Alþýðublaðið - 12.06.1959, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 12.06.1959, Qupperneq 9
( ÍÞróttir KR sigraði Þróff með 5 gegn 0. ■] Sundmenn taka þátt í OL 1960. SSÍ að athuga möguleika á Iandskeppni ÁRSÞING Sundsambands íslands var haldið í Tjarnar- café mánudaginn 27. apríl 1959. Formaður S.S.Í., Erlingur Páls- son, setti þingið og bauð full- trúa velkomna til starfa. Til- nefndi síðan forseta Í.S.Í., Bene dikt G. Wáge, sem þingforseta og Hörð Óskarsson sem þing- ritara. í kjörbréfanefnd voru kosnir: Yngvi R. Baldvinsson, ísak J. Guðmann og Pétur Kristjánsson. Mættir voru 22 fulltrúar frá 9 ráðum, bandalögum og sér- samböndum til þingsetu. Auk þess mætti Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi ríkisins. Því næst var gengið til dag- skrár: Formaður S.S.Í., Erlingur Pálsson, flutti skýrslu fráfar- andi stjórnar. Meðal annars gat hann um eftirfarandi; a. Þátttöku S.S.Í. í Unglinga- sundmeistaramóti Norður- landa í Kalmar 1958 og hina frábæru ’ frammistöðu Ágústu Þorsteinsdóttur og Guðmundar Gíslasonar þar, sem var landinu til mikils sóma. b. Endurskoðun sundgreina á Sundmeistaramóti Íslands til að gera mótið fjölbreytt- ara og meira við hæfi sund- fólks utan Reykjavíkur. c. Tilboð S.S.Í. til hinna Norð- urlandanna fjögurra um gagnkvæma landskeppni í sundi við ísland á næstu ár- um. Undirtektir voru dauf- ar, en þó ekki vonlaust um einhvern árangur. d. Ákvörðun S.S.Í. um að taka þátt í næsta Sundmeistara- móti Norðurlanda fyrir full- orðna í Kaupmannahöfn í ágúst n. k. e. Um samnorrænu sund- keppnina 1957 og að senni- lega yrði næsta samnorræna sundkepnni haldin 1960. f. Þá ræddi form. um að sam- band og samstarf þyrfti að vera meira við sunddeildir og félög úti á landsbyggð- inni. S.S.Í. þyrfti að geta sent farkennara út á lands- byggðina til að leiðbeina í sundkennslu og sundþjálf- un. Fjárhagur hefði ekki leyft þetta nema í smáum stíl, en verið mjög vel þegið. g Þá skýrði form. frá því, að S.S.Í, hefði tilkynnt Olvmp- íunefnd íslands um þátt- . töku íslenzks sundfólks í næstu Olvmpíuleikum og að Olympíuþiálfun í sundi þyrfti að hefjast á hausti komandi. h. Samþvkktir voru í Reykja- vík 12 landsdómarar í sundi og óskað eftir að sunddóm- aranámskeið verði haldin víðar en í Reykjavík. Því næst lagði gjaldkeri S.S.. í., Þórður Guðmundsson, fram endurskoðaða reikninga og skýrði þá. Hafði S.S.Í. fengið í sinn hlut tekjur af samnor- rænu sundkeppninni 1957, kr. 10.500,00. Eftir kaffihlé hófust fjörug- ar umræður um ársskýrsluna og reikningana og tóku margir til máls og voru fjölda mörg mál rædd. Meðal annars var rætt um samnorrænu sund- keppnina. Form. S.S.Í. sagði, að þrátt fyrir hinar óhagstæðu jöfnunartölur, sem ísland hefði orðið að keppa eftir, hefðum við vel getað sigrað, hefðu ekki bezt syndu aldursflokkarnir dregið sig í hlé. Hins vegar hefði samnorræna. sundkeppn- in orðið oss íslendingum mik- ill ávinningur, bæði vegna al- mennrar þátttöku og fjárhags- legs ágóða, sem sundíþróttin víða um land hefði hlotið af keppninni. Færði form. S.S.