Alþýðublaðið - 25.11.1959, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 25.11.1959, Qupperneq 10
Afhiraasemd um minkafrétt SóiJk,ns#rta „ER VERIÐ að friða mink- inn“, var fyrirsögn á greinar- stuf, sem birtist í Alþýðublað- £ inu s. 1. föstudag. Þiar sem grein þessari er fyrst og fremst beint til mín, þá vil ég með örfáum orðum leiðrétta ýmsar rangfærslur og vilkmdi upplýsingar, sem koma fram í greininni. T. d. er ruglað saman veiðimála- stjóra og veiðistjórta-. Vil ég upplýsa bér með, að veiðimála stjóri á enga sök á rangri að- ' feíð í minkadrápi. Ennfremur stendur orðrétt í greininni: „Fyrr á árum fóru líka áhugasamir veiðimenn á minkaveiðar, ekki einungis með hagnaðarvon fyrir aug- ttffl, heldur og iíka vegna veiði gleðinnar og vissunnar um, að þeir væru að vinna þarft verk. Nú er öldin önnur í þessum efnum“. Sem sagt — áhugasömum veiðimönnum er bannað að veiða minka! Þetta er með öllu rangt. Hið rétta er að, enn vantar veiðimenn í nokkrum bæjum og sveitum til að hægt sé að framkvæma eyðingu minka á öllum stöðvum hans. Þá stendur í umræddri grein: Það er skiljanlegt, að vanar refaskyttur vilj; ekki láta ókunna menn blanda sér í hvernig þær veiðar eru fram kvæmdar. Um minkaveiðar gegnir allt öðru máli. Fjöldi hans er miklu meiri en tófunn ar, og aðstæður allar aðrar“-. (Hvaðan fær greinarhöfund ur þá vitneskju, að miklu meira sé af minkum en ref- um á landinu?) Að sjálfsögðu vilja grenja- skyttur ekki, a® óviðkomandi menn spilli fvrir • þeim, En það er engu síður skiljanlegt, að ráðnir minkaveiðimenn kæri sig lítt um íhlutun eða ágang ókunnra manna, og telja veiðiáhuga þeirra, sumra hverra, ■ fremur til spillis en gagns. Af reynslu vitum við, að fyrr á árum fjölgaði m.inknum mjög ört. þrátt fyrir áhuga- sömu veiðimennina. — Þótt margir þeirra hafi unnið þarft verk, þá höfðu menn þessir enga samvinnu sín í milli, og veiðamar stundaðar í hálf- gerðu pukri af sumum. Þar af leiddi að sum svæðin voru marg leituð, en aftur á móti urðu önnur algjörlega útundan. Nú hefur verið ákveðið með Iögum, að skipulagðar veiðár fari fram vor hvert á öllu landinu þar, sem minka hef- ur orðið vart. Við ráðningu veiðimanna hefur að sjálfsögðu einkum verið leitað til þeirra, sem áð- ur höfðu sýnt áhuga og dugn- að við minkaveiðar. Veiðisvæðum hefur svo ver ið skipt milli þessara manna — þannig að leitir verði, sem viðtækastar. Hin skipulagða minkaleit fer fram á tíma- bilinu frá 15. maí til júlíloka. Aðeins meðan veiðimenn framkvæma hina tilskyldu leit, er óviðkomandi mönnum bannað, (samkv. reglugerð), að fara um veiðisvæði ráð- inna veiðimanna, raska við minkabælum eða taka hvolpa úr þeim, nema í samráði við veiðimann svæðisins. Með þessu ákvæði er alls ekki verið að friða minkinn heldur veiðimennina við stöirf sín. Það er ekki hægt að ætlazt tii að menn, sem hafa lagt í tÖluverðan kostnað, við kaup á hentugum áhöldum og ýms- um tækjum til minkaveiða, — fceypt ög þjálfað veiðihunda, og kostað eldi þeirra, geri þetta allt án nofckurrar trygg- ingar í veiðunum sjálfúm. Stjórnir sveita og bæja ráða menn til að annast hinar skip uðu minkaleitir á vorin. Hins- vegar hef ég útvegað veiði- memn all víða þar, sem engir voru fyrir. Hefur samvinnan yfirleitt verið í aila staði hin bezta við þá i?.