Alþýðublaðið - 15.10.1959, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 15.10.1959, Qupperneq 10
FYRSTUR rÉeðumanna á kjósendafundi Alþýðuflokksins í Reykjavík í fyrrakvöld var Eggerf G. Þorsteinsson alþing- ismaður, var.aforseti ASÍ. Egg- ert ræddi einkum um húsnæð- ismálin. Hann sagði, að þyrlað hefði verið í blöðum undanfar- ið upp moldviðri um lánamálin og væri því ástæða til þess að nefna nokkr.ar staðreyndir um lánveitingar á þessu ári. Stað- reyndirnar væru þær, að úthlut að hefði verið 40 milljónum kr. í lánum og lánsloforðum á þessu ári, og væri það 6 milljónum kr. lægra en meðaltal undan- farinna ára. En í því sambandi yrðu menn að hafa í huga, aö enn væru tveir mánuðir eftir og rúmlega það. Fyrirliggjandi umsóknum hefði hins vegar fækkað um, 399 á tímabilinu 1. desember 1958 ■— 1. ágúst 1959. Eggert s.agði, að sár neyð ríkti hjá mörgum, er væru að kyggja og þyrfti enn að auka laun verulega til þess að leysa vandræði þessara manna. Lagði Eggert áherzlu á nauðsyn auk- innar sparifjármyndunar, þar eða sparnaður þjóðarinnar væri hinn eini heilbrigði grundvöll- ur fjárfestingar í húsabygging- ar sem aðra fjárfestingu. ENDURBÆTUR Á TRYGGINGUNUM Jóhanna Egilsdóttir form. Vkf. Framsóknar tók næst til máls. Ræddi hún um trygging.a- málin. Hún sagði, að nefnd hefði lokið störfum og skilað áliti varðandi endurbætur á tryggingalögunum. Samkvæmt því áliti ættu bætur að hækka um 20—30%. Sagði Jóhanna, að vissulega hefðu bætur þurft að hækka meira, en ekki hefði verið talið í nefndinni, að unnt yrði að kljúfa meiri hækkun í einu fjánhagslega. Lag'ði Jó- hanna áherzlu á, að endurbæí- ur þessar á tryggingunum kæm ust sem allra fyr'st í fram- kvæmd, þar eð bætur eins og t. d. ellilaun - v.æru orðnar alls ófullnægjandi. 'EINI FLOKKURINN ER STÖÐVAÐ HEFUR GETAÐ VERÐBÓLGUNA Næstur talaði Einar Magnús son menntaskólakennari. Hann kvað ástandið í pólitíkinni á margan hátt hafa verið svipað nú og fyrir 19 árum. Þá eins og nú hefði mikið verið rætt um stöðvun dýrtíðarinnar, en ein stétt hefði þá tekið sig út úr, þ. e. bændurnir. Hið sama reyndu bændur nú er þeii' krefðust hækkunar. Einar sagði, að allar ríkisstjórnir, er setið hefðu í landinu undanfarið, hefðu glhnt við sama Vandamálið: Stoðvun verðbólgunnar. En að- eins eini ríkisstjórn hefði tek- izt þetta, þ. e. þeirri, er nú sæti, rikisstjórn Alþýðuflókksins. RÉTT A® FÆRA KOSNING- ARRÉTTARALDUR NIÐUR? Björgvin Guðmundsson við- skiptafræðingur, form. SUJ, talaði næstur. Hann- ræddi um ýrnis umbótamál, er Alþýðu- flokkurinn hefur knúið fram og m. a. breytingar á kjördæma- skipun og kosningalögum. Hann kvað Alþýðuflokkinn hafa átt frumkvæðið að breyt- að þessu sinni og minnti á, að ingunni á kjördæmaskipuninni Alþýðuflokkurinn hefði knúið í gegn lækkun kosningarréttar- ins í 21 ár. Síðan varpaði hann fram þeirri spurningu, hvort ekki mætti fær.a, kosningarrétt- araldurinn