Alþýðublaðið - 25.11.1959, Blaðsíða 3
HROTTALEG MIS
MAÐUR að nafni Guðlaug-
ur Guðmundsson, til heimilis
að Úrðarstíg 4A, varð fyrir lík-
amsárás sl. sunnudagskvöld.
Réðist á hann maður, sem mis-
þyrmdi honum svo hrottalega,
að hann verður að vera rúm-
liggjandi um sinn.
Málsatvik eru þau, að Guð-
laugur fór á sunnudagskvöldið
niður í bæ með kunningja sín
um, sem hann var að fylgja
í strætisvagn. Þegar hann sneri
frá vagninum og ætlaði heim-
leiðis, komu tveir menn á móti
honum og ætluðu að varna
honum að komast áfram. Guð-
laugi tókst þó að komast fram
hjá þeim og hélt upp Bókhlöðu
stíg.
Hann varð þá var við, að
mennirnir tveir veittu honum
eftirför. Þeir náðu honum í Mið
stræti. Urðu þar átök milli ann
ars mannsins og Guðlaugs, en
hinn maðurinn horfði á. Gu,-
laugi tókst að slíta sig lausan
og hljóp eftir Miðstræti og upp
á Skálholtsstíg.
Fyrir framan húsið nr. 7
náði árásarmaðurinn honum aft
ur og sló hann svo mikið höf-
uðhögg, að hann vankaðist og
féll í jörðina. Kastaði árásar-
maðurinn sér ofan á hann og
hélt áfram við barsmíðarnar.
Guðlaugur segir, að árásar-
maðurinn hafi reynt að ná
veski hans úr jakkavasanum og
krafið sig um peninga. Guð-
laugur gat þó hindrað árásar-
manninn í þessu. Lamdi árás
armaðurinn þá Guðlaug aftur í
höfuðið og greiddi honum
mörg högg. Guðlaugur varð var
við,. að fólk var í húsinu,. sem
þeir voru við. Hrópaði hann á
hjálp. Fólkið í húsinu veittu
þessu athygli.
Þegar.. árásarmaðurinn og
kunningi hans, sem horfði á
misþyrmingarnar, urðu fólks-
ins varir, lögðu þeir á flótta.
Skildu þeir Guðlaug eftir illa
úti leikinn liggjandi á jörð-
unni..
Fólkið að Skálholtsgötu 7
kom nú Guðlaugi til aðstoðar
og hringdi einnig á lögregluna.
Var Guðlaugur fluttur á Slvsa
varðstofuna. Hann var með á-
verka á höfði, hafði hlotið heila
hristing of föt hans öll blóðug
og þvæld. Guðlaugur er nú
kominn heim en verður að
vera við rúmið næstu daga.
Lögreglan hafði fljótlega
hendur í hári árásarmannsins,
sem ber fyrir sig ölvun. Kveðst
hann ekki v'ta, hvers vegna
ha'm réðist á Guðlaug.
Árásarmaðurinn og Quðlaug
ur eru báðir um tvítugt.
mWWWWWWMMWWWMiWWHWWWWmwWWWWWWWWWMWMWMMiWI
FJÁRLOG hvers árs kveða á um, hvaða þjónustu, beina
eða óbeina, ríkið skal veita borgurunum á viðkomandi ári^ svo
og hvernig afla skal fjár til að standa straum af kostnðinum.
Þessi þjónusta er ótrúlega mECgþætt og kemur daglega við
hvert mannsbarn. Hér fer á eftir mjög samandregið yfirlit,
sem gefur hugmynd u mstærstu drætti þessa máls:
TEKJUR RÍKISINS
Skattair og tollar 710,8 millj.
Tekjur af áfengi, tóbaki o. fl, 250,2 —
Að meðtöldum smærri liðum SAMTALS 975,7 millj.
GJÖLD RÍKISINS
Stjórn, þing, ráðunevtin o. fl. 43,6 míllj.
