Alþýðublaðið - 07.10.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 07.10.1959, Síða 4
 Útgefandi. Alþýðúflokkurlnn. — Framkvæmdastj órl: Ingoifur Kristjénssoa. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- Vin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- Sngasimi 14 906- — ACsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsin*, Hverfisgata 8—10. Austurvidskiptin ÞJÓÐVILJINN segir í forustugrein sinni í gær, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn vilji hætta viðskiptum okkar við Sovétríkin og þau lönd, sem þeim eru handgengin. Alþýðu- flokknum hefur ekki dot'tið slíkt í hug. Hann vill breytingar á verzlunarmálunum, en eigi að síður áframhaldandi austurviðskipti. Stefna hans er sú, að íslendingar skipti við þær þjóðir, sem hafa góð- ar vörur að bjóða og vilja kaupa framleiðslu okk ar við því verði, er þarf til þess að viðskiptin geti tekizt. Rússar eru okkur góðir viðskiptavinir, og hvers vegna ættum við þá að snúa við þeim bak- inu? Sjálfsagt gætu þeir fengið annars staðar sömu framleiðsluvörur og við höfum á boðstólum. íslendingar eiga þess víst engan kost að svelta Rússa, enda kemur engum hérlendum manni slíkt og þvílíkt til hugar. IJppþot Þjóðviljans er heldur ekki þannig til komið, að skriffinnar hans trúi þeirri vit- leysu, sem þeir halda fram. Tilgangurinn er alít annar. Þeir eru að reyna að telja íslendingum trú um, að austurviðskiptin aukist, ef Alþýðu bandalagið bætir við sig fylgi, en minnki, ef það fari hallloka í kosningum. En þetta virðast vera ómaklegar getsakir í garð Rússa. Þeir fást ágæt- lega tii að skipta við okkur, þó að Lúðvík Jós- epsson og Hannibal Valdimarsson séu oltnir úr ráðherrastólunum. Alþýðubandalagið var enginn frumkvöðull að austurviðskiptunum, þó að það uni þeim auðvitað ágætlega og kannski betur en ýmsir aðrir. Þar fyrir kunna allir íslending ar að meta þau og vilja gjarna halda þeim áfram. Fátt er heimskulegra en blanda afurðasölu- málum okkar saman við stjórnmálabaráttuna heima fyrir. Við þurfum að kaupa og selja vörur, hverjir sem sitja í ríkisstjórn. Fyrirkomulag þeirra mála getur naumast breytzt að neinum mun, þó að stjórnarskipti verði á íslandi eða gamalt hlutfall s'tjórnmálaflokkanna raskist á al- þingi, enda væri slíkt mjög illa farið. Þess vegna er fásinna af Þjóðviljanum að gefa í skyn, að austurviðskiptin muni aukast eða minnka við .vax andi áhrif Alþýðuflokksins í landinu eða að Rúss ar muni tregari eða fúsari að skipta við okkur, ef Alþýðubandalagið tapi, standi í stað eða bæti við sig nokkrum a'tkvæðum. Rússar eru sem betur fer á allt annarri skoðun. Það sýnir og sannar reynsla undanfarinna ára. Og þess vegna er sann gjarnast og skynsamlegast að berjst um eitthvað annað en utanríkisviðskiptin á heimavígstöðvum íslenzkrar stjórnmálabaráttu. Lausf sfarf. Tunnuverksmiðjur ríkisins óska eftir að ráða mann, sem hafi á hendi verklega stjórn verksmiðjanna á Siglufirði og Akureyri. Tækni- eða verkfræðimenntun æskileg. Umsóknir sendist til Tunnuverksmiðja ríkisins, Siglufirði. Tunnuverksmiðjur ríkisins. EFTIR langar og strangar viðræður hefur útlagastjórn- in í Alsír loks svarað ræðu de Gaulle, þeirri er hann hélt 15. september sl. Eins og búizt var við er svarið frekar já- kvætt og vekur vonir um, að samningaumleitanir hefjist um vopnáhlé. Blákalt nei hefði skaðað málstað Alsír- manna