Alþýðublaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 6
óperunni.“ Þetta var áður en Rudolf Bing, forstjóri Metropolitan, rak hina guð dómlegu Callas. Enginn skildi hvers vegna Callas- fjölskyldan var sjálfri sér svo sundurþykk og margir héldu að hér væri leikinn grískur harmleikur í nú- tímaútgáfu, þar sem hatur er höfuðuppistaðan. Síðustu viðburðirnir í i|fi Maríu Callas eru betur þekktir en flest annað þess- ar síðustu vikur, en Eveng- íla Callas hefur líka verið í sviðsljósunum.. Það hófst í vor þegar bandarískur út- varpsmaður bað frú Callas að koma að hljóðnemanum ásamt Jolie Gabor, móður hinna fögru Gabor-systra (Zsa Zsa, Eva og Magda) og áttu þær mæðurnar að tákna hina hamingjusömu móður og hina óhamingju- sömu. Jolie Gabor var létt-í máli er viðtalið hófst og sagði m. a.: „Ég vil byrja á því að benda á, að ég er eiginlega ekkert hrifin af að vera sett á bekk með öðrum mæðr- um. Mér finnst ég eldast svo við það og eiginlega varð ég móðir fyrir óheppni. Kannski var það alls ekki óheppni, því í dag er ég ham ingjusamasta móðir heims- ins. Dæturnar mínar þrjár vilja allt fyrir mig gera.“ Gegnt hinni fögru frú Gabor með platínuhárið í hvítum kjól sat frú Evang- elía í svörtum kjól. Hún var spurð hvar hún byggi. „Ég bý hjá grískum vinum mín- um, sem ég þekki frá Aþenu. Zarras-f jölskyldan hefur blátt áfram tekið mig að sér.“ ,,Er það satt að þér hafið reynt að koma í veg fyrir hjónaband dóttur yður og Meneghini og er það ástæð- an fyrir óvináttu ykkar mæðgnanna?“ Frú Evangelía svaraði ró- lega: „Það er ekki rétt. María fór til ítalíu tvsim árum áður en hún giftist Meneghini, sem er ákaf- lega elskulegur maður og hefur skrifað mér falleg bréf. Ég var ekki boðin í brúðkaup þeirra, en þau sendu mér skeyti á brúð- kaupsdaginn." MYNDIN til hægri er af Maríu Callas, söngkonunni dæmalausu, sem lét móður sína lifa við sárust fátækt meðan hún sjálf velti sér upp úr gullinu. Á myndinni fyrir ofan sést móðir Callas, þar sem hún afgreiðir í gimsteinaverzlun móður Gabor- systianna. Og myndin hér að ofan er af hamingjusömustu móður í heimi, Jolie Gabor ásamt hinum fögru og frægu dætrum sínum. Það var hún, sem sá aumur á móður Maríu Callas og útvegaði henni atvinnu í verzlun sinni. „Af hverju eruð þér óham ingjusamar?“ „Af því að dætur mínar vilja ekkert með mig hafa og endurgjalda ekki ást mína. Og mér þykir vænna um Maríu en Giacintu. AJl- ar mæður elska yngstu dæt- ur sínar mest og engin móð ir getur borið illan hug til barna sinna.“ ,,Er það satt, að María og Meneghini hafi boðið yður uppihald og lífeyri í Aþenu með því skilyrði að þér kæmuð ekki framar til Bandaríkjanna?" Frú Callas fer að gráta. „Það er satt, en þetta til- boð er svívirðilegt. Ég var bandarískur ríkisborgari þegar María fæddist 1923 í Brooklyn, en síðan missti ég borgararéttinn af því að ég var of lengi í burtu heima í Grikklandi. Ég átti aldrei fyrir farseðli til New York.“ „Hvernig hafið þér það núna efnalegá?" „Kjóllinn minn er gjöf Zarras-hjónanna.“ Þegar hér var komið sam- taiinu rauk frú Gabor upp eins og hvirfilvindur. Hún faðmaði Evangelíu að sér og í viðurvist fjölda starfs- manna og í augsýn banda- rísku þjóðarinnar lýsti hún yfir, að hér eftir þyrfti frú Callas engu a_ð kvíða um framtíðina. „Ég býð þér vinnu í skartgripaverzlun- inni minni. Þar getur þú lif að af vinnu þinni og María fær tækifæri til að verða stolt af þér. Hún ætti að skammast sín yfir hvernig hún hefur farið með þig. Slæm móðir er alltaf betri en bezta dóttir hennar, og ég ætla að sýna að Evang- elía er góð móðir.“ Frú Callas tók tilboðinu á stundinni, hún breytti af- stöðu bandarísku þjóðarinn ar í sinn garð í einu vet- fangi. Fram til þessa höfðu flestir álitið að hún lifði á ættmennum sínum, en nú er ljóst að svo er ekki. Callas- fjölskyldan hefur ekkert upp úr Maríu. Faðir hennar býr í Harlem, systir hennar Giacinta stundar nám í Grikklandi og móðir hennar ENGINN er meira undr- andi yfir þeirri athygli, sem hún hefur vakið undanfar- ið en frú Evangelía Callas, móðir hinnar heimsfrægu Maríu Callas. Frú Evangelía hefur ekki séð dóttur sína í níu ár, en í fyrra ákvað hún að hitta hana. En prímadonn an neitaði að taka á móti móður sinni og hin biíra móðir fór rakleiðis til blaðs eins í New Jersey og sagði: „María vill ekki sjá mig. Ég veit ekki hvers vegna. Því miður hef ég ekki ráð á að fara að hlusta á hana í vinnur fyrir 50 dollara viku launum í skartgripabúðinni. Bandaríkjamenn sáu nú, að Evengelía Callas var feimin og særð kona. Hún notaði ekki tækifærið til þess að sverta dóttur sína og hún segir að María þurfi ekki að óttast útkomu ævi- sögu sinnar. „María er hrædd um að ég geri eitt- hvað af mér, en ég mun aldrei skrifa neitt illt um Maríu.“ Nú afgreiðir Evangelía Callas í skartgripaverzlun Gaborfjölskyldunnar við Madison Avenue. Hún er vel klædd, en hendurnar bera þess vitni að hún er vön vinnu. Hún er ellileg og aðspurð vildi hún ekkert segja um óvináttu hennar og Mariu. „María bjó hjá mér þangað til hún var tutt ugu ára. Ég hef ekki sært hana með vilja. Maðurinn minn og ég skildum að borði og sæng fyrir löngu, en við erurn ekki löglega skilin. Hann lofaði að borga mér 40 doll FYRIR nokkru ur bréf frá ungu ingi, sem búsettui gen í Noregi. H: CVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllIMIfl ara á viku, en hi ekki greitt mér e; Það mál fér senni dómstól innan sk Nú kerriur til kí rísku innflutniní anna að ákveða angelía Callas ge ríkisborgararétt hvort hún þar a getur haldið áfrar í skartgripaverzh Madison Avenue, eigu hinnár ham: móður Jolie Gabi FANGAE FRUMSKÓGARINS FRANS veit ekki, hvers vegna í ósköpunum villi- mennirnir láta svona" og hvers vegna hann fær slíka meðferð. Hvað skyldú þeir ætla að gera við hann? Hann heyrir, að Tom Sa- bo mótmælir kröftuglega. Hann reynir að koma þeim í skilning um, að Frans hafi bjargað lífi hans, en ekkert gagnar. Að lokum fær Tom hnefahögg í andli ur aftur ó bak. F leiddur til bústi ingjans. Það er legt, að eitthvac g 11. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.