Alþýðublaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 6
ÞAÐ er sitthvað skrýtið og skemmtilegt að finna í plönturíkinu. Ekki alls fyr- ir löngu birtum við hér á Öpnunni mynd af tveimur samvöxnum gulrótum og það var engu líkara en þær væru í faðmlögum. Hér birt um við mynd af dálítið sér- kennilegri kartöflu,, seni kom upp í Noregi á þessu hausti. Það er engu líkara en kartaflan brosi og sum- um finnst jafnvel, að hún sé lík Mikka Mús. Ef einhver lesandi hefur fengið und- arlega vaxinn jarðarávöxt við uppskeruna nú í haust, — þá væri vel þegið, ef hann sendi okkur mynd af honum. tjg BEZTA SKOPSAGAN um nýju skótízkuna, sem við höfum heyrt, er á þessa leið: — Þessir skór eru of litl- ir og of mjóir í tána, sagði viðskiptavinurinn. — Já, en góða frú,, svar- aði afgreiðslustúlkan. •— Þetta er tízkan í ár. — Getur verið, svaraði frúin. — En ég kann þó betur við að ganga á sömu fótunum og í fyrra. Snáðinn og ÞAÐ getur verið varasamt að ráðleggja krökkum, án þess að útskýra ráðlegging- una nákvæmlega til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning. Þau taka allt bókstaflega í sakleysi sínu, litlu greyin, — eins og eft- irfarandi saga sýnir: Keith Syrett er sex ára gamall og á heima í Lond- on. Móðir hans hefur oft sagt við hann: ,,Ef þú þarft einhvern tíma''á hjálp að halda, — þá skaltu ekki vera hræddur við að snúa þér til lögreglunnar.“ Einn góðan veðurdag fannst Keith litla hann vera hjálparþurfi og þá minntist hann þessara orða. Hann var á heimleið úr skólan un og leitaði uppi næsta síma- klefa og hringdi til lögregl- unnar og kvaðst þuffa á hjálp að halda og sagði hvar hann væri staddur. Lögreglan brá skjótt við. Það hljómaði þegar í út- varpi lögreglumanna’ ,,.Lít- ill drengur þarf á hjáíp að VIÐ rákumst á þessa mynd í nýútkomnu am- erísku kvikmyndablaði og hér er engin önnur á ferð en fegurðardrottn- ingin okkar frá í fyrra, IIIIIÍ! !IJ![l!!!!l!lllílÍ!!l!Í:i:i!!i!ii!!!lii!i!l!l!!!l!llliií!ll Sigríður Þorvaldsdóttir. Eins og kunnugt er tók hún þátt í keppninni um titilinn „Ungfrú Alheim ur“ og komst í úrslit, en það hefur engin drottn- ing frá okkur afrekað fyrr. Myndin er birt með langri grein um leikar- ann Edd Byrnes og s.ígt frá því. að Edd og Sig- ríður hafi snætt saman kvöldverð á opinberu veitingahúsi. Edd Byrnes er lengst til hægri og horfir á, þar sem verið er að snyrta Sigríði. ..................|ÍlÍ!Ii|lÍ|ÍílHÍll!!ÍI| ÞEGAR menn eiga leið framhjá Fæðingardeildinni, dettur þeim að öllum lík- indum eitthvað á þessa leið í hug: — Skyldi nú ekki einhver nýr borgari vera að fæðast, kannski einmitt á þessari stundu? Og þeir, sem lengra hugsa, fara sennilega að velta vöngum yfir, hversu mörg börn fæðist í heimin- um á einum degi, eða á einnj mínútu. Það yrði snöggtum viðráðanlegri íala. Það hefur komið í Ijós við rannsóknir, að fjölgunin í heiminum hefur staðið nokkurn veginn í stað und- anfarin ár, nefnilega 1,6% eða 45 milljónir á ári. Þetta táknar það sama og að fólki í veröldinni fjölgi sem svar ar öllum íbúum Frakklands. 45 milljónir á ári, sögðum við, og ef farið er út í ná- kvæmari útreikninga, verð- ur árangurinn þessi: Á hverjum klukkutíma fæðast 5000 börn í heim inum. Á hverri mínútu fæðast 85 börn í heiminum. Þá höfum við fengið svar við því, sem flestir hugleiða, þegar þeir ganga framhjá Fæðingardeildinni og við skulum láta fylgja nokkrar fleiri upplýsingar um íbúa jarðarinnar Helmingur af íbúum jarð- ar býr í Asíu og það hefur verið gizkað á, að árið 2000 verði 60% af íbúum jarð- arinnar búsettir í Asíu. Um þessar mundir búa aðeins 14% jarðarbúa í Evrópu og ef svo fer sem horfir verð- ur sú tala sokkin ofan í 10% við næstu aldamót. Burtséð frá stöðum eins og Monaco og Hong-Kong, þar sem þéttbýlið er svo mikið, að á hverjum fer- kílómetra búa milli 2000 og SAMKEPPNI fl £ heiminum' er mj eins og kunhugt er vegna reyna þau 1 öðru að finna upp : og Þumlegum aug tiltækjum. Eitt flugfélag í gerir það til dæmis ingaskyni að gefa f um blöðin úm leið stíga út úr flugvélir þeir fara til dær London, þá ,er stim ir gjafablað'ið með bláum stöfum: „V til London.“ Flugfreyjurnar hí starfa með hönc stimpla blöðin c skemmstu kom fyri óhapp hjá einni fl unni, samkvæmt up um frá Daily Expi Það var grár og 1 halda.“ Eftir nokkra hríð kom lögreglubíll brunandi með sýrenurnar í fullum gangi. Fyrir utan símaklef- ann hittu þeir hinn nauð- stadda dreng og þegar þeir spurðu hann, hvað væri að, svaraði hann ósköp rólega: — Kennslukonan okkar límir glansmyndir 1 reikn- ingsbækurnar hjá þeim, sem reikna allt rétt. Ég reiknaði vitlaust, og samt hjálpaði pabbi mér og mamma líka og ég fékk öngva glansmynd. En ég vil fá glansmynd og nú verðið þið að hjálpa mér að reikna allt rétt fyrir morgundag- inn. Hlæjandi karfafla FANGAR FRUMSKÓGARINS FRANS sviptir tjalddyr- unum til hliðar og gægist varfærnislega út. Villimað- urinn, sem átti að gæta hans um nóttina, þýtur æpandi í burtu. Og þarna sér hann litla túlkinn, Tom Sambo hét hann víst, og hann er líka á harðhlaupum og frá- vita af hræðslu. Eftir skamma stund sér Frans hvað valdur þessu c an. Villtur nashy kemur hlaupandi í þeirra. Hann tekur iniiiiiuiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiimiHiuiiin 13000 manns, þáerþéttbýlið mest á eyjum eins og Malta, Bermuda og Kanaríeyjum, þar sem meira en 5000 manns búa á hverjum fer- kílómetra. Næst á listanum eru Holland, Mauritius, Belgía, Formósa og Puerto Rico. Neðst á listanum^ eru Grænland, Alaska og Ástr- alía með einn íbúa á fer- kílómetra, (Hér á landi búa 1,7 á hverjum ferkíló- metra.) g 7. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.