á ’ þingi Sameinuðu þjóðanna, 'sem hefur málefni Alsír til umræðu á yfirstand- andi þingi; Enginn vafi er þó á því, að iaðstaða Frakka er sterkari nú en í fyrra í þessu máli. Hinfr samkomulagsfús- ari meðlimir útlagastjórnar- innar hafa náð fram sínu máli, einkum þ|ir ráðherranna, er standa í nánustu sambandi við Nasser. I En ÞAÐ ér augljóst, að hin- ir varfæmari menn útlaga- stjórnarinnar álíta, að de Gaulle hafi ekki verið að reyna að vinna áróðurssigur með ræðu sinni og tilboðum til uppreisnarmanna og haga svari sínu eftir því. Sú skoð- un, að Alsírbúar eigi sjálfir að ákveða framtíðarstjórnskipan landsins, er nú viðurkennd af forseta Frakklands, og mögu- leikar opnast á því, að Alsír öðlist sjálfstæði án styrjaldar. Bourgiba’ forseti Túnis, er helzti talsmaður þess, að út- lagastjórnin íhugi vandlega tilboð de Gaulle. Hann gekk á sínum tíma að tilboðum Frakka um takmarkað sjálf- stæði Túnis til handa og hlaut harða gagnrýni ýmissa landa sinna fyrir. En það kom brátt í ljós, að samkomulag það, sem hann gerði við frönsku stjórn- ina, var áfangi á leiðinni til algers sjálfstæðis. Bourgiba álítur, að hið sama geti gerzt í Alsír. UtLAGASTJÓRNIN undir- strikar að sjálfsögðu, að hún muni halda baráttunni áfram. Annað getur hún ekki gert. Friður verður ekki saminn í Alsír nema með skilyrðum, sem hún samþykkir. í Frakk- landi eru líka margir, sem ef- ast um, að „friðunin" í Alsír geti nokkurn tíma leitt til þess ástands, sem de Gaulle telur undirstöðu þess, að kosningar geti farið fram í landinu, — þ.e. að færri en 200 manns falli þar árlega í bardögum eða leyniárásum. Margir, sem r r IALSIR fagna tilboðum de Gaulle, svo sem til dæmis óháða blaðið Le Monde, sem harma það, að hann skyldi ekki bjóða vopna hlé þegar í stað. UpPREISNARMENN leggja til, að vopnahléssamningar hefjist strax. En þeim er ljóst, að de Gaulle getur ekki við- urkennt útlagastjórnina sem fulltrúa alsírsku þjóðarinnar. Samningaumleitanir verða að fara fram eftir öðrum leiðum. SvAR útlagast j órnarinnar vekur athygli á ýmsum erfið- um vandamálum. Þar er vísað á bug þeirri hugmynd, að Al- sír verði skipt, ef meirihluti íbúanna velur sjálfstæði og skilnað frá Frakklandi. De Gaulle á vafalaust erfitt með Hannes á h o r n i n u ýý Lyfjaverðið enn á hvers manns vörum. ýV Þarf að athuga hetur. ýý Það, sem hægt er að gera, ef viljinn ékki brestur. LÆKKUNIN UM DAGINN á lyfjaverðinu er enn umræðu- efni manna á milli. Sú lækkun kom fólki á óvart og þó hafði verið rætt um verðlag á lyfjum árum saman, en sama og ekkert verið gei-t í málinu. í sumum málum er fólk orðið svo lang- þreytt, að það hýst ekki við neinni lausn. Það var til dæmis búið að telja okkur trú um, að dýrtíðin væri náttúrulögmál, að ekki væri hægt að lækka verð landbúnaðarvara, gefa eftir vísi tölustig eða neitt í þá átt. ÞESS VEGNA hlustaði fólk undrandi á .nýársræðu Emils Jónssonar og trúði varla að hægt væri að gera það, sem hann tilkynnti að yrði gert, en það hefur komið í ljós, að þetta var hægt að gera — og að áætl- unin hefur staðizt. Verðið á land búaðarvörum var lækkað, laun- þegar gáfu eftir vísitölustig. Þeg ar landbúnaðarvörurnar áttu nú að hækka var sú hækkun stöðv- uð með bráðabirgðalögum, — og þó að bændasamtök, uppæst af stjórnmálaspekúlöntum, hóti nú að hætta slátrun og hella niður mjólk, þá taka menn það ekki alvarlega, en fagna þeirri síað- reynd að verðið hefur ekki hækkað. Það verður svo á valdi alþingis að ráða þessu til lykta. Um lyfjaverðið fékk ég eftirfar- andi bréf í gær: J. Ö. SKRIFAR: „Þú varst, Hanhes minn, að segja okkur hvað asperíntöflurnar hafi lækk að í verðí ,eða úr kr. 12,35 í kr. 5,65, 20 töflur, og hálstöflur (einnig 20 st.) úr 18,00 í 5,20. Annars sagði Hafnarfjarðar apó- tek mér í gær að þær kostuðu 5,35 (asperin — magnyl). 