Alþýðublaðið - 04.09.1959, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.09.1959, Síða 1
40. árg'. — Föstudagur 4. september 1959 AFNÁM TEKJUSKATTSINS er nú í athugun í fimm manna nefnd, sem skipuð var af ríkisstjórninni í fyrravor. Hafði AlþýðuFlokkurinn flutt um það ályktunartillögu á alþingi seinni hluta vetrar 1958, að athuga skyldi möguleika á því að leggja þennan skatt niður með öllu, og var tillagan sam- þykkt með atkvæðum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, en gegn atkvæðum Framsóknar og kommúnista. AlþýSuflokkurinn tók mál 1 þetta upp á þingi og benti á, að 1 mjög mikið ranglæti væri nú orðið í framkvæmd beinna skatta, þar sem miklar fúlgur væru aldrei gefnar upp til skatts. Væri svo komið, að iMtMMMIMIMMMMMMMMMV 9:1 í GÆR fór fram á Mela- vellinum „stæusti kapp- Ieikur ársins“ Skattstof- an gegn ToHstjóraskrif- stofunni. Þessar stofnan- ir, sem eiga frekar litlum vinsældum að fagna, sér- staklega Þessa dagana, börðust nú upp á líf og dauða á sviði knattspyrn- unnar. Lið Tollsins var þó gceinilega í betri þjálfun og Iék Skattstofuna grátt — 9:1. Þetta eina mark Skattsofunnar var skorað úr vítaspyrnu af tónskáld- inu góðkunna, Sigfúsi Halldórs, algjörlega óverj- andi fyrir markvcirð Tolls- ins, J tekjuskatturinn væri að heita má launamannaskattur, þar eð hann lenti þyngst á þeim, sem hafa föst laun. Þá var einnig bent á, að forsendur allar fyrir tekjuskattinum væru gjör- breyttar, síðan hann var fyrst lagður á fyrir rúmlega 40 árurn. Nú eru komin til sögunnar önn- ur veigimikil atriði til tekjuöfl- unar í þjóðfélaginu, fyrst og fremst tryggingarnar og niður- greiðslur nauðsynja, sem alLt stefndi að stuðningi við hina efnaminni borgara. Eftir samþykkt tillögu Al- þýðuflokksins á þingi skipaði f jármálaráðherra 5 manna nefnd til að athuga málið, eins og ráð var fyrir gert í tillög- unni. Fir Skúli Guðmundsson formaður hennar, en aðrir nefndarmenn þeir Emil Jóns- son, Jón A. Olafsson, Árni Halldórsson og Björn Olafs- son. Nefndin hefur haldið all- marga fundi, en ekki komizt að niðurstöðu ennþá, að því cir Alþýðublaðið hefur frétt. Vandinn við þetta mál er fyrst og fremst sá að finna aðr- ar tekjur í stað tekju- og eigna skattsins, sem nú nemur í heild — á einstaklinga og félög, um Framhald á 2. síðu. |en Framsókn ihikar við -4 Á MYND þessari sést yfir fund utanríkispáð- herra Norðurlandanna. — Ljósmyndari Alþýðublaðs ins tók myndina skömmu eftir að fundurinn liófst í gærmorgun. I GÆRMORGUN hófst í há- skólanum utanríkisráðherra- fundur Norðurlandanna. Var einkum rætt um dagskrá næsta þings Sameinuðu þjóðanna og gengu störf fundarins svo greið lega í gær, að honum varð að mestu lokið. í dag fyrir hádegi heldur fund urinn áfram og verður honum formlega slitið um hádegi. —■ Framhald á 2. síðu. TVEIR TOGARAR eru nú byrjaðir veiðar fyrir Þýzka- landsmarkað. Eru það þeir Karlsefni og Röðull. Karlsefni hefur verið að veiðum síðan ■ 25. ágúst og er búizj við, að liann selji í Þýzkalandi kring- um 10. september. Innflutningur er frjáls á fiski til Vestur-Þýzkalands, en venju lega hefjast siglingar íslenzkra togara á Þýzkalandsmarkað um miðjan september. Er verðið nú gott á Þýzkalandsmarkaði, þar eð Þjóðverja skortir nýjan fisk. MAÐUR nokkur fékk aðsvif í gær, þegar hann ætlaði að fara að stíga upp í strætisvagn. Féll hann aftmr yfir sig á gang- stéítina og meiddist á höfði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.