Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 5
MWMMMWHMMWWWMWW Hvað er að gerast Þeir smygla enn í úflanánu ALÞÝÐUBLAÐIÐ sagði fyrir skemmstu dálítið frá smygli hérlendis — og fékk vont fyrir hjá sum- um. Nú vendum við kvæði okkar í kross, og SÖNN- UM að úti í hinni stóru veröld er að minnsta kosti ennþá smyglað. — Myndin er sönnunargagn- ið. Hún er tekin í Súez- höfn. Þar hafa yfirvöldin fundið óvenjustóran farm af eiturlyfjum. Og tollar- arnir 'standa glottandi yf- ir fengnum. minnkað þess vegna vestan hafs. 5) Verðlækkun sú, sem blaðið talaði um, er viðurkennd í bréfi. Að endingu vill Alþýðublað- ið biðja Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna og hraðfrystihúsaeig- endur að líta í eigin barm áður en þeir bregða öðrum um „tor- tryggni“. Og, meðal annarra orða, hvernig væri að gefa blöð- unum einhvern tíma upplýsing ar um markaðsmálin — 'að fyrra bragði. WWWWWMMWMWWMWWM Hraðfrystur fiskur Framhald af 3. síðu. irspurn eftir „fish-stick“ meiri en hægt væri að sinna, en hins vegar óeðlilega miklar birgðir af blokkfryst- um fiski. Það er staðfest af SH. 2) Hverjar eru venjulegar kvartanir um gæði fisksins? í bréfinu er talað um „eng- ar óvenjulegar kvartanir“. 3) Hvernig ættu kvartanir um gæði fisksins að hafa borizt frá kaupendum, ef hann ligg ur skemmdur og óseldur x geymslum SH vestra? Eða er það „óskiljanlegt“ fyrir SH? 4) Hefur sala á blokkfrystum fiski ekki dregizt saman? Sú 10% söluaukning, sem talað er um, gæti hæglega hafa orðið vegna mikillar sölu á „fish-sticks“. Sala á blokk- frystum fiski gæti hafa stór- Fregn til Alþýðublaðsins. Hvammstanga í gær. HÉR er kominn mikill snjór og er alveg ófært um sumar göt- ur. Aðalgöturnar hafa hins vegar verið ruddar. Slarkfært er hér um Mið- fjörðinn og sveitirnar í kring. Enn er kalt í veðri. Annars var ekki nærri eins slæmt veð- ur hér og eystra á Norðurlandi nú um og eftir helgina. T. d. var svo til brimlaust hér inni á firðinum. Ekki hefur frétzt um neina fjárskaða, enda var fé víðast hvar heima við, nema út til nesja, en þar er það Vant því að fá á sig slæm veður. — BG. LAS VEGAS. — Banda- rískur brúðusmiður stefnir að því að gera brúðurnar sem líkastar hinum lifandi fyrirmyndum sínum: hann hefur sett GERVITENN- UR í brúðurnar. Búizt við raunhæfum aðgerðum í Algiermáiunum bráðlega. Kirsten Olsen frá Dan- mörku. 6 L A GG OTT PARÍS, (NTB). — Ábyrgir aðilar í París búast í náinni framtíð við raunhæfum ráð- stöfunum, er miði að því að koma á friði í Algier, segir Reuter. Er þetta byggt á til- boði de Gaulles á blaða- mannafundinum í gær um að leiðtogar uppreisnar- manna geti komið til París- ar með leynd, ef þeir vilji ræða vopnahlésskilmála, Frá Túnis símar fréttarit- ari Reuters, að ■ leiðtogar FLN séu í erfiðri aðstöðu, þa eð tilboð de Gaulles muni aðeins leiða til nýrrar teg- undar franskra yfirráða. En jafnframt þessu hefur de Gaulle komið við' kaunin á öfgamönnum í Frakklandi og Algier með því að endur- taka, að Álgierbúar muni fá fullt frelsi til að velja sér þá stjórn, sem þeir óski. fke fil Spánar MADRID, (Reuter). — Ei- senhower, Bandaríkjafor- seti, mun heimsækja Spán eftir fund æðstu manna vest urveldanna í París í næsta mánuði, segir bandaríska sendiráðið hér. Fer forsetinn þangað í boði Francos og mun dvelja nótt í Madrid. Er búizt við, að Eisenhower muni ræða nokkuð við Franeo. Lunik eyðist LONDON, (Reuter). — Moskvu-útvarpiS tilkynnti í dag, að Lúnik III. mundi smám saman komast inn í gufuhvolf jarðar og brenna upp vegna núnings eftir að liafa farið 10 ferðir um- liverfis jörð og tungl. Það mun vera aðdráttarafl sólar, er breytir stefnu hnattar- ins. Vilja fund í OEEC LONDON, (NTB-AFP). — Áreiðanlegar heimildir telja að brezka stjórnin leggi mikla áherzlu á að fá hald- inn fund í ráðherranefnd OEEC. Eru Bretar þeirrar skoðunar, að OEEC verði umfram allt að halda áfram tilraúnum til að skapa nauð- synlegan ramma fyrir það starf að koma á evrópsku frí verzlunarsvæði. USA-flaug fil fungls WASHINGTON, (NTB-Reu- ter). — Bandaríkjamenn vonast til að geta sent eld- flaug á braut umhverfis tunglið í lok 'nóvember eða byrjun desember, segja góð- ar heimildir í dag. Ef sú til- raun tekst vel, er búizt við, að í desember verði skotið eldflaug í áttina til stjörn- unnar Venusar og á sú flaug eftir áætluninni að komast á braut