ðila sem með þessi mál fara, og bendir allt til þess, að nú hafi töluvert áunnizt í eyð ingu þessara vargdýra. Sé vel unnið og umfram alit sé skipulega unnið efast ég ekki um, að í þeirri her- ferð verðum hlutur áhuga- samra veiðimanna mikill og góður. Sveinn Einarsson. veiðistjóri. Framhald af 12. siðu. í Los Angeles hefur ver iS reist stærsta sólarorku- stöð í heimi, og er hún kölluð „Stóra Berta“, eins og fallbyssan fræga úr fyrri heimsstyrjöldinni. Hún er reist af sama fyrir tæki og smíðaði rafmagns búnaðinn í gervihnött þann, sem skotið var á loft í fyrra í Bandaríkjun- um og fær rafgeyma sína sífellt endurhlaðna með skini sólarinnar. Menn geta gert sér £ hug arlund, hversu feiknarleg ir möguleikar eru fólgnir í virkjun sólskinsins. Þar sem dimmviðri eru tíð og sólskinsdagar fáír, er ef til vill ekki sérlega mik- ils af slíku að vænta, en á hinn bóginn koma í ljós miklir möguleikar fyrir sólskinsrík og þurrviðra- söm lönd, t. d. þar sem eyðimerkur eru, jörðin skrælnuð og brunnin nið- ur í sand og klappir af sólbreizkju og þurrviðr- um. Víða þar sem þannig hagar til, er heiður him- inn flesta daga ársins, og orltuna, sem beizluð er úr sólarljósinu, má svo nota til að dæla vatni úr iðrum jarðar til að gera yfir- borðið frjósamt eða breyta sjó í ferskt vatn til sömu nota. efna loforð sín D E GAULLE hefur nú gert það lýðum Ijóst, að hann mun standa við allt, sem hann hef ur lofað Alsírbúum. Hann hef ur ákveðið að engir nema Al- sírbúar sjálfir ákveði póll- tíska framtíð landsins og hve nær styrjöldinni þar lýkur. Þessi stefna forsetans er aug- ljós og verður ekki br'eytt með samningamakki svo lengi sem hann fer með völd í Frakk- landi. En athugum hvað það er, sem de Gaulle býður upp á. Hann býður foringjum FLN (þjóðfrelsishreyfingarinnar í Alsír) að koma til Parísar og semja um vopnahlé. Munu þeir njóta fullra griða í Frakk landi og samkomulag um vopnahlé verður ekki túlkað sem uppgjöf á neinn máta, heldur sem leið til að binda endi á þetta tilgangslausa stríð, og uppbygging efnahags lífs Alsír getur ekki farið fram nema friður ríki í land- inu. Ef samningar nást ekki mega uppreisnarforingjarnir fara hvert á land sem er. inu. De Gaulle hefur gefið Al- sírbúum kost á að velja um þrennt: að verða áfram hluti af Frakklandi, að öðlast fullt sjálfstæði eða vera í nánu sambandi við Frakkland. Fyrst verður kosið um hvort; landsmenn vilja algert sjálf- stæði og verði því hafnað hvort þeir kjósa heldur að vera hluti Frakklands eða í sambandi við það. D K OSNINGAR í Alsír fara ekki fram fyrr en eftir þrjú til fjögur ár; eða strax og frið ur ríkir í landinu. Fyrst verð- ur að tæma fangelsin og ýms- um leiðtogum, nú dvelja þar, gefinn kostur á að taka póli- tíska forustu á ný. Franski herinn verður einnig látinn' sleppa þeim völdum, sem hann nú hefur í Alsír vegna styrjaldarástandsins þar. Erfitt verk verður að und- irbúa frjálsar kosningar í land E GAULLE hefur ekki sagt neitt um fi'amkvæmd kosning anna, en talið er að hann vilji ná samkomulagi við FLN um að þjóðin hafni algeru sjálf- stæðþ sem óneitanlega mundi þýða nýtt ógnatímabil í Alsír. FLN foringjarnir eru sagðir vei'a hlynntir því að Alsír verði sambandsrki Frakka, enda mundi þjóna bezt hags- munum Alsírbúa. Evrópu- menn í Alsír heimta aftur á móti algera innlimun í Frakk land. Það er augljóst að de Gaulle ætlast til þess, að FLN verði aðalaðilinn að samning- um um framtíð Alsír, en þá verða þessi samtök hermdar- verkamanna og uppreisnar- manna að gerast pólitfskur flokkur eins og aðrir flokkar í landinu. De G aulle hefur géfið loforð um að ef svo verði þá muni Frakkar viðurkenna þá. segir að stefna de Gaulle í málinu sé miðuð við það að friða erlenda bandamenn Frakka, en Challe yfirhers- höfðingi franska hei'sins í Al- sír telur að vopnahlé þýði aí- gera uppgjöf FLN. Margir voru komnir á þá skoðun, að