Alþýðublaðið - 04.10.1959, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 04.10.1959, Qupperneq 5
SVEINBJÖRN Sigurjónsson skólastjóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar einnar fjölsótt- utsu og stærstu menntastofn- unar í Reykjavík er sextugurá morgun. Ég heimsótti hann að heimili hans Smáragötu 12, en þar er eitt kyrrlátasta hverfi borgarinnar og þó skammt frá umferðinni þar sem hún er ströngust. Kona hans, Soffía Ingvarsdóttir, tók á móti mér og leiddi mig til stofu, en þar sat skólastjórinn 1 lítilli bókastofu og virtist undrandi og hálf smeykur þegar hann sá mig. — Ég er kominn í afmælis- samtal, sagði ég. „Þú hagar þér eins og spæj- ari“, sagði hann. „Þetta átti að fara leynt. Ég kann hálf- partinn ekki við það að vera orðinn sextugur, þó að ég skammist mín svo sem ekki neitt fyrir það. Ég er þá að líkindum loksins kominn á virðulegasta aldurinn, eftir því sem sagt er. Annars get- ur þétta heimili hvorki neitað þér eða Alþýðublaðinu um nokkurn skapaðan hlut“. — Ég skáka í því skjólinu. •— Annars skal ég upplýsa þig um það, að þú áttir ekki lít- inn þátt í því að marka mér lífsstefnuna. Það gerðist löngu áður en ég hafði hugmynd um hver'nig þú varst í laginu að ytra borði. „Hvernig getur á því stað- ið? Þessu trúi ég ekki“. — Kannastu við þetta?: Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímu- tök. Nú bárur frelsis brotna á ströndum og boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum. Bræður. Fylkjum nú liði í dag. Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internationale tengir krafta frá ströndu að strönd. „Ætli það ekki. Ég þýddi al- þjóðasöng jafnaðarmanna um 1921, eða réttara sagt, ég hafði lokið við uppkastið að þýðing- unni þegar Ingólfur Jónsson, síðar lögfræðingur, en þá starfsmaður við Alþýðublaðið, hrifsaði þetta af mér og setti það í blaðið. Ég ætlaðist alls ekki til þess, Ég ætlaði að fægja þetta betur og laga. Ég hefði getað bætt þýðinguna“. — Já, en við tókum við her- söngnum fagnandi og gerðum að almenningseign. 'Við söng- inn hefur það breytzt nokkuð. Fólkið sjálft hefur fellt úr einstaka orð og stundum sett ný í staðinn. Hugur fólksins og tilfinning þess hefur tekið við af þér. Þessi söngur hit- aði okkur unglingunum í flokknum fyrr á tíð — og ger- ir enn. Hefurðu ekki orkt fleira? „O, jú, ég var á skólaárum mínum alltaf að yrkja, en það hefur dofnað yfir því með hverju ári sem liðið hefur. Allir eru skáld í skóla. — Ég varð snemma jafnaðarmaður, en starfaði ekki í flokknum og .gekk ekki í hann fyrr en 1938 þegar Héðinn ætlaði að ganga af honum dauðum. Þá varð ég meðal þeirra, sem vildi ekki láta drepa flokkinn og við tókum við því merki, sem aðrir höfðu hent frá sér. Við vorum mörg þá, sem tók- umum tií óspilltra málanna. Ég held að liðsmönnum Héð- ins hafi komið það gjöfsam- lega á óvart. —- „Já, í raun og veru varð hann að gjalti. Hann sagði við mig: „Hvaðan kemur allt þetta fólk?“ “ „Ég man það, að við stofn- uðura Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur með um 600 fé- lagsmönnum á þremur dög- um. Þá var skjótlega brugðið við til björgunar flokki, sem var veiúð að leggja í rúst. Við snerum bökum saman — og björgunin tókst giftusamlega. Hins vegar mistókst ævintýri þeirra gjörsamlega“. — Þetta átti alls ekki að vei'a pólitískt samtal, „Nei, vitanlega ekki. Þú vilt auðvitað fá æviferil- skýrslu mína. eins og venja er í afmælissamtölum. Ég er Flóafífl — og er hreykinn af. Ég fæddist 5. október 1899 að Efri-Sýrlæk í Villingaholts- hreppi. Foreldrar mínir voru Guðrún ísleifsdóttir frá Kana- stöðum í Landeyjum og Sig- urjón Einarsson frá Skálholti. Bærinn stendur skammt frá Þjórsárósum. Þarna er lág- lent eins og kunnugt er, en landslag mikilúðlegt og vek- ur drauma. Áin er breið og mikil, á vetrum og í leysing- um ófrýnileg, sérstaklega þeg- ar hún brýtur af sér klaka- brynju og ísborgir hlaðast upp yið strendurnar. Þarna leika selir listir sínar, sjást svartir hausar og gljáandi skrokkar í borðinu og stundum koma þeir alla leið að bökkunum og glápa á mann. Það kom fyrir að ég reyndi að horfast í augu við þá, en var samt ekki laus við hræðslu. Hugurinn komst á flug. Ég hafði heyrt söguna um hamskipti sela á nýjárs- nótt. Ég lá vakandi og hlust- aði. Heyrði ég fótaíak? Voru selir að skipta ham á bökk- unum? — Bú foreldra minna var smátt. Túnið var lítið og það og engjarnar ógirt með öllu. Sandágangur var mikill frá ánni, eins og allir sjá, sem fara þarna um. Móðir mín var dugmikil, gáfuð og víðsýn. Faðir minn var víkingur til allrar