Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 11
imimíUimmimittififirtiiiHiiB 31. da^ur lainfniiiiiiiiiiiiiiHiiiHMiiiiiHimuminitnniniiiiiP ferðis. Allt varð eftir í sjúkra- bílnum“. „Hvað vantar þig ~ púður, varalit?" Davíð dró litla tösku fram undan rúminu og opn- aði hana. Linda starði dáleidd á hana. „En Davíð, hér hef- urðu nægan farða fyrir leik- hús til heils árs!“ Það var allt í litlu töskunni, hárkollur, falskt skegg og bartar, púður og alls konar fegrunartæki. „'S'vo hér leggur'ðu grund- völlinn að dularbúningun- um“, sagði hún. „Já, og ef þér er sama, ætla ég að verða gamli veiðimað- urinn aftur. Ég býst ekki við að það sé heppilegt að dr. Reichmann sjáisf hér nálægt eftir það sem skeð hefur. Gamli veiðimaðurinn fékk jú leyfi til að veiða hér meðan Herr Kommandanten var ekki við“. Linda hló. „Hans yrði reið- ur ef hann vissi þetta!“ „Kallarðu hann Hans?“ spurði hann hvasst. „Hann bað mig um að gera það og ég hélt að hann væri vinur minn. Það var daginn sem þú vildir ekki hjálpa mér við landamærin. 'Við drukk- um kaffi í lítilli veitingastofu rétt við landamærin, þá sagð- ist hann vera vinur minn og bað mig um að kalla sig Hans“. „Hann er glæsilegur mað- ur“, sagði Davíð. „Þú ert þó ekki hrifin af honum, Linda?“ „Hrifin af honum!“ hún hló hvellt. „Hrifin af honum, Davíð — ertu brjálaður?“ „Ástin mín!“ Hann tók svo fast utan um hana, að hún gat ekki andað. „Leyfðu mér að segja þér hvers vegna ég gat ekki hjálpað þér þá. Ég bjóst við að ég væri grunað- ur. Ég vissi að grunur þeirra myndi styrkjast ef þú yrðir stoppuð og ég skipti mér af því. Og ég hefði verið feginn að þú yrðir send til Vestur- Berlínar aftur. Ég vissi að þú yrðir í hættu stödd um leið og þú kæmir til Austur-Ber- línar. Og það var aðeins eitt, sem ég ætlaði að gera, þegar ég fór yfir landamærin, ég ætlaði að hjálpa föður þínum. Skilurðu það, heimskinginn minn litli?“ „Ég skil það, Davíð. Ég get ekki sagt þér, hvað mér þótti leiðinlegt hvað ég varð reið vi ðþig. Ef ég hefði ekki ver- ið það —“ „Þá hefðirðu ekki orðið jafn hrifin af Hans og þú varðst?“ Hún skalf. „Ég viðurkenni að mér fannst Hans aðlað- andi. Hann er aðlaðandi en ég var alltaf hrædd við hann. Éyrsta kvöldið, sem ég lék með leikflokknum, kys/d hann mig, en ég vildi helzt ekki kyssa hann. „Hefðirðu viljað kyssa hann hefði ég neyðst til að slá hann niður“, sagði Davíð. „Ó, Davíð!“ Hún hló lágt. Svo sagði hún aftur: „O, Davíð!“ Hann kyssti hana blíðlega. „Ástin mín, elsku Linda!“ Svo rétti hann úr sér. „En nú verð ég að skipta um föt, kannske kemur Karl með skilaboð til mín. Hann kemur til að segja mér hvað hefur skeð í höllinni strax og hann kemst til þess. Hann er góður piltur. Og með an ég skipti um föt geturðu reynt að kveikja á litla prím- usnum í horninu. Flesk, egg og brauð eru í hornskápnum. Ég vona að þú sért svo hrein- líf að snúa þér undan þegar karlmaður skiptir um föt?“ Linda brosti stríðnislega til hans. „Ég skal gera hvað ég get“. Hún snéri baki í hann meðan hún lagaði matinn en hana langaði til að líta við og sjá hvernig frægur læknir breyttist í gamlan veiðimann. „Góðan dag, Fráulein Red- fern“, var sagt að baki henn- ar. Hún leit við og starði — svo hló hún. Gamli veiðimað- urinn stóð að baki hennar. Ekki aðeins fötin og andlitið var breytt, framkoma Davíðs var öll önnur. Jafnvel röddin tilheyrði gömlum veiðimanni. „Það er fallega gert af litlu Fráulein að eldá mat handa mér“, sagði hann með rödd gamla veiðimannsins. ,,Þú ert stórkostlegur, Da- víð. Eg hefði aldrei ha-ldið að Iþið dr. Reichmann væruð einn og sami maður?