Alsírstefna forsetans væri að eins orðagjálfur'. En á blaða- mannafundinum 10. nóvem- ber sagði de Gaulle að túlk- anir manna á yfirlýsingum sínum varðandi Alsír væru til raunir til þess að hylja það í reyk, sem lægi Ijóst fyrir. Hann sagði að kosningar í Al- sír yrðu algerlega frjáisar,. það væri hagsmunum Frakka fyrir beztu, hann hefði ákveð- ið það, þingið samþykkt Það og allir Frakkar væru raun- verulega þierrar skoðunar; að Alsírmenn ættu að ráða fram tíð sinni. H' EFUR de Gaulle þá fullt vall á hinu pólitíska ástandi í Frakklandi? Vafalaust ekki. En hann hefur gert lýðum ljóst að hann er reiðubúinn að leggja til orustu við aftur- 'haldsöflin og öfgamennina ef þörf gerist. Lausn Alsírmáls- ins er háð þvf að þessi öfl verði barin niður. Röðin er H kornin að uppreisnarmönnum að taka í hina útréttu hönd de Gaulle. Friður í Alsír er í sjálfu sér trygging fyrir frjáls um ákvörðunari'étti íbúanna þar. Strax og friður kemst á missir franski herinn það vald, sem hann nú hefur í Al- sír. Symfóníu- fónfeikar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís LANDS hélt tónleika í Þjóð- leikhúsinu í gærkveldi við feikilega góðar og verðskuldað ar undirtektir. Hljómsveitar- stjórinn var Henry Swoboda og hefur honum tekizt að ná út úr sveitinni öllu því bezta, sem hún býr yfir, en sennilega heyr ist á fáum sveitum meiri mun- ur stjórnenda en þessari. Fyrsta verkið var Nótt á reg infjöllum eftir Mussorgsky, verk, þar sem öllu er til tjald- að, og var tæpast nokkur snuðra á og slagverkin stóðu sig afbragðsvel. — Symfónía konsertatne eftir Haydn tókst og mjög vel og stóðu einleikar- arnir sig með mestu prýði, en þeir voru Björn Ólafsson, E'n- ar Vigfússon, Karel Lang og Hans Ploder. Síðasta verkið á efnisskránni var svo sjöunda symfónía Beet hovens, mjög vel leikin. Þarna var algretto-kaflinn leikinn alegretto, sem er fremur sjald- gæft, os kunni ég mjög vel við það. 'Við þurfum að fá meira að heyra frá hr. Swoboda. G. G. Breyfing á rifsfjórn S TEFXA de Gaulle í Alsír- málinu hefur vakið mikla óá- nægju í röðum ýmissa hægri manna og öfgamanna í Frakk landi og Alsír. Massu, hinn frægi fallhlífaforingi í Alsír, ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, að sú breyting hafi verið gerð á ritstjórn Þjóðvilj ans, að Magmis Torfi Ólafsson hafi verið ráðinn ritstjóri blaðs ins, Sigurður Guðmundsson og Magnús Kjartansson verði síiórnmálariístjórar en Ivar H. Jónsson hafi verið ráðinn frétta stjóri. Jón Bjarnason, sem ver ið hefur fréítastjóri verður rit stjóri fréttaþátía. Bók Peter Freuchens um HEIMSHÖFIN SJÖ er ein fróðlegasta bók, sem komið hefur út á ís- landi um marga áratugi. Bókin opnar mönnum furðuheim heimshafanna, kynnir lesandanum fisk- ana og jurtirnar, sem lifa í sjónum, fuglana, sem svífa yfir honum, og mennina, er sigla um hann. Það tók Freuchen alla ævi að viða að sér fróð- leik í þessa bók. ☆ Enginn maður getur skrif að um hafið eins og Freuchen. Bókin HEIMS- HÖFIN SJÖ er ekki að- eins fróðleg heldur hefur að geyma hinar ótrúleg- ustu furðusögur — um sæfarendur og sjóorustur, hafmeyjar og sæskrímsli, sjóræninga og leynda fjársóði, og prýdd fjölda dásamlegra mynd. ☆ ' Bókin „Bréf séra Matthíasar fil Hannesar Hafstein", er bók um andans stór- menni aldarmótaáranha og ein hin fyllsta og merkilegasta mannlýsing í íslenzkum bókmennt- um. ☆ Bréf séra Matthíasar til Hannesar Hafstein verða lesin jafnlengi og menn vilja eitthvað vita um þessa tvo af dásamleg- ustu mönnum, sem ísland hefir alið. ÍSAFOLD 25. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.