Alþýðublaðið - 07.10.1959, Síða 11
3. dagur
ár liðin og þá myndi herra
Beale hefjast handa.
Ungfrú Evans sagði starfi
sínu lausu og þau auglýstu
eftir annarri kennslukonu.
„Hún verður aðeins skamma
hríð,“ sagði Leigh, þegar Jill
rétti honum bréfin, se mbár-
ust. „Ég verð sennilega að
vara þær allar við, að þær séu
ekki ráðnar til langframa.“
Hún brosti.
„Ástin mín, það skaltu ekki
gera. Það væri einkennilegt
og þær myndu tala um það.
Ég veit ekki hvers vegna, en
ég vil ekki að neinn gruni okk
ur fyrr en þú ert frjáls mað-
ur.“
Hann klappaði henni á kinn-
ina.
„Ástin mín, það kæmi mér
á óvart, ef engan grunaði
neitt. Líttu í spegilinn og
sjáðu það sjálf.“
Þau voru inni á skrifstofu
hennar. Það var Chippendale
spegill yfir arinhillunni. „Ó,
já, það var ekki hægt annað
en sjá, að þau elskuðu hvort
annað. Hún sagði blíðlega: „En
Leigh, það sést af því að við
erum saman. Ég er viss um, að
þegar þú ert ekki nálægt sést
ekki neitt á mér.“
En hún var ekki viss. Móðir
hennar hafði sagt við hana
deginum áður. „Hvað hefur
komið fyrir þig, Jill? Þú ert
blátt áfram orðin falleg.“ Jill
var viss um, að hana grunaði
ástæðuna. En það skipti engu
máli á meðan hún vissi ekki
neitt, hún yrði yfir sig hrifin,
þegar hún segði henni það.
Móðir hennar kunni vel við
Leigh og við og við hafði hún
sagt íbyggin á svip, að ef hann
losaði sig við þessa svokölluðu
eiginkonu sína yrði hann góð-
ur eiginmaður fyrir einhverja
aðra stúlku.
Hann rétti henni bréf, sem
hann hafði verið að lesa.
„Ég held að ég ætti að biðja
ungfrú Jarrould að 'koma og
.... áparió yður KLaup
a roiHi margra. veralajia1-
iÉUðfil
iíi
éw -Austursb'ræii
tala við mig.“ Hann hristi höf-
uðið. „Fari ungfrú Evans til
helvítis! Það hefði verið betra
að hafa hana um stund enn.“
„Þú gætir beðið hana um
það.“
„Ertu frá þér? Bunty hatar
hana.“
„Ég vona, að Bunty kunni
vel við sig í skólanum,“ sagði
Jill áhyggjufull, því að þau
höfðu ákveðið að þegar þau
væru búin að gifta sig gætu
þau sagt kennslukonunni upp
starfi og sent Bunty í einka-
skóla þar rétt hjá.
„Það gerir hún áreiðanlega.
Það er gott fyrir hana að vera
með öðrum börnum.“
„Sennilega.“
„Ég hefði átt að senda hana
fyrr.“ Hann þrýsti henni að
mikið að gera, þó að það væri
september. Margir eldri menn
voru veikir og mislingar gengu
í þorpinu. Hún vonaði, að
Bunty fengi þá ekki. Bunty
með mislinga yrði erfiðari en
allt annað.
Klukkan tuttugu .mínútur
yfir eitt hringdi Leigh.
„Ég er hræddur um, að ég
komi ekki strax. Frú Lang-
ford fæðir ekki alveg strax.
Eru nokkur skilaboð?“
„Ekkert áríðandi.“
„Ég skal reyna að vera kom
inn fyrir heimsókn.“
Heimsóknatíminn var kluk-
an tvö. Hún vissi, hvað þetta
þýddi. Hann hefði engan tíma
til að fá sé að borða. Þetta
skeði alltof oft.
RENE SHANN:
ASTOG
ANDSTREYMI
sér og kyssti hana. „Guð minn
góður, Jill, að hugsa sér, að
við verðum bráðum hjón!
Bunty verður hrifin;“
Hún strauk yfir dökkt hár
hans.
„Ég verð hrifnari."
„Þráirðu mig jafnmikið og
ég þig?“
„Ag minnsta kosti það ef
ekki meira.“
„'Viltu eiga mig fyrir mann
á ég við eins og ;ég vil að þú
verðir konan mín?“
„Ég veit við hvað þú átt.
Ó, Leigh . . . Leigh . . .“
Hann kyssti hana aftur og
aftur þangað til að símahring-
ing truflaði þau. Jill sleit sig
af honum og tók símann upp.
„Frú Br.own segir að Bobby
hafi dottið niður stigann,“
sagði hún, þegar hún lét nið-
ur heyrnaðtóli. „Hún heldur,
að hann sé handleggsbrotinn.“
„Almáttugur! Þá erum við
aftur jarðbundin! Ég verð að
fara, ég er orðin alltof seinn.
