Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 10
Alþjóðamðl Framhalð af 5. síðu. Truman að hef ja skuli þegar í stað framleiðslu vetnis- sprengjunnar. Sama dag við- urkennir Sovétstjórnin stjórn Ho Sí Min í Viet Nam. 9. marz segir Acheson, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna: — Sovétstjórnin skilur ekkert nema valdbeitingu. Ekkert gott getur leitt af endalausum viðræðum. Daginn eftir svarar Molo- tov: — Aðeins fábjánar geta trúað því, að Sovétríkin láti hræða sig. 25. júní ryðst her Norður- Kóreu inn í Suður-Kóreu. Truman skipar flota og flug- her Bandaríkjanna að grípa til gagnaðgerða í nafni Sam- einuðu þjóðanna. Þing Sam- einuðu þjóðanna staðfestir á- kvörðun Trumans. 20. nóvem- þer nær her Sameinuðu þjóð- anna undir stjórn MacArthurs að Yalu-fljóti á landamærum Kóreu og Kína. Kinverjar hef ja hátttöku í styrjöldinni og hrekja hersveitir Samein- uðu þjóðanna suður fyrir 38. lengdarbauginn. INHtDLFS Opnar daglega kl. 8,30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðsldptin. Ingólfs-Café. .................... Bifreiðasaian og Kelgan Ingólfssfræfi 9 Sími 19092 og 18968 Kynnið yður hið stóra ú> val sem við höfum ai elb konar bifreiðum. Stórr og rúmgott 8ýningarsvseði. Bifreiðasalan ingólfiifræli 9 og leigan ” ** Sími 19092 og 18966 1945-59 ★ 1951: Rússar hefja tilraunir með vetnisprengjur 11. APRÍL er MacArthur sviptur herstjórn í Kóreu. Honum er fagnað sem þjóð- hetju í Bandaríkjunum. Vopnahlésráðstefna hefst í Kóreu 10. júlí. 6. október krefst Adenauer frjálsra kosn inga í Þýzkalandi öllu, sama dag tilkynnir Stalín að Rúss- ar geri tilraunir með ýmis konar gerðir kjarnorkuvopna. ★ 1952: Eisenhower kjörinn forseti 2. APRÍL birta heimsblöð- in svar Stalíns við nokkrum spurningum bandarísks blaða- manns. 1. Er meiri hætta á styrjöld nú en fyrir tveim til þremur árum? — Nei. 2. Teljið þér að fundur æðstu manna gæti orðið til góðs? — Ekki er útilokað að svo geti verið. 3. Teljið þér að nú sé hent- ugt að sameina Þýzka- land? — Já. í Bandaríkjunum birtist grein eftir John Foster Dulles þar sem segir m. a.: Til er lögmál, sem stend- ur ofar mönnum, og kveð- ur á um gott og illt. Aðeins þeir, sem viðurkenna þetta lögmál komast hjá að farast. Ráðamenn Sovétríkjanna hafa traðkað þetta lögmál í svaðið. Við verðum vitni að falli þeirra. 4. nóvember er Eisenhow- er kosinn forseti Bandaríkj- anna með fimm milljóna at- kvæða meirihluta. ★ 1953: Dauði Stal- ins í JANÚARBYRJUN til- kynnir Tass-fréttastofan að komizt hafi upp um samsæri nokkurra lækna í Sovétríkj- unum um að ráða helztu for- ustumenn landsins af dögum. 5. marz deyr Stalín. Malen- kov er skipaður forsætisráð- herra og Beria, Molotov, Bulg- anin og Kaganovits aðstoðar- forsætisráðherrar. Þrem vikum síðar er til- kynnt opinberlega að „játn- ingar“ læknanna hafi verið knúðar fram með aðferðum, sem ekki samrýmist réttar- kerfi Sovétríkjanna og þeir eru sýknaðir af öllum ákær- um. Á miðju ári er samið um vopnahlé í Kóreu. 8. ágúst tilkynnir Malen- kov: — Bandaríkin hafa ekki lengur einkarétt á framleiðslu vetnisvopna. ★ 1954: Stríðslok í Indókína BANDARÍKJAMENN gera tilraunir með vetnissprengj- ur í Kyrrahafi. Japanskir fiskimenn verða fyrir áhrif- um af geislun og vekur það miklar deilur um heim allan. 20. júlí er samið um frið í Indókína. í október er Vestur-Þýzka- landi veitt aðild að Atlants- hafsbandalaginu. ★ 1955: Genfarráð- stefna æðstu manna EFNT er til ráðstefnu æðstu manna í Genf. Við komuna þangað segir Krust- jov, sem var í fylgd með Bulganin forsætisráðherra So- vétríkjanna: — Við hörmum það, sem liðið er og það, sem miður hefur farið í Sovétríkjunum undanfarið. Það var verk út sendara heimsvaldasinna, þeirra Bería og Abakumovs. Allar þjóðir eiga rétt á að velja sínar. eigin leiðir til sósíalisma. Fundur Eisehowers, Bulgan ins, Edens og Edgar Faure var gersamlega árangurslaus. ★ 1956: Búdapest og Suez .. 25. FEBRÚAR á leynileg- um fundi á XX. þingi Komm- únistaflokks Sovétríkjanna flutti Krústjov ræðu, sem hafði gífurleg áhrif á þing- fulltrúa. Krústjov lýsti hvern ig Stalín „hefði hætt að beffj- ast hugsjónabaráttu o-g í þess stað tekið upp kúgun og of- beldi í stjórn landsins". Ræða þessi var leynileg fyrst um sinn en bandaríska utanríkisráðuneytið. gat birt hana orðrétta 4. júní. í október riðar Sovétblokk- in. Með naumindum er komist hjá blóðugri uppreisn í Pól- landi. Gomulka kemst þar til valda. Sovétríkin viðurkenna í fyrstu hina nýju ríkisstjórn Nagys í Ungverjalandi en viku síðar ryðjast rússneskir skriðdrekar inn í Budapest og berja niður alla andstöðu Ungverja gegn hersetu Rússa í landinu. 29. október fer ísrael með her gegn Egyptum og stuttu síðar ráðast Bretar og Frakk- ar á*land við Súez. Þeir láta þó undan síga eftir kröfu Bandaríkjamanna og Samein- uðu þjóðanna. Þetta ævintýri við S'úez kostar sir Anthony Eden for- sætisráðherraembættið. En Ungverjalandsmorðin treysta Krústjov í sessi. ★ 1957: Spútningar og geimtíkur VIÐRÆÐUM um afvopnun er stöðugt haldið áfram og virðist miða í áttina er full- trúi Sovétríkjanna allt í einu tekur að saka vesturveldin um að undirbúa styrjöld. Daginn eftir tilkynnir Tass-frétta- stofan, að Rússar hafi gert vel heppnaðar tilraunir með eldflaugar, sem skjóta megi heimsál.fa milli. Norstad yfirmaður herliðs Atlantshafsbandalagsins segir í þessu tilefni: — Atlantshafsbandalagið er tvímælalaust öflugra en So- vétríkin hvað herbúnað snert- ir, þrátt fyrir eldflaugar Rússa. 4. pktóber senda Rússar fyrsta gervitungl sitt á loft. Bandaríkjamenn verða ótta- slegnir og sumir tala um al- varlegan ósigur Bandaríkj- anna. Mánuði síðar Spútnik númer tvö. Þremur dögum síðar skorar Krústjov á vest- urveldin að koma til fundar æðstu manna. Tillögu hans er hafnað einróma á Vesturlönd- um. ★ 1958: MiíMAustur lönd, Quemoy og Berlín ELDFLAU G AK APP- HLAUPIÐ heldur áfram af auknum krafti. Bandaríkja- menn ná góðum árangri. Margir leiðandi menn í Bandaríkjunum vilja að tekn- ar verði upp samnipgavið- ræður við Rússa áður en valdahlutföllin breytast meira. Þessir menn ná þeim árgl!§R að Strauss flotafor- helzti andstæðing- ur - þess að Bandaríkjamenn hætti tilraunum með vetnis- vopn, er látinn víkja úr starfi. Atburðirnir í Líbanón og skothríð kommúnista á Que- moy auka hættuna á því að staðbundnar skærur leiði til styrjaldar stórveldanna. Dul- les fer til Formósu og fær Sjang Kai Sjek til að hætta við að gera tilraunir til að ráðast inn í Kína. 27. nóvember tilkynnir Krústjov að tími sé til kom- inn að binda endi á hernám Berlínar og boðar að ef ekki verði fallist á tillögur sínar innan sex mánaða muni Aust- ur-Þjóðverjum vera falin yf- irráð hernámssvæðum Rússa í Berlín. ★ 1959: Fráfall Dullesar 14. janúar, mánuði fyrir dauða sinn, segir Dulles ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna: —• Frjálsar kosningar í Þýzkalandi öllu eru ekki eina leiðin til að sameina landið í eitt ríki. Á þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna segir Krústjov, að innan fimmtán ára muni lífskjör í Sovétríkjunum vera orðin betri en í nokkru öðru landi. í Washington segir Nixon: — Við getum hæglega tapað heimsstyrjöld, sem háð yrði án þess að einni einustu eldflaug verði skot- ið á loft, ef við ekki gætum þess að kunna svör við hinni efnahagslegu og pólitísku styrjöld, sem kommúnistar eru sérfræðingar í að heyja. . - . & SX«PAUrti€B» HIKlSINS M.s Sljaiörei vestur um land til Akuxeyrar hinn 28, þ. m. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarð'ar, á- ætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og til Ólafsfjarðar á þriðjudag. Farseðlar- seldir á fimmtudag. fer til Sands, Grundarfjarðar, Hvammsfjarðar- og Gilsfjarðar hafna hinn 25. þ. m. Vörumót- taka á mánudag. Framhald af 3. síðu. mennan kosningarétt. Síðan stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna var samþykkt hafa 39 ríki rýmkað kosningarétt. Nýja Sjáland var fyrsta landið til þess að veita konum fullan kosningarétt. Það var árið 1893. Ástralía gerði slíkt hið sama 1902 og Finnland 1906. Sænskar konur hlutu rétt til að kjósa í sveitastjórn- ir árið 1863. í Wyoming hlutu konur kosning-arétt 1869 en í Bandaríkjunum varð kosn- ingaréttur ekki almennur fyrr en 1920. Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar GÍSLA ÁRNASONAR frá Hafnarfirði Sigríður Jónsdóttir og dætur. Jarðarför föður okkar GUÐMÚNDAR STEFÁNSSONAR 10 23. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.