Alþýðublaðið - 11.10.1959, Page 11

Alþýðublaðið - 11.10.1959, Page 11
7. dagur „Hún kom. seinnipartinn í gær. Ég vissi ekki að hún væri komin til að vera“. „En þú máttir vita að ég liefði áhuga fyrir því“. Frú Faulkner leit á Jill og spurði hana hvers vegna hún hefði ekki borðað neinn morg- unmat og hvers vegna hún liti svona illa út í dag. Henni hafði dottið það í hug fyrir löngu að Jill elskaði lækninn og hún hafði brotið heilann um hvernig það færi. Að vísu var hann giftur en konan hans hafði nú farið frá hon- um fyrir þrem árum og ... Það var áfall fyrir hana þeg- ar hún hitti frú Laycock hjá kjötkaupmanninum og fékk að vita hvað skeð hafði. „Hvernig er hún?“ spurði hún þegar þær voru setztar til borðs. „Hver?“ „Nú, frú Sanders auðvitað“. „Elsku mamma mín, ég hef varla séð hana“. „Þú hefur þó séð hvort hún er falleg eða ljót“. „Hvorugt, maður veitir henni eftirtekt“. „Frú Laycock — það var hún sem sagði mér að hún- væri komin heim — sagði, að hún hefði verið svo falleg. Heldurðu að hún sé alkom- in?“ „Hef ekki hugmynd um það“. „Það væri sennilega bezt ef hún væri það. Litla telpan þarf að fá móður í stað kennslukona og barnfóstra. Það segja allir að hún sé dek- urbarn“. „Það segja aílir. Ég vildi að þið þvöðruðuð ekki svona mikið“. „Ástin mín, vertu ekki svona úrill“. „Fyrirgefðu". Þær þögðu um stund. Jill neyddi nokkrum matarbitum ^pariö yður hlaup & railli margra veralana1- Oókúöt Á ÖLtUM $ís) -Austorstiðeti ofan í sig. Hún reyndi að segja eitthvað svo að móðir hennar hætti að hugsa um Adele Sanders, en hún gat ekki um annað hugsað sjálf. Hvað skeði nú? Var Leigh kominn heim úr vitjunum og sat hann til borðs með konu sinni og dóttur? ánægður og glaður yfir að'fá hana aftur. En hún vissi að það kom ekki til mála. Leigh var jafn áhyggjufullur og hún sjálf. Hún var komin aftur á mín- útunni tvö. Hún leit inn í læknastofuna og sá að þar var um og stólana. Hún heyrði mannamál úr biðstofunni. Sjúklingarnir voru án efa að tála um hann. „Hafið þið heyrt að kona læknisins er komin heim?“ „Já, eftir all- Jill bjó sig undir það, sem hún vissi að von var á. „Verður hún hér?“ .Leigh vildi ekki segja henni það. Hann hugsaði um allt sem Adele hafði sagt við mat- borðið þegar Bunty var farin upp til sín. „Leigh, sérðu ekki hvað það hefur mikið að segja fyrir Bunty? Skilurðu ekki hvað það hefur mikið að segja fyrir mig?“ Honum var alveg sama hvað það hafði að segja fyrir hana. Hún hafði glatað rétti sínum til að hann hugsaði um tilfinningar henn- ar. En honum var ekki sama um Bunty. Og Bunty ljómaði af hamingju. Hann vissi ekki hve lengi það stæði. Adele lagði sig alla fram til að töfra barnið og henni virtist takast an þennan tíma“. „Skyldi hann vera feginn að fá hana?“ Hún heyrði borðstofudyrn- ar opnast og hann kom inn. Andlit hans var eins og gríma og sagði henni ekkert. „Ertu til?“ spurði hún. „Það bíða margir“. „Já, ég er að verða til“. Loks var heimsóknartíminn á enda. Hún hafði lagað te handa honum, eins og venju- lega. Hún hafði hugsað mikið um hvort hún ætti að gera það. Adele vildi sjálfsagt gera það, ef hún værl alkomin. En Florrie átti frí og ef Adele lagaði ekki te fengi hann ekk- ert. Auk þess var það eina frí hans allan daginn. Þá hallaði hann sér aftur á bak í stóln- um og hvíldi lúin bein, ílún opnaði varlega dyrnar og sá að hann sat með and- litið í höndum sér. Hún flýtti sér að loka og setíi bakkann á borðið og lagði höndina á öxl hans. „Hvað er að?