á
morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Eg-
ilsstaða, Kópaskers, Siglu-
fjarðar, Vestmannaeyja og
Þórshafnar.
■m
Loftleiðir.
Hekla er væntanleg frá
Stafangri og Osló kl. 21 í dag.
Fer til New York kl. 22.30.
Edda er væntanleg frá New
York kl. 8.15 í fyrramálið.
Fer til Gautaþorgar, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar
kl. 9.45. Leiguvélin er vænt-
anleg frá New York kl. 10.15
í fyrramálið. Fer til Osló og
Stafangurs kl. 11.45.
Skiplns 1
Ríkisskip.
Hekla fer frá Reykjavík
kl. 18 í kvöld til Norður-
landa. Esja er á Austfjörðum
á suðurleið. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið.
Skjaldbreið fer frá Reykja-
vík kl. 14 í dag til Breiða-
fjarðar og Vestfjarðahafna.
Þyrill er væntanlegur til
Reykjavíkur árdegis í dag frá
Hjalteyri. Skaftfellingur fór
frá Reykjavík í gær til Vest-
mannaeyja. Baldur fer frá
Reykjavík á þriðjudag til
Sands, Gilsfjarðar- og
Hvammsfjarðarhafna.
Eimskip.
Dettifoss fór frá Rotterdam
í gær til Bremen og Lenin-
grad. Fjallfoss fer frá Ant-
werpen í dag til Hamborgar,
Hull og Reykjavíkur. Goða-
foss kom til Reykjavíkur
20/8 frá Keflavík og New
York. Gullfoss fer frá Kaup-
mannahöfn í dag til Leith og
Reykjavíkur. Lagarfoss kom
til Helsingborg í gær, fer
þaðan til Malmö, Áhus, Riga
og Hamborgar. Reykjafosg
fór frá New York 14/8 til».y
Reykjavíkur. Selfoss kom til
Rostock 19/8, fer þaðan til
Stockholm, Riga, Ventspils,
Gdynia og Gautaborgar.
Tröllafoss fór frá Vestmanna-
eyjum í gærkv/fdi til Rotter-
dam og Hamborgar. Tungu-
foss fór frá Hamborg 20/8 til
Reykjavíkur. Katla kom til
Akureyrar 20/8 frá Húsavík.
Alþýðublaðið — 22. áigúst 1959