Alþýðublaðið - 02.10.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1959, Blaðsíða 4
 Útgefandi Aipyðuflokkurlnn. — Framkvæmdastjon. ingoiiui Knsxjánsson. Ritstjórar. Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson <áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: BjÖrg- ▼in Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- ingasími 14 90G Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsina, Hverfisgata 8—10 Grjótkast úr glerhúsi ÞJÓÐVILJINN er kominn í kosningaskap. Hann tilkynnir í gær, að Alþýðuflokkurinn vilji gengislækkun, en tilefni þeirrar ályktunar er ræða sem Gylfi Þ. Gíslason hélt nýlega á aðalfundi Verzl unarráðs íslands. Meginatriði hennar voru þau tvö að stefna beri að -afnámi uppbótakerfisins og inn- flutningshaftanna. Naumast þarf að fjölyrða um galla uppbóta- kerfisins. Þeir ættu að liggja öllum í augum uppi. Fáum getur til hugar komið, að uppbótakerfið sé til frambúðar. Gylfi Þ. Gíslason ræddi þessi við- horf og gerði grein fyrir staðreyndum. Afstaða Þjóð viljans er hins vegar ekkert annað en frumhlaup. Kenningin um afnám innflutningshaftanna þarf heldur engum að koma á óvart. Nágrannaþióðir 1 okkar eru búnar að afnema slík höft að mestu | leyti, Það á til dæmis við um Norðurlandaþjóð- | irnar, sem jafnaðarmenn stjórna. Innflutningshöft 1 in hafa aldrei verið og geta heldur ekki orðið 1 stefnumál jafnaðarmanna. Til þeirra var gripið af 1 illri nauðsyn á sínum tíma. Þess vegna er í senn 1 tímabært og eðlilegt að ræða um afnám innflutn- 1 ingshaftanna. Og Þjóðviljinn ætti að fara varlega í að 1 stimpla allar hugmyndir um breytingar á efna- I hagsmálunum sem hneykslanlega gengislækkun I arviðleitni. íslendingar hafa sannarlega komizt | í kynni við géngislækkun, þó að kommúnistar | væru aðilar að stjórn landsins. Efnahagsráðsíaf- 1 anir fyrrverandi ríkisstjórnar einkenndust mjög af •gengislækkun, þó að Lúðvík Jósepsson og Hannibal Valdimarsson ættu sæti í henni. Al- þýðubandalagið er þess vegna enginn skjólgarð- ur gegn gengislækkun. Þvert á móti. Stefna þess í efnahagsmálum er yfirleitt af gengislækkunar- ættinni. Málílutningur Þjóðviljans er því ekk- ert annað en grjótkast úr glerhúsi. Nauðsyn þess að endurskoða efnahagsmálin 1 og koma þeim í framtíðarhorf ætti satt að segja að I vera óumdeilanleg. Alþýðuflokkurinn verður ekki | með neinni sanngirni sakaður um tortryggnislega | undirhyggju, þó að hann komi ekki þeirri endur- S skoðun í kring íyrir kosningar. Ríkisstjórn hans er 1 minnihlutastjórn. Lausn efnahagsmálanna hlýtur | að koma í verkahring meirihluta á næsta aíþingi, | hver sem hann verður. Alþýðuflpkkuirinn þolir líka 1 mætavel samanburð við Alþýðubandalagið, þegar | efnahagsmálin eru á dagskrá. Hann hefur markaða | stefnu í þeim málum. En hvað um Alþýðubandalag I ið? í því sambandi er ekki nóg að spyrja Þjóðvilj | ann. Framsóknarflokkurinn ætti víst að svara fyr- | ir barnið. I Nú þegar ég hef flutt verzlun mína frá Sjónarhóli, vil ég bakka öllum viðskiptavinum verzlunarinnar þar við- skiptin Þau tæpu 9 ár, sem verzlunin starfaði þar. Yin- samlegri samskipti viðskiptavina við verzlunarmann held ég að geti vart. Þá vil ég ekki láta hjá líða, að þakka öllum barnahópnum, sem daglega kom í verzl- unina og ætíð var svo einlægur, prúður’, en þó glaður. Aldrei þurfti sð hasta á neitt barn. Kann bar heimilum sínum fngurt vitni og mun reynast Hafnarfirði fram- tíðarinnar styrkur stofn. HÓLSBÚÐ, Jón Ó. Elíasson. U I i@ ENDA ÞÓTT