mun meira niður, jafnvel niður í 18 ár með tilliti til þess hve menntun æskunnar hefði fleygt fram síðan 21 árs aldurslágmai'kið var ákveðið. Björgvin sagði, að nú væri að- alatrðið að koma á ýmsum um- bótum fyrir vefkamenn og aðra launþega, þar að auki gæti orð- ið um kjarabætur í formi grunn kaupshækkunar að ræða ef halda ætti við stöðvunarstefn- una. Drap hann í því sambandi á: það, að tryggja þyrfti verka- mönnum og öðrum daglauna- mönnum fast vikukaup eða mánaðarkaup, svo að þeir misstu ekki kaup fyrir hvérn frídag og hvern helgidag eins og nú væri. Kvað Björgvin s'iíka lagfæringu vera á við mikla grunnkaupshækkun. LANDBÚN AÐARVÖRUR GÆTU LÆKKAÐ Næsti ræðumaður var sr. Sigurður Einarsson skáld í Holti. Hann drap m. a. á verð- lagsmál lándbúnaðarains. Hann sagði, að vísitölubú það, er reiknað væri með, væri orðið algerlega úrelt og ætti að vera mun stæi'ra. Hann kvaðst vera Lögfræðileg handbók eftir Ólaf Jóhannesson prófessor. Komin er út önnur útgáfa rits þessa, og er tekið tillit til lagasetningar, eins og hún var í ágústmánuði sl. í bókinni er fjallað um efni, sem varða hvern mann. Þar eiga menn kost á svari við mörgum þeim sþurning- um, sem daglega ber á góma. Aftast í bókinni eru formálar ýmissa þýðingarmikilla og algengra skjala. Eykur það mjög notagildi bókarinnar. Lög og réttur er 432 bls. þéttprentaðar. Útsöluverð kr. 165,00 í góðu bandi. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS. það kunnugur málefnum land- búnaðarins, að hann gæti sagt, að landbúnaðarafurðir ættu að geta lækkað í verði en alls ekki hækkað. Sigurður lagði áher'zlu á það, að halda yrði áfram bar- áttunn gegn veirðbólgunn og kvað Alþýðuflokknum hafa vel tekizt KONUR MEGA EKKI VERA HLUTLAUSAR Frú Katrín Smári talaði næst. Hún ræddi um nauðsyn þess að konur fylgdust vel með í stjórnmálum. Of seint væri að vakna þegar vörurnar hefðu hækkað mikið í vérði. Konur gætu og ættu að hafa áhrif á það, hvernig málum væri skip- að og frú Katrín skoraði-á kon- ur að styðja Alþýðuflokkinn í báráttu hans gegn verðbóig- unni. Einnig ræddi frú Katrín nokkuð um tryggingarnir og kvað nauðsynlegt að gera á þeim endurbætur. Helgi Sæmundsson sagði, að nokkuð hefði boi'ið á því í kosningabaráttunni nú eins og óft áður, að stóru flokkarnir bentu á stærð srna og reyndu að láta kosningarnar snúast um sig eingöngu. En Heigi sagði, að stæiðin ein nægði ekki. A. m. k. hefði stærðin ekki dugað þessum flokkum til myndunar ríkisstjórnar sl. vetur og landið því orðið stjórnlaust, ef bíða hefði átt stjórnarmyndunar storu flokkanna. En Helgi’kvað tvískinnung stóru flokkanna hafa verið slíkan í efnahagsmál unum undanfarið, að ástæða væri fyrir kjósendur að veita honum athygli. Framsókn hefði ekki þor.að að greiða atkvæði með niðurfærslufi'umvarpinu sl. vetur, heldur setið hjá. Og íhaldið hefði ekki þorað að standa gegn verðhækkun land- búnaðarvaranna