Í. Þorsteini Einarssyni, íþrótta- fulltrúa, hinar beztu þakkir fyrir ágæta framkvæmda- stjórn og starfsemi í þágu sam- norrænu sundkeppninnar. Þor- steinn Einarsson kvaðst helzt vilja hafa samnorræna sund- keppni árlega. Hann kvað þá góðu fjárhagsútkomu sund- keppninnar 1957 vera mjög að þakka góðum skilningi og vin- semd fjármálaráðuneytisins. Hann þakkaði stjórn S.S.Í. fyr- ir ágæta samvinnu. Að umræðum loknum bar þingforseti upp skýrslu stjórn- arinnar og reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða. Því næst fór fram stjórnar- kosning: Formaður var kjör- inn Erlingur Pálsson, einróma. Úr stjórn áttu að ganga Ragn- ar Vignir og Yngvi R. Bald- vinsson, báðir endurkosnir samhljóða. Stjórnina skipa því á næsta ári: Formaður Erlingur Pálsson, Yngvi R. Baldvinsson, Ragnar Vignir, Þórður Guð- mundsson, Hörður Jóhannes- son. Hún skiptir með sér verk- um á fyrsta fundi. Varastjórn: Guðmundur Ingólfsson og Hall ur Gunnlaugsson. Endurskoð- endur: Atli Steinarsson og Ari Guðmundsson. Eftirfarandi tilllögur voru bornar upp af þingforseta og samþykktar og vísað til hinnar nýkjörnu stjórnar: 1. Ég undirritaður legg til, að SSÍ leggi ti lverðlaun fyrir Sundmeistaramót íslands. Verði það meistarapeningur bæði fyrir fuliorðna og ung- linga. Einnig önnur og þriðju verðlaun, pening. — Skal þetta vera framlag Sundisamibandsins tii fram- kvæmdarnefndar mótsins hverju sinni. — Guðmund- ur Ingólfsson (sign). 2. Við undirritaðir gerumþað 'að tillögu okkar, að Sund- sambandið ákveði nú þegar lágmarkstímia fyrir Norður- landameistaramótið, sem fram á að fara í ágústybrjun í Kaupmananhöfn, og skulu þeir, sem ná þeim lágmarks tímum, sendir, hve margir sem þeir kunna að verða, ef úr þátttöku íslands verður. Guðmundur Gíslason, Pét- ur Kristjánsson, Guðmund- ur Ingólfsson (sign). 3. Ársþing SSÍ 1959 beinir þvx til hinnar nýkjörnu stjórn- ar, að hún beiti sér fyrir því, að haldið verði áfram framkvæmdum við sundlaug ina 1 Laugardalnum.------ Guðmundur Gíslason, Pét- ur Kristjánsson, Guðmundur Ingólfsson (sign). 4. Ársþing SSÍ 1959 samþykk- ir að fela ihnni nýkjörnu stjórn SSÍ að kjósa 3 menn í nefnd er sjái um að á hverju ári fari hópur sund- manna um landið . til að kynnai þessa íþrótt íþrótt- anna. — Hörður Jóhanns- son (sign). 5. Geri það að tillögu minni, að stjórn SSÍ viðurkenni hið fyrsta þá menn, sem hún telur hæfa sem sund- dómara og hvetji héraðs- samlbönd og sundráð til þess að efna til dómaranám- skeiða. — Ingvi R. Baldvins- son (sign). 6) Við undirritaðir sem: vor- um skipaðir af stjórn SSÍ í nefnd til þess að endur- skoða keppnisgreinar á Sundmeistaramóti íslands, leyfum okkur hér með að bera fram eftirfarandi til- lögu: a. Að næstu fjögur ár verði keppt í 4x100 m. skrið- sundi karla í stað 4x200 m. skriðsundi. b. Að framvegis bætist eft irtaldar sundgreinar á skrá Sundmeistaramóts íslands: 3x50 m. þrísund telpna. 