Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 9
Körfuknattleiksinót Rvíkur: ' rao' ^wi3uiif!i Fyrstu leikir mófsins voru skemmtilegir MEISTARAMÓT Reykjavík- ur í körfuknattleik, hið 3ja í röðinni, hófst í íþróttahíísinu að Hálogalandi s. 1. þirðjudags- kvöld. Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmdastjóri ÍBR setti mótið með ræðu. Hann sagði m. a. að körfuknattleikurinn Væiri ung þrótt, en áhuginn væri vaxandi og nú er körfu- knattleiksíþróttin þriðja eða fjórða fjölmennasta keppnis- greinin hér, sagði Sigurgeir. Að lokinni ræðu Sigurgeks, hófst fyrsti leikur mótsns. III. FLOKKUR KARLA: ÍR-ÁRMANN 20:17. Ungu piltunum gekk fremur illa að hitta körfurnar• í upphafi leiksins og liðin virtust jöfn framan af. Ármenningar voru þó heldur ákveðnari og náðu forystu og í hálfleik var staðan 7:4 fyrir Ármann. í upphfefi síðari hálfleiks tóku Ármenningarnir leikinn al veg í sínar hendur og skoruðu hvað eftir annað og um tíma sást 14:4 á töflunni. ÍR-ingarn- ir gáfust samt ekki upp og 2 mínútum fyrir leikslok var jafnt 17:17! Það var mikill taugaóstyrkyr í liðunum síð- ustu mínúturnar, en ÍR-ingarn ir höfðu heppnina með sér i þetta sinn og skoruðu. — Þessi 3- flokkslið eru nokkuð góð og margt efnilegra pilta í báðum liðum. . Dómarar voru Viðar Hjartar- son og Marinó Sveinsson og dæmdu vel, en ekki er heppi- legt, að dómarar séu á götu- skóm við störf sín og varla er það gott fyrir gólf íþróttahúss- ins. II. FLOKKUR KARLA: ÁRMANN (b)- KR 28:26. Ekki var þessi leikur síðri en sá, sem áður var sagt frá. KR-ingar tóku forystuna áttu á- gætan kafla fyrstu mínúturnar 10:2, en Ármenningarnir eru harðir og jafna leikinn og kom ast yfir 18:14, þrem mínútum fyrir hlé og þannig var staðan í hléi. Síðari hálfleikurinn var alveg sérstaklega skemmtilegur svo tvísýnt var um úrslitin og síð- ust mínúturnar höfðu liðin 1 stig yfir á víxl, en nú var gæf- an með Ármanni. Það sýnir mikla „breidd“ hiá Ármenning- um að geta sent svona sterkt Blið í 2. flokk. KR-Iiðið getur orðið gott, en skortir meira ör- ýggi- > Dómarar voru Kristlnn Jó- .hannsson og Haukur Hannes- son Þeir virtust ekki nógu vel vakandi og fór því töluvert framhjá þeim af brotum. ^ MEISTARAFLOKKUR: KFR-ÍR 62:44! Áðalleikur kvöldsins var leik ur ÍR og KFR í mfl. karla. Þessi félög hafa undanfarin ár verið mjög jöfn og jafnan munað mjóu í leikjum þeirra í milli, en ÍR þó yfirleitt borið sigur úr býtum. Nú brá svo við, að KFR sigr- aði með yfirburðum með 62:44 stigum ,eða 18 stiga mun, eftir að hafa leitt með 25:15 stigum í hálfleik. Leikurinn var þó jafn megnið af fyrri hálfleik, t. d. stóð 14:14 eftir ca. 15 mín. En síðan ná KFR-ingar ágætum spretti og skora 11 stig á móti 1 það sem eftir var hálfleiksins. í síðari hálfleik stækkuðu KFR-ingar bilið jafnt og þétt og sýndu oft ágætan leik, en ÍR-ingar virtust aldrei ná sér almennilega á strik. Stigahæsti maður leiksins var Einar Matthíasson, KFR, — skoraði hvorki meira né minna en 25 stig. Einar hefur tekið stórstígum framförum undan- farið og er nú í hópi beztu körfuknattleiksmanna okkar. - Ólafur Thorlacius og Ingi Þor- steinsson áttu og ágætan leik. Ólafur sýndi sérstaka hæfni í langskotum og skoraði flest af sínum 16 stigum á þann hátt. Ingi skoraði 13 stig, en hann og Gunnar Sigurðsson sýndu og á- gætan varnarleik. Segja má, að KFR hafi sjaldan leikið betri leik, og er ekki að efa, að leik- urinn milli KFR og ÍS n. k. mánudag getur orðið mjög tví- sýnn. ÍRliðið var lakara, en það hef ur verið lengi, enda vantaði x liðið suma af þeirra beztu mönn um t. d. Þorstein Hallgrímsson, sem var meiddur og Helga Jó- hannsson. Liðið er nú mest upp byggt af kornungum leikmönn- um, sem sýndu stundum ágæta leikkafla, en misstu þess í milli tökin á leiknum. Þrátt fyrir þennan verulega ósigur þeirra, er auðvelt a ðsjá, að mikið býr í þessum ungu mönnum og ætti ósigurinn aðeins að herða þá fremur en hið gagnstæða. Bezx- ur ÍR-inga