“ Hann leit á hana og hana kenndi til þegar hún sá sárs- aukann í andliti hans. „Við töluðum saman við matborðið. Ég vildi heldur bíða þangað til í kvöld, en Adele neyddi mig til þess“. „Góða nótt og takk fyrir í kvöld. VÍg bið ykkur að afsaka, hvað það er orð- ið framorðið“. það vel. En Adele hefði getað töfrað fugl niður úr tré hefði henni þóknast það. „Mér finnst ég vera eins og rotta£í gildru, Jill“. Hún sagði veiklulega. „Ást- in mín, ef hún vill vera, þá láttu'hana gera það“. „Þú veizt hvers vegna ég verð að gera það?“ „’Vitanlega“. „Og Jill?“ Hann tók í hönd hennar og þrýsti hana fast. „Ég gét ekki hugsað um fram- tíðina núna. Adele hér á heim ilinu,. nokkurs ko/iar hús- freyja, alveg eins og hún einu sinni var — hún býr hér, ást- in mín, en milli mín og henn- ar verður aldrei neitt“. ,,Ó, Leigh“, henni hafði aldrei dottið í hug að neitt gæti verið svona sárt. Ham- ingjan hafði verið við hend- ina á henni og nú var hún horfin að eilífu. Hún reyndi að hugsa aðeins um hann en ekki sjúlfa sig. Hún var ekki lenguryýúlkan sem ætlaði að giftast •honum og elskaði hann af öllu,hjarta. Ilún var hlut- laus áþ^rfandi. „Leigh“, sagði hún.: „Þáð skaltu ekki þver- taka fyrir“. „Segir þú þetta við mig? Ég hélt-að þú elskaðir mig?“ „Ég elska þig. Þess vegna segi ég það, ástin mín. Þú elskaðir hana einu sinni, áð- ur en þú þekktir mig.“ „En nú þekki ég þig“. „Þú tíerður að gleyma mér, Leigh“.. Hanp|tók utan um hana. „Það get ég ekki“. Hún hallaði sér frá honum og horfði rannsakandi á hann. Hana langaði til að biðjá hann um að gera sér ekki of erfitt fyrir. Annað þeirra varð að líta hlutlaust á málið. Hann samþykkti að Adele yrði kyrr, hann skildi að hann hafði ekki um annað að velja. Hann hlaut að skilja að þau gátu ekki verið saman lengur. Hún sagði blíðlega. „Vinur minn, við verðum að vera skynsöm. Ég fæ mér aðra vinnu. Þú verður að skilja mig“. „Ég get ekki skilið neitt. Eg skil ekki enn hvað hefur skeð./í gær um þetta leyti var martröðin að hefjast“. Jill leit á úr.'sitt. Það hafði skeð nákvæmlega fyrir tutt- ugu og fjórum tímum síðan. Og það myndi verða þannig framvegis. En ekki alltaf svo hræðilegt. Það gat ekki verið, þá gæti hún eins dáið. Hún sagði við hann að hann yrði að gleyma sér. Og hún varð að gleyma honum. Þegar he'nni datt það í hug skildi hún hvers vegna hann hafði sagt að það væri ómögulegt. En fundu þau ekki svona mikið til af því að þetta var svo nýskeð? Einhvern tíma hlaut sársaukinn að minnka. „Jill, Jill, því þurfti ég að hitta þig til þess eins að missa þig?“ Orð hans endurómuðu í hjarta hennar og hún hugsaði um allan tímann, sem hún hafði elskað hann án þess að hann vissi. Ef honum hefði að- eins skilizt fyrr, að hann elsk- aði hana. En hefði það skipt nokkru máli? Hefði þá Adele ekki bara komið fyrr heim? „Veit hún um okkur Leigh?“ „Nei, hjartað mitt.“ „Ég er fegin, að enginn vissi það. Það hefði verið of erfitt þá.“ „Það efast ég um.“ Hún hnykkti hárinu frá enninu. „Ég trú ekki enn, að þetta hafi skeð. Ástin mín, skilurðu ekki, að ég verð að fara?