Alþýðublaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.10.1959, Blaðsíða 6
 m, jjæsaíSg ■ M0W0mm ?|||§g IPB l|Mgi®ÉSÉ mammmmÉiá I ; kossar ANNAN þriðjudag eftir páska ár hvert velja íbúar brezka bæjarins Hungerford tvo menn til þess að gegna dálítið skrýtnu og frumlegu hlutverki. Það fyrsta sem þeir eiga að gera er að fará í alla barnaskóla bæjarins og biðja um frí fyrir krakk- ana. Að því búnu safna þeir krökkunum utan um sig og leggja af stað í broddi fylk- ingar um bæinn og stanza við hvert einasta hús í bæn- um og biðja hverja einustu konu um koss. Að launum er konunum heitið appel- sínu. Vilji þær nins vegar ekki gefa einn koss, — þá verða þær að borga penny í sekt. Þessi siður er ævagamall og má rekja rætur hans ailt til 13. aldar. .Menn gera sér kannski í hugarlund, að starf mannanna tveggja sé heldur betur öfundsvert. En svo er ekki. Þetta er nefni- Fyrst við erum farin að minnast á kossa, væri ekki úr vegi að spjalla dálítið um þá nánar: Kossar og faðmlög sem merki um ást og vináttu, þekkjast ekki í Japan nema þá milli mæðra og ung- barna. Að kyssa barn, sem orðið er dálítið stálpað, þyk- ir alls ekki hæfa. Ef maður hittir konu sína eftir margra ára aðskilnað, þá hvorki faðmast þau né kyssast. — Þau brosa bara og falla á kné hvort fyrir öðru. í mesta lagi grætur konan örr lítið. Eichard Pearson Hobson, sjóhetjan fræga úr spænsk- ameríska stríðinu við alda- mótin, er áreiðanlega mest kyssti maður í heimi. Þeg- ar hann kom eitt sinn op- inberlega til Chic.ago komu tvær litlar frænkur til þess að taka á móti honum. Þær tilltu sér báðar á tá og kysst hann, en mikinn greiða hefðu þær gert hon- um, ef þær hefðu látið það ógert. Þarna var nefnilega stór hópur kvenna, — ung- ar og gamlar, og þær urðu svo hrifnar og snortnar af hetjunni, að þær gátu ekki stillt sig og umkringdu hann og tóku að kyssa hann hver í kapp við aðra. Þeir karl- menn sem voru viðstaddir skemmtu sér konunglega og tóku að kalla: „Þessi var númer 51! Bravó 76!“ — Að lokum töldu allir við- staddir í kór: „101 . . . 102 . . . “ -— þar til öll met voru slegin. — Blöðin sögðu rækilega frá þessu atviki og mikið hefði vesalings Hob- son verið þeim þakklátur, ef þau hefðu látið það ógert. Það vildi nefnilega svo illa til, að hann átti fyrir hönd- um langt og strangt ferða- lag og hvar sem hann kom, endurtók sagan sig: Kven- fólkið þyrptist utan um hann og kyssti hann. Blöðin gizkuðu á, að alls hefði Hob son verið kysstur 10.000 sinnum í ferðinni. Þekkt sælgætisfyrirtæki byrjaði um þetta leyti að framleiða súkkulaðikossa og skírði þá náttúrlega „Hobsons-kossa“. ÞEIR sem elska verða aldrei gamlir. Þeir deyja í hárri elli, en samt era þeir ungir. — A.P.............. CHA-CHA-CHA dansinn hefur undanfarin ár rutt sér mjög til rúms víða um heim, en hefur þó ekki náð al- mennum vinsældum og er orsökin kannski sú, að hann er ekki auðlærður. Ef hann er dansaður á hinn eina rétta hátt eru dömurnarmeð Iitlar og marglitar kúlur milli handanna, eins og með fylgjandi mynd sýnir. Það er lítill vandi að verða sér úti um kúlur af þessu tagi. Börn eiga þær gjarnan að leikfangi, svo að það eru hæg heimatökin fyrir þá sem vilja. •— Það er danska söngkonan Elga Olga, sem dansar Cha-cha-cha á mynd inni af hjartans lyst. Hún segir um þennan dans: — —■ Cha-cha-cha er eins og vítamínspillur af beztu tegund. lega fjáröflunarleið og á- góðinn rennur til hjálpar- stofnana. HÁRGREIÐSLUKO: í Þýzkalandi héldu skemmstu mót í V: borg og þar var n annars haldin umf£ mikil liárgreiðslusý: Eitt atriðið var nefi „Þegar hárgreiðsluk beitir ímyndun® sínu‘“ og það er eir af því atriði,.sem my hér til hliðar er teki: Hárgreiðslustúlkurn hafa vissulega bei myndunarafli sínu hins ýtrasta, ekki vc annað sagt. - o- hún að teljast dálítið venjuleg: „Ungur maður, 27 ára gamall, sem er búinn að vera í framtíðarstc ár, óskar eftir stö' minni framtíð, en m tíð“. ÞAÐ SANNAZT betur og betur með hverjum degi, sem líður, hvílíkt aðdrátt- arafl fagrar og litríkar aug- lýsingar hafa á almenning nú á dögum. Nýleg rannsókn í Banda- ríkjunum hefur til dæmis leitt í ljós, að Ameríkanar fá sér bifreið — ekki eftir rækilega umhugsun og at- hugun á gerð og frágangi bifreiðanna yzt sem innst, heldur aðeins eftir augna- bliks hrifningu á litprent- aðri bílaauglýsingu, sem þeir rekast á í einhveriu blaði. Það er fullyrt í skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar, að lang- . samlega flestir bílar, sem framleiddir séu í Banda- ríkjunum, seljist út á fall- egar og skjannalegar blaða auglýsingar. Ameríkani, sem situr kannski í bægi- legum stól heima hjá sér eða er kannski á tannlækn- ingastofu og sér allt í einu blasa við augum í ein- hverju blaði litprentaða auglýsingu með mynd af bíl og tilheyrandi slagorð- um: — Stærri — betri — bægilegri. — verður frá sér numinn af hrifningu. Hann segir samstundis við sjálfan sig: „Svona bíl verð ég að eignast“. í flestum tilfell- um hefur hann alls ekki haft í huga að fá sér nýj- an bíl og aldrei verið neitt hrifnari.af bessari tegund- en einhverri annarri. Hins vegar hefur auglýsingin þau áhrif á hann, að hann stenzt ekki freistinguna — og ekki vantar þá pening- ana þarna fyrir vestan! „GERIÐ þér yður Ijóst, Mortensen, að sá tími, sem þér hafið verið hérna inni, verður dreginn frá fríinu yðar?“ Box 6 Co FANGAR FRUMSKÓGARINS VILLIMENNIRNIR ætla að fórna vesalings Frans. — í miðjum herbúðum þeirra stendur staur. Þegar Frans sér hann, grunar hann hvað sé í vændum og þá fyrst fer hann að verða alvarlega hræddur. Vinir hans eru í DÖNSKU kirkjublaði birtist nýlega eftirfarandi klausa: „Einn af félögum okkar í kirkjukórnum, frú Pál- ína Jörgensen, sem hefur sungið með okkur hvern einasta sunnudag síðustu 6 árin, yfirgefur okkur nú, þar sem hún flytur í aðra sókn. Hafi hún þakkir fyr- farnir burt og han einn mitt á meða sinna. Hann reynir sig lausan, en hvc hægt að búast við, fl— -o- í BREZKU blaði birtist þessi auglýsing og hlýtur g 13. okt. 1959. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.