umhverfis sólina. Talsmaður geimferðastjórn- ar vill hvorki játa né neita. Þúsundir manna æptu í dag á götum Algiersborgar: „Á gálgann með de Gaulle“ og köstuðu grjóti og tómöt- um í lögreglumenn. Þetta hefur þó ekki háft nein sér- lg áhrif á stjórnarvöldin í París. Er talið, að de Gaulle hafi í fullu tré við alla og er hver tilraun til að steypa honum af stóli með lögleg- um eða ólöglegum ráðum talin hlægileg. Ike vill samninga. WASHINGTON, . (NTB- AFP). — Eisenhower forseti hvatti verkamenn og eigend- ur stálverksmiðja enn einu sinni í dag til að hefja samn- ingaviðræður um nýja samn inga á næstu 80 dögum, er verkamenn verða að vinna samkvæmt dómsúrskurði. Tilkynnti forsetinn jafn- framt, að hann hafi aftur kallað saman rannsóknar- nefndina, sem áður hafði reynt að koma á sættum í deilunni. Á nefndin nú að vinna með sáttasemjara rík- isins. Miss World LONDON, (Reuter). — Cor- ine Rottschafter, 21 árs göm- ul sýningarstúlka frá Hol- landi, sem í gærkvöldi var valin „Miss World“ fór út að verzla fyrir um 1400 sterlingspund, er hún hlaut að launum, en auk þess fékk hún lítinn bíl. Hún var ein stærsta og þyngsta stúlkan af þeim 37, er þátt tóku í keppninni, og málið á henni er 37-22-37; Hún sigraði Miss Perú með 5 atkvæðum gegn 4. Hin þriðja í röðinni varð Miss ísrael, sem er óbreytt- ur hermaður í ísraelsher, brezki þátttakandinn varð fjórði og hin fimmta varð Flóttamenn NEW YORK, (NTB-Reuter). — Ef Sameinuðu þjóðirnar gera ekkert á þessu alls- herjarþingi, er margt, sem bendir til, að arabískir flóttamenn frá Palestínu muni „grípa til vopna gegn harðstjórninni“, sagði full- trúi Saudi-Arabíu í pólitísku nefndinni í dag. Kvað hann flóttamennina vera á barmi örvæntingarinnar eftir 12 ár í flóttamannabúðum. Kvað hann ísraelsmönnum bera &ð taka aftur þá flótta- menn,.sem þeir hefðu hrakið úr landi, eða greiða hæfileg- ar skaðabætur. Þá benti hann á, að aðstoð SÞ við flóttamennina tæki enda á naésta ári, og því væri nauð- synlegt ag ákveða á þessu þingi, hvað gera ætti við þá. Hernaiarásfand KAÍRÓ, (Reuter). — Egypzk blöð segja í dag, að upp- reisn sú, er gerð var í gær í her Súdans, hafi verið alí- miklu víðtækari, en látið var uppi í súdanska útvarp- inu í Omdurman. Segir blað ið AI Akhbar, að hernaðar- ásíandi hafi verið lýst yfir í höfuðborginni Khartoum eftir hina árangurslausu uppreisnartilraun gegn stjórn Abbouds hershöfð- ingja, sem setið hefur að stjóm í eitt ár. Skipzt mun hafa verið á skotum tvisvar. Þá segja fregnir, er hingað hafa bor- izt, að stjórnin hafi vitað fyrirfram um uppreisn þessa, en látið hana hafa sinn gang, til þess að ná öll- um þátttakendum. Meðal hinna handteknu liðsfor- ingja er Mohamed Mahgoub Osman, bróðir kommúnista- foringjans Osmans, er bíður herréttar fyrir að halda uppi ólöglegum kommúnista- flokki í landinu. í sig effir ræðu Krúsfjov. PARÍS, (Reuter). — Komm- xinistaflokkur Frakklands viðurkenndi í dag, að hann hefði haft rangt fyrir sér með því að taka ekki þátt í móttöku fyrir Eisenhower forseta í ráðhúsinu í París í september s. 1. Einnig við- urkenndi flokkurinn, að það hefði verið rangt af sér að fordæma áætlun de Gaulles forseta um sjálfsákvörðun- arrétt til handa Algier. Þess ar einkennilegu játningar komu fram í frásögn L’Hu- manité í morgun af ræðu Thorez á fundi miðstjórnar flokksins. Thorez, sem er fram- kvæmdastjóri flokksins, var í Moskva, þegar ákvarðan- irrnar voru teknar um að sækja ekki móttökuna og for dæma tillögu de Gaulles. Hann sagði um þetta: „Tím- arnir hafa breytzt“ (Krúst- jov hrósaði áætlun de Gaul- les í ræðu 31. október s. 1.). — Hann kvað andstöðuna við de Gaulle-áætlunina hafa veitt andstæðingum. flokksins byr í andróðrinum gegn honum. Hann kváð þetta þó ekki breyta neinu um andstöðu flokksins gegn stjórn de Gaulles og tak- mörkum hennar. HaiEó Venus MANCHESTER, (Reuter). - Vísindamenn í stjörnuathug unarstöðinni í Jodrell Bánk skýra frá því, að þeim hafi tekizt að láta útvarpsbylgj- ur endurkastast af stjörn- unni Venusi rnn 30.000.000 mílur í burtu. Gerðist þetta í september s. 1., þegar Ven- us var nær jörðu en bún verður aftur fyrr en í jan- úar 1961. Tók það bylgjnrn- ' ar 5 mínútur að ná til Vén- usar og trí. baka afttir. iWMMVWWWWWWWWWVUMWWWWWWWtWWWWWWWMWWttWVW > Alþýðublaðið — 12. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.