nú í haust. Sigurður Ingimundarson efna fræðingur, form. BSRB, var næstsíðastur ræðumanna. Hann ræddi einkum efnahagsmálin. Hann sýndi m. a. fram á það, að kaupmáttur launa hefði auk izt um 1,6% við aðgerðir rík- isstjórnarinnar, að skiif Þjóð- viljans um 13% kjaraskerðingu hefðu ekki við rök að styðjast. Hann lagði á það áherzlu, að launþegar græddu mest á stöðv unarstefnunni. Hins vegar töp- uðu braskararnir, þar eð þeir græddu mest á verðbólgunni. Nefndi Sigurður sem dæmi, að ýmsir braskarar hefðu keypt nýsköpunartogara á 2—3 millj- ónir, en selt þá síðan á 7—8 milljónir kr. Yerðbólgan hefði gert þeim kleift að græða svo ofsalega á togurunum. Sigurð- ur -sagði, að allir hinir flokk- arnir þrír hefðu svikið stöðv- unarstefnuna og væru því allii' verðbólguflokkar. Alþýðuflokk urinn eirin berðist gegn Verð- bólgunni. Síðastur ræðumanna var Gyifi Þ. Gíslason menn-tamála- ráðherra, en greint er frá ræðu hans á forsíðu. — Áki Jakobs- son hrl. var fundarstjóri og sleit fundinum með stuttri ræðu. Hvatti hann flokksmenn og aðra stuðningsmenn .A-list- betur af hverju atgangur þessi stafaði. Vefrarstarfsemi að byrja Framhaía af 5. síðn. skólanum og Laugarnesskólan- um (innritun þar þriðjud. 20. okt. kl. 8 e. h.). Unnið er að því að smíðaklúbbar geti starf- að í fléiri hverfum í vetur. Kvikmyndaklúbbar fyrir börn starfa í Austurbæj arskól- anum á sunnudögum kl. 4 e. h. og í Breiðagerðisskóla á laug- ardögum kl. 4,30 og 5,30 e. h. (Forsala áðgöngumiða á fjórar sýningar í Breiðagerðisskóla Verður þar föstudagirin 22. okt. og laugardag 23. okt. kl. 6—7 e. h.). 'Sýningar í Austurbæj- arskóla hefjast sunnud 18. okt. og verða miðar seldir við' inn- ganginn. Námskeið í léikbrúðugerð og sýningum mun hefjast inn- an skamms og verður auglýst síðar. "Sjóviririuriámskéið mun hefj- ast áður en langt um líður og sta-rfstími þéss auglýstur síðar. Sjóvinnan hefur riotið mikiila vinsælda og voru þátttakendur rúmlega 70 í fyrravetur. í framháldi af námskeiðunum s. 1. vor fóru drengirnir á hand- færavéiðar. Þá var gerður út skólabátur í samvinnu við Vinnuskóla Reykjavíkur. Nú hefur riefnd fulltrúa frá Æsku- lýðsráði, Vinnuskólanum, Sjó- mannasambandi fslands, LÍÚ, FÍB, FFSÍ og SVFÍ verið skip- uð til að vinna að þessu máli og ganga frá nánari skipun þessa. í samráði við umferðalög- regluna vinnur Æskulýðsráð nú áð því að stofna klúbb fyrir skellinöðrueigendur, sem munu vera um 800 í bænum. Mundu félagar í framtíðinni fá aðgang að verkstæði, haldnir yrðu f ræðslu- og skemmtifundir, frætt Um umferðamál og kom- ið á fót æfingum í akstri og meðferð þessara farartækja. Tómstunda- og félagsiðia í hinum ýmsu bæjarhverfum verða í vetur á vegum íþrótta- félaganna og Verður auglýst Sérstakléga, ér þar að kémur. Dans- og skemmtiklúbbur fyrir æskufólk, er Æskulýðs- i*áð hefur starfrækt ásamt Á- fengisvarnarnefnd og skátafé- lögunum, starfar-áfram