Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.11.1959, Blaðsíða 10
Kreisky F'ramhald af 12. siou. Jafnaðarmaður ætti heldur ekki að vekja neina undrun eftir það, sem hér hefur verið rakið. Faðir hans var ákaf- lega íhaldssamur og hann leit hinar róttæku tilhneig- ingar sonarins óhýru auga. Á tímum Dolfuss-Schusnigg sat hann samtals 18 mánuði í fangabúðum en flýði til Sví- þjóðar er nazistar tóku völd- in í landinu. Á stríðsárunum vann hann hjá sænsku sam- vinnuhreyfingunni. Kreisky er fæddur 1911 og lás- lögfræði. Eftir frelsun Austurríkis varð hann fyrsti sendifulltrúi lands síns í Sví- þjóð og 1951 var hann skip- aður aðstoðarráðuneytisstjóri í 'Vín. Áf sérstökum ástæðum hafði Austurríki engan utanríkis- ráðherra frá 1923 þar til Kreisky var skipaður í það embætti á þessu ári. Af sparn aðarástæðum var innanríkis-, utanríkis- og dómsmálaráðu- neytið látið heyra beint undir fersætisráðherrann, en eftir 1945 tók þessi skipan aðeins til utanríkisráðuneytisins. Upp úr 1955 varð þörfin fyrir sérstakt utanríkisráðuneyti æ brýnni og þegar Kreisky var á síðastliðnu vori boðið að taka að sér embætti utanrík- isráðherra gerði hann það með því skilyrði, að utanríkisráðu neytið yrði algerlega sjálf- stætt eins og önnur ráðuneyti. Kreisky var sjálfkjörinn í þetta embætti, þar eð hann hafði verið forstjóri þessa ráðuneytis frá 1951 og hafði m. a. tekið þátt í viðræðunum um friðarsamning Austurrík- is og Sovétríkjanna í Moskvu 1955. Bruno Kreisky er sagður gæddur frábærum gáfum og þekkingu á þeim málum, er að utanríkismálum lúta. Hann er góður samningamaður og heldur fast á sínu máli. Kreisky er kvæntur sænskri konu og þekkir Norðurlönd út og inn eftir margra ára dvöl í Svíþjóð. Hann er eins konar Willy Brandt Austurríkis og einn fremsti forustumaður Jafnaðarmanna. Hæsfi vinning- ur á fjórðungs- miða í GÆR var dregið í 11. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Vinningar voru alls 1102 og voru að upphæð 1 405 000 kr. Hæsti vinningurinn, 100 þús- und krónmr, kom á nr. 24938, sem eru fjórðungsmiðar, seldir hjá Valdimar Long í Hafnar- firðr. 5(1 þúsund króna vinningur- inn kom á nr. 13646, einnig fjórðungsmiða. Tveir voru seld ir á Hvammstanga, einn á Akur eyri og einn í Reykjavík. 10 þúsund króna vinningarn- ir komu á nr. 8746, 13329, 17866, 17991, 21835, 31192, 31703, 39930, 40447, 42528, 49545. 5 þúsund króna vinningarnir komu á nr. 10947 16831 20343 20583 21260 24432 24937 24939 26527 29341 33835 36896 47172 47212. (Birt án ábyrgðar.) FYRIR skemmtu héldu íbúar þýzku borgarinnar Bremen hátíðlega viku, sem þeir kölluðu „Frei- markt 1919“. Var þar mik- ið um dýrðir, eins og sjá má á niyndinni, skrúð- göngur, tónlistarhátíðir og síðast en ekki sízt sung ið og dansað á götum úti. uiiiiiiiiiiiiii ii iiiiuiii iii iiiiiiinitiiií iii tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui 11111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuitt Skepnueigendur í Nesja- hreoci misstu af arfi HÆSTIRETTUR hefui;- kveð- ið upp dóm í málinu hrepps- nefnd Nesjahrepps f. h. hrepps- ins gegn skiptaráðandanum í Skaftafellssýslu og Sigurborgu Þórarinsdóttur. Staðfesti hæsti réttur þann úrskuirð skiptarétt- ar Skaftafellssýslu ,að „upp- kast“ að erfðaskrá Sigurðar heitins Þórarinssonar frá Stcim lág í Nesjahreppi, Austur- Skaftafellssýslu, sé ógilt sem erfðaskrá, enda uppfylli það ekki hið lögboðna erfðaskrár- form. Málavextir eru þeir, að 21. sept. 19.57 andaðist í Landsspít- alanum í Reykjavík