Alþýðublaðið - 03.05.1959, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.05.1959, Qupperneq 4
 Ctgefandi: AlþýSuflokkurlnn. Ritstiórar: Behedtkt Gröndal, Gisli J. Ást- þórsson og Helgi Sœmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars- son. Fréttastjóri: Björgvin Guömimdsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs- son. Hitstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AtgreiSslu- aimi: 14900. DSsetur: AlþýSuhúsiS. PrentsmiSja AlþýSubl. Hverfisg. 8—10- Ny viðliorf á nyrri öld VIÐHORFIN hafa gerbreytzt í íslenzku þjóð- félagi frá stofnun alþýðusamtakanna. Verkalýðs- hreyfingin er löngu viðurkennd og nýtur mikilla áhrifa. Henni er líka mjög að þakka sú þróun, sem hér hefur orðið. Hún hefur 'látið drauma •aldamótaskáldanna rætast. Af þessu leiðir, að verkalýðshreyfingin stend- xir vel að vígi í kjarabaráttunni, ef hún er ein- liuga og samtaka. Verkefni hennar eru að sumu leyti svipuð og í gamia daga, en breyttar aðstæð- ur gefa henni kost á nýjum vinnubrögðum. Is- ienzk verkalýðshreyfing er að sönnu ekki meiri- hlutaaðili eins og í nágrannalöndunum af því að liún skiptir kjósendafylgi sínu milli margra flokka, en sameinaðri verður ekki fram hjá henni gengið hér fremur en þar. Og í kjarabaráttunni ber hún oftast gæfu til einingar, þrátt fyrir skiptar skoð- anir um flest önnur mál. Hún er þess vegna stór- veldi í landinu í raun og veru. Afieiðing þessa er sú, að hugmyndiri, sem Sigurður Ingimundarson gerði að umræðuefni í útvarpinu 1. maí, telst sannarlega athyglisverð og tímabær. Alþýðusamtökin eiga að taka vís- indin í þjónustu sína. Þau eiga að fylgjast gaum- gæfilega með þjóðarbúskapnum á hverjum tíma og hyggja kröfur sínar um bætt laun og kjör á þeim grundvelli. Þannig tryggja þau sér rökstudda hlutdeild í aukinni framleiðslu og hættum efnahag íslendinga. Þær réttarhætur eiga þær að fá án verkfalla og vinnustöðvana. Þetta á að verða löggjafaratriði fremur en á- greiningsmál atvinnurekenda og launþega. Hér er sennilega um að ræða stærsta viðfangsefni ís- lenzkra alþýðusamtaka x framtíðinni. Oft er sagt. að verkföll séu úrelt í þjóðfé- lagi okkar eins og högum er háttar. Sú ályktun er að ýmsu leyti rétt, en því aðeins, að verka'lýðs- hreyfingin fylgist með rekstri þjóðarbúskaparins og njóti þess öryggis, að hún fái sinn hlut auk- innar framleiðslu og bættrar afkomu. Verkefnið ^nýr bæði að henni og samfélaginu. Þróunin í launamálum þarf að verða hin sama hér og í .ná- grannalöndunum. Þá sparast þau verðmæti, sem fara forgörðum við verkföll og vinnustöðvanir, en í staðinn kemur öryggi og samstarf. Enginn þjóðfélagsaðili ætti að fagna þeirri þróun fremur en vinnandi fólk til sjávar og sveita. Hún er frá jþeirra sjónarmiði viðhorf á nýrri öld. K, ^OSNINGAR verða í byrj- un júní í sumar til þings Sik- ileyjar, en hún hefur mikla sjálfsstjórn innan hins ítalska ríkis. Stendur nú þannig á, að kosningar þessar valda for- ystumönnum kaþólska lýð- ræðisflokksins, Democrazia Christiana (D.C.) miklum á- hyggjum. Fyrir nokkrum mánuðum klofnaði kaþólski lýðræðisflokkurinn á Sikiley. Hópur manna undir forustu Selvio nokkurs Milazzo sagði forustu flokksins upp trú og hollustu, gerði bandalag við kommúnista, sósíalista og menn úr hægri arminum og steypti stjóm kaþólska lýð- ræðisflokksins af stóli. Síðan mvndaði þetta bandalag nýja stjórn undir forsæti Milazzo. GREIN sú, er hér bírt- ist, er tekln úr Arbeider- bladet í Osló, blaði norskra jafnaðarmanna. Höfundur hennar er ítalinn Eugenio Melani, fréttaritari blaðs- ins í Róm, >, AÐ er öllum