Alþýðublaðið - 16.10.1959, Blaðsíða 11
22. dagur
„Sagði Jane yður ekki að
ég kæmi hingað um helgina?“
Það gerði hún alls ekki. —
Nema — ég man að hún kall-
aði eitthvað út um lyftudym-
ar um leið og þær lokuðust.
Ég veit ekki hvað það var, ég
heyrði ekki hvað hún sagði“.
„Það er ekkert líklegra en
hún hafi sagt yður að mín
væri ef til vill von. Ég vissi
það ekki fyrir víst fyrr en í
dag. En við höfum komið okk-
ur saman um að ég hafi lykil-
inn að íbúðinni og ég megi
sofa í lit'la herberginu við end
ann á ganginum. Ég hefði séð
.að einfaver var hér ef ég hefði
farið inn í gestaherbergið“.
„Og hefðuð Þér þá ekki far
ið í bað?“
„Jú, ég hefði gert það. Ég
kom til Englands frá Singa-
pore eftir hádegi í dag. Ég var
skítugur“.
„Þá hljótið þér að vera
þreyttur núna‘-‘.
„Alls ekki. Ég er búin-n að
ná mér“.
„Hafið þér verið lengi í
burtu?“
„Sex vikur“. Hann fékk sér
aftur í glasið og settist niður
og teygði langa fæturna að
eldinum. Fallegt andlit hans
ljómaði af ánægju. „Þetta er
yndislegt. Það er gott að hafa
einhverja að koma heim til“.
Jill teygði úr sér og geisp-
aði.
„Einhver stúlka ætlar að
fara að sofa“.
„Ó, nei! Mér líður svo vel
núna“. Hann hallaði sér fram
og kveikti á útvarpinu. Eftir
augnablik hljómaði danslag
um stofuna. Hann lagð; glasið
frá sér og gekk til hennar.
„Eigum við að dansa?“
Hún hristi höfuðið.
„Ég er of þreytt“.
Hann brosti.
„Della. Yður finnst aðeins
að það sé ekki viðeigandi að
dansa við ungan mann í bað-
slopp“. 'l
.... gparið y*nr hlaup
á railli margra. veralajaa1-
OíikuyöL
fl ötlUM
UíDDM!
-Austorstrsetí.
Hún reis á fætur.
„Alfs ekki“.
Herbergi Jane var langt og
L-lagað með persnes.kum tepp
um á gólfinu. Bill tók þau af
og tók hana í faðm sér.
„Finnst yður gaman að
dansa?“
„Mjög“.
„Við skulum fara eitthvað á
morgun“.
„Ég hef ekki enn sagt að
ég vilji fara eitthvað með yð-
ur á morgun“.
„Þér viljið það samt“. Hann
slökkti á loftljósinu þegar þau
fóru fram hjá dyrunum og
það lifði aðeins á tveirn vegg-
lömpum. „Þetta er betra
svona“.
Hann dansaði mjög vel. —
Hljómlistin breyttist og vals
„Það er ekki satt. Það er ó-
réttlátt. Ég kyssi ekki hverja
stúlku sem ég hitti“.
„Er það ekki?“
Hann brosti.
„Bara þær fallegu“.
Jill leit á klukkuna á arin-
hillunni. Hún var tólf.
„Hvar er næsta hótel?“
„Langt í burtu“. Hann varð
langþreyttur. „Ætlið þér að
reka mig á dyr?“
„Já, ég verð ekki hér ein í
íbúðinni með yður“.
Hann leit dapur á hana.
„Eruð þér' ekki of hörð við
mig?“ Hann hóstaði. Og svo
hóstaði hann aftur. „Ég er
viss um að ég er að fá kvef. —
Það er ekkert undarlegt þegar
tillit er tekið til þess að ég
hef verið í svo heitu loftslagi
var leikinn. Stúlka söng Lag
sem Jill hafði aldrei heyrt
fyrr, en sem átti mjög vel við.
Það var texti við það um
mann og konu sem hittust í
fyrsta sinn. „Strangers may
kiss“, var síðasta ljóðlínan. ■—
„Just once in a lifetime,“ söng
röddin, „strangers may kiss“.
Hljómlistin hætti. Bili tók
■fastar um Jill þegar hún æt>
aði að slíta sig af honum. —
Hann beygði sig að henni.
„Við fengum leyfi ti} þess“,
sagði han blíðlega og kyssti
hana fast og ástríðuþrungið á
munninn.
Það kom svo á hana að í
augnablik lá hún hreyfingar-
laus í örmum hans. Hún fann
hvað hjarta hans sló hratt und
ir þunnum baðsloppnum. Og
svo áttaði hún sig. Hvernig
dirfðist ókunnugur maður að
kyssa hana svona! Hún reif
sig af honum og augu hennar
leiftruðu af reiði.