Sigurður Þórarinsson, sem fyrr er nefnd- ur. Lét hann eftir sig skriflegt uppkast, þar sem hann kveður það vilja sinn, að stofnaður verði minningarsjóður af eftir- látnum eignum sínum, er beri nafn hans. Sé tilgangur sjóðs- ins að verja árlegum vöxtum til áð verðlauna skepnueigendur í Nesjahreppi eftir því sem nán- ar greinir í skjalinu, og að stjórn sjóðsins sé bezt komin í höndum hreppsnefndar Nesja- hrepps. Skjal þetta var ódagse+t, auð kennt með eiginhandar nafni Sigurðar, neðailega vinstra megin, en bar ekki með sér að það væri undirritað í viðurvist notarii publici eða tveggja til- kvaddra votta, en óvéfengt var, að það hafi verið með rithönd Sigurðar. Sigurborg Þórarinsdóttir, systir hins látna, mótmælti gildi þessa skjals sem löglegri erfðaskrá og taldi efni þess ékki vera síðasta viljá arflátans. Tvö vitni, abuendur á Storulag, báru að þau hefðu séð Sigurð rita undir skjalið að morgni 28. ágúst 1957, en þann dag fór hann til Reykjavíkur til lækn- inga. Virtist þeim hann vera heill heilsu og með fullu ráði og rænu. Héraðslæknirinn á Höfn, Kjartan Árnason, vottaði að hafa skoðað Sigurð 22. ágúst 1957 og hafi sér virzt hann vera eins og hann átti að sér Sem fyrr segir úrskurðaði skiptaréttur Skaftafellssýslu skjalið ógilt sem erfðaskrá og staðfesti hæstiréttur þann úr- skurð. Hreppsnefnd Nesja- hrepps var og gert að greiða Sigurborgu Þórarinsdóttur 5G00 kr. í málskostnað fyrir hæsta- rétti. Freðmýrar Framhald af 12. síðu. ari hugmynd í framkvæmd. Hann telur að ailar þjóðir muni njóta góðs af þessum framkvæmdum, fyrst og fremst Kanada, Sovétríkin, Norðurlöndin, Þýzkaland, Pólland, Kína og Japan. Þessi hugmynd er ekki ný og hafa margir mælt bæði með henni og mótl. Frægur bandarískur vérkfræðingur heldur því t. d. fram, að hlýn- andi loftslag á norðurskauts- svæðinu muni hafa í för með sér aukna úrko'mu svo hætta verði á nýrri ísöld, eða að á- hrifin mur.i verða þveröfug við það, sem Borisov heldur fram. 10 12. nóv. 1959 — Alþýðublaðið Framhald af 12. síðu. olympíuleikunum! í Stokk- hólmi 1912 og hlaut verðlaun í 1500 metra hlaupi á tvenn- um olympíuleikum. Vegna trú ar sinnar neitaði hann að bera vopn í fyrri heimsstyrjöldinni en gekk í þess stað í hjúkrun- arsveitir og hlaut heiðurs- merki fyrir frábært starf á því sviði, og ítalir veittu hon- um æðsta styrjaldarheiðurs- merki ítalíu fyrir starf hans í þágu sjúkra og særðra á víg- stöðvum þar í landi. FaÐIR Noel-Baker var í hin- um róttækari armi Frjáls- lynda flokksins en sonurinn tók skrefið til fulls og gekk í Verkamannaflokkinn, og bar áttan fyrir sósíalisma og friði hefur frá því haldist í hendur hjá Noel-Baker. Hann var kjörinn á þing 1929 og hefur síðan verið endurkjörinn við allar kosningar nema 1931— 1935. Eftir fyrra stríðið hóf hann starf sitt í þágu Þjóðabanda- lagsins. Hann áleit að koma þyrfti á allsherjareftirlits- kerfi með afvopnun áður en hafist yrði handa um afnám herja og útrýmingu vopna. — Vegna sérfræðiþekkingar sinn ar í alþjóðarétti varð hann fastur starfsmaður í miðstjórn Þjóðabandalagsins og þar komst hann fyrst í kynni við Friðþjóf Nansen. Það var Noel-Baker, sem átti frumkvæðið að því, að Þjóðabandalagið útnefndi framkvæmdastjóra til að ann- ast skipti á stríðsföngutn. — Hann réð því líka að Friðþjófi Nansen var falið það starf og fór sjálfur til Osloar til að ræða við Nansen um þessi mál og fá hann tij að taka starfið að sér. Þar með hófst sam- starf þessara tveggja manna, sem átti eftir að standa árum