Alþýðublaðið - 07.10.1959, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 07.10.1959, Qupperneq 9
( ÍÞróttir ) DANIR sigruSu Finna í knattspyrnu með 4 mörkum ;gegn engu í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Staðan í hálfleik var 2:0. Maður leiksins var Harald Nielsen frá Fredrikshavn, en hann skoraði þrjú glæsileg . mörk „hat trick“. Er greinilegt, að þessi 18 ára unglingur á eft- ir að verða frábær knattspyrnu maður og er reyndar orðinn það, enda dáður mjög eftir þrjá síðustu leiki Dana, gegn Norð- mönnum, Tékkum og nú gegn Fjnnum. Fjórða mark Danmerk ur skoraði nýliði í landsliðinu, John Cramer með ágætum skalla. -k FINNAR KOMU Á ÓVART í FYRRI HÁLFLEÍK Finnska liðið kom mjög á ó- vart fyrsta hálftíma leiksins og sýndi mjög góða knattspyrnu. Áttu Finnarnir mörg hættuleg skot á danska markið, en Henry Fröm varði meistaralega og átti mjög góðan leik. Þrátt fjuir góð an leik finnska liðsins voru það Danir, sem skoruðu tvivegis í hálfleiknum ei-ns og fyrr segir og var það Harald Nielsen. í síðari hálfleik höfðu Danir mikla yfirburði og þá skoraði Nielsen sitt þriðja mark og ný- Iðinn. Cramer eiít, þegar sex mínútur voru til leiksloka. — Beztu menn danska liðsins voru Nielsen, Enoksen og Frem, en í finnska liðinu bar mest á Pahl- mann og Hiltunen, en þeir eru báðir í framlínu. Það voiu nærri 38 þúsund á- horfendur í Idrætsparken á sunnudaginn. í B-landsleik þjóðanna, sem fram fór í Helsingfors, sigruðu Finnar með 2 mörkum gegn 1, staðan í hálfleik var 1:0. Danir sigruðu í unglingalandsleikn- um, sem háður var í Kotka með 3:1 (2:1). VESTUR-Þ JÓÐVERJAR sigr uðu Japan í Tokíó um heigina með 169 stigum gegn 115. — Brautir voru þungar og komu í veg fyrir góðan árangur 1 hlaup unum. Beztu afrek keppninnar voru: 400 m grind: Janz, V-^Þ 51,5 Ogushi, Japan 52,6 800 m hlaup: Schmidt, V-Þ 1:51,2 Friendel, V-Þ 1:51,3 200 m hlaup: Germar, V-Þ 21,2 Mahlendorf, V-Þ 21,6 Stangarstökk: Yasuda, Japan 4,20 Kringlukast: Möhring, V-Þ 46,90 5000 m hlaup: Höger, V-Þ 14:18,2 100 m hlaup: Germar', V-Þ 10,7 4X100 m: V-Þýzkaland 41,5 4X400 m: V-Þýzkaland 3:13,5 Langstökk: Hanada, Japan 7,31 1500 m hlaup: Stracke, V-Þ 3:55,3 110 m grind: Steines, V-Þ 15,0 Hástökk: Piill, V-Þ 2,00 Sugoika, Japan 2,00 400 m hlaup: Isashi, Japan 48,4 (Kaufmann var langfyrstur, var dæmdur úr.) Þrístökk: Sakurai, Japan 15,41 Kúluvlarp: Lingnau, V-Þ 16,61 Szecsenyi kasfaði kringlu 59,03 m. á mófi í Búdapesf Janz sigraði með yfirburðum í 400 m, grind á 51,5 sek. Stóra myndin hér fyrir ofan er af flestum þingfulltrúunum á íþróttaþingi ÍSÍ, sem nýlega var háð hér í Reykjavík. Sú minni er af Benedikt G. VVaage, sem var enduirkjörinn forseti íþróttasamhnadsins, en það hef ur hann verið síðan 1926. UNGVERJINN Joszef Szec- senyi settj nýtt ungverskt. met í kringlukasti á sunnudaginn með 59,03 m kasti. Þessi árang- ur Ungverjans er sá þriðji bezti, sem náðst hefur í heim- inum frá upphafi. Szecsenyi hefur sennilega verið jafnbezti kringlukastari Evrópu og heimsins í ár, hann hefur einu sinni sett Evrópu- met, sem hann missti skömmu síðar, en margoft bætt ung- verska metið — 58,33 — 58,60 —58,96 og nú 59,03 m. Það lítur út fyrir, að Banda- ríkjamenn séu að tapa forustu í kringlukasti ,sem þeir hafa haldið allt frá því að fyrsta heimsmetið var staðfest — 36,77 m. Sheridan 1901. Aðeins tvívegis hefur metið verið tek- ið frá þeim síðan í stuttan tímá, Andersson, Svíþjóð 1943 og Schröder, Þýzkaland 1935. Ár- angur þeirra var 52,42 m og 53,10 m. í sumar hafa kringlukastarar Evrópu verið í mikilli fr'amför, en hæst ber Piatkowsky, 59,91 m (heimsmet) og svo hinnágæti árangur Szecsenyi. Hér birtum við til gamans, bezta árangur, sem náðst hefur í kringlukasti frá upphafi — fyrst 1958 og síðan miðað við 4. okt. 1959. 1958: Fortune Cordien, USA 59,28 Jack Ellis, USA 58,28 Sim Iness, USA 57, S3 Rink Babka, USA 57,42 AlOerter, USA 57,35 Consolini, Ítalíu 56,98 Otto Grigalka, Rússl. 56,94 Edm. Piatkowski, Póll. 56,78 Karel Merta, Tékk. 56,69 Joszef Szecsenyi, Ungv. 56,69 4. okt. 1959: Piatkowski, Póll. 59,91 Cordien, USA 59,28 Szecsenyi, Ungv. 59,03 ! JackEllis, USA 58,28 tungumálanámskeið Lærðið tungumál fljótt og auðveldlega eftir BEZTU og LÉTTUSTU aðferðinni NÝKOMIN NÁMSKEIÐ Á 45 snúninga plötum: Enska — þýzka — franska — ítalska. — Á 78 snúninga plötum: — Enska — þýzka — franska — ítalska — spanska — tékkneska — norska — sænska — japanska — hindustani — lafiríska — kínverska — rússneska — pólska — arabiska — persneska — hebreska — efik — hausa — syriac — malay — finnska — ESPERANTO, o. fl. Einkaumboð fyrir LINGUAPHONE Á ÍSLANDI: Hljóðfœrahús Reykjavíkur hf. Sími 13656 — Bankastræti 7 — Sími 13656 Alþýðublaðið — 7. okt. 1959 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.