sykurneyzlan í heiminum fari sívaxandi og verð á sykri lækki, aukast um- frambirgðir af sykri stöðugt, segir í skýrslu Matvæla- ög landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna (FAO). í síðasta hefti af Bulletin of Agricultaral Economics and Statistics, sem kemur út mán- aðarlega, segir, að sykurfram- leiðslan 1958—’59 sé alls 48.8 milljón tonn. Er hún þannig 9.5 af hundraði hærri en árið áður og 50 af hundraði meiri en meðalársframleiðslan á tímabilinu frá 1948—’49 til 1952—’53. Þessar tölur taka og til sykurframleiðslunnar í Austur-Evrópu, Sovétríkjanna og Kína. ÖLL SYKUKNEYZLAN 44 MILLJÓN TONN. Á síðasta áratugi hefur syk- urneyzlan aukizt um 5 af hundr aði árlega, en þessi aukning hefur eigi að síður verið minni en aukning framleiðslunnar. Öll sykurneyzla heimsins er talin vera 44 milljón tonn eða 1.8 milljón tonni meiri en árið 1957. Það kemur fram í skýrslu FAO, að umframbirgðir af sykri eru nú um 15 millj. tonn. Það er um þriðjungi meira en árið 1957—’58. LÆKKANDI VERÐ. Eftir allsnarpa verðhækkun árið 1956 hefur verð á sykri farið sílækkandi á heimsmark- aðnum. I júní í ár var sykur frá Kúbu fyrir 2.8 cent pundið, en 3.5 cent í fyrra. Verðið á sykri fyrstu tvær vikurnar í júlí sýndi, að enn er verðið að lækka. Skýrslan sýnir fram á, að framleiðsluaukningin á fyrst og fremst rætur að rekja til hagstæðra veðurskilyrða og stórbættra framleiðsluhátta. MEST Á ÍSLANDI. í skýrslunni er nánar rætt um sykurneyzluna í heimin- um, og kemur þar fram, að árið ALÞÝÐUBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá lögreglu stjóranum á Keflavíkurflug- velli: Vegna yfirlýsingar flugmála- stjóra, er síðastliðið laugardags kvöld var lesin í útvarp og birt í blöðum á sunnudag, óska ég að taka fram: í bókun þeirri, er flugmála- stjóri vísar til hjá flugmála- stjórn og lýsir hinum alvarlegu atburðum við stóra flugskýlið á Keflavíkurflugvelli 6. þ. m., segir, að svipað atvik hafi kom iið þar fyrir flugvirkja flug- málastjórnar. Hér skal þess getið, að um kl. 4.00 sunnudagsnóttina 6. þ. m. hringdi Sigurur Erlendsson flugvélavirkjameistari á lög- regluÞjón nr. 3 og greindi hon- um svo frá, að þá nótt áður hefði hann (Sigurður) verið stöðvaður af vopnuðum -her- verði við nefnt flugskýli er hann var þar við skyldustörf. Lögreglumaðurinn, er þá stund ina var einn í flugvallarhliðinu, bað Sigurð að gefa skýrsiu dag 1957 voru íslendingar mestu sykurneytendur í heimi með 61 kíló á hvert mannsbarn. Danir voru næstir með 59 kíló á mann, en meðal annarra þjóða sem mikið nota sykur, eru Bret- ar (56 kg.), Ástralíumenn (53), Ný-Sjálendingar (52), Sviss- lendingar (51). í Bandaríkjun- um er árleg neyzla á mann 46 kíló og í Kanada 44 kíló. í Austur-Evrópu voru Tékk- ar hæstir með 37 kíló á mann, en í Sovétríkjunum var árleg sykurneyzla á mann árið 1957 25 kíló. Sykurneyzlan er minnst í Asíu og á öðrum vanþróuðum svæðum í heiminum. inn eftir í skrifstofu embættis- ins um atvik þetta. Lögreglu- maður þessi greindi liðþjálfa, er þessa nótt var fyrir vakt her lögreglunnar, frá atviki þessu. Eftir umrædda helgi kom Sigurður og gaf skýrslu fyrir dómi um atvik þetta. Þess ska] getið, að Sigurður var aldrei beittur því ofbeldi, er hinir tveir flugmálastjórn- arstarfsmenn máttu Þola. I gærdag hefur lögreglumað- ur þessi nú skýrt svo frá, að nefndur Sigurður hafi í iok sam talsins sagt honum óljóslega frá. að tveir starfsmenn flug- málastjórnar hefðu verið beitt- ir harðræði við greint