“ Þá skulum við vona að ihinurn í höllinni detti það ekki í hug heldur,“ svaraði hann þurrt. „Ég fer og veiði í ánni í dag til að sjá hvort þeir koma með föður þinn aftur hingað. Karl kemur á- reiðanlega með fréttir í kvöld.“ „Hann fer eftir syllu með fram hyldýinu við höllina.“ „Já, en það er hættulegt eitt feilspor —“ Hún skalf. „Vesalings Helga!“ Þau settust of fóru að borða. „Geturðu ek!ki sagt mér hvað það er sem þú ert að gera, Davíð?“ spurði hún. „Þú ert svo frægur, söguhetja alls Þýzkalands. Eg heyrði minnzt á „Riddarann11 strax fyrsta daginn sem við pabbi komum til Þýzkalands. Og dag nokkurn þegar ég sat fyrir utan hótelið, var kom- ið með mann í bíl. Hann var svo veikur, að það varð að styðja hann. Forstjórinn sagði mér að hann hefði flúið frá Austur-Berlín og að „Riddarinn“ hefi hjálpað ohnum. Hjálpaðir þú honum Davíð?“ Hann ypþti öxlum. „Eg kom honum út úr fangelsinu sama dag og áttf að taka hann af lífi. Hann var í brezku leyniþjónustunni. Eins og þú kannski veizt, — lyftir brezka stjórnin ekki fingri til að hjálpa þeim sendimönnum sín-um sem handsamaðir eru. Þeir láta eins og viðkomandi aðili hafi aldrei unnið fyrir þá.“ Hún kinkaði kolli. „Ég hef heyrt það. — Það finnst mér svo óréttlátt. Þeir eru hug- rakkir menn sem leggja lífið sífellt í 'hættu fyrir fósturjörð sína. Og samt fá þeir enga viðurkenningu fyrir.“ „Nei“, viðurkenndi hann „Það fá þeir ekki.“ „En ert þú 'einn þeirra, Davlð?“ spurði hún. „Ó, nei,“ hann hló. „Eg hef hvorki heila né þolinmæði til slíks. Ég hefði aldrei staðizt prófin sem þeir halda.“ „Ertu ekfci nægilega gáf- aður ti-1 þess! Það er hlægi- legt!“ „Ásti,n mín, þú -ert ekki hlutlaus dómari,“ sagði hann léttilega. „Og mig langar ekki til að vera leynilegur njósn- ari. Það á ekki við mitt skap. Eins og ég sagði, hef ég enga þolinmæði til að bera. Þegar ég var búinn með . skólann, langaði mi'g il að gerast leikari og um stund lék ég nokkur smáhlutverk við leik- húsin í London. Og svo frétti ég að eldri bróðir minn hefði verið drepinn í fangabúðum í Rússlandi. Hann vami í Rússlandi þá. Og ég ákvað að ef mögulegt væri, skyldi ég hefna hans — ég ætlaði að bjarga jafn mörgum og ég frekast gæti frá böðlinum eða aftökusveitunum. Og hingað M'.V' ,, -mm il m eríl , -^frvfír>»vV jiTÍT[>V / L!- I ’ ö. Pox ó Copenhogeo 32fi „Þú gætir í það minnsta vafið dálítið hraðar upp á helv. . .. hnykilínn“. til hefur mér gengið vel, Linda. Svo vel, að ég er orð- inn hræddur.“ Hún hallaði sér yfir borð- ið og dró djúpt andann. „En í þetta sinn hefur þér gengið Vel líka. — Þú komst pabba til Vestur-Berlínar!“ „Ég verð að treysta á ham- ingjuna,11 sagði hann alvar- lega. „En nú erum við búin að tala nóg -um þetta. Þakka þér fyrir matinn, Linda. Eg tek veiðistöngina og fér til að vita, hvað hefur skeð. — Kannske ég fari niður eftir til Goetz, þau vita kannske eitthvað. En hvað sem skeð- ur, máttu ekki fara út og ef einhver kemur, áttu að fela þig.“ Hún leit í kringum sig. „Hvar?“ „I búrinu,“ sagði hann. „Það er læst innan frá og þar geturðu lokað þig inni. Lofaðu mér, að tefla ekki á tvær hættur, Linda.“ Hún brosti til hans. „Allt í lagi,“ sagði hún, „en ég vona að það sé ekki nauðsynlegt.“ „Og nú verð ég að fara telsku Linda mín.“ „Davíð tók utan um hana. Svo brosti hann stríðnislega. . „Ég get ekki kysst þig, ég er svo mikið málaður.“ „Nei, en þú ert vel málað- ur, Davíð.“ „Eg hrósa mér af því að dularbúningar mínir eru yfir leitt góðir.“ Hann yppti öxl- um. „Hefði ekki verið svo, væri ég ekki lifandi núna.