Dómgæzla, lögregla, innheimta skatta og tolla 96,6 —
Heilbrigðismál 4"2,5 —
Vegir, brýr, skipaútgerð, flug o. fl. 139,8 —
Skólar og önnuir kennslumál 155,6 —
Kirkjumál 13,0 —
Landbúnaður, fiskveiðar og iðnaður 125,6 -—
Tryggingar og önnur félagsniiál 165,1 —
Eftirlaun og styrktarfé 25,6 —
Útfltitningssjóður 50,0 —
Reksivarafgangur, aðallega til framkvæmda 92,9 —
Að meðtöldum smærri liðum SAMTALS 975,7 millj.
Heimilish
SALA miða í Heimilishapp-
drætti SUJ er í fullum gangi.
Vinningar eru hinir glæsileg-
ustu, húsgögn og heimilstæki.
Dregið verður 24. desember svo
að þeir sem hljóta vinning fá
um leið hina ágætustu jólagjöf.
Upplagt er að senda vinum og
ikunningjum miða rétt fyirir
jólin. Skrifstofa happdrættisins
er í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu, sími 16724. Sölubörn geta
fengið þar miða til sölu og sölu
laun eru mjög góð. Þeir, sem
fengið hafa senda miða, eru
beðnir að senda skrifstofu happ
dcættisins-skil hið fyrsta.
Ef lesendúr vilja fá ýtarlegri sundurgreiningu, geta þeir
fengið fjárlagafrumvarpið hjá skjalaverði alþingis. Það er ein
merkasta og firóðlegasta hók ársins, sem borgararnir þar að
auki fá ókeypis.
MHMMIMMMWtMHtMMMMMMtMMUIMMMVMMMMIMMMIWMMHIHMIMHMMWMMHÚ i
NEFNDAKOSNINGAR fóru
fram í sameinuðu þingi í gær,
og komu fram á listum jafn-
mörg nöfn og kjósa átti. Nefnd-
ir samieinaðs þings eru þannig
skipaðar:
FJÁRVEITINGANEFND:
Birgir Finnsson, Magnús Jóns
son, Jónas G. Rafnar, Guðlaug-
ur Gíslason, Jón Árnason, Hall-
dór Ásgrímsson, Halldór E. Sig
uiðsson, Garðar Halldórsson Og
Karl Guðjónsson.
UT ANRÍKISMÁL ANEFND:
Aðalmenn:
Emil Jónsson, Jóhann Haf-
missi auoan:
SIGGA VIGGA
„EIGIÐ ÞIÐ NOKKRA, SEM HÆGT VÆRI AÐ
EIGNAST, ÁN ÞESS AÐ SVELTA í HEL ?“
HÆSTIRÉTTUR hefur kveð-
ið upp dóm í málinu Fjármála-
ráðheiira og menntamálaráð-
herra f. h. ríkissjóðs gegn Sig-
urði ísakssyni f. h. ófjárráða
sonar síns Jóns og gagnsök. Er
ríkissjóði gert að gireiða Sigurði
gagnáfrýjanda f. h. sonarins
Jóns kr. 115 800,00 ásamt 6%
ársvöxtum frá 1. febrúar 1956
til greiðsludags. Gjafsóknar-
kostnaður gagnáflrýjanda greið
ist úr ríkissjóði, þar með talin
laun talsmanna hans í héraði og
fyrir hæstarétti, kr. 18 000,90
samtals.
Málsatvik eru þau, að á árinu
1955 var fyrxnefndum Jóni,
sem þá var 9 ára, komið fyrir á
vistheimili ríkissjóðs að Breiðu
vík í Barðastranlarsýslu. Höfðu
foreldrar hans notið milligöngu
barnaverndarnefndar Akraness
og fulltrúa barnaverndarnefnd-
ar Reykjavíkur í þesu skyni.
Nokkrum dögum fyrir jól
1955 varð Jón fyrir skoti úr
boga, sem 13 ára drengur á vist-
heimilinu skaut að honum.