ljóst, að til- skipun þessi er til komin vegna ástandsins á Sikiley. Biskupinn á Sikiley gaf nokkru seinna út hirðisbréf um tilskinunina og ástandið á evnni og kabólski lýðræðis- ffokkurinn setti þegar í gang kosninsamaskínu sína. Tilskip unin er augliósleffa alvarleg afskipti af s'iórnmálum lands ins, og eins oa ítalskur jafn- aðarmannafoWnct; sagði, er greinilegt. að bað eru kardí- nálarnir en ekki stiórnin, er markar stjórnarstefnuna. Þ, 'ANNIG- er nú kabólski lýðræðisflokkurinn í sýjórnar- andstöðu í Sikiley, þótt hann sitji í stjóm í Róm með stuðn ingi „Frjálslynda“ hægri flokksins. konungssinna og fasitsa. Forysta flokksins ótt- ast hið vinstra kabólska „krisíileg-sósíala bandalag“ Milazzos og er ekki laust við, að hún búist við, að bað beri sigur úr býtum í kosningun- um. Milazzo sagði nýlega, að hann mundi ótrauður halda áfram bandalagi vinstri flokk anna. Kveður hann það mark- mið sitt, að útrýma atvinnu- leysi og örbirgð á eynni. Stjórn hans er ékki góð stiórn en hún er þó betri en stjórn- in í Róm. K. ^AÞOLSKI lýðræðisflokk- urinn hefur leitað á náðir páfa í þessu máli. Og frá hon- um kom tilskipun 25. marz. Tilskipunin bannar kabólsk- um mönnum að kjósa flokka, sem vinna með kommúnist- um eða styðja þá. Bannið gildir, þótt um sé að ræða flokka og frambjóðendur, sem ekki tilheyra öflum, er berjast gegn fræðum ka- þólsku kirkjunnar. Þeir, sem hafa bann þetta að engu, eiga á hættu að verða settir út af sakramentinu. jVN"M híða bess nú meS eftirvæotingu. hvernig Sikil- eviarbúar svara afskiptum Vátiko-noins. TT.f kabólski: lýð- ræðisf 1 okk u rinn tar>ar í iúní- kosnin0’'m”m. er báð líka ó- sigur Va+ikansins. Þess bev raunar að 0ð Sikilevjar- búar eru trúhneigðir mjög og' völd klerkasté+tarinnar era mik’1. Það var 1894 sem Vati- kánið lvsfi í fvrsta sinn í- talska stiórnmálahrevfingu í bann. Þar næst var h»ð 1949, er bannfæring r>áfa laust alla „marxista“. Þnð kemur flatt úr>n á menn. að Jóhannes páfi XXIII. skuli hafa tekið upp afturhaldsviðhorf fvrirrenn- ara síns á náfastóli. Aftur á móti skal b°ss rpinnzt, að Vatikanið fordæmdi aldrei beinlínis nazista og enn í dag eru margir kardínálar bendl- aðir við fasista. KFU& KFUK Dvalarflokkar í sumar verða, sem hér segir: 1. fl. 4. júní til 11, júní 9—12 ára 2. fl, 11. júní til lé. júní 9—12 ára 3. fl'. 18. júní til 2. júlj 9—12 ára 4. fl. 2. júlí til 16. júlí 9—12 ára 5. fl. 16. júlí til 23. júlí 9—12 ára 6. fl. 23. júlí tíl 30. iúlí 12—17 ára 7. fl. 30. júlí til 6. ágúst 9—12 ára 8. fl. 13. ágúst ti| 20. ágúst 17 ára og ieldri i, 9; fl. 20. ágúst til 27. ágúst 17 ára og eldri Umsóknum verður veitt móttaka frá og .með 12. máí tr, 11 k. og nánari upplýsingar gefnar • í K.F.U.M og K. <■» húsinu Amtmannst. 2 B kl. 4,30—6,30 alla virka daga nema laugard., sírni 23310. Verið velkomnar í Vindáshlíð. Stjórnin. Bretár @g landhélgin ÞAÐ cr ástæða til að. aetla, I að Bretar beiti — á stundum að minnsta kðsti — öðrum og lakari aðferðum' við mælingar á sjó en íslenzkir varðskips- menn. Kann hér að vera fund- in ein skýring á því, hvernig á því stendur, hve oft Bretar rengja mælingar varðskipanna í sambandi við landhelgisbrjóta. . « Nú hefur fyrsti stýrimaður á varðskipi látið AlþýðUblaðinu í té athyglisverðar upplýsingar, se mstyðja fyrrnefndan grun. Stýrimaðurinn er í landi sem stendur. Hann segir: Ég veit að það á sér oft stað, að brezkir sjóliðsforingjar nota aðrar aðferðir við mælingar á hafi en við íslendingar. Þessu til staðfestingar get ég nefnt éftirfarandi dæmi: „Fyrir nokkrum árum var skip mitt statt við gæzlu