“ Hann sagði, að hún vissi það bezt sjálf. Hann leit tryll- ingslega á hana og hann lang- aði til að segja við hana, að sér dytti ekki í hug, að fórna sinni hamingju fyrir Bunty. En hann gat það ekki, þegar hann vissi, hvað það hefði að þýða, ekki núna, þegar hann stóð augliti til auglitis við hana og vissi, að hann var að missa hana. Hann langaði til að segja við hana, að þau skyldu fara burt saman, hann skyldi selja allt og hefja lífið á nýjan leik. Þau gætu farið erlendis með Bunty. En hann vissi, að það gat hann ekki. Faðir hafði skyld- um að gegna gagnvart barni sínu og börn skilinna foreldra voru svo oft óörugg og erfið. En hvað þá um börn óham- ingjusamra foreldra? Hvernig yrði líf Bunty, ef hann og Adele byggju saman sem ó- kunnugt fólk? „Leigh reyndu að sættast við Adele. Hún hefði ekki kom ið aftur til þín hefði hún ekki haldið, að þú gætir gleymt og fyrirgefið.” „Ég get fyrirgefið —“ „Þú verður að gleyma líka. Það verður auðvelt, þegar ég er farinn vinur minn.“ Hann reyndi að grípa dauða haldi í hvert hálmstrá, sem gæti komið í veg fyrir að hún yfirgæfi hann. „Þú getur ekki farið strax, ef þú ekki vilt, að allir haldi að við elskumst. Ekki strax og Adele kom. Það ber of mikið á því.“ „Ekki ef ég hef góða ástæðu. Ég gæti fengið betur borgaða vinnu.“ „Ekki ákveða það strax. Eftir eina eða tvær vikur. „Hann tók um andlit hennar og horfði fast í augu hennar. „Gerðu það, Jill.“ „Kannski.“ „Elsku Jill, lofaðu mér því.“ „Allt í lagi, vinur minn. En —“ hún sleit sig aí hon- um. „Við verðum að haga okk Frá Guðspekifélaginu. Sigvaldi Hjálmarsson flyt- ur opinberan fyrirlestur í Guðspekifélagshúsinu í kvöld kl. 8.30: Fyrirlesturinn nefn- ist: „Guðspeki og nútíma lífs- viðhorf.“ Kvenfélag Kópavogs heldur fund í félagsheimil- inu mánudagskvöldið 12. þ. m. kl. 8.30 Inntaka nýrra fé- laga. f dag kl. 2 oþ'nar Félag Biskups- tungnamanna bazar sinn í húsi Guðspekifélagsins, Ing. 22. Margt vandaðra og ódýrra muna verður þar á boðstól- um. mm Flugfélag íslands. Millilandaflug: Hrímfaxi er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16.40 í dag frá Hamborg, Kaup mannahöfn og Osló. Flugvélin fer til Glasgow og Khafnar kl. 9.30 í fyrramálið. Millilanda- flugvélin Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10.30 í fyrramál ið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar, Húsavíkur og Vestmanna eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð ar og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Edda er væntanleg frá Amsterdam og Luxemborg kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 22.30. Leiguvélin er vænt anleg frá New York kl. 10.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow og London kl. 11.45. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Reykjavík. Arnar fell er í Þorláks- höfn. Jökulfell er í Reykjavík. Dís- arfell er á Akur- eyri. Litlafell fer í dag frá Reykjavík áleiðis til Norður landshafna. Helgafell fór frá Ábo í gær áleiðis til Óskars- hafnar. Hamrafell fór 1. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til Batum. Eimskip. Dettifoss kom til Kaup- mannahafnar 9/10, fer þaðan til Rostock, Gdynia, Rotter- dam, Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til Reykjavík- ur í gær frá Antwerpen. Goða foss kom til Rvíkur 3/10 frá New York. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 3/10 frá Keflavík. Reykjafoss fer frá Húsavík á morgun til Rvík- ur. Selfoss kom til Hamborg- ar 8/10, fer þaðantil Malmö, Rússlands og Kotka. Trölla- foss fór frá Hafnarfirði í gær kvöldi til Rotterdam og Ham- borgar. Tungufoss kom til Reykjavíkur 4/10 frá Riga. Messur Dómkirkjan: Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þörláks- son. Ferming og altarisganga. Síðdegismessa kl. 5. Séra Jón Auðuns. Alþýðublaðið — 11. okt. 1959 JQ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.