Kom skotið í hægra auga Jóns
og missti hann sjón á auganu
af þessum sökum. Forstjóri
Breiðuvíkurheimilisins, Krist-
ján Sigurðsson, batt um augað
og hafði samband við héraðs-
Framhald á 5. síðu.
stein, Gísli Jónsson, Birgir Kjar
an, Hermann Jónasson. Þórar-
inn Þórarinsson og Finnbogi
Rútur Valdimarsson.
Varamenn:
Gylfi Þ. Gíslason, Ölafur
Thors, Bjarni Benediktsson,
Gunnar Thoroddsen, Eysteinn
Jónsson, Gísli Guðmundsson og
Einar Olgeirsson.
ALLSHERJARNEFND:
Benedikt Gröndal, Gísli Jóns
son, Gunnar Gíslason, Pétur
Sigurðsson, Gísli Guðmunds-
son,. Björn Pálsson og Hannibal
Valdimarsson.
ÞINGFARARKAUPSNEFND:
Eggeit G. Þorsteinsson,
Kjartan J. Jóhannsson. Einar
Ingimundarson, Halldór Ás-
grímsson og Gunnar Jóhanns-
son.
Gamall maður
UMFERÐASLYS var í gær-
dag, skömmu eftir klukkan 5, á
móts við húsið nr. 11 við Frí-
kirkjuveg. Þar varð 74 ára
gamall maður fyrir bifreið og’
hlaut nokkur meiðsli.
Hann heitir Markús Sse-
mundsson, til heimilis að Vífils
götu 2. Hann var að vinna við
götuhreinsun, þegar bifreið
kom á leið í miðbæinn.
Bifreiðin mætti strætisvagní
og mun ökumaðurinn hafa séð
seint til Markúsar. Hann heml-
aði þegar, en bifreiðin rann til
og skall vinstri afturendi henni
ar á Markúsi, sem hentist upp
á gangstétt.
Hann var fluttur á slysavarð
stofuna, en í gærkvöldi var
ekk; kunnugt um meiðsli hans,
en þau munu ekki hhafa verið
alvarleg.
EFTIR dansleik á Selfossi sl. *■
laugardagskvöld Ientu tveir
menn í áflogum. Að þeim lokn-
um saknaði annar þeirra veskis
síns, sem í voru 2000 til 2500
krónur.
Maðurinn, sem átti veskið,
vinnur við Efi'a-Sog; og haíði
komið til Selfoss til þess að
skemmta sér um helgina. Sá,
sem hann flaugst á við, hafði
komið frá Reykjavík sömu er-
inda.
Báðir mennirnir voru undir
áhrifum áfengis, þegar áflogin
urðu. Álitið er, að Reykviking-
urinn hafi einhvern veginn náð
veski mannsins í áflogunum.
Þjófnaðurinn var kærður dag
inn eftir og fannst þá veskið í
garðí við hús, skammt þar frá,
sem áflogin urðu.
Lögreglan á Selfossi hóf þeg-
ar rannsókn í málinu í sam-
vinnu við rannsóknarlögregl-
una í Reykjavík. Fullnaðarrann
sókn er enn ekki lokið.
nduriá
75 ára kona
fyrlr
SJÖTÍU og fimm ára gönnil
kona varð fyrir hifreið á Snorra
braut, á móts við Skeggjagötu,
um klukkan 5 í gærdag. Hlaut
gamla konan mikil meiðsli.
Bifreiðin var á leið suður
Snorrabraut er slysið var.
Lenti hún á Þorbjörgu Bryn-
jólfsd., til heimilis að Mána-
götu 14. Barst Þorbjörg með
bifreiðinni nokkurn spöl og féll
síðan í götuna.
Hún var þegar flutt á slysa-
varðstofuna. Hafði hún hlotið
liðhlaup á öxl, sár á hnakka
og einnig marizt á fótum.
Meiðsli hennar voru ekki fuil-
rannsökuð í gærkvöldi.
Alþýðublaðið — 25. nóv. 1959 J