Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 3
OKKAR Á MILLl SAGT JARÐHITADEILD raforkumálaskrifstofunnar er að láta bova inn við Tröllkonuhlaup við Þjórsá . . . Er það gert vegna vatnamælinga . . . Niður í holuná verður settur mælir, sem sýna á jarðvatn á þessum. slóðum:. Það bar eitt sinn við, að einn hvalveiðibátanna skaut búr- hval 100 mílur vestur af Reykjanesi eftir að hann hafði verið lengi í kafi . . . Við skotið hrökk vænn kar'fi upp úr hvalnum, og reyndist. hann óskemmdur og hugðust skipsmenn hafa hann til matar ... Af því v:arð þó ekki því að karfinn hvarf um nóttina. Sennilega hefur einhver skipsvérja viljað komast hjá að éta út úr hvalnum. Fjórir bátar frá Stokkseyri og Þorlákshöfn veiða humar í sumar — og aflinn er 100 tonn * * Sigurður Eyþórsson hef- nr verið ráðinn liúsvörður Langholtsskólans í Reykjavík-- Bæjarráð Reykjavíkur hefur ákveðið að hætta benzínsölu við Grpfina 9 9 * Rækjuveiðar nýhafnar hjá ísafjarðabátum gengur vel og er mikil vinna við aflann :f :í Ferðamanna- straumur til ísafjarðar hefur verið með mesta móti í sumar. Jóhann ólafsson forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur bæjar hefur sagt lausu starfi sínu . . . Bæjarráð hefur ákveðið að auglýsa starfið og segja upp öllu starfsfólki vegna skipu- lagsbreytinga á stofnuninni. þriggja feta breið og fimmtán feta löng, fyllt með viði, og síðan er bor- inn að eldur. Allt kvöldið og fram á nótt brennur viðarbálið, en um miðnætti er hver bútur orðinn að glóð, og glóðin er í hæð við jörðina. Nú koma sex menn dansandi berfættir, klædd- ir grænum kyrtlum og' með blómsveiga. Áhorfendurnir skipta þúsundum. Þeir sex- menningarnir slá hring um eldstæðið, en æða síðan út á glóðina, með höfuðið kert aftur á bak og handlegg- ina útrétta. Þegar síðasti maðurinn er'kominn upp úr eldinum, rjúka áhorfendurnir út á eldinn hver á eftir öðrum. Sumir þjóta yfir glóandi eimyrjuna í ofsa hraða, sumir troða eldinn, aðrir stjákla, jafnvel ungir drengir hlaupa eins og óð- ^ ir væru yfir glóðina. • Ekki ná þeir þó allir ^ þakkanum hinum megin. ^ Sumir hika er þeir koma ^ að eldinum og fara eftir ^ barminum, aðrir hniga ^ niður og eru bornir með- ^ vitundarlausir á brott. S Til eru líka hinir, sem S fara yfir eldinn tvisvar. En S svo safnast hópurinn allur N saman utan við hitasvæð- ^ ið og trampa jörðina og ^ hrópa: Hussein, Hussein, ^ Hussein! ^ Sumir halda því fram, að ^ þeir, sem hvggjast taka ^ þátt í eldvígslunni, undir- ^ búi sig með því að bleyta \ fæturna í vatni, unz þeir s eru orðnir dofnir og vatns- S sósa. En hvað sem því líð- S ur, er tónið svo magnað, } að það dáleiðir menn til að stíga út á eldinn. ^ íslendingar drekka allra œanna mest mjólk, en Finnar koma næstir. ... í nýjum „Iðnaðarmálum” segir, að hagkvæmt muni að auka riómaísframleiðslu, sem bezt selst á sumrin, er mjólkurneyzla er minnst, en framleiðslan mest. ... Með því mætti auka sö^u og neyzlu mjólkur. ... Þar segir og, að rjómaís sé heilnæm fæða, innihaldi 38% af meltanlegu þurrefni. Nú verður í þingi liafizt handa um að kaupa nýja stóla og koma þeim fyrir áður en haustþingið kpmur satman, en ekki verður þó gerð nein veruleg breyting á sætaskipun í deúdum. Þrír þingnýenn bætast við í efri deild oig fimm í neðri deild, en mestur vandinn verður að koma nýju þing- mönnunum fyrir í Sameinuðu þingi . . . ,Á næsta þingi eiga 20 þingmenn sæti í efri deild og 40 í neðri deild . . . Starfs- menn þingsins velta því fyrir sér hveriir hljóti nýju stól- ana. SV'ÍAR gáfu