vinnu. Eins og þá var títt, reri hann á vertíðum. Hann r.eri fyrst og fremst frá Stokkseyri og úr Þorlákshöfn, en hann reri líka, meðan hann bjó á Efri-Sýrlsék, frá Lofts- stöðum, og þá fór hann nær alltaf ríðandi til skips að heim an og heim á kvöldin. Man ég hann koma að neðan yfir frerann með fiskkippuna. Nýr fiskur með haus og lifur var þá fyrir börnin í Flóanum eins og veizlumatur er börn- um nú. Við fórum allir að vinna um leið og við gátum staðið, drengirnir á þessum árum. Ég eignaðist orf og ljá þegar ég var níu ára gamall og fór að slá og reyndi að hafa mig að því. Skólakennsla var ekki mikil á þessum tímum fyrir kotkrakka. Ég var átta eða tíu vikur á vetri í farskóla tvo til þrjá síðustu veturna fyrir fermingu, fyrst í Villinga- holti og síðar í Landeyjum og naut góðrar kennslu. Móðir mín veikíist og dó vorið sem ég fermdist. Móðir mín hafði beðið séra Jakob Lárusson í Holti að stuðla að því að ég kæmist til mennta. Það hafði þó gerzt áður en móðir mín dó, að ég hafði f arið til Reykjavíkur. Þá var ég tólf ára. Ég kom til móðursystur minnar ísleifar ísleifsdóttur saumakonu. Hún var fín kona hér í bænum og var ákaflega mikið fyrir menntun. Um það talaði hún við mig, ■—og þá ákvað ég að ég skyldi reyna að læra í æðri skólum. Þetta mun móðir mín hafa orðið vör við og þess vegna mun hún hafa beðið séra Jakob. Þegar hún veiktist og foreldr- ar mínir hættu að búa, fór ég til frænda míns Geirs á Kana- stöðum og þaðan fermdist ég. Þrákelknin í mér varð til þess, að ég gafst ekki upp, þrátt fyrir það þó að faðir minn væri öreigi, og ég ætti ekkert til, heldur ekki í neitt annað hús að venda með stuðning en til hans. Þegar ég var fimmtán ára gamall fór ég til Reykja- víkur. Ég leitaði til Boga Ól- afssonar og sagði honum, að ég þyrfti á kennslu að haidá. Hann tók við mér og kenndi mér undir inntökupróf í Menntaskólann. Hann var framúrskarandi kennari. Ég stóðst prófið, en faðir mirm greiddi kostnaðinn um lokin þegar hann kom af vertíðinni. Hann hafði róið í Grindavík. Ég var í skólanum næstu tvo vetur, en stundaði vegagerð á sumrin norður í Húnaþingi. Þriðja veturinn gat ég ekki verið í skólanum vegna fjár- skorts og gerðist því heimilis- kennari hjá Auðni í Dalseli cg hjá Skúla á Keldum. Báðir voru hinir mestu merkismenn og þroskandi fyrir mig að vera samvistum við þá. Það væri heil saga að segja frá Skúla. Hann sat alla daga við skriftir og stundaði fræðimennsku. Ég las um leið undir gagnfræða- próf og stóðst það um vorið. Veturinn eftir var ég í skólan- um, en á síld næsta sumar og fimmta og sjötta bekk las ég utanskóla á einum vetri. ■—• Svona braskaði maður í þá daga. Og stúdentspróf tók ég vorið 1920.“ — Þá var miklum áfanga náð? „Já, draumur lítils, um- komulauss drengs hafði rætzt að nokkru. — Ég fór svo í há- skólann, lagði fyrir mig' ís- lenzk fræði og tók meistara- próf í þeim árið 1926, Alla veturna vann ég jafnframt við kennslu í ýmsum skólum, en fyrst og fremst í Menntaskcl- anum og Kvennaskólanurn. Árið 1927 fékk ég styrk úr sáttmálasjóði til’; framhalds- náms í hálft annað ár í Þýzka- landi, Danmörku og Svíþjóð, meðal annars til þess að kynna mér kennslu í framhaldsskc]- um. í Kaupmannahöfn kynnti ég mér ævi og ljóðagerð Sig- urðar Breiðfjörðs og varð það til þess, að ég sá um útgáíu á Númarímum hans, en Snæ- björn Jónsson var kostnaðar- maður. Árið 1930 var ég skip- aður fastur kennari við Gagn- fræðaskóla Reykjavíkur, síð- ar Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Nokkru síðar varð ég yfirkennari þar og skólastjóri var ég skipaður 1955. Og hvað viltu vita meira?“ —• Hvéhær náðirðu í Soffíu? „Ekki má gleyma því, ann- ars finnst mér hálfpartinn stundum, að Alþýðuflokkur- inn eigi háúa með mér; en ég ann honum hlutdeildarinnar. Hún er mikill og góður kven- kostur. Það er henni að þakka én ekki mér. Við gengum í hjónaband 1925. Ég kynntist hennj, þegar hún var í Kvenna skclanum, hún er dóttir séra Ingvars Nikulássonar, sem þá var prestur að Skeggjastöðum á Langanesströnd. Við eigum tvær dætur og einn dótturscn, við erum orðin amma og afi, svona gengur þetta.“ ÍFrainhald ó 10. sí2mV smáar og stórar. Framleiðsla okkar byggist á margra ára reynslu og hag- nýtri þekkingu. Framleiðsla okkar mun geta gert yður ánægðan. VEB Berliner Gliihlampen-Werk, Berlin 0 17, Warschauer Platz 9/10, Telegramm: Glúhlampen-Werk, Berlin. Deutsche Demokratische Republik. 9EiXiIBlSj* iiipiiro.Pi«ii Einkaumboðsmenn: EBDA H.F. Pósthólf 906. Reykjavík. 4. okt. 1959 5 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.