flug- skýl, en eigi gat Sigurður þá, að sögn lögregluþjónsins, greint honum frá hverjir það hefðu verið. Lögreglumaður þessi færði tilkynningar þessar eigi til þók ar né heldur greindi hanu vfir- mönnum sínum frá þessu fyrr en í gærdag. Er atburður þessi gerðist var Framhald á 11. síðu. H a n n es ýV Um merkilegí íslenzkt rit. ýý Úíbreiddasta riíið — kaupéndur aklrei rukkaoir. Nær eingöngu keypt í sveitum og kaupíún- um. ýV Ritstjórinn hálf níræð- ur. í DAG vil ég ræða svolítið um merkilefít rit. Halldóra Bjarna- dóttir ritstjóri, sem nú situr á Blönduósi rúmlega níræð, enn teinrétt og tíguleg, ung í anda og bjartsýn um framtíð þjóðar- innar, en stendur samt föstum fótum í fortíðinni, hefur gefið út ársritið Hlín, fyrir konur — fyrst og fremst, í fjörutíu og eitt ár. Upplag ritsins er um sex þús- und, þar af eru borgandi og kaupendur um fjögur þúsund eða meira. Ilún hefur aldrei sent innheimtu fyrir áskriftargjald- inu, en samt borgast Hlín prýði- lega. HLÍN var stofnað 1917. Þá kostaði árgangurinn eina krónu. horn i n u Margt hefur breytzt síðanogekki síst verðgilai peninganna — og riú kostar Hlín tuttugu krónur. Ritið er tíu arkir að stærð, eða rúmlega það, og er Hlín því langódýrasta rit, sem gefið er út á íslandi — og hefur raunar alltaf verið. — Hlín hefur þá sérstöðu, að útbreiðsla ritsins er nær öll utan Reykjavíkur. í sum um hreppum landsins er það keypt svo að segja á hverju he'im ili. Hér eru kaupendurnir sára- fáir. STEFNUSKRÁ HLÍNAR hef- ur alltaf verið, að vinna að þjóð- legum málefnum fyrir heimilin í landinu. Það hefur birt mikinn fjölda greina um heimilisiðnað, enda hefur baráttan fyrir heim- iiisiðnaðinum verið ævstarf Hail dóru Bjarnadóttur. Ennfremur greinar um upeldismál, garð- yrkju og heilbrigðishætti. Þetta hafa verið aðalmálin, en fátt hef ur Hlín verið óviðkomandi. Hún hefur látið sig fjölda mörg mál, sem mega verða heimilinum í landinu til prýði, mikið skipta. HIN SÍÐARI ÁR hefur ritið birt fjölda greina um merkar ís- lenzkar konur og er þar að finna geysimikinn fróðleik, — sem hvergi er annars staðar að íá á prenti um störf og lífsviðhorf íslenzkra kvenna. — Haía nair allar þessar greinar verið vel ritaðar og í raun og veru vorið skemmtilestur fyrir fróðleiks- fúsa menn sem unna íslenzkum fræðum. — Hlín varð fertug í fyrra og það láðist að geta af- mælisins, sem vert var. NÚ ER FERTUGASTA og fyrsta hefti komið út. Til þess að lesendur mínir sjái livers konar efni Hlín birtir skal é.g hér geta efnisins: — Konan, eítir Þorbjörn á Geitarskarði. Grein- ar um átta merkar konur: Tvær greinar um uppeldis- og fræðslu mál. Tvær greinar um garð- yrkju. Tvær greinar um heimil- isiðnað Fjórtán greinar og frá- sagnir um mjög fjölbreytilegt efni. HÉR í Reykjavík fæst Hlín í Karlmannahattabúðinni í Thom- senssundi. Þar fást eldri árgagn- ar fyrir nokkrar krónur. Verðið er svo lágt og efnið svo gott, að bókamenn og fróðlekisleitend- ur ættu að nota tækifærið. Ekki held ég að hægt sé nú orðið að fá Hlín í heild, öll fjörutíu árin, en mjög marga árganga er hægt að fá. Og það verður enginn svikinn á því lestrarefni, sem hann fær í þessu merka ársriti. ÉG VIL hvetja reykvískar i konur sérstaklega til þess að ger ast áskrifendur að Hlín. í ritinu eignast þær góðan og kærkom- inn vinn. Og gjaldið, 20 krónur á ári, er svo lágt nú á tímum að telja verður að ritið sé fremur gefið en selt. Hannes á horninu. 4 2. okt. 1959 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.