út af Hafnarhergi. Vi ðsáum togara, sem við töldum vera að land- helgisveiðum og mældum hann. Samkvæmt mælignum okkar reyndist hann vera 0,2 mílum innan við línuna eða rúmlega það. Ég gaf togaranum merki og fór um borð í hann. Skipstjór- inn var hinn kurteisasti og spurði hann mig, hvort hann mætti kalla á brezka eftirlits- skipið, sem é gsagði honum, að væri sjálfsagt. Kom svo eftir- litsskipið og miældu tveir sjó- liðsforingjar stöðu togarans við bauju, sem við hÖfðumi látið út. í millitíðinni hafði ég farið um borð í mitt skip, og þangað komu nú sjóliðsforingjarnir og töluðu við mig. Þeir sögðust hafa mælt stöðu baujunnar og hefði togarinn, samkvæmt mæl ingum þeirra, reynzt vera ná- kvæmlega á línunni, hvorki inn an hennar né utan. Ég spurði þá hvernig þeir rnældu. Þeir kváðust mæla með áttavita og radar í þetta skipti. Ég svaraði að ok-kur íslendingumi dytti ekki í hug, að mæla með átta- vita við Reykjanes vegna jarð- segulsSkekkju, sem þarna væri. Enn fremur sagði ég, að radar næði a'lla leið upp á bjarg, en við mæidum eftir sjólínu eða fjöruborði. Sjóliðarnir spurðu hvernig við mældum og ég svaraði að við mældum eftir tveimur lá- réttum hornumi. Þá svöruðu þeir báðir einum rómi: „Já, þð er beíra.“ Ég bað þá að mæla samkv. okkar aðferð og gerðu þeir það. Ég fékk þeim ný kort og sext- ant og mældu þeir síðan. Að þvi loknu sögðu þeir: „Þetta er rétt, eða öllu held,- ur, hann er innar en þið sögð- uð. Hann er 0.3 mílur fyrir inn- an. Þetta vissi ég, en ég vild; hafa rnælinguna ekki um of. Sjóliðsforingjarnir kvöddi síðan, fóru yfir ( togarann, er skipstjórinn á honum bað mij afsökunar og kvaðst alþúinn ac Ifylgja fyrirskipunum mín’un og fara til Reykjavíkur. Ég held að þarna sé skýring una að finna á misræminu mill: íslenzkra og brezkra' varðskips foringja, að minnsta kosti þeg- ar efazt er um landhelgisveið ar togara við Reykjanes.“ Fermingar í dag Háíeigssókn. Ferniing- í Dómkirkjunni kl. 2 Séra Jón Þorvarðsson. STÚLKUR: Anny Helgadótt- ir, Mávahlíð 20. Áslaug Jó- hannesdóttir, Sunnuhvoli við Háteigsveg; Erna Dagmar Guð- mundsdóttir, Barmahlíð 50. Ester Albertsdóttir, Baldurs- götu 30. Hafdís Hafsteinsdótt- ir, Seljalandsvegi 12. Halldóra Guðmundsdóttir, Skólavörðu- stíg 36. Hekla Pálsdóttir, Flóka götu 66. Hólmfríður Svein- björnsdóttir, Meðalholti 14. Sig ríður Jónsdóttir, S'angarholti 32. Sóley Benna Guðmunds- dóttir, Barmahlíð 46. Steinunn Þóra Sigurðardóttir, Miðstr. 7. DRENGIR: Ágúst Robert Schmiih, Barmahlíð 16. Áki Gíslason, Oddagötu 16. Bene- dikt Carl Bachmann, Lauga- vegi 32. Björn Snorrason, Bármahlíð 47. Einar Nikulás- son, Barmahlíð 50. Eyþór Bolla son, Mávahlíð 26. Friðrik Jóns- son, Skipholti 26. Guðjóií Magnússon, BlönduhlíðA9. Guið mundur Snævar Ólafsson, Lönguhlíð 11. Hákon Magnús Skaftfells, Hamrahlíð 5. Hjört- ur Hjartarson, Barmahlíð 38. Ingvar Þórólfsson, Drápuhlíð 35. Jón Breiðfjörð Ólafsson, Mávahlíð 35. Mágnús Gunn- arsson, Smáragötu 7. Marinó Ólafsson, Stórholti 19. Markús Einar Jensen, Leifsgötu 3. Nikulás Friðrik Magnússon, Skipholt 9. Ólafur Eyjólfsson, Bólstaðarhlíð 9. Ólafur Guð- biöm Gústafsson, Mávahlíð 47, Ólafur Rúnar Albertsson, Stór- holti 37. Pétur Sveinbjörnsson, Drápuhlíð 17. Reynir Arnar Ei- ríksson, Bólstaðarhlíð 12. Sig- mundur Sigfússon, Blönduhlíð 31. Sigurður Hörður Sigurðs- son. Bústaðahverfi 2. Valdimar Gunnar Valdimarsson, Barma- hlíð 30. Vilhjálmur Rafnsson, Blönduhlíð 17. Völundur Þor- giisson, Eskihlíð 22. Þorkell Guðbrandsson, Háteigsveg 28. 3. maí 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.