í vetur undir stjórn .Hermanns Ragn- ars Stefánssonar danskennara. Verður náttar auglýst' þegar sú starfsemi hefst. A AFMÆLISFUNDI Iðju, félags verksmiðjufólks, í gær- kvöldi var Runólfur Pétursson kjörinn heiðursfélagi. Nánar verður skýrt frá þessu 1 blað- inu á morgun. BANDARÍSKI píanóleikar- inn Ann Shein hélt píanótón- leika í Austurbæjarbíói í.gær- kvöldi á vegum Tónlistarfélags ins. Eins og í fyrra skiptið, sem hún kom hér, hreif hún á- heyrendur með sérlega fallegu fingraspili,' ótrúlegum krafti í svo litlum kroppi og næmri túlkun á verkum Scarlatti, Beethovens, Kabalevsky og Chopin. Hún spilaði svo vel á köflum, að maður tók varla eft ir því hvílíkt skrifli hljóðfærið er. Við bíðutn sinfóníutónleik- anna á föstudag með eftirvænt- ingu. — G. G. JÓNAS JÓNSSON fyrrv; ráðherra flytur erindi kl. 20.30: Glaðir æsku dagar. Kl. 20.55 Tónleikar. — Kl. 21.30 Útvarpssag- an. — Kl. 22.10 Kvöldsagan. —Kl. 22.30 Sinfóníutón- leikar. — PS. Ekki má gleyma ,,frí- vaktinni“ kl. 12.50 —14. (Framhald af 4. síðu). Margir verða til þess að hvetja til að flokkurinn nálg- ist það að verða miðflokkur meðal annars með því að leggja öll þjóðnýtingaráform á hilluna, minnka samstarfið við einstök verkalýðssam- börid. og hætta að höfða til stéttarvitundar verkamanna. Ekki er talið að deilur verði um foringja flokksins. Gait- . skell þykir hafa leyst hlut- verk sitt sém leiðtogi flokksins vel af hendi og í kosningabaráttunni sýndi hann marga góða kosti. Senni lega stendur Verkamanna- flokkurinn nú betur að vlgi en þegar kosningabaráttan hófst. Eitt af því, sem hvað mesta furðu vekur í sambandi við kpsningamar er sú stað- reynd að Frjálslyndi flokkur- inn hefur unnið meira fylgi frá Verkamannaflokknum en íhaldsmönnum. Stjórnmála- fréttaritarár telja að hið aukna fylgi flokksins stafi af því, að margir kjósendur hafi viljað mótmæla stefnu hinna flokkanna tvéggja. Það er a. m. k. eftirtektarvert að Frjáís lyndir unnu meira á í þeim kjördæmum, sem þeir höfðu engan möguleika á að fá mann kjörinn en í hinum, sem þeir voru gersamlega vonlausir. Ástæðurnar fyrir sigri í- haldsf lokksins eru einkurii hinn batnandi - efnahagur landsins, þverrandi atvinnu- leysi og öryggistilfinning . fólks. Gagnrýni 'Verkamanna- flokksins vegna stefnunnar í nýlendumálum og sérstak- lega atburðanna í Kenýa virð- ' ist ekk hafa haft minnstuáhrif Því miður fyrir fsleridinga var • fiskveiðidéilan ekki nefnd í kosningunum. Mennirnir frá Súez fóru með sigur út úr þessum kosninguin og er það ekki sízt Macmillan að þakka. Hann er hinn raunverulegi sigurvegari þessara kosninga og vafasamt er hvort brezkur forSætisráðherra hefur nokkru sinni hlotið jafn glæsilega traustsyfirljlsingu þjóðarinnar fyrir jafn ótraust- vékjaridi atferli og íhalds- flokkurinn brezki hefur stund að á liðnum árum. 10 15. okt. 1959. — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.