var Guðmundur Þor steinsson. Hann skoraði 17 stig, flest undir körfu, oft mjög lag- lega. Lárus var tekniskur og fljótur, en hefur þó oft verið betri, hann skoraði 8 stig, og Hólmsteinn og Guðmundur Að- alsteinsson 6 hvor. Dómarar voru Þórir Arin- bjarnarson og Viðar Hjartar- son, og dæmdu þeir yfirleitt vel. + FIMLEIKAR eru fögur íþrótt og hrífandi, en þó er þeim hér. Fimleikadeild henni hér. Fimleikadeild ÍR hefur ákveðið að gera stórt átak, til að auka á- hugann og birting þessara mynda, er elnn liður í þeirri viðleitni. Þær eru allar teknar á fimleikaæf- ingum í ÍR-húsinu, bæði hjá fullorðnum og ungl- ingum og ein myndin sýn- ir þá yngstu fylgjast af á- huga með þeim eldri. — Tvær myndir sýna karla flokkinn í skexnmtilegum æfingum, sú 3. er af flokki þeirra yngstu og er telcin þegar þeir fengu að fylgj- ast með æfingum þeirra eldri. Fjórða myndin sýnir drengjaflokk á æfingu. ÍR-ingar hafa allar sín- ar æfingar í fimleikum í ÍR-húsinu við Túngötu. — Drengir yngri en 16 ára æfa á mánudögum og föstu dögum kl. 6,10 til 7,10. — Karlaílokkurinn á þriðju- dögum kl. 9 til 10.30 og fimmtudögum kl. 8 til 9,30. — Kvennaflokkur hefur tíma á þriðjudögum kl. 8 til 9 og fimmtudögum kl. 9,30 til 10,30. Loks er svo frúarflokkurinn á þriðju- dögum og föstudögum kl. 5,20. Kennarar eru Ung- verjinn Simonyi Gabor, — sem æfir karlaflokkinn, Nanna Úlfsdóttir kvenna- flokkinn og Birgir Guð- jónsson, drengjaflokkinn. Danska knattspyrnan: til siaursins AÐEINS ein umferð er nú óleikin í 1. deildinni dönsku og línurnar teknar að skýrast. B 1909 nægir jafntefli gegn Frem í síðustu umferð keppn- innar, sem fram fer 22. nóv., til að tryggja sér meistaratitil- inn. KB, eina liðið, sem ógnar sigri B 1909, er enn tveimur stigum á eftir og þeir eiga að leika í heimaborg þess, Odense, síðasta dag keppninnar gegn OB. Sá leikur mun sennilega reynast KB torunninn, því að OB mun varla láta Vejle bronz KKATTSPYRNU- FRÉTTIR ÞJÓÐVERJAR sigruðu Finna í knattspyrnu í gær með 2 mörk um gegn 1.1 hálfleik var staðan 1:0 fyrir Þjóðverja. Finnar hafa nú lokið leikjum sínum í und- ankeppni Olympíuleikjanna. FRAKKAR sigruðu Portúgala í gær með 5 gegn 3. Leikurinn fór fram á Colombes og áhorf- endur voru 60 þúsund. Frakk- land hafði yfir í hálfleik 3:2. peningana eftir baráttulaust. Fallsætin eru nú þegar ákveð in. Dómurinn yfir B 93 var fall inn fyrir nokkrum vikum Og allar líkur bentu til þess, að B 1903 mundi fylgja þeim nið- ur í 2. deild, en sú verður lík- legast ekki raunin. Stór sigur B 1903 yfir AB um s. 1. helgi og tap Köge gegn KB mun kosta Köge sætið í 1. deild, nema því takist að bursta Vejle í síðasta leik sínum og B 1903 fái sams konar útreið hjá AGF, en slíkt er afar ósennilegt. í 2. deild náði B 1913 aftur efsta sætinu með því að sigra AIA þótt naumlega væri. Fre- derikshavn tapaði óvænt í Ny- köping gegn B 1901, sem nú hefur bjargað sér úr bráðustu fallhættunni með því að vinna bæði efstu liðin með viku milli- bili. Næstved beið einnig ó- væntan ósigur fyrir botnliði og glataði þar með líklega að- göngumiðanum að 1. deild. Úrslit um s. 1. helgi: 1. deild: B 1903—AB 4:5 B 1909—B 93 5:2 Esbjerg—OB 2:3 KB—Köge 2:0 Skovshoved—AGF 2:3 Vejle—Frem 3:1 2. deild: AIA—B 1913 0:1 B 1901—Frederikshavn 4:0 Brönshöj—Horsens 3:2 Fremad—Randers 1:5 Ikast—aB 2:1 Næstved—KFUM 0:2. Staðan í 1. deild: B 1909 21 13 5 3 44:27 31 KB 21 14 1 6 46:26 29 OB 21 13 1 7 48:35 27 Vejle 21 13 1 7 43:34 27 Esbjerg 21 8 4 9 33:2$ 20 Frem 21 8 4 9 44:41 20 AB 21 9 2 10 48:50 20 AGF 21 9 2 10 37:39 20 Skovsh. 21 8 3 10 31:49 19 B 1903 21 7 4 10 35:36 18 Köge 21 7 2 12 28:36 16 B 93 21 2 1 18 26:61 5 Staða efstu liða í 2. deild: B 1903 20 13 2 5 51:30 28 Frederiks- havn 20 13 2 5 42:31 28 Næstved 20 11 3 6 45:33 29 Húselgendur. önnumst allskonar vatne* og hitalagnir. HITALAGNIR k Símar 33712 — 35444. Alþýðublaðið — 12. nóv. 1959. §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.