í stríðslok 150 þús. sænskar krónur til styrkt- ar ungum áhugamönnum og menntamjönnum á sviði landbúnað- ar og bjóða til námsdvalar í sænskum búnaðarskólum ungum mönnum frá Noregi, Danmörku og Finnlándi og ísland er orðið með . . . Þrír iandar hafa þegar þegið slíkt boð og væntanlega njóta fleiri eftirleiðis en áður góðs af þessum sjóði, sem nú er orðinn mikill að vöxtum. FJARSYN BANÐARÍSKI kjarnorkukafbáturinn gat án nokkurrar hættu komið upp á yfiirborðið nákvæmlega á norðurskautinu, er hann var á Eör sinni undir ísnum í fyrra, sakir þess að um borð var sérstök fjair- 3ýnisvél_ Hún er svo næmi fyrir ijósi, að í raun og veru getur hún „séð í myrkri“. Þair sem daufur bjarmi kom fram á myndinni, var ísinn þunnur og báturinn gat brotizt upp úr honum. — Á myndinni hér að ofan er sýnt, hvernig þessu mnrka tæki er fyrir komið. ......................................................... iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiititiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiint; KARACHI: — Um þetta leyti vaða menn af Shiah- sértrúarflokknum elda. Þeir, sem eru hikandi, horfa á, en þeir hraustu og göfugu dansa um glóðir eldsins' í trúarlegu æði. Þessi hátíð á sér djúpar sögulegar rætur. Fyrir nálega 1300 árum var Imam Hussein, sonar- sonur spámannsins Mú- hameðs eltur uppi og veg- inn ásamt 71 fylgismanna sinna fyrir það að hafna algerlega að lúta kalífa- veldi hins grimma Yazids. í tíu daga var flokkur- inn látinn kveljast vatns- laus í Kerbalaeyðimörk- inni. Her Yazids kalífa pyndaði mennina hvern á eftir öðrum og drap fjöl- skyldu Husseins fyrir aug- unum á honum. Síðastur allra var hann drepinn sjálfur. Allir Múhameðstrúar- menn byrja trúarlegt ár sitt með því að rifja upp harmleikinn í Kerbala. Flestir taka þátt í skrúð- göngum og dansi. En Shiáh. sértrúarflokkurinn vill helzt vaða eld. Grafin er gröf í jörðina, SAMKVÆMT nýútkom- inni skýrslu Sameinuðu þjóð- anna hafa konur ekki kosn- ingarétt í tíu meðlimalöndum samtakanna. í 71 landi hafa þær jafnan rétt við karlmenn, en í tveimur eru engar kosn- ingar háðar. Skýrsla þessi er fróðleg á. marga lund. í Súdan hafa kon- ur ekki kosningarétt en samt sem áður eru þær kjörgengar og hafa sama rétt til embætta og karlar. í sumum löndum hafa þær' að vísu kosningarétt, ef þær geta sannað að þær séu læsar. Karlar aftur á' inóti eru undanþegnir lestrarprófi. í Ekvador eru kai'lmenn skyld aðir til að kjósa en konur ráða sjálfar hvort þær greiða at- kvæði. Þau tíu lönd, sem meina konum atkvæðisrétt em flest múhammeðstrúarlönd, en rétt ur kvenna er þar svri til eng- inn samkvæmt lögum. í Saudi Arabiu og Yemen. eru ekki háðar kosningar, Hin eru íi'ak, íran ,Jórdanía, Afganistan, Líbýa og auk þess Sviss, Lie- chtenstein og Paraguy. Konur í Vaud-kantónunni í Sviss hafa kosningarétt í bæjar- stjórnarkosningum en ekki annars staðar. Konur í San Marinoéru eru ekki kjörgengar en mega greiða atkvæði. í Portúgal verða konur að fullnægja viss um menntunarskilyrðum til að fá kosningarétt en karlar J' mega vera ólæsir og óskrif- andi. í Egyptalandi verða konur sjálfar að koma og biðja uni að fá að greiða atkvæði. — í Sýrlandi eiu konur ekki kjör gengar en hafa atkvæðisrétt að fullnægðum ýmsum skil- yrðum. í Monaco og Túnis eru kon- ur aðeins kjörgengar í bæjar- st j órnarkosningum. Flest þeirra landa, sem hlot ið hafa sjálfstæði undanfarin ár hafa lögleitt jafnan og al- (Framhald á 10. síðu.) Alþýðublaðið — 23. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.