saman. Noel-Baker var helzti ráð- gjafi Nansens í málum stríðs fanga og átti einnig frum- kvæðið að því, að hann hóf hjálparstai'fsemi sína við rússneska flóttamenn. Sam- vinna þeirra stóð þar til Nan- sen lézt árið 1930. Frá ÞVÍ um miðjan þriðja tug aldarinnar hefur Noel- Baker helgað sig baráttu fyr- ir afvopnun, skrifað um það margar bækur og tók þátt í afvopnunarráðstefnum Þjóða bandalagsins. Noel-Baker var helzti ráð- herra í stjórn Attlees 1945, — fyrsti samstarfsmaður Bevins í utanríkisráðuneytinu og að- alfulltrúi Breta á fyrsta Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Síðar varð hann flug- málaráðherra og loks samveld isráðherra og átti sem slíkur mikinn þátt í samkomulaginu sem lei'ddi til stofnunar lýð- veldisins í Indlandi. Eftir að Verkamannaflokk- urinn komst í stjórnarand- stöðu varð hann einn af helztu talsmönnum flokksins í utan- ríkismálumi. Hann lauk m. a. umræðunum um Súezmálið á sínum tíma með harðri árás á stjórn Edens og lagði áherzluá að með framkomu sinni hefðu Bretar lent í andstöðu við Sam einuðu þjóðirnar en á þeirri stofnun væru vonir mannkyns ins um frið reistar. r A SEINNI' árum hefur Noel- Baker helgað sig afvopnunar- málunum á ný. Á síðastliðnu ári kom út merkasta bók hans um þau efni; „The Arms Race. Programme for World Disar- mament", (Vígbúnaðarkapp- hlaupið. Áætlun um algera afvopnun). í þessari bók ræðst hann gegn þeirri útbreiddu skoðun, að vígbúnaðarkapp- hlaupið sé aðeins aflejðing pólitískra mótsetninga og ógni ekki friðnum í sjálfu sér. .—• Hann telur þvet't á móti að vígbúnaður geti verið orsök styrjaldar. Enda þótt Noel- Baker sé mjög andvígur stefnu Sovétríkjanna og hafi gagnrýnt þau harðlega og sé hlynntur Atlantshafsbanda- laginu, þá gagnrýnir hann vesturveldin fyrir afstöðuna til afvopnunarmálanna. Hann segir að vorið 1955 hafi verið opnuð leið til samkomulags um eftirlit með afvopnun. — Rússar féllust þá á helztu atr- iðin í afvopnunartillögum vest urveldanna, sem þá voru dregnar til baka. Noel-Baker telur, að vesturveldin eigi nú að taka upp aftur tillögurnar frá 1955 og éftir að hafa rætt við Krústjov forsætisráðherra Sovétríkjanna á þessu ári seg ir Noel-Baker, að nú sé að skapast andrúmsloft fyrir samningum um algera afvopn un. Noel-Baker er vafalaust einn af merkustu stjórnmála- mönnum Breta í dag en þrátt fyrir það hefur hann verið minna þekktur en ýmsir aðrir, um hann hafa aldrei skapast hópar aðdáenda eða dolfall- inna fylgismanna. Starf hans hefur verið unnið bak við tjöldin í fiölmörgum tilfellum, óþreytandi starf að skipulágn- ingu og nraktisku starfi vek- ur oft minni athygli en hávær ar- ræður. Að öllu samanlögðu hefur réttur maður fengið friðarverðlaun Nóbels að þessu sinni. Er alls sfaðar Firamhald af 12. síðu. yfirbugað þá og bæði nem- endurnir og kennararnir álíta Ponzi lífgjafa sinn. En ítalska lögreglan er ekki hrifin af Ponzi og telur að hann fari in ná verksvið sitt. Starfsaðferðir hans hafa oft leitt til harkalegra deila við yfirvöldin og er hann kom upp um eiturlyfjahring fyrir skömmu áleit lögreglan að hann hafi leikið lögreglu- mann og þannig tekizt verk sitt. Ponzi telur sig aldrei hafa notað óheiðarlegar að- ferðir við uppljóstrun glæpa, og segist ekki mundu hlífa skjólstæðing sínum, ef hann hefði gerzt sekur um glæpi. Pönzi er aldrei langt í burtu þegar eitthvað er að gerast, hvort sem um er að ræða að stöðva brjálaðan glæpamann eða 900 punda sirkusfífl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.