3x50 m. þrísund drengja. — Ragnar Vign Framhald á 2. síðu. KNATTSPYRNAN er flokkakeppnj, sem fýrst og fremst byggist á samleik, en gefur jafnframt einstakling- um tækifæri til að sýna skap- andi framtaksemi og hug- kvæmni, ef hann hefur til þess skilnjng og leikni. Það sem af ier þessu leikári hefur lítið borið á fram.takssemiinni og hugkvæmninni, hins veg- ar hafa þeir, sem völlinn hafa sótt, en þeir skipta þúsúnd- um, yfirleitt orðið vitni af sama og síendurtekna hnoð- inu, þar sem uippistaðan hef- ur verið ónákvæmar sending ar og klaufalieg viðbrögð leik mannanna. Ekki var „farið út af línunni11 hvað þetta snerti í leik ofangreidra félaga á miðv'ikudagskvöldið var, bó til undantekninga megi télja, leik Þórólfs Beck og Garðars Árnasonar í liði KR og mið- framvarðarins, Halldórs Hall- dórssonar, { liði Þróttar. Fyrri hállfléiknum lauk með því, að KR skoraði tvö mörk, það fyrra er 15 mín- útur voru /af leik. Það var Sveinn Jónsson sem skoraði, úr sendingu Arnar Steinsens. Það síðar gerði svo Þórólfur Back, lék hann mjög laglega upp að marki með knöttinn og skoraði prýðilega. í þess- um hálfleik áttu Þróttarar tvö góð færi. sem næi’ri höfðu nýtzt þeim' til að jafna. 1 fynssj skiptið úr hornspyrnu, þart sem Garðar Árnason bjargw aði á línu, en í síðara skiptiði- bjargaði markvörður iöbia skoti á s(íðasta augnabliki. í síðari háífleiknum skor- uðu svo KR-ingar þrjú mörk. Það fyrsta gerðí ÞórólfuX Beck. Sveinn Jónsson annaS skömmu síðar. Komst hann innfyrir Halldór, sem ekkíl hafði við honum á sprettn- um, ,en markvörðurinn hefðil hins vegar átt að gera tilraun. til bjargar með úthlaupi, ent hrieyfði sig ekki, en beið semi dauðadæmur og fékk svo ekk ert að gert. Loks bæíti svo Örn Steinsen þriðja markinu við nokkru fyrir leikslok, þarna hefði markvörðúrinni aftur á að gera tilraun til björgunar með úthlaupi, crr lét það hins vegar ógert. Má vel v'era að ef hann hefðil reynt úthlaup f hæði þessii skipti, að honum hefði tekist að bægja hættunni frá. Það var minnsta kosti skylda hans að reyna það, og hefði ekkl verr farið en fór, þó úthlanpÍHi hefðu ekki borið árangur. í þessurn hálfleik átti Þrótt ur að minnsta kostj tvívegis markfæri, sem ekki nýttust. Mörk KR í fyrri hálfleik voru hins vegar bæði gerð úr Framíhald á 2. síðu. Vilhjálmur og Svavar til Varsjá FRÁLSÍÞRÓTTASAMBANDI íslands var boðið a ðsenda tvo keppendur á hið árlega minn- ingarmót um einn þekktasta langhlaupara Póllands, Janus Jusocinski, en mótið fer fram í Varsjá um næstu helgi. Beðið var um Vilhjálm Ein- arsson og Valbjörn Þorláksson, en sá síðarnefndi gat ekki þeglð boðið og var SVavar Markússon þá valinn í hans stað. Vilhjálm- ur keppir í þrístökki, en á mót- inu keppa sennilega flestir beztu þrístökkvarar heimsins Framhald á 4. síðu. IBANDARÍKJAMENN hafa eignazt tvo nýja spjótkast- ara á hehnsmælikvarða í vor og í gær var frétt um það hér á síðunni, að annar þeirra, A1 Cantello, hefði sett nýtt heimsmet, kastaði 86,04 m. Það fylgdi fréttinni, að nýr kaststíll hefði verið upp- götvaður og hér er mynd af hinum kastaranum, Bill Al- ley, sem hefur kastað 82,33 m. Myndin sýnir óvenjuleg- an stíl Ogf minnir töluvert á handknattleiksmann, sem er að skjóta á mark. Berið sam an myndina af Gunnlaugi Hjálmarssyni, einum okkar bezta handknattleiksmianni. HUMMWMMVWMWWUMM Alþýðublaðið — 12. júní 1959 0)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.