Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.09.1959, Blaðsíða 11
wnmmmmi?íinHiiim«fmrttmnni 32. dagur nniniiiniiiissiiiiiieiiisiiimamitiantnnnBSinESiBPs sig hér, og ég held, að ég viti, hver það er. Komdu fram, Holden! Hvar í andskotanum eruð þér falinn?“ Hún hallaði bakinu að dyr- unum og þorði ekki að anda. Hún h'éyrði, að gengið var yfir gólfið og að.búrinu. Það var barið fast á dyrnar. „Opnið! Ég veit, að það er einhver inni! Komið fram, Holderi, og hagið yður eins og karlmað- ur! Ég er óvopnaður, við get- um barizt með berum hnef- unum. Að þetta skuli vera hinn frægi „Riddari“ er hlægi- legt! Óvinur stjórnmálaflokks okkar, maðurinn, sem þorir að skipta sér af okkar málefn- um og' grípa fram fyrir hend- urnar á okkur, falinn bak við lokaðar dyr! Þér skuluð fá það, sem þér eigið skilið. Ef þér eruð karlmaður, opnið þá!“ Aftur barði hann á dyrn- ar. Linda fann, að dyrnar voru að láta undan. En lásinn hélt enn. Hún varð ofsahrædd. Hvað gerði Hans við hana, ef hann fyndi hana hér? Hvað myndi ske, þegar hann skildi, að hún stóð við hlið Davíðs? Hún var stíf eins og stytta og hræðslan var að kæfa hana. „Hvað á það að þýða, að Herr Kommandanten er að reyna að brjóta niður búr- dyrnar' mínar?“ spurði róleg rödd fyrir utan. Það var rödd gamla veiðimannsins. Hann leit við. Hann starði á gamla manninn án þess að segja orð. Holden og þessi gamli maður gátu ekki verið einn og sami maðurinn, en ef svo var, nú — ef svo var nú — Eldsnöggt gekk hann fram og reif hárkolluna af höfði veiðimannsins og hvítt skegg- ið fylgdi með. Hann urraði illilega, en jafnvel þá heyrð- ist, hve ánægður hann var. „Svo það eruð þér, Holden! Ég verð að viðurkenna, að þetta er stórkostlegur dular- búningur. Hver er inni í búr- inu?“ „Enginn.“ „Ég trúi yður ekki. Linda er hér. Linda er mín, Holden. Hún hefur lofað að kvænast mér.“ „Það var vissulega sniðugt af henni að skírskota til hlýrri tilfinninga yðar til að leika á yður,“ sagði Davíð hæðnis- lega. ;,Djöfull.“ Linda heyrði að mennirnir tveir ruku hvor á annan. Ekki eitt orð var sagt, en hún heyrði dæs og högg. Hún gat ekki lengur verið í búrinu. Hún varð að fylgjast með því sem skeði. Hún opnaði dyrn- ar og leit fram. Mennirnir tveir slógust á- kaft. Það var 'djúpur skurður yfir annarri augnabrún Dav- íðs. Á höku Hans var skurður. Davíð sló hann fas.t „Þetta er fyrir morðið á Frankie Dixie,“ urraði hann. „Ég bað Fay ekki um að drepa Frankie,“ stundi Hans. „Henni var skipað að gefa henni eitthvað, svo hún sofn- aði, og asninn gaf henni of stóran skammt. Dauði Dixie er henni einni að kenna.“ „Þér eigið við, að þér berið „En hvað eigum við að gera við Hans Sell?“ spurði hún og leit með viðbjóði á meðvitund arlausan manninn. Hún vor- kerindi honum ekki. Það var Davíð; sem hún hafði áhyggj- ur af. Það blæddi úr sárinu yfir auganu og hún tók upp vasaklút til að þurrka hon- um. „Við verðum að binda hann vel. Það er ekki víst, að nein- um komi til hugar að leita að honum hér, þó að hann rakni bráðlega við_ sér. Og á meðan verðum við að vona að við komumst undan' með guðs hjálp.“ „En hvernig eigum við að komast héðan, Davíð?“ „Það ræðum við seinna. Hjálpaðu mér að binda hann og svo komum við honum inn í búrið. Við verðum að flýta okur hver mínúta er dýrmæt.“ Það var farið að rökkva. einn alla ábyrgðina,“ sagði Davíð og sló hann aftur. Linda gekk inn í herbergið. „Farðu inn í búrið, Linda,“ kallaði Davíð. „Farðu inn og lokaðu dyrunum!“ „Svo að Linda var þar inni!