„Ég gaf ekki leyfi til þessa!“
,,Almáttugur“, sagði hann
hæðnislega, „eruð þér reið?“
,,Öskrandi“.
„Það er yður að kenna. Þér
eruð of aðlaðandi“.
„Vitleysa, ég er ekki meir'a
aðlaðandi en hver önnur. Við
erum bara tvö ein“.
: ■ >v„
„Hvíslaðu einhverju að mér, —
mamma. Þá fæ ég 25 aura hjá
pabba fyrir að segja honum það.“
síðustu vikur. Það þarf ekki
svo stuttan tíma til að venj-
ast þessu enska loftslagi aft-
ur. Ef ég fer út núna eftir
heitt bað fæ ég kvef og dey
úr lungnabólgu“.
„Allt í lagi“, sagði Jill og
gekk til dyra, ,„ef þér viljið
ekki fara skal ég gera það. —
Ég verð ekki lengi að klæða
mig“.
Hann gekk til hennar og leit,
á hana.
„En ef ég bið auðmjúklega
um fyrirgefningu?“
„Ég —■“ hún hikaði.
„Ég skal krjúpa ef þér viljið
það“.
„Látið ekki eins og flón“.
„Og ég skal lofa að vera aldr
ei svona andstyggilegur aft-
ur“.
Hún gat ekki verið reið við
hann lengur. Hún skildi nú .
við hvað Jane átti þegar hún
sagði að hann væri töfrandi.
,Andstyggilegur er of sterkt
orð“.
„Ég er hræddur um að yður
findist það ekki nægilega
sterkt“.
Hún brosti.
„Vi ðskulum gleyma þessu“.
Hann opnaði dyrnar fyrir
hana.
„Þér getið gleymt því en
ég get það ekki. Góða nótt —
Jill“.
„Góða nótt“.
„Hvenær má ég kom með
te til yðar á morgun?“
„Ég get náð í það sjálf“. —
Hún leit á hann yfir öxl um
leið og hún fór inn til sín. —
„Þér skulið ekki flýta yður á
fætur. Það er ekki síður kalt
á morgnana en kvöldin. Mér
finnst þér ættuð að gæta yð-
ar vel fyrst þér' eruð nýkom-
inn úr heitu loftslagi“.
Ji.ll var komin á fætur og
var að elda sér morgunmat,
þegar hann rak höfuðið inn
um gættina næsta morgun.
„Ég finn lykt af ibacon og
eggjum og kaffi“.
„Ég er að verða ‘búin. Ef
þér viljið skal ég elda handa
' yður“.
„Guð blessi yður“.
„Hafið þér lyst á tveim
eggjum og fjórum snfeiðum?“
„Kannske.“ Hann hallaði
sér að veggnum og horfði á
faana. „Það er langt síðan svo
gott kom fyrir mig“.
Það lá við að hún segði að
sama gegndi um hana, en hún
vildi ekki gefa honum undir
■fótinn. En honum tókst þó að
fá hana til að hugsa um ann-
að en eigin vandamál. Hún
braut annað egg yfir steikar-
Ijönnunni.
„Þetta ferst yður vel úr
hendi. Þér verðið einhverj-
um manni góð eiginkona“.
„Allar stúlkur geta steikt
egg og bacon“.
„Vitleysa!" Og þegar þau
sátu - við borðið skömmu
seinna sagði hann. „Hvað eig
um við að gera í dag?“
„Hvfers vegna skyldum við
gera eitthvað saman?“.
„Það veit ég ekki til“.
„Ef Jane hefði verið hérna
hefðuð þið farið eitthvað sam
an, að minnsta kosti geri ég
ráð fyrir að þið hafið ætlað
að skemmta ykkur yfir helg-
ina“.
„Það er rétt“.
„Og þar sem hún varð að
fara—“
„Ég á aðra vini í London“.
„Ég líka. En mig langar
lekki til að hitta þá“.
„Mig langar til að fara í
búðir“.
„Allt í lagi. Til þess er næg
pr tími fyrir hádegi. Við skul
um borða saman og fara svo
eithvað. 1 kvöld getum við
horðað úti og dansað á eftir.
.Kannske Jane verði komin
helm í kvöld“.
„Ég er viss um að hún verð
ur ekki komin heim. Hún er
ekki svo fljót í ferðum þegar
'hún tr send í fréttasnap til
Parísar“.
„Mér finnst að annað okk-
ar ætti þá að flytjast á hótel“.
„Svo þér eruð gamaldags?“
Ecc
n —
„Við skulum bíða og sjá
hvað setur“.
Síminn hringdi einmitt í
þessu. Jill fór fram á gang og
tók heyrnartólið af.
„París er að biðja um yð-
iur, bíðið augnablik“, sagði
símastúlkan.
„Það er Janle“, kallaði Jill.
,Skilið ástarkveðjum og
segið henni að okkur líði vel
og hún skuli ekkert flýta sér
heim“.