Ég vona, að ég verði kominn
klukkan hálf tvö.“
Hún reyndi að vinna eftir
að hann fór, hún átti eftir að
skrifa margar skýrslur. Það
var þúsund og einn hlutur,
sem eftir var að gera. Og stöð
ugt hringdi síminn. Það var
„Farðu heim og fáðu þér að
borða.“
„Allt í lagi, en ég vildi að
þú kæmist heim til að borða
sjáifur.11
Þegar hún kom aftur var b:ð
stofan full af fólki og enn var
hann ekki kominn.
„Sanders læknir er við erf-
iða barnsfæðingu,“ sagði hún
við sjúklingana, sem henni
fannst líta óeðlilega hraust-
lega út. „Hann kemur eins
fljótt og hann getur.“
Hann kom skömmu seinna.
Hann leit inn til hennar.
„Ég er kom,inn.“
„Ég sé það. Sjáðu, ástin
mín, ég er með nokkrar brauð
sneiðar handa þér. Flýttu þér
að borða þaer.“
Hann brosti og hlýddi
henni.
„Þ,ú verður fyrirmyndar
eiginkona!“
„Hugsaði Adele ekki svona
um þig?“
,Guð minn góður, nei.“
„Þá hefur hún ekki elskað
þig jafn heitt og ég.“
„Það er ég viss um að hún
gerði ekki.“
Hann fór inn í læknastof-
una og Jill hóf starf sitt. Hún
leit upp skömmu seinna, þeg-
ar hún heyrði bíl staðnæmast
við dyrnar. Hún bjóst við að
þetta væri einn af auðugri
sjúklingum Leigh. Sennilega
frú Wainwright, sem var ung,
falleg og leið á eiginmanni
sínum. Frú Wainwright tókst
alltaf að verða síðasti sjúk-
lingurinn og hún var alltaf
lengur en hinir.
Þegar hún leit út um glugg
ann sá hún að þetta var ekki
bíll frú Wainwright, heldur
leigubíll. Kona kom út og
borgaði leigubílstjóranum.
Hann setti tvær ferðatöskur á
tröppurnar. Af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum fór
hrollur um Jill. Hún fann að
eitthvað slæmt var að ske.
Hún beið þess að dyrabjallan
hringdi, en ekkert slíkt skeði.
Skömmu seinna heyrði hún
gengið um forstofuna.
„Er nokkur heima?“
Það heyrðist hávaði að of-
an. Bunty, sem búin var að
hvíla sig eftir matinn, lang-
aði greinilega til að sjá þenn-
an óvænta gest. Jill sá að hún
hljóp niður stigann. Litla
stúlkan hikaði ögn og leit á
konuna, sem stóð í ganginum
fyrir neðan.
„Halló, Bunty!“ '
Bunty ygldi sig.
„Halló!“
„Yeiztu ekki hver ég er?“
Jill skalf. Ekki þetta, góði
guð, bað hún. Þetta gat ekki
verið, þetta mátti ekki ske.
„Nei,“ sagði Bunty, „Hver
ert þú?“
Konan gekk fram með út-
breiddan faðminn.
„Ég er mamma þín, elskan
mín.“
Bunty stóð grafkyrr undr-
andi á svip.
„En pabbi sagði að þú vær-
ir veik. Hann sagði mér að
þú hefðir einu sir.ni farið
langt langt í burtu.“
„Það gerði ég líka, elskan
mín. En ég er komin heim.
Komdu, vina mín og kysstu
mömmu og segðu henni hvar
pabbi er. Mamma er komin
aftur til ykkar, ástin mín og
mamma fer aldrei frá ykkur
aftur.“
Jill stóð eins og steingerð.
Hún sá að Bunty hikaði og
hljóp svo niður til mömmur
sinnar. Litla stúlkan var mjög
hrifin. Hún söng og hoppaði.
„Mamma er komin heim!“
kallaði hún. „Mamma er kom
in heim!“
Ungfrú Evans kom út ur
herbergi sínu þegar hún
heyrði hvella rödd barnsins.
„Ég er móðir Bunty,“ sagði
Adele Sanders. „Getið þér
sagt mér hvar læknirinn er?“
Það var1 undarlegur svipur
á andliti ungfrú Evans.
„Hann er á biðstofunni, frú
Sanders. Það er heimsóknar-
tími núna.“
„Vitanlega! En heimsku-
legt af mér- Ég var búin að
gleyma því.“
„Ég skal segja pabba að þú
sért komin heim, mamma.“
„Kannske er betra að bíða
þangað til sjúklingarnir eni
farnir, vina mín.“
„Þú átt að fara út. að ganga
núna, Bunty,“ sagði ungfrú
Evans.