15 au. eru sjálfsagt fyrir flutniftgskostn aði. EN ÉG GET SAGT ÞÉR hér aðra sögu: Kunningi minn að lofa nokkru í þessu efni. Það liggur í augum uppi, að vart er hugsanlegt að stofna einhvers konar franskt ísrael við Miðjarðarhafsströnd Alsír. Annað vandamál er olían í Sahara. Það mál mætti þó leysa, þar sem styrjöldin í landinu er alls ekki háð í neinu sambandi við hana. Og de Gaulle sagði, að þjóðarat- kvæðagreiðsla um framtíð Al- sír ætti að fara fram innan fjögurra ára. Atkvæðagreiðsí- an getur þar af leiðandi farið fram fyrr. Þá er líklegt, að samkomulag náist um, að hlut- lausir aðilar fylgist með þjóð- aratkvæðagreiðslunni. • . 1. I- MeSTA vandamálið er hinn fjölmenni franski her í land- inu. Uppreisnarmenn telja, að atkvæðagreiðsla, sem fram fari undir ægihjálmi franskra hersveita, geti ekki gefið raunsanna mynd af þjóðarvilj- anum. Það, sem úrslitum get- ur ráðið í Alsírdeilunni, er hversu mikla tiltrú de Gaulle hefur meðal uppreisnarmanna og hvort þeir treysta honum til að halda gefin loforð varð- andi friðarsamninga, uppgjöf saka og þvíumlíkt. En útíagastjórnin hefur lagt mikla áherzlu á þungamiðj- una í ræðu forsetans: fullyrð- ingar hans um rétt Alsírbúa til að ákveða sjálfir framtíð sína. Hann getur ekki ábyrgzt að Frakkar viðurkenni ákvörð un Alsírbúa, en hann lofar, að gera sitt til að svo verði. Meðan de Gaulle er við völd verða Alsírbúar ekki sviknir. De GAULLE hefur talað og sagt skoðun sína. Þar af leið- andi er allt viðhorf breytt. Öllum ætti nú að vera ljóst, að það er ekki hægt öllu leng- ur, að heyja styrjöld og tala um frið á sama tíma. Ræða de Gaulle og svar útlagastjórnar- innar er skref í friðarátt. keypti í fyrra eina dós af sakk- aríntöflum úti í Danmörku á kr. 1,50, danskur gjaldeyrir. Nýlega keypti hann eina dós hér heima með 100 töflum í og kostuðu þær rúmar 19,00, en 500 st. voru í þeirri dönsku. HANN TALDI þær dönsku þð betri, en við skulum nú leggja gæðin að jöfnu og reikna svo: 500 töflur hér heima ca. 95,00 ís lenzkar krónur. 500 töflur úti í Danmörku 1,50 danksar eða á svörtu gengi 6,00 ísl. dönsku krónurnar og þá kostar dósin kr. 9 eða meir en níu krónum meira en í apóteki á íslandi. EN GEFUR ÞETTA EKKI til- efni til að fara enn betur ofan í lyfjaverðið en þó hefur verið gert. Sakkarín er tæplega lyf, en þó nota sykursjúkir það og feitir menn Magnyltöfiur eru taldar lyf, einnig hálstöflur. ÉG SPYR NÚ: Hvernig getur lyfsölum haldizt uppi að okra svona á nauðsynjavöru, á sama tíma og smásöluverzlanir berj- ast í bökkum út af lítilli álagn- ingu? Segðu mér og fleirum: Hver gætir verðlagsins hjá lyf- sölunum og þá meira en gæta eftir verði á lyfjum, því apótek selja margt, sem jaðrar við að heyra undir lf? Er það land- læknir eða einkasala lyfjanna? Eða heyrir þetta að einhverju leyti undir verðlagsstjóra og hefur hann þá ekki dugað? Hannes á liorninu. 4 7. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.