“ Henni fannst tíminn standa kyrr eftir að hann fór. Hún hugsaði um það eitt, hvernig þau kæmust til 'Vestur-Berlín- ar. Hér var líf hennar og Dav- íðs í hættu. Sólin var að setjast og skugg arnir féllu á litla kofann, en Davíð var ekki enn kominn. Loks heyrði hún gengið um fyrir utan. Hana langaði til að hlaupa til dyra og varpa sér um hálsinn á honum, en hún gerði það ekki. í þess stað leit hún út um gluggann. Það lá við, að hún veinaði af hræðslu. Hans Sell kom gang- andi upp að kofanum. Hún mundi, að Davíð hafði sagt henni að fela sig, og hún smaug inn í búrið og skellti dyrunum. Það var barið á dyrnar. „Er nokkur heima?“ heyrði hún Hans kalla. Þegar ekkert svar kom, heyrði hún, að hann opnaði dyrnar. „Er nokkur heima?“ kallaði hann aftur. „Svarið mér! Ég veit, að einhver felur .... épariö yöur hlaup á milli margra. verzlana! OíMJOílL 4ÓU.UM mmi -Austurstissti Hafnarfjörður Barnagœzla Eldri kona eða unglings- stúlka óskast til að gæta barns frá 9—12 f.h. eða eftir samkomulagi, Upp- lýsingar í síma 50015. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. Breiðholtsgirðing verður smöluð í dag. Smalamenn mæti kl. 10 árd. Kvennaskólinn í Reykjavík: Námsmeyjar skólans komi til viðtals mánudaginn 28. sept. 3. og 4. bekkur kl. 10 árd. og 1. og 2. bekkur kl. 11 árd. V»V 'VV- . - - Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxj fer til Oslo, Kaupm.h. og Hamborgar kl. 10.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl, 16.50 á morgun. — Hrímfaxi fer til Glasgow og K,- m.h. kl. 08.00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Blönduóss, Eg- ilsstaða, Húsavíkur, ísafjarð- ar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestmeyja (2 ferðir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- iJsstaða, Kópaskers, Siglufj., Vestm.eyja og Þórsh ifnar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg frá Staf angri og Oslo kl. 19 í dág. Fer til New York kl. 20.30, Saga er væntanleg frá New York kl. 8,15 í fyrramálið. Fer til Gautab., Kaupm.h. og Hamborgar kl. 9,45. Leigu- flugvélin er væntanleg frá New York kl. 10.15 í fyrra- málið. Fer til Oslo og Staf- angurs kl. 11.45. ★ Dómkirkjan: Messa kl. 11 ár- degis. Séra Óskar J. Þor- láksson. ITaustfermingar- börn séra Óskars J. Þorláks sonar mæti við messuna. — Hautsfermingarbörn séra Jóns Auðuns komi til við- tals í Dómkirkjuna sama dag (sunnud. 27. sept.) kl. 3 e. h. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 árd. Hámessa og prédikun kl. 10 árd. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árd. Heimilisprestur- inn. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 árd. Séra Garðar Svav- arsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Messa kl. 2 e. h. Séra Óskar J. Þorláksson dómkirkju- prestur messar. Séra Krist- inn Stefánsson. Háteigsprestakall: Messa í há tíðasal Sjómannaskólans kl. 2. Séra Jón Þorvarðarson. Fríkirkjan: Messað kl. 2 e. h. Séra Þorsteinn Björnsson. Neskirkja: Messað kl. 2 e. h. Séra Emil Björnsson. Hallgrímskirkja: Messað kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Árna- son. — Haustfermingar- börn Séra Sigurjóns Árna- sonar beðin að koma til við- tals í Halgrímskirkju þriðju dag 29. sept. kl. 5 e. h. Bústaðaprestakall: Messa 1 Kópavogsskóla kl. 2. Haust- fermingarbörn beðin að mæta. Séra Gunnar Árna- son. — Haustfremjngarbörn eru beðin að mæta sem hér segir: Börn í Bústaðasóka komi í Háagerðisskóla m k. þriðjudag kl. 5 e. h. —Börn í Kópavogssókn komí f Kópavogsskóla kl. 2 á morg un (sunnudag. Sóknarprest- ur. Alþýðublaðið — 26. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.