„Ekki í dag, ungfrú Evans,
ekki í dag! Mig langar til að
vera hjá mömmu."
„Mig langar til að hafa
hana hjá mér. Það er svo
langt siðan við höfum sést.
Elsku litla Bunty mín, en
hvað það er yndislegt að sjá
þig aftux'.“
Jill lokaði dyrunum var-
lega, það gladdi hana að þær
höfðu ekki séð hana. Hún
hallaði sér að hurðinni og
reyndi að jafna sig. Heimur
hennar var hruninn í rústir
og hún var of örvilnuð til að
hugsa skýrt. Hún heyrði orð
Bunty enduróma fyrir eyrum
sér: „Mamma er komin heim!
Mamma er komin heim!“
Hafði Leigh heyrt þau líka?
Hún heyrði að gengið var
um á gangstígnum fyrir utan
húsið og sá gömlu frú San-
son ganga brott. Frú Sanson
hafði komið síðust og fór því
síðust. Nú syði vatn á katl-
inum í eldhúsinu í te handa
Leigh. Jill lagði það alltaf
sjálf þegr heimsókn var lok-
ið og fór með það inn á lækna
stofuna þar sem hann sat og
drakk það í friði og ró og
hvíldi sig um stund áður en
hann fór í sjúkravitjanir.
En í dag gat hún ekki geng
ið yfir forstofuna inn í eld-
húsið. Hún vissi ekki nema
miðvikudagur
LISTASAFN Einars Jónsson-
ar, Hnitbjörgum, er opið á
sunnudögum og miðviku-
dögum frá kl. 1,30—3,30,
MYNDLISTARSÝNXNG Al-
freðs Flóka er opin í Boga-
sal Þjóðminiasafnsins dag-
lega frá klukkan 1 til 10.
Jón Guðmundsson frá Nesi,
Stigahlíð 2, fulltrúi á Skatt-
stofunni í Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Kjósverjar. Munið spilakvöld
ið í Framsóknarhúsinu í
kvöld kl. 8,30.
Friðun miða — framtíð lands
Samtök þau, er nú undir-
búa fjársöfnun „til að.búa
sem bezt úr garði hið nýja
varðskip, sem þjóðin nú á í
smíðum“, hafa ákveðið, að
sala þeirra merkja, er í
þessu skyni hafa verið gerð,
fari fram um land allt kosn-
ingadagana 25. og 26. þ. m.
Framkvæmdastjóri samtak-
anna, Lúðvík Guðmundsson
skólastjóri, er daglega til
viðtals í skrifstofu Slysa-
varnafélags íslands Gróf-
inni 1, kl. 3—6 síðd.. sími
18135.
Spilakvöld Borgfirðingafél.
hefst að nýju á fimmtudag
kl. 21.00 í Skátaheimilinu
við Snorrabraut.
Happdrætti Háskóla íslands.
Á laugardag kl. 1 verður
dregið í 10. flokki Happ-
drætti Háskóla íslands. —
Vinningar eru 1047, sam-
tals 1.315.000 kr. — Hæsti
vinningur 100.000 krónur.
>. %
f|
........ Millilandaflug:
Hrímfaxi fer til
Glasgow og K.-
mh. kl. 09.30 í
•iy’ dag. Væntanleg-
| ur aftur til Rvk
g&gSMS&S:?: kl. 22,40 í kvöld
Innanlaindsflug:
I dag er áætlað
að fljúga til Ak-
ureyrar, Húsavíkur, ísafjarð-
ar, og Vestmannaeyja. — Á
morgun er óætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), —
Bíldudals, Egilsstaða, ísafj.,
Kópaskers, Patreksfjarðar,
Vestmannaeyja og Þórshafn-
ar.
Loftleiðir h.f.:
Leiguflugvélin er væntan-
leg frá Hamborg, Kmh. og
Gautaborg um miðnætti. —
Fer til New York eftir
skamma stund. Saga er vænt-
anleg frá New York kl. 8.15
í fyrramálið. Fer til Gautab..
Kmh. og Hamborgar kl. 9.45.
Hekla er væntanleg frá New
York kl. 10.15 í fyrramálið.
Fer til Glasgow og oLndon
kl. 11.45.
Skipaútgerð
rikisins:
Helcla fer frá Rvk
á morgun vestur
um land í hring-
ferð. Esja fór frá
Rvk í gær austur
um land í hringferð. Herðubr.
er á Austfjörðum á suðurleið.
Skjaldbreið fer frá Rvk á
morgun til Breiðafjarða-
hafna. Þyrill er á leið frá Ak-
ureyri til Rvk. Skaflfelling-
ur fór frá Rvk í gær til Vest-
mannaeyja. Baldur fer frá
Rvk í dag til Sands, Grundar-
fjarðar, Gilsfjarðar- og
Hvammsf j ar ðarhaf na.
Alþýðublaðið — 7. okt. 1959