Rödd Jane heyrðist jafnvel
og ef hún hefði vterið í næsta
. faerbergi.
„Jill? Hverni g líður þér
vinan? Er allt í lagi?“
„Allt í bezta lagi, nema
hvað ég fór út að ganga í
gærkveldi og þegar ég kom
heim var Bill frændi þinn í
baði“.
Jane hló ákaft áður en hún
varð alvarleg á ný.
„Mér finnst það lteitt. Ég
mundi allt í einu eftir því,
að það gat verið að hann
'kæmi. Ég kallaði til þín á
meðan ég var á leiðinni nið-
ur í lyftunni en þú heyrðir
Víst ekki til mín. Ég ætlaði
að hringja frá flugviellinum
en hafði ekki tíma til þess.
Og svo fór ég að hugsa um
það að það væri alls ekki yíst
að hann kæmi. Hvernig kem
ur ykkur saman?“
„Vel.“
„Það er gott, þá ertu ekki
■ein í íbúðinni. Vonandi finnst
þér ekki verra að hafa engan
til eftirlits með hegðun ykk
ar. En ég kem nú sennilega
heim í kvöld“.
„Það væri dásamlegt.
Elsku reyndu að komast“.
„Ég geri mitt bezta, en ég
ikem svo seint að ”þú skalt
ekki vaka eftir mér og þó, þú
V
Millilandaflug:
Hrímfaxi fer til
Sggí' ,g; Glasgow og K-
hafnar kL 9-30 1
W dag. Væntanleg-
aftur til R-
Ur kl. 17.10
á morgun. Milli
landaflugvélin
Gullfaxi fer til
Oslóar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar kl. 9.30 í fyrra-
málið. Innanlandsflug: í dag
er áætlað að fljuga til Akur-
eyrar, Fagurhólsmýrar,
Hólmavíukr, Hornafjarðar,
ísafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs og Vestmannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Blönduóss,
Egilsstaða, ísafjarðar, Sauo-
árkróks og Vestmannaeyja.
Loftleiðir.
Leiguvélin er væntanleg
frá London og Glasgow kl. 19
í dag. Fer tii New York kl.
20.30. Saga er væntanleg frá
Stafangri og Osló kl. 21 í
dag. Fer til New York kl.
22.30. Hekla er væntanleg frá
New York kl. 10.15 í fyrra-
málið. Fer til Amsterdam og
Luxemborgar kl. 11.45.
Ríkisskip.
Hekla fer frá
Reykjavík kl. 10
árdegis á sunnu-
dag vestur um
land í hringferð.
Esja fór frá Rvík
Esja fór frá Reykjavík í gær
austur um land í hringferð.
Herðubreið er í Reykjavík.
Skjaldbreið er á Skagafirði á
leið til Akureyrar. Þyriii er
væntanlegur til Ryekjavikur
síðdeigis í dag. Skaftfelling-
ur fer frá Reykjavík í dag til
Vestmannaeyja. Baldur fór
frá Reykjavík í gær til Sands,
Ólafsvíkur, Grundarfjarðar
og Stykkishólms.
Skiiiadeild SÍS.
Hvassafell fer í dag frá
Svalbarðseyri til Húsavíkur,
Malmö og Stettin. Arnarflell
er á Akureyri. Jökulfell lest-
ar á Faxaflóahöfnum. Dísar-
fell fór 16. þ. m, frá Ólafs-
vík áleiðis til Antwerpen.
Litlafell er í olíuflutningum í
Faxaflóa. Helgafell er í Ósk-
arshöfn. Hamrafell er í Ba-
tum.
Eimskip.
Dettifoss kom til Rostock
14/10, fer þaðan til Gdynia,
Hull og Reykjavíkur. Fjall-
foss kom til Rvíkur 10/ Ant-
werpen. Goðafoss fór fró Ak-
ureyri í gær til Austfjarða-
hafna, Vestmannaeyja og
Faxaflóahafna. Gullfoss fór
frá Helsingborg í gær til K-
hafnar. Lagarfoss fór frá ísa
firði í gærkvöldi til Bíldu-
dals, Patreksfjarðar, Kefla-
víkur, Akraness og Reykja-
víkur. Reykjafoss kom til
Reykjavikur 14/10 frá Húsa-
vík. Selfoss kom til Lenin-
grad 14/10, fer þaðan til
Kotka, Riga, Ventspils, Ro-
stock, Hamborgar og Reykja-
víkur. Tröllafoss fór frá Hafn,
arfirði 11/10 til Rotterdam,
Antwerpen og Hamborgar-
Tungufoss fór frá Reykjavík
í gærkvöldi til ísafjarðar,
Húsavíkur, Skagastraadar,
Siglufjarðar, Dalvíkur pg
Raufarhafnar og þaðán til
Lysekil, Gautaborgar og
I Kaupmannahafnar.
Alþýðublaðið — 16. okt. 1959. JJj