“ Hann greip andann á lofti. Hnefi hans lenti beint í and- litinu á Davíð. En Davíð rið- aði ekki einu sinni við. Hann sló Hans í magann, svo há- vaxni maðurinn féll saman og datt á gólfið. Þar lá þann. „Dreptu hann?“ stundi Linda. Davið hristi höfuðið. „Nei, en við fáum frið fyrir honum um stund. Við verðum að fara héðan, Linda.“ „Fékkstu eitthvað að vita um pabba?“ spurði hún. „Ekkert og kannski merkir það að allt sé í lagi. Hann er a.m.k. ekki kominn til hallar- innar aftur. Hvorki Gerhardt né Heinrich sáust á bænum. Kannski hefur Heinrich komið honum yfir landamærin. Það var hann, sem gat útvegað gamlan sjúkrabíl á einni nóttu.1 í | §| „Það dugar ekkj annað en vera ákveð- inn. Ég sagði, að Dísa fengi ekki að hafa köttinn með og þar með er það búið“. Þau urðu að kveikja á lamp- anum meðan þau bundu Hans Sell. Linda vorkenndi honum ekki enn. Hans hafði logið að henni, hann var orsökin að dauða vesalings Önnu Goetz og guð einn vissi, hve marga aðra hann hafði myrt, beint eða óbeint. Og hann var ábyrg ur fyrir dauða Frankie Dixie! Hún var rétt búin að hjálpa Davíð að koma Hans inn í búrið, þegar fótatak heyrðist fyrir utan. Það var barið var- lega að dyrum. Davíð bandaði til hennar, þegar hann opnaði dyrnar. Hann leit út í myrkr- ið: „Kom inn,“ hvíslaði hann. Linda andaði léttara. Það var Karl. „Guði sé lof og þakkir,“ hvíslaði hún. „Hvaða fréttir hefur þú?“ spurði Davíð. „Ég heyrði í höllinni að ein- hver hefði komizt undan til Yestur-Berlínar. Það var ekki nefnt neitt nafn, en við við höldum öll að átt sé við pró- fessorinn. Það hefur gengið mikið á síðan þið fóruð með sjúkrabílnum. Herr Komman- danten hringdi til Rudolph Mannheim skömmu eftir og sagðist ekki hafa náð í lækn- inn. Mannheim elti ykkur strax, en hann kom ekki til baka. Yerðirnir voru of hrædd ir til að tilkynna það. Hann fannst dauður á veginum. Herr Kommandanten kom heim í dag. Hann hagaði sér eins og vitfirringur, veinaði og skammaði okkur öll þang- að til hann skrapp út áðan.“ Davíð kinkaði kolli í áttina til búrsins. „Hann er þarna inni, Karl. Bundinn eins og múmía. Hann vaknar ekki í bráð. Á meðan verðum við Fraulein Redfern að komast héðan. Veiztu, hvernig við get um það?“ „Skreiðstu aftur meðfram hyldýpinu?“ spurði Linda skelkuð. Ungi aðstoðarmatsveinninn brosti. „Já, ég er orðinn flink- ur núna. Ég ætlaði að segja ykkur að bændurnir eru að gera uppreísn. Þeir safnast saman til að ganga til Austur- Berlínar og mótmæla þar. Þeir hata samyrkjubúin og vilja reyna að gera eitthvað gegn þeim. Mér datt í hug að þið gætuð kannski farið með þeim þá er ekki eins auðvelt að þekkja ykkur. Og það verð- ur uppnám í borginni.“ „Gott!“ Davíð tók um hönd unga mannsins. „Þetta eru góðar fréttir. Þú færir mér heppnina, Karl. Ég veit ekki, hvernig ég hefði komizt af án þín.“ „Það ergott, ef ég hef eitt- hvað gagn gert,“ rödd Karls var hás af geðshræringu. „Ég þori ekki að vera hér lengur. Það er farið að veita því eftir- tekt, að ég hverf við og við frá höllinni. En það fer bænda hópur frá næsta bæ eftir stutta stund. Mér datt í hug að þið vilduð vera samferða.“ „Gott.“ Það var greinilegt, að þrek og hugrekki Davíðs var vaknað á ný. Linda starði lömuð á hann. Hann hafði einmitt staðið í þeim grimmdarlegustu slags- málum, sem hún hafði séð, en hann virtist ekkert þreyttur. „Ég kom með föt fyrir yður og Fráulein Redfern“, hélt Karl áfram. „Ég held, að þér ættuð ekki að vera gamli veiðimaðurinn lengur, Herr Ritter. Og Fraulein Redfern lítur ekki út eins og bónda- stúlka í þessum fötum.“ „Það var vel hugsað, Karl. Ég þakka þér fyrir,“ sagði Davíð. Karl var með fötin í bak- poka. „Ég verð að fara,“ sagði hann. „Éins og ég sagði áðan held ég, að þeir gruni mig í höllinni. Gangi yður vel, Herr Ritter. Gangi yður vel, Fráu- lein Redfern.“ Hann tók í hendur þeirra og hvarf út í náttmyrkrið. „Má ég þvo sárið, Davíð,“ sagði Linda, þegar hann var farinn. Hann brosti. „Lít ég illa út? En það er sjálfsagt hægt að mála yfir það.“ „Fyrst verð ég að hreinsa og þvo sárið,“ mótmælti hún. „Allt í lagi,“ brosti hann. „Ég þarfnast þess ekki, en ég vil það gjarnan.“ Hann lagð- ist niður og lét hana hreinsa sárið. Þegar hún var búin tók hann um hendur hennar og kyssti þær. „Takk ástin mín. Þetta var indælt ég er eins og nýr maður.“ „Ég vona, að ég verði alltaf til staðar til að láta þér líða vel, þegar þú þarfnast þess, Davíð,“ sagði hún lágt. „Kannski," sagði hann og lokaði augunum. „Kannski/ Að minnsta kosti fylgirðu mér í huga mínum hvert sem ég fer, elsku ástin mín.“ Það fór kuldahrollur um hana. Við hvað átti hann eig- inlega? En það var ekki tími til að biðja um skýringu á því núna. Davíð var farinn að róta . ................. « II II «■ I » ■ lií* S .... ^parið yður Waup á roilli murgm verzlaua! I unnudagur OÓWJOOL Á öíttlM OÖÖM! Austuxstræti VIINJASAFN bæjarins. Safn deildin Skúlatúni 2 er opin daglega kl. 2—4. Árbæjar- safn opið daglega frá kl. 2 —6. Báðar safndeildir eru lokaðar á máaudögum. MYNDLISTARSÝNING Al- freðs Flóka er opin í Boga- sal Þjóðminiasafnsins dag- lega frá klukkan 1 til 10. USTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og mið viku- dögum frá kl. 1,30—3,30. ;v Flugfélag H§^ íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til tlií J. Glasgow og K.- m.h. kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Rvk kl. >*:*:*'*'• ■ 22.40 íkvöld. — Flugvélin fer til Londop og Bar- celona kl. 10.00 í fyrramálið. —' Gullfaxi er væntanlegur til Rvk kl. 16.50 í dag frá Hamborg, Kmh., og Oslo. Flugvélin fer til Oslo, Kmh. og Hamborgar kl. 08.30 í fyrarmálið. — Innanlands- flug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Egilsstaða, Kópaskers, — Siglufjarðar, Vestmæyja og Þórshafnar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Bíldudals, Fagurhólsmýrar, Hornafj., ísafjarðar. 'Patreksfjarðar og Vestm.,eyja. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg frá Amsterdam og Luxemburg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Edda er væntan- leg frá New York kl. 20.30. Edda er væntanleg frá New York á morgun. Fer til Glas- goAV og London eftir skamma viðdvöl. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Vestm.eyjum í kvöld 26.9. til Leith, Grimsby, London, Kmh. og Rostock. Fjallfoss fer frá Rott erdam 26.9. til Bremen og Hamborgar. Goðafoss fór frá New York 25.9. til Rvk. — Gullfoss fór frá Rvk á hádegi í dag 26.9. til Leith og Kmh. Lagarfoss fór frá Rotterdam 24.9. til Haugesund og Rvk. Reykjafoss fór frá New York 17.9. til Rvk. Selfoss fer frá Hafnarfirði á.mánudagsmorg un 289. til Akraness, Vest- mannaeyja og Rvk. Tröllafoss fór frá Hull 24.9. til Rvk. — Tungufoss fer frá Mantyluoto 26.9. til Riga og Rvk. BRUÐKAUP: — I gær voru geíin saman í hjóna- band ,í Bristol: Guðrún ■Sveinbjarnardóttir. stud. jur. og Arnþór Garðarson, stud. scient. — Heimili ungu hjónanna verður að 6 Osboi;n-Road, Bristol, Englandi. Bessastaðakirkja: Við setn- ingu héraðsfundar verður almenn messugerð í Bessa- staðakirkju kl. 2 e. h. — Sr. Halldór Kolbeins prédikar, en sr. Bjarni Sigurðsson ög sr. Kristján Bjarnason, — þjóna fyrir altari. — Séra Garðar Þorsteinsson. Alþýðublaðið — 27. sept. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.