Alþýðublaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.08.1959, Blaðsíða 11
nim ............ 5. dagur llllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllUIIIIIIIIUIIIIIIII hann hefði talað við herra S'ell. En varla gat hann verið allan daginn oe kvöldið líka að skoða nokkur gömul glös? Hún sá fyrir sér orðin sem höfðu s+aðið á bréfmiðanum, sem hún fékk: Haldið föður yðar frá Pferdhofstrasse og þeim möaBnm, sem hann kynnist þar. Var aðvörunin al- varlega meint? Faðir hennar hafði litið á það eins og spaug, en hún var ekki lengur viss um að hann hefði haft á réttu að standa. Og nú varð hún vigs um að eitthvað hefði kom ið fyrir hann. Hún var viss um að eitthvað hefði komið fyrir föður sinn og að hún yrði að gera eitthvað strax. Hún fór með lyfiunni upp á herbergi sitt, fór í heita .ull- arkápu og hlióp niður tröpp- urnar, gegnum hringdyrnar og út á götuna. Þar fékk liún sér bíl. Það var ekki lengi gert að komast þangað, sem faðir hennar hafði farið, en það kom henni á óvart að herra Sell bjó í dimmri, skugga- legri, mjórri götu alveg við Pferdhofstrasse. Hún hafði búizt við að hann byggi á betri stað. En svo reyndi hún að hugga sig við að það væri erfitt að fá íbúð í Berlín. Kannske hafði herra Sell fengið íbúð- ina lánaða hjá vinum sínum, en samt jókst hræðsla hennar, þegar hún þrýsti á bjölluna við hurðina á íbúðinni á fyrstu hæð. Það var ekkert nafn við dyrnar, kannske var hún* með rangt heimilisfang? Hún var næstum því viss urn það að hann gæti ekki búið í svona húsi og svona umhverfi! En einmitt þá opnaði herra Sel'l dyrnar. Hann rak upp undrunaróp, þegar hann sá hana. Hann var mjög hávaxinn og glæsilegur og henni farinst hún aldrei hafa séð jafn glæsilegan og aðlaðandi mann. Og þegar hann hafði náð sér eftir undrunina varð hann enn meira töfrandi og rétti henni hendina: „Þetta er ungfrú Redfern, er það ekki? Dóttir prófessorsins? Fyrir- gefið þér, að ég þekkti yður ekki strax, en við sáumst að- eins augnablik í verzlun herra Lehmanns og þar er alltaf svo léleg lýsing. En þetta var sannarlega skemmtilegt — þó ég sé viss um að þér kom- uð ekki hingað mín vegna?“ Hann hló vingjamlega. „Þér hafið víst áreiðanlega komið til að segja mér hvers vegna faðir yðar kom ekki hingað eins og hann ætlaði“. Hún starði á hann og stundi hræðslulega: „Eigið þér við að faðir minn hafi ekki komið hingað í dag? En — en hann kom. Ég heyrði að hann sagði heimilsfang yðar við leigu- bílstjórann. Þannig komst ég að því hvar þér búið“. Hann hrukkaði ennið og hristi höfuðið, „Ég fullvissa yður um að hann kom ekki hingað, ungfrú Redfern. Ég beið eftir honum í allan dag og loks var ég viss um að eitt- hvað hefði komið fyrir hann“. Hann brosti og bætti við: „Ég þekki að vísu ekki föður yðar jafn vel og þér, en ég myndi samt segja að hann væri á- hrifagjarn maður. sem gerði það sem honum dytti í hug. Hann hefur áreiðanlega á- kveðið að fara eitthvað ann- að á leiðinni. Kannske hefur hann séð aðra fornmunasölu eða kannske hefur hann mun- að eftir að hann átti að hitta einhvern annan og farið þang- að. Svona, svona, tingfrú Red- fern, verið þér ekki svona hræddar!“ Hann brosti aftur vingjarnlega til hennar. „Eins og ég sagði, faðir yðar er áreiðardega utan við sig eins og aðrir prófessorar. Hann verður áreiðanlega hátt- aður, þegar þér komið aftur til hótelsins. En við skulum ekki standa hérna, viljið þér ekki koma inn og fá yður eitt glas með mér?“ Þegar hún opnaði munninn til að mótmæla greip hann fram í fyrir henni: „Nei, seg- ið þér ekki nei, það tek ég sem persónulega móðgun. Þá er eins og þér þorið ekki að vera ein með mér og mér er óhætt að fullvissa yður um að ég er hættulaus. Farið þér inn í stofuna og ég skal borga bílinn fyrir yður. Við getum náð í annan þegar þér farið heim.“ En Linda hikaði enn. Hana langaði alls ekki til að fara inn í íbúðina. Það var ekki vegna þess að hún kynni ekki vel við hann, satt að segja var hún hálf hrædd við það, hvað hann orkaði sterkt á hana. En hún var hræddari um f öður sinn en nokkru sinni fyrr og hún þráði aðeins að komast aftur til hótelsins og vita hvort hann væri kominn þangað. Og hún gat heldur ekki gleymt því að faðirinn hafði einmitt kynnzt þessum herra Sell, þar sem aðvörunin hafði sagt að hann skyldi var- ast. En hún vissi ekki hvem- ig hún gæti hafnar boðinu án þess að vera óvingjarnleg. Og auk þess var herra Sell far- inn til að borga leigubílstjór- anum. Þer/ir hún kom inn í setu- stofuna gat hún ekki varist þess að hugsa að þetta væri furðuleg íbúð fyrir jafn glæsi- legan mann og mikinn heims- borgara eins og herra Sell. Allt var svo fátæklegt og öm- urlegt, eins og enginn hefði búið þar lengi. En þegar hann kom inn, útskýrði hann það allt og hló við. „Þetta er ekki íbúðin mín. Ég fékk íbúðina lánaða hjá vinum mínum meðan ég er hér í Berlín. Venjulega bý ég hjá foreldrum mínum á bú- garði þeirra fyrir utan bæ- inn. Ég tók safn mitt af fen- eyskum glösum hingað til að faðir yðar gæti séð það. Ég viðurkenni fúslega að ég var að hugsa um að selja þau ef ég fengi gott tilboð. Það er svo margt, sem maður þarf að nota peningana til á þessum tímum, þegar maður hefur enga fasta atvinnu“. Þetta kom henni líka á ó- vart. Hún hélt að hann, í sín- um fallegu vel sniðnu fötum og með heimsborgarafas sitt, væri duglegur verzlunarmað- ur, „En eitthvað hljótið þér að gera, herra Sell?“ Hún sá að hann brosti lít- iRega áður en hann snéri sér að skáp og tók fram gömul glös með háum fæti. „Ó, já, eitthvað geri ég“, svaraði hann og kinkaði kolli eins og hann skemmti sér vel. „Þér hafið rétt fyrir yður, þegar þér haldið, eins og ég vona að þér gerið, að ég sé ekki maður, sem aðeins hugsar um að skemmta sér. En það er svo margt að gera — þegar heim- urinn er í rúst, eins og hann er í dag, án þess að maður sitji beinlínis a skrifstofu og vinni sér inn peninga. „Já“, endurtók hann, „það er svo margt að gera — annað, sem mér finnst þýðingarmeira. Það eru svo margir, sem þarfnast hjálpar, menn sem vegna stjórnarinnar sem þeir búa við lifa eins og þrælar“. Rödd hans varð hörð. „Jú, ég hef nóg að gera, ungfrú. Red- „Mannstu ekki núna, hvað framhalds agan h«(itir? Hún heijtlir „Bijtnnandi heitar ástríður“: fern, þó ég geti ekki sagt yð- ur, hvað ég geri“. Hann hafði rétt henni sherryglas meðan hann talaði við hana, þó að hún tæki varla eftir því, að hún var með það í hendinni. Hvers konar vinnu var hann að tala um — þessa vninu, sem hann vann af mannkærleika? Aftur skildi hún styrkinn í persónuleika þessa manns. Henni fannst, að þegar hann hefði ákveðið eitt- hvað gæti ekkert fengið hann til að skipta um skoðun. Það varð smáþögn og svo breyttist svipur hans á ný. Hann brosti hjartanlega til hennar. „En þér drekkið ekk- ert, ungfrú Redfern. Þetta er þó ég segi það sjálfur, mjög gott sherry. Auk þess eruð þér enn áhyggjufull. Þér er- uð enn föl og áhyggjufull á svip“. Hann lagði hendina á arm hennar. „Verið þér ekki svona á- hyggjufull og ef þér skylduð komast að því að eitthvað hefur komið fyrir föður yðar, þá hikið ekki um að biðja mig um hjálp. Jafnvel þó það versta hafi skeð —“. En hann þagnaði, eins qg hann sæi eft- ir að hafa sagt of mikið. Hann flýtti sér að súpa á glasinu. Linda dró djúpt andann. „Við hvað áttuð þér, herra Sell? Þér haldið þó ekki að pabbi —“, hún hikaði eins og hún treysti sér ekki til að ljúka setningunni. „Um hvað hugsið þér, ung- frú Redfern?“ spurði hann lágt. „Haldið þér að hætta sé á að faðir yðar hafi horfið bak við járntjaldið?11 „Aldrei af fúsum vilja“, sagði hún hás. Hún skalf af ótta, því hann hafði sagt þau orð, sem hún óttaðist mest. „Vitanlega 'ekki,“ sagði hann hratt. „Þó að ég þekki föður yðar ekki vel, þá er ég viss um, að hann myndi aldrei gera slíkt. En það getur hafa skeð á einhvern annan hátt.“ Hann hikaði aftur, svo sagði hann lágt og rólega. „Það er svo auðvelt fyrir ókunnuga að fara inn í leigu- bíl og komast allt í einu að því, að beir eru í austurhlut- anum eða þiggja boð um öku- ferð með vini og vakna hinum megin við landamærin. Þeim er sama, hvaða bröfðum þeir beita til að ná í fræga vís- indamenn.11 Linda varð afskræmd af skelfingu. „Segið þetta ekki!“ bað hún. „Þér haldið þó ekki að þetta hafi komið fyrir pabba?“ „Verið þér ekki hrædd, ung- frú Redfern,11 hann brosti hug hreystandi til hennar. „Ég var að segja yður frá því versta, sem gæti skeð. Mér fannst það vera skylda mín að gera það. Ég fullvissa yður um, áð ég vil allt gera fyrir yður og föð- ur yðar. Því bið ég yður að leita til mín, ef einhver á- stæða er til að óttast, að grun- ur yðar sé réttur. Þér hafið áreiðanlega verið nægilega lengi hér í Berlín til að heyra, að þó að margir hafi horfið bak við járntjaldið, hafa marg ir komizt út aftur og heim til sín. Það hefur skeð oft undan- farnar vikur. Ég þekki mann, sem. gæti ef til vill hjálpað yður.“ Hún leit á hann með vax- andi æsingi: „Um hvern eruð þér að tala, herra Sell? Gæt- uð bér sagt mér það?“ Hann hristi höfuðið og brosti undurfurðulega. „Spyrj ið mig ekki, ungfrú Redfern. vil aðeins að þér munið, hvað ég hef sagt og minnizt ekki á það við neinn. Og nú er ég viss um, að þér viljið helzt komast aftur til hótelsins og fullvissa yður um, að faðir I Ég get ekki svarað yður. Eg I frá Hamborg. ílugvéiarnari Flugfélag íslands. Millilandaflug: Millilanda- flugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélip fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils staða, Hellu, Hornafjarðar, Ilúsavíkur, ísafjarðar, Siglu- fjarðar og Vestmanr.Veyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Ham borg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Leigu- vélin er væntanleg frá New: York kl. 8.15 í fyrramálið. Fer til Gautaborgar, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 9.45. Hekla er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasg£g og London kl. 17.45. Pan American flugvél. er væntanleg til Kef lavíkur í kvöld frá Norðurlöndunum og heldur hún áleiðis til Nevv, York. Skiplfig Ríkisskip. Hékla er á leið frá Bergen. til Kaupmannahafnar. Esja, kom til Reykjavíkur í gær aö,, vestan úr hringferð. Herðif'- breið fer frá Reykjavík í dag, vestur um land í hringferð. Skjaldbreið kom til Reykja- víkur í gær frá Breiðafirði og Vestfjörðum. Þyrill er á Aust fjörðum. Baldur fer frá Rvík í kvöld til Sands, Gilsf jarðar- og Hvammsfjarðarhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell fór 23. þ. m. frá Stettin áleiðis til Reykjavík- ur. Arnarfell fór 24. þ. m. frái Raufarhöfn áleiðig til Finn- lands, Leningrad, Riga, Venf- spils, Rostock og Kaupmanna hafnar. Jökulfell er í New, York. F/ér væntanlega 28. þ. m. áleiðis til íslands. Dísar- fell er á Reyðarfirði. Litlafell losar á Vestfjarðahöfnum. Helgafell er á Akureyri. Hamrafell fór í gærmorgun. frá Reykjavík áleiðis til Ba- tum. ,1 Eimskip. Dettifoss fór frá Bremen 23/8 til Leningrad, Helsing- fors, aftur til Leningrad og, Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Hamborg 24/8 til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss \ fói\ frá Reykjavík í gærkvöldi til Bíldudals, Súgandafjarðar, Akureyrar, Cfafsfj., Húsavík ur, Hofsós, Skagastrandar, ísafjarðar, Flateyrar og Faxa flóahafna. Gullfoss fór frá Leith 24/8 til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Áhus 24/8 til Riga <íl Hamborgar. Reykjafoss fór frá New York 14/8, var væntanlegur til Reykjavíkur í gærkvöldi. Sel foss fór frá Stockholm 24/8 til Riga, Ventspils, Gdynia, Rostock og Gautaborgar. Tröllafoss fór frá Vestmanna eyjum 22/8 til.Rottérdam og Hamborgar. Tungufoss koni til Reykjavíkur í